Morgunblaðið - 05.09.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
DÆLUR
FYRIR FISKELDI
Sími 568 6625
ÍSLENSKIR fjárfestar eiga nú í viðræðum um
kaup á stórri, danskri raftækjaverslanakeðju,
Merlin, sem rekur um fimmtíu verslanir víðs vegar
um Danmörku og veltir á annan tug milljarða ís-
lenskra króna á ári. Í Merlin-verslununum eru m.a.
seld sjónvörp, útvörp, tölvur, hugbúnaður, mynda-
vélar og ljósmyndavörur.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í Dan-
mörku hefur eigandi Merlin-keðjunnar, FDP, átt í
samningaviðræðum við íslenska fjárfestingafélagið
Árdegi um hugsanlega yfirtöku þess á Merlin-keðj-
unni og má reikna með niðurstöðu úr þeim við-
ræðum innan tíðar.
Árdegi, sem fer fyrir íslensku fjárfestunum, er í
eigu Sverris Bergs Steinarssonar og eiginkonu
hans, en Árdegi á stóran hlut í Degi Group (sem
m.a. rekur Skífuna og BT). Sverrir og Róbert Mel-
ax keyptu Skífuna sumarið 2004. Nú í ágúst lét
Sverrir af störfum sem forstjóri Dags Group og
hefur í samvinnu við félagið unnið að fjárfesting-
arverkefnum erlendis að undanförnu. Ekki fæst
uppgefið hverjir mynda íslenska fjárfestahópinn og
Sverrir vildi í samtali við Morgunblaðið heldur ekki
tjá sig mikið um hugsanleg kaup á Merlin-keðjunni
en staðfesti þó að viðræður hefðu átt sér stað. „Ár-
degi hefur verið að skoða þarna möguleika og raun-
ar í nokkurn tíma og það gæti verið eitthvað í far-
vatninu,“ segir Sverrir.
Tapaði 1,3 milljörðum 2002–2004
Eigandi Merlin, FDP, er risi í dönsku viðskipta-
lífi og meðal eigna FDP er 38% hlutur í Coop Nord-
en, sem m.a. rekur verslanakeðjur undir nafni
Coop, Brugsen, Kvickly, Irma og Fakta í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð. Merlin var stofnað árið
1926 í Óðinsvéum en FDP eignaðist allt hlutafé fé-
lagsins árið 1992 og var mikill fjöldi nýrra Merlin-
verslana opnaður næstu árin á eftir. Rekstur Merl-
in hefur hins vegar gengið illa hin síðari ár og sam-
anlagt tap áranna 2002, 2003 og 2004 nam um 130
milljónum danskra króna eða liðlega 1,3 milljörð-
um íslenskra króna. FDP hefur um hríð gefið til
kynna að Merlin-keðjan væri til sölu.
Íslendingar í viðræðum um
kaup á danskri verslanakeðju
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
GRUNUR leikur á íkveikju á tveimur stöðum í
Reykjavík aðfaranótt sunnudags og snemma á
sunnudagsmorguninn. Málin eru í rannsókn
hjá lögreglunni og er ekki talið útilokað að
sami brennuvargurinn hafi verið að verki í
bæði skiptin. Þriðji bruninn varð síðan klukkan
18 í gær í miðbænum og er einnig til rann-
sóknar hjá lögreglu.
Fyrsti bruninn varð kl. hálffimm að morgni
sunnudags við Melabúðina og sá næsti þremur
klukkustundum síðar, í iðnaðarhúsnæði við
Fiskislóð 45 þar sem brotist hafði verið inn.
Ekki var þó brotist inn í Melabúðina. Að sögn
lögreglu hefur enginn verið handtekinn vegna
þessara mála en rannsókn stendur yfir.
Melabúðin slapp við skemmdir
en geymsla sviðnaði
Eldurinn í Melabúðinni kom upp í steyptri
kassageymslu sem samtengd er versluninni.
Engar skemmdir urðu á búðinni sjálfri en
geymslan, sem ekki er innangengt í úr versl-
uninni, sviðnaði nokkuð. Bruninn sló verslunar-
menn ekki út af laginu og hugðust þeir opna á
hádegi eins og aðra sunnudaga.
Þegar tilkynnt var um eldinn í iðnaðarhúsinu
við Fiskislóð kl. 7:30 var allt tiltækt slökkvilið á
höfuðborgarsvæðinu kallað út. Mikinn og
dökkan reyk lagði frá húsinu en þegar nánar
var að gáð kom í ljós að eldurinn logaði í bif-
reið inni í húsinu. Slökkviliði tókst fljótt að
slökkva eldinn.
Eldur utandyra við Klapparstíg
Í litlu timburhúsi við Klapparstíginn þar
sem veitingastaðurinn Sirkus er kom eldurinn
upp undir kvöld og var slökkviliðið enn kallað
út. Slökkviliðsvarðstjóri sagði að svo virtist
sem eldurinn hefði kviknað fyrir utan húsið, við
eitt horn þess, og síðan borist inn í klæðningu.
Slökkviliðsmenn þurftu að rífa klæðningu utan
af veggnum og hluta af þakinu til að ganga úr
skugga um að ekki leyndist þar glóð en ekki
urðu miklar skemmdir vegna eldsins. Lögregl-
an rannsakar eldsupptök.
Morgunblaðið/Júlíus
Við Fiskislóð kom í ljós að eldur logaði í bíl
innandyra og var eldurinn fljótlega slökktur.
Grunur um
íkveikju á
tveim stöðum
HLJÓMSKÁLAGARÐURINN hefur
drabbast niður Bjarkargötumegin,
„og er nú með sóðalegri reitum í
miðbæ Reykjavíkur“ að mati Sig-
ríðar Dúnu Kristmundsdóttur pró-
fessors og íbúa við Bjarkargötu.
Sigríður gerir alvarlegar at-
hugasemdir við stefnu borgaryf-
irvalda varðandi umhirðu garðsins
í grein sem birt er í Morgunblaðinu
í dag og segir m.a. að illgresi og
rusl hafi tekið völdin. Henni þykir
tillaga Dags B. Eggertssonar um
kaffihús í garðinum „til að hleypa
lífi í hann“ merkileg því „Reykja-
víkurlistinn hefur drepið lífið í
þessum garði með umgengni sinni
við hann,“ skrifar Sigríður Dúna
m.a. í grein sinni. | Miðopna
„Með sóða-
legri reitum
í miðbæ
Reykjavíkur“
MIKIL eftirspurn er nú eftir
lambakjöti og er kjötið bókstaf-
lega rifið út úr sláturhúsunum
jafnóðum og það er tilbúið. Hafa
sum sláturhús gripið til þess ráðs
að staðgreiða bændum kjötið í því
skyni að fá lömbin fyrr í hús.
„Það gengur illa hjá okkur að fá
fé til slátrunar í komandi viku,“
segir Ágúst Andrésson, slátur-
hússtjóri hjá Kjötafurðastöð
Kaupfélags Skagfirðinga, en þar
hefur verið sérstaklega mikil eft-
irspurn eftir nýju lambakjöti.
„Gróður var seinn til og bændur
eru rólegir með að hafa féð á út-
högum ennþá. Svo er birgðastað-
an þannig að allar birgðir af
lambakjöti eru uppseldar, sem er
óvenjulegt.“
Álag á útgefin verð
Ágúst segir menn nyrðra vera
afar ánægða með þessa miklu eft-
irspurn og vona að hún haldist.
„Við vonum líka að bændur taki
vel við sér og komi með fé til slátr-
unar til að anna henni,“ segir
Ágúst. „Í því skyni greiðum við
innlegg næstu tveggja vikna í
sláturviku og jafnframt erum við
með 10% álag ofan á útgefin verð í
þessari viku sem nú er að koma og
6% álag í næstu viku. Þannig að
bændur hafa allt að vinna með því
að koma með féð til slátrunar.“
Sigurður Jóhannesson, formað-
ur Landssamtaka sláturleyfis-
hafa, segir margar samverkandi
ástæður vera fyrir mikilli eftir-
spurn eftir lambakjöti. „Undan-
farið hefur verðþróun á öðrum
kjöttegundum stuðlað að batn-
andi samkeppnisstöðu lamba-
kjötsins,“ segir Sigurður. „Þá höf-
um við verið að vinna að því að ná
til stækkandi markhópa.“
Sigurður segir að lögð hafi ver-
ið áhersla á að gera lambakjötið
aðgengilegra fyrir þennan hóp
neytenda. Þannig hafi sölu á heil-
um og hálfum skrokkum að mestu
verið hætt. „Nú er lögð meiri
áhersla á að þetta sé matarinn-
kaupavænt og auðvelt beint í
eldamennskuna.“
Aðspurður hvort vöruþróunin
hafi skilað sér í hækkandi fram-
legð á afurðunum segir Sigurður
það rétt til getið. „Það er hluti af
dæminu, enda er nauðsynlegt að
bæta afkomuna í greininni,“ segir
Sigurður. „Vöruþróun og mark-
aðsstarf skila alltaf árangri og
það er greinilegt að það hafa verið
stigin rétt skref. En til þess að af-
koma sauðfjárbænda verði viðun-
andi þarf lambakjötið að hækka
eitthvað ennþá.“
Mikil eftirspurn eftir lambakjöti frá sláturhúsum og birgðir seljast upp
Bændum boðin staðgreiðsla
til að fá lömbin fyrr í hús
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
RÚMLEGA 10 þúsund kindur komu til réttar
í Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi um helgina
en þessar réttir eru með fjárflestu réttum
landsins. Réttarstörf gengu vel í blíðskap-
arveðri. Er það mál manna að dilkar séu
holdmeiri en í fyrra og í framför.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Holdugir dilkar í Auðkúlurétt