Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 1

Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 246. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sigur Rós fær 5 stjörnur Skarphéðinn Guðmundsson gagnrýnir Takk … og segir: Sömuleiðis | Menning Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignir | Hönnunarafmæli  Vistvæn þorp  Villigötur  Keppt við Kára  Hafnirnar styrkja búsetu Íþróttir | Breiðablik bikarmeistari  Chelsea og Charlton með fullt hús  KR-ingar komnir á skrið  Teitur tekur við KR ALLT stefndi í gær í mjög tvísýnar þing- kosningar í Noregi en fylkingarnar tvær, annars vegar ríkisstjórn borgaraflokkanna, sem notið hefur stuðnings Framfaraflokks- ins, og hins vegar vinstriflokkarnir, hafa að undanförnu skipst á um nauma forystu sam- kvæmt skoðanakönnunum. Kannanir, sem birtar voru í gær, sýndu ýmist sigur borgaraflokkanna eða vinstri- flokkanna. Í Verdens Gang var borgara- flokkunum spáð 87 þingsætum af 169 en vinstriflokkunum 80. Aftenposten og norska ríkisútvarpið spáðu hins vegar þeim síðar- nefndu 85 þingsætum á móti 83. Það er því ljóst, að óvissunni lýkur ekki fyrr en talið hef- ur verið upp úr kjörkössunum. Fylgissveiflurnar eru ekki síst innan fylk- inganna sjálfra og má nefna sem dæmi, að Venstre, einn ríkisstjórnarflokkanna, hefur verið að bæta sig og sækir hann einkum fylg- ið til hinna ríkisstjórnarflokkanna tveggja, Hægriflokksins og Kristilega þjóðarflokks- ins, flokks Kjell Magne Bondeviks forsætis- ráðherra. Á hinn bóginn hefur Verkamanna- flokkurinn verið að taka fylgi af Sósíalíska vinstriflokknum en þeir og Miðflokkurinn stefna að stjórnarmyndun fái þeir umboð til þess. Þá yrði Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, forsætisráðherra. Hagen hafnar Bondevik Allt bendir til, að Framfaraflokkurinn vinni góðan sigur, en hann hefur stutt rík- isstjórn borgaraflokkanna. Carl I. Hagen, leiðtogi hans, hefur hins vegar lýst yfir, að hann muni ekki styðja aftur stjórn með Bondevik við stýrið. Fari svo, að hvorug fylk- inganna fái meirihluta, getur stjórnarmynd- un oltið á smáflokkum, til dæmis Strand- byggðaflokki Steinars Bastesens. Helstu kosningamálin hafa verið einka- væðingin, sem vinstriflokkarnir vilja hægja á, og hvernig nota skuli olíuauðinn. Bendir stjórnarandstaðan á, að því fólki, sem talið er fátækt í Noregi, fjölgaði um 25% frá 2001 til 2003 og telur nú 235.000 manns. Reuters Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra kaus í gær en það var heimilt þeim sem búa í afskekktum kjördæmum. Óvissa um úrslit í Noregi Myndun næstu stjórnar getur oltið á smáflokkum Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is FÓRNARLAMBA hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum fyrir fjórum árum, 11. september 2001, var minnst í gær vítt og breitt um landið og einnig annars staðar um heim. Í New York, á vettvangi mestu atburðanna, hófst athöfnin með því, að systkini hinna látnu, 2.749 manns, lásu upp nöfn ástvina sinna en fyrir ári voru það foreldrar og afar og ömmur þeirra, sem létust, sem það gerðu. Að því búnu varpaði fólk blómum út í minningartjörn en hún er þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður. Áttu margir um sárt að binda við athöfnina og grétu bæði hátt og í hljóði. Í ræðu Michaels Bloombergs, borgarstjóra í New York, minntist hann fórn- arlamba hryðjuverkanna fyrir fjórum árum og einnig þeirra, sem fallið hafa fyrir hendi ofstæk- ismanna annars staðar, til dæmis í Madrid og London. Þá sendi hann samúðarkveðjur til þeirra, sem misst hafa ættingja sína og líða fyrir afleið- ingar fellibylsins Katrínar. Fórnarlamba hryðjuverkanna minnst Reuters LEIFAR af fellibylnum Maríu munu nálgast suðurströnd lands- ins í dag með tilheyrandi roki og rigningu. Ekki stafar þó nein hætta af Maríu sem kemur langt að suðvestan úr hafi og var fellibyl- ur á mánudag og þriðjudag í síð- ustu viku. „Þetta eru leifar af fellibyl þann- ig að þetta er í raun bara venjuleg lægð sem er að koma að landinu og hún er ekkert óvenjulega djúp miðað við venjulegar haustlægðir,“ segir Helga Ívarsdóttir, veð- urfræðingur á Veðurstofu Íslands, en spáð er stormi, eða 23 m/s, við suðurströndina og á miðunum fyr- ir sunnan land í dag. Að sögn Helgu má um hádegisbilið í dag búast við því að það verði komin rigning sunnantil og síðan fer lægðin með suðausturströndinni. Á morgun má búast við hvassri norðaustanátt og talsverðri rign- ingu austan til á landinu. Gera má ráð fyrir minnkandi norðaustanátt á miðvikudag. Leifar af fellibyl við landið  Veður | 35 VEL á annað hundrað manns gengu fjörur í gær í leit að 34 ára gömlum manni sem saknað er eft- ir að skemmtibátur sökk á Viðeyj- arsundi aðfaranótt laugardags. Leit verður haldið áfram í dag, en nær eingöngu verður leitað á sjó. Björgunarsveitarmenn gengu fjörur frá Gróttu upp á Kjalar- nestá, auk eyjanna, án árangurs. Þeir fengu hjálp frá á fjórða tug ættingja og vina mannsins við leit- ina. Bátar voru einnig notaðir við leitina, sem og björgunarpramm- inn sem náði bátnum upp af hafs- botni á laugardag. Beittu björg- unarmenn neðansjávarleitartæki til þess að finna líklega staði, og sendu svo kafara niður til að leita af sér allan grun. Félagar í Snarfara, félagi sport- bátaeigenda í Reykjavík, tóku þátt í leitinni í dag á rúmlega tutt- ugu bátum, og leituðu þeir skipu- lega frá Engey upp á Kjalarnes. Rannsókn hefst í dag Rannsókn lögreglu á tildrögum slyssins hefst í dag, og verður flak bátsins rannsakað af tæknideild lögreglu og fulltrúa rannsóknar- nefndar sjóslysa. Karlmaður og kona um fimmtugt sem björguð- ust af kili bátsins eru á batavegi og hafa verið útskrifuð af gjör- gæslu, en þau slösuðust alvarlega þegar báturinn steytti á skeri. Ekki er búið að taka skýrslu af á, og ef maðurinn hafi lent í henni geti hann hafa borist út fyrir leit- arsvæði dagsins. Jónas segir að leit verði fram haldið á sjó í dag, en trúlega verði það bara vinir og ættingjar mannsins sem muni ganga fjörur. Einnig sé hugsanlegt að sundin verði slædd, en tekin verði ákvörðun um það í dag. Jónas segir líklegt að ef leit beri ekki árangur næstu daga verði farið í aðra allsherjarleit líka þeirri sem fram fór um helgina um næstu helgi. fólkinu, en samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu verður það gert í dag. Straumþung röst Góð skilyrði voru til leitar í gær og voru gengnar allar fjörur frá Gróttu upp á Kjalarnestá, auk eyjanna, segir Jónas Hallsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í lögregl- unni í Reykjavík, sem hefur haft yfirumsjón með leitinni. Hann segir það flækja málið að straumþung röst er skammt frá Skarfaskeri, sem báturinn steytti Áfram leitað á sjó Morgunblaðið/Golli Kafarar héldu leit áfram fram eftir kvöldi í gær og munu halda leit áfram í dag ef veður leyfir. Fjölmenn leit að 34 ára gömlum manni bar engan árangur í gær Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is                      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.