Morgunblaðið - 12.09.2005, Page 4
4 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 30 daga á frábæru
verði. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Kanarí
19. október
frá kr. 69.990 m.v. 2
Munið Mastercard
ferðaávísunina Verð frá kr.69.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó.
Innifalið flug, gisting í 30 nætur og skattar.
Síðustu sætin - 30 daga ferð
ÍSLENSKAR öryggiskröfur giltu
ekki um skemmtibátinn sem fórst á
Viðeyjarsundi aðfaranótt laugar-
dags, enda báturinn skráður í Bret-
landi en ekki hér á landi. Rann-
sóknarnefnd sjóslysa mun
rannskaka málið samhliða rann-
sókn lögreglu, og hefst rannsóknin
formlega í dag.
Ekki er gerð krafa um að
skemmtibátar af þessu tagi sem
skráðir eru hér á landi séu með
sjálfvirka tilkynningaskyldu þar
sem þeir eru ekki atvinnutæki held-
ur skemmtibátar, segir Hilmar
Snorrason, nefndarmaður í rann-
sóknarnefnd sjóslysa. Ekki er held-
ur gerð krafa um sjálfvirkan neyð-
arsendi sem fer í gang þegar skip
sekkur, einungis skip yfir 24 metra
löng þurfi að hafa slíka senda.
Skemmtibátar, átta metrar og
lengri, sem skráðir eru hér á landi
eiga að vera með björgunarbát sem
blæs sjálfkrafa upp í sjó, auk björg-
unarvesta fyrir alla um borð, segir
Geir Þór Geirsson, forstöðumaður
skipaeftirlitssviðs hjá Siglinga-
stofnun Íslands. Auk þess á að vera
björgunarhringur, neyðarblys og
lyfjaskrín, auk talstöðvar og út-
varps.
Ekki þarf sérstök réttindi til að
sigla slíkum bátum, en samkvæmt
siglingalögum þarf sá sem hefur
stjórn um borð í skemmtibát af
þessu tagi að hafa kunnáttu í sigl-
ingum og sjómennsku. Einungis
þarf svokallað pungapróf á báta
sem siglt er í atvinnuskyni, þótt
margir sem sigla skemmtibátum
taki slíkt próf, segir Helgi Jóhann-
esson, forstöðumaður stjórnsýslu-
sviðs hjá Siglingamálastofnun Ís-
lands.
Íslenskar öryggiskröfur giltu ekki
Morgunblaðið/Júlíus
Frá björgunaraðgerðum á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags.
Á DÖGUNUM fór flokkur manna
undir dyggri stjórn Þorsteins Bergs-
sonar, framkvæmdastjóra Minja-
verndar, með annað af þremur síma-
húsum sem á að endurgera milli
Héraðs og Hofs í Vopnafirði og Hofs
og Grímsstaða á Fjöllum.
Það var svokallað nyrðra símahús,
á Urðunum vestan Mælifells, sem
komið var með í fyrradag og gekk
verkið sæmilega vel miðað við að
snjór var kominn í fjöll. Húsið var
smíðað í Reykjavík og því ekið á
vörubíl að Grímsstöðum og þaðan yf-
ir Haug, en það er gamla símaleiðin.
Minjavernd kostar verkið ásamt
Jeppaklúbbnum 4x4 á Austurlandi,
en húsið kostar um 4 milljónir króna.
Vinna hefst innan tíðar við þriðja
húsið sem á að rísa á Smjörvatns-
heiði en búið er að tryggja fjármagn
í það verk og áætlaður kostnaður um
6,5 milljónir króna.
Þorsteinn Bergsson hefur tekið
saman upplýsingar um lagningu sím-
ans og segir m.a. að ekki fari á milli
mála að lagning símans til Íslands og
um hálendið frá Seyðisfirði til
Reykjavíkur hafi verið mesta fram-
kvæmd hérlendis á síðustu öld fram
að seinna stríði. „Lagningu sæ-
strengs til Seyðisfjarðar og tengingu
hans þar lauk 25. ágúst 1906 og var
hann vígður þann dag. Lagningu lín-
unnar yfir hálendið lauk nokkru síð-
ar og var hún og þar með fjarskipti
frá Íslandi til útlanda vígð með við-
höfn í Reykjavík 29. september 1906.
Undirbúningur og rannsóknir höfðu
þá staðið um áratugaskeið með
hléum frá árinu 1860 þegar sú hug-
mynd tók að mótast að heppilegast
væri að strengurinn kæmi að landi á
Austfjörðum.
Stauraveturinn mikli
Olav Forberg, Norðmaður sem
fenginn var til að stýra verkinu, kom
til Íslands í maí 1905 og var sum-
arlangt við mælingar og áætlana-
gerð um val á línustæði, fjölda
staura, lengd línu og allan annan
undirbúning og ekki síst að sjá fyrir
með flutning staura og línu að fyr-
irhuguðu línustæði.
Sá hluti undirbúnings, þ.e. að
Endurgera símaminjar á fjöllum
Á ferðalagi með
eitt símahús
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Nokkuð þurfti að hafa fyrir því að koma símahúsinu á sinn stað á Urðum
vestan Mælifells. Snjór hamlaði til dæmis ferð bílsins um tíma.
flytja staurana, átti eftir að verða
erfiðari en ráð var fyrir gert í upp-
hafi. Staurarnir, 14.000 talsins, voru
nýlega höggnir og mjög þungir.
Ekki bætti úr skák að þeir höfðu ver-
ið baðaðir í kreosóti sem sveið undan
og brenndu menn sig við að hand-
leika þá. Línan var líka erfið í flutn-
ingi en flytja þurfti 1.250 km af vír að
línustæðinu og 28.000 postulínsein-
angrara og króka. Flutningarnir
áttu sér stað veturinn 1905–1906 og
var sá vetur víða kallaður stauravet-
urinn mikli. Lengstu vegalengdir til
flutninga voru frá Vopnafirði að
Grímsstöðum og gat það tekið mann
og hest með sleða allt að 6 daga að
flytja einn staur.
Erfiðustu hlutar línulagnarinnar
voru frá Grímsstöðum að Hofi í
Vopnafirði og yfir Smjörvatnsheiði.
Bæði er þar um lengstu vegalengd-
irnar milli byggða að fara og þar
liggur hún hvað hæst. Sumarið 1906
var jafnframt mjög kalt og stöðugur
norðaustanstrengur. Leiðinni allri
frá Seyðisfirði til Reykjavíkur var
skipt niður í fjóra aðalkafla. Við
þennan hluta leiðarinnar unnu um 60
manns í þremur flokkum.
Ekki voru til hestar fyrir þá og
urðu þeir að ganga í vondu færi að
Grímsstöðum með allt sitt hafurtask.
Við verkið bjuggu línumennirnir í
tjaldbúðum sem fluttar voru til eftir
því sem verkinu miðaði. Jafnframt
því að leggja línuna reistu línumenn-
irnir þrjú lítil hús á þessari leið. Þau
nýttust þeim við línulögnina og jafn-
framt var húsum þessum ætlað að
nýtast áfram til eftirlits og viðhalds
með línunni. Tvö húsanna voru á
leiðinni frá Grímsstöðum að Hofi.
Annað stóð í vestanverðu fjallinu
Haugi, en hitt á svokölluðum Urðum
nokkru austar. Þriðja húsið var reist
á Smjörvatnsheiði, hvar hæst ber
þar og veðrasamast er. Hús þessi
eru öll hvert með sínu sniði og ólík.
Styrkja gönguferðamennsku
Húsin eru í dag talin kjörin sem
viðkomustaðir og skjól á gönguleið
annars vegar milli Héraðs og Vopna-
fjarðar og hins vegar milli Vopna-
fjarðar og Grímsstaða. Vill svo til,
enda upphaflega þannig hugsað, að
fjarlægð er lík á milli þeirra og frá
þeim að byggð og því í dag heppileg
göngulengd.
Það hefur sýnt sig við vaxandi
ferðamennsku að slíkt skjól er fljótt
að vekja upp gönguleiðir og styrkja
þannig ferðaþjónustu svæða. Má þar
nefna gönguleiðir um Lónsöræfi.
Þannig er auðvelt að sjá fyrir sér að
samhliða því að húsunum og tilvist
þeirra og sögu sé haldið til haga, geti
þau nýst í þágu ferðamennsku á
þessu svæði. Þegar er fyrir þessu
mikill áhugi bæði á Vopnafirði og á
Grímsstöðum. Talið er viðeigandi að
tengja endurgerð húsanna og upphaf
nýtingar þeirra fyrir ferðamenn á
100 ára afmæli símans á Íslandi
2006.“
BYGGINGARLEYFI fyrir fram-
kvæmdum við Urriðaholt í Garðabæ
var veitt á föstudag, en Landvernd
hefur mótmælt framkvæmdunum og
farið fram á að umhverfisráðherra
láti stöðva þær.
„Við höfum veitt byggingarleyfi
fyrir undirstöðum að verslunarhús-
næði og leyfi fyrir jarðvegsfram-
kvæmdum á grundvelli gagna frá
hönnuðum,“ segir Gunnar Einars-
son, bæjarstjóri Garðabæjar.
Hann segir heimild liggja fyrir
um að leyfa jarðvegsrannsóknir áð-
ur en byggingarleyfi fáist. Spurður
hvort stórvirkar vinnuvélar þurfi til
slíkra rannsókna segir Gunnar:
„Það getur þurft ef landið liggur
þannig. Það getur verið hluti af því
að kanna dýpt og þess háttar.“
Landvernd hefur kært fram-
kvæmdir á svæðinu til úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingar-
mála, en Gunnar segir Garðabæ
ekki hafa áhyggjur af þeirri kæru.
Ljóst sé að aðalskipulagsbreyting
sem samþykkt er af ráðherra sé
ekki kæranleg til nefndarinnar, auk
þess sem Landvernd hafi ekki lög-
varðra hagsmuna að gæta. „Við
höldum áfram með málið eins og lög
og reglugerð kveða á um.“
Gunnar segir skipulagsferlið um
breytta landnotkun í Urriðaholti
byggjast á ítarlegu mati á náttúru-
fari svæðisins og verndargildi, ítar-
legt samráð hafi verið haft við stofn-
anir, sérfræðinga og almenning.
Niðurstaðan hafi verið sú að Urr-
iðavatn, lífríki þess, lindir við vatnið
og hrauntangi hafi hæsta verndar-
gildið og í gildandi aðalskipulagi sé
sett fram stefna um verndun svæð-
isins. Gunnar segir að kæra Land-
verndar þar sem þess er krafist að
framkvæmdum verði hætt verði
lögð fyrir bæjarráð á morgun. „Ég á
ekki von á því að bæjarráð óski eftir
að framkvæmdir verði stöðvaðar.
Þetta er allt gert í samræmi við lög,
byggingarnefndin hefur veitt leyfi í
samræmi við þau gögn sem liggja
fyrir.“
Landskiptum ekki þinglýst
Landvernd hefur einnig bent á að
lagaleg óvissa sé um hvort samn-
ingur milli Hafnarfjarðar og Garða-
bæjar frá árinu 1978 um makaskipti
á landinu við Urriðaholt hafi verið
staðfestur. Gunnar segir það smá-
mál, verið geti að gleymst hafi að
þinglýsa samningnum, en þegar tvö
heiðarleg sveitarfélög geri slíkan
samning sé ljóst að staðið verði við
hann.
Framkvæmdir á Urriðaholti verða ekki stöðvaðar
Fékk leyfi á föstudag
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Tveggja
jeppa
árekstur
TVEIR jeppar rákust á í Vík-
urskarði rétt fyrir klukkan
sex í gærdag. Ökumaður ann-
ars bílsins var fluttur á slysa-
deild vegna minniháttar
áverka á höfði og báða jepp-
ana þurfti að flytja burt með
kranabíl, en ekki er vitað um
umfang skemmdanna á öku-
tækjunum.
Að sögn varðstjóra lögregl-
unnar á Akureyri vildi
áreksturinn þannig til að ann-
ar jeppinn ætlaði að taka
fram úr fjárflutningabíl við
erfiðar aðstæður þar sem
beygja blindar sýn, þótt
framúrakstur sé leyfður á
þessum vegarkafla. Þegar
ökumaður varð hins jeppans
var reyndi hann, að sögn
varðstjóra, að hægja á sér í
von um að ná að sveigja aftur
fyrir flutningabílinn, en náði
því ekki þar sem flutninga-
bíllinn hægði einnig á sér á
sama tíma. Bílarnir rákust
því á.