Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 10
10 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
á morgun
Umræðan
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
GRAFARVOGSBÚAR settu Ís-
landsmet í sippi á Grafarvogsdeg-
inum, en um 660 sippuðu samtímis
við Egilshöll. Sumir höfðu vonast
eftir að tækist að setja heimsmet,
en það tókst ekki. Heimsmet Kín-
verja stendur, en á hverfishátíð í
Hong Kong fyrr á þessu ári sipp-
uðu 2.474 Kínverjar.
Þema Grafarvogsdagsins var
„hreyfing“, en auk þess að sippa
var boðið í hreyfingu í Graf-
arvogslaug, kajaksiglingar,
strandblak, skeljatínslu, göngu og
fleira.
Íslandsmet en ekki heimsmet
BJARNI Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður
allsherjarnefndar Alþingis, hefur
ákveðið að gefa ekki kost á sér í
embætti varaformanns Sjálfstæðis-
flokksins.
Í staðinn styður hann Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra í embætti varafor-
manns.
Bjarni segir að hann hafi fundið
fyrir stuðningi við sig undanfarna
daga í embætti varaformanns en
hafi þó ákveðið að gefa ekki kost á
sér að sinni.
„Ég var hvattur til þess að hugsa
það vandlega að gefa kost á mér í
varaformanninn og þær hvatningar
komu víða að. Ég sá fyrir mitt leyti
að það lá svo sem ekkert á að gefa út
yfirlýsingu um eitt eða neitt en ég
var fyrir og er eftir að hafa skoðað
minn hug þeirrar skoðunar að þetta
sé ekki rétti tíminn fyrir mig til að
fara í slag um varaformannsembætti
í flokknum. Svo eru komnir fram
mjög frambæri-
legir frambjóð-
endur, þó ég telji
reyndar að það sé
farsælast fyrir
flokkinn að Þor-
gerður Katrín
verði kosin af
þeim sem hafa
gefið kost á sér,“
segir Bjarni.
Aðspurður
hvort hann ætli
sér þá fram í varaformanns- eða for-
mannsembætti seinna meir, segist
Bjarni ætla sér meiri hluti í framtíð-
inni.
„Það er svo sem ágætt að finna
fyrir trausti til að axla meiri ábyrgð,
en ég hef verið mjög skamman tíma
enn sem komið er í þessu starfi og
mér finnst alls ekki vera að tikka á
mig nein klukka. Það er auðvitað
þannig í stjórnmálum að maður
ræður ekki neinum tímasetningum
og þess vegna gaf ég mér tíma til að
hugleiða þetta og við sjáum bara
hvað gerist í framtíðinni. Það er
ágætt að finna fyrir því að maður
hefur traust til þess að halda áfram
og það er einhvers metið sem maður
hefur verið að gera og eflaust og
vonandi fyrr en maður gerir ráð fyr-
ir, kemur sú staða upp að maður
sækist eftir því að axla meiri
ábyrgð. Það er vissulega eitthvað
sem ég horfi til. “
Aðspurður hvort hann muni sækj-
ast eftir starfi þingflokksformanns
Sjálfstæðisflokksins í kjölfar þess að
Einar K. Guðfinnsson tók við emb-
ætti sjávarútvegsráðherra, segir
Bjarni að mikilvægt sé að flokkur-
inn sé vel skipaður á öllum stöðum
og að úr góðum hópi þingmanna sé
að velja. „Ég er ekki sérstaklega að
sækjast eftir þeirri stöðu og hef svo
sem nóg á minni könnu eins og sakir
standa,“ segir Bjarni.
Bjarni
Benediktsson
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks
Styður Þorgerði Katrínu
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
huga, að skilyrði til nýsköpunar al-
mennt í atvinnulífinu er nánast
ekki fyrir hendi. Margvísleg tæki-
færi fara því forgörðum og mikill
fjöldi starfa verður aldrei til borið
saman við það sem orðið hefði við
eðlilegar aðstæður,“ segir meðal
annars í ályktuninni.
Vísað er til tillagna þingflokks
VG frá sl. vetri þar sem meðal ann-
ars er lagt til að stöðva allar frekari
stóriðjuframkvæmdir. „Ekkert af
því sem nú er að gerast þarf að
koma á óvart, allra síst stjórnvöld-
um sem sjálf bera mikla ábyrgð á
því jafnvægisleysi sem nú er við að
glíma í íslenskum þjóðarbúskap,“
segir í ályktuninni.
Stóriðjustefna skýringin
Sagt er að meginskýringar jafn-
vægisleysisins séu núverandi stór-
iðjustefna og væntingar sem haldið
sé við með því að boða viðstöðu-
ÓUMFLÝJANLEGT er að grípa
til samræmdra aðgerða til þess að
tryggja efnahagslegan stöðugleika
og ríkisstjórnin er átalin fyrir
háskalegt andvaraleysi í ályktun
flokksráðsfundar Vinstrihreyfing-
arinnar sem haldinn var um
helgina.
„Störf tapast nú hundruðum
saman þessa mánuðina vegna stór-
iðjuvandans í efnahagsmálum, sem
lýsir sér í ofurgegni krónunnar,
háum vöxtum og þenslu á
ákveðnum sviðum vinnumarkaðar.
Áhrifin eru hvað augljósust í fisk-
vinnslu, ferðaþjónustu og útflutn-
ings- og samkeppnisiðnaði, þó þau
séu einnig til staðar miklu víðar í
hinu almenna atvinnulífi. Þetta
gerist ýmist með því að starfsemi
leggst af og vinnustöðum er lokað
eða umsvifin flytjast úr landi. Þá er
ekki síður tilfinnanlegt, með fram-
tíðarhagsmuni þjóðarbúsins í
laust áframhald stóriðjufram-
kvæmda í kjölfar þeirra sem nú
standa yfir. Einnig stórfelldar
skattalækkanir á efnafólk á þenslu-
tímum, þensla á fasteignamarkaði,
sem stjórnvöld beri líka sína
ábyrgð á, vaxandi misskipting og
stóraukinn launamunur, almennt
andvaraleysi gagnvart veikleikum í
hagkerfinu og skeytingarleysi
gagnvart óviðunandi rekstrarskil-
yrðum útflutnings- og samkeppn-
isgreina og óviðunandi skilyrða til
nýsköpunar í almennu atvinnulífi.
„Fráleitt er, eins og ýmsir tals-
menn ríkisstjórnarflokkanna
reyna nú að gera, að kenna Seðla-
bankanum einum um eða skella
skuldinni á erlenda spákaupmenn
þótt þeir grípi tækifærið eins og
fleiri og taki að gera út á vaxta-
muninn milli Íslands og nágranna-
landanna,“ segir ennfremur í
ályktun flokksráðs VG.
Tryggja þarf efnahagslegan stöðugleika með sam-
ræmdum aðgerðum, segir í ályktun flokksráðs VG
Ríkisstjórnin átalin fyrir
háskalegt andvaraleysi UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefurtekið til meðferðar kvörtunþriggja yfirlækna sérgreina á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi
vegna skipurits sjúkrahússins og
starfslýsingar sviðsstjóra
lækninga á sjúkrahúsinu. Hefur
umboðsmaður af þessu tilefni
óskað eftir ýmsum upplýsingum
frá heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra og gefur frest til 5. októ-
ber næstkomandi til að svara er-
indinu.
Valdheimildir
lækningaforstjóra
Í kvörtun yfirlæknanna er talið
að staða sviðstjóra, verksvið þeirra
og ábyrgð, eins og þau atriði eru
skilgreind í skipuritinu og í starfs-
lýsingum stangist á við lögbundið
verksvið yfirlækna sérgreina í
spítalanum samkvæmt lögum um
heilbrigðisþjónustu. Þá óska yfir-
læknarnir einnig eftir því að máls-
meðferð sjúkrahússins og heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins vegna erinda þeirra verði
tekin til sérstakrar athugunar.
Í bréfi umboðsmanns til heil-
brigðisráðherra er þannig meðal
annars óskað eftir upplýsingum
um hvort umrætt skipurit hafi leitt
til einhverra breytinga á skiptingu
læknisþjónustunnar í sérdeildir
eða sérgreinar. Sé þjónustunni
áfram skipt í sérdeildir undir
stjórn yfirlækna er óskað eftir
upplýsingum um stöðu sviðsstjóra
gagnvart yfirlæknum sérdeilda. Þá
er óskað upplýsinga um hverjir
hafi áður en sviðsstjórar komu til
borið ábyrgð á rekstri og fjár-
málum á viðkomandi sviði.
Krefst svara frá
heilbrigðisráðuneytinu
Umboðsmaður Alþingis óskar
einnig upplýsinga um hvort fyrir
liggi erindisbréf um starfs lækn-
ingaforstjóra á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi og ef svo er að
hann fái afhent afrit af því. Jafn-
framt að ráðuneytið geri grein fyr-
ir afstöðu sinni til verkefna og
valdheimilda lækningaforstjóra og
hvernig staðið er að vali á sviðs-
stjórum lækninga.
Umboðsmaður tek-
ur kvörtun yfir-
lækna til meðferðar