Morgunblaðið - 12.09.2005, Page 11
Farþegum fjölgar
enn hjá Sterling
FARÞEGUM hjá Sterling-lágfar-
gjaldaflugfélaginu hefur fjölgað all-
ar götur frá upphafi ársins 2002 og
farþegum félagsins fjölgaði um nær
13% í ágústmánuði samanborið við
ágúst í fyrra. Liðlega 211 þúsund
farþegar flugu með Sterling nú í
ágúst og það sem af er ársins hefur
Sterling flutt tæplega 1,4 milljónir
farþega en það er 15,6% aukning frá
sama tímabili í fyrra.
Í tilkynningu Sterling kemur
fram að sætanýtingin í ágúst hafi
verið rétt tæp 80% en það sé 10%
aukning frá ágúst í fyrra. Fyrstu
átta mánuði þessa árs hefur sæta-
nýtingin verið 81,3%.
„Þetta hefur verið gott sumar hjá
Sterling og niðurstöðutölurnar eru
góðar og sýna einfaldlega að Sterl-
ing hefur lag á að selja ferðir á rétta
áfangastaði og á hagstæðu verði, “
segir Stefan Vilner, einn fram-
kvæmdastjóra Sterling.
STJÓRN bresku verslunarkeðjunn-
ar Somerfield er sögð ætla að setja
þeim tveimur hópum, sem hafa ver-
ið að undirbúa hugsanlegt yfirtöku-
tilboð, tímafrest en stjórninni þykir
málið hafa dregist á langinn.
Snemma árs lagði Baugur Group
fram óformlegt yfirtökutilboð í So-
merfield, sem er fimmta stærsta
matvöruverslunarkeðja Bretlands.
Því tilboði hafnaði stjórn félagsins
en gaf jafnframt til kynna að hún
væri reiðubúin til viðræðna um nýtt
tilboð. Í kjölfarið lýstu fleiri aðilar
áhuga á að yfirtaka Somerfield og
voru myndaðir þrír hópar fyrir-
tækja sem tóku upp viðræður við fé-
lagið.
Verslunarfyrirtækið United Co-
operatives hætti viðræðum við So-
merfield í júní en síðan hafa tveir
hópar haldið viðræðunum áfram.
Baugur var í öðrum hópnum ásamt
fjárfestingarfélaginu Apax, bankan-
um Barclays Capital og félagi í eigu
kaupsýslumannsins Roberts
Tchenguiz. Eftir að ákæran á hend-
ur forsvarsmönnum Baugs var lögð
fram hér á landi í byrjun júlí dró
Baugur sig út úr samstarfinu. Hinn
hópurinn er á vegum bræðranna
Ians og Richards Livingstones.
Hóparnir hafa nú skoðað bókhald
Somerfield í nokkra mánuði og talið
var í sumar að von væri á tilboðum
þá og þegar. Af því hefur þó ekki
orðið enn og að sögn Reuters-frétta-
stofunnar er stjórn Somerfield nú
að missa þolinmæðina og vill knýja
fram úrslit í málinu með því að setja
væntanlegum tilboðsgjöfum frest.
Reuters segir, að Somerfield vilji
helst að breska yfirtökunefndin setji
tilboðsgjöfunum frest, því þá eigi
þeir engan annan kost en að virða
þann frest.
Fram kemur að málið hafi dregist
á langinn vegna þess að langan tíma
hafi tekið að yfirfara eignaskrá
Somerfield, sem sé talin lykillinn að
tilboði. Alls á Somerfield 1.224 fast-
eignir sem settar verða að veði fyrir
lánum.
Somerfield þrýstir
á tilboðsgjafa
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Yfirmenn útboða hvorrar herstjórnar um sig munu kynna starfsemi
þeirra, gera grein fyrir útboðsferlum og eðli verkefna sem boðin eru
út á þeirra vegum sem og kynna fyrir íslenskum fyrirtækjum hvernig
nálgast megi þau verkefni.
Dagskrá:
09.00-09.30 Paul Buades – Yfirmaður verkútboða NATO í Evrópu.
09.30-10.00 Lee H. Weber – Yfirmaður verkútboða NATO
í Bandaríkjunum.
10.00-10.15 Hafmynd ehf.
Fyrirtækjum býðst einnig möguleiki á að panta sérstakan fundartíma
til að ræða nánar möguleika síns fyrirtækis. Fundurinn fer fram í
fundarsal utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25.
Vinsamlegast tilkynnið skráningu á fundinn sem og óskir um bókun fundartíma
til Berglindar Sigmarsdóttur hjá VUR í síma 545 9932 eða með tölvupósti á
netfangið berglind@mfa.is.
Þriðjudaginn 13. september verður haldinn kynningarfundur
fyrir íslensk fyrirtæki um möguleg viðskiptatækifæri á
vettvangi Evrópu- og Atlantshafsherstjórnar NATO.
hjá
Viðskiptatækifæri
NATO
Gjaldþrotum
fækkar í Svíþjóð
● GJALDÞROTUM sænskra fyr-
irtækja fækkar verulega á milli ára
samkvæmt nýrri tölfræði frá upplýs-
ingafyrirtækinu UC. Í ágústmánuði
fækkaði gjaldþrotum um 6% miðað
við sama tímabil í fyrra og það sem
af er ári hefur þeim fækkað um 10%.
UC spáir því að gjaldþrot í ár verði
um 10% færri en í fyrra og er það mat
fyrirtækisins að ástæðuna sé að
finna í því að sænska hagkerfið er nú
í uppsveiflu.
Cargolux á nýjar
veiðilendur
● FRAKTFLUGFÉLAGIÐ Cargolux hef-
ur opnað nýjar skrifstofur í Lissabon
í Portúgal og Zurich í Sviss. Í frétta-
tilkynningu frá fyrirtækinu segir að
vörubifreiðar verði í reglulegum ferð-
um milli borganna tveggja og höf-
uðstöðva fyrirtækisins í Lúxemborg.
Tilgangurinn sem að baki þessari út-
víkkun á starfseminni liggur er að
auka þjónustu við viðskiptavini fyr-
irtækisins í Portúgal og Sviss.
STAÐAN í efnahagslífinu í Dan-
mörku er með besta móti um þess-
ar mundir. Þetta sýna nýjar hag-
tölur dönsku Hagstofunnar. Í frétt
á vefmiðli danska blaðsins Berl-
ingske Tidende (BT) segir að
verðbólga áttunda áratugar síð-
ustu aldar sé að baki, það sama
eigi við um fjárlagahalla níunda
áratugarins og atvinnuleysi þess
tíunda. Staðan núna minni hins
vegar um margt á gullaldarár síð-
ustu aldar, á sjöunda áratugnum.
Fram kemur í BT að hagtölur
sýni að útflutningur frá Dan-
mörku hafi aukist mikið að und-
anförnu og að vöruskiptajöfnuður
síðastliðna tólf mánuði hafi verið
jákvæður um 57 milljarða danskra
króna. Þá hafi einkaneysla aldrei
verið meiri og jafnframt að dregið
hafi verulega úr nauðungarupp-
boðum á fasteignum og gjald-
þrotum fyrirtækja. Hins vegar sé
verðbólga lág um þessar mundir
og gengi dönsku krónunnar
sterkt, og þá sé fasteignaverð hátt
en húsaleiga lág.
BT hefur eftir Jens Asmunssen,
hagfræðingi hjá Nordea bank-
anum, að allt gangi vel í dönsku
efnahagslífi og að erfitt sé að
koma auga á einhver vandamál.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Góð staða Danskur efnahagur hefur sjaldan verið betri. Á myndinni er nýja óperuhúsið í Kaupmannahöfn.
Góður gang-
ur í dönsku
efnahagslífi
Góð afkoma
dregur úr lánsþörf
● ÞAÐ ERU ekki einungis íslensk fyr-
irtæki sem hafa verið að skila góðri
afkomu. Þetta á líka við um fyrirtæki í
Svíþjóð og hefur nú skilað sér í því að
lánsþörf sænska ríkisins hefur minnk-
að. Ríkið tekur sinn skerf af afkomu
allra fyrirtækja og hefur hagur
sænska ríkisins því batnað. Riks-
gäldskontoret, sem samsvarar Lána-
sýslu ríkisins hér á landi, gefur reglu-
lega út áætlun yfir lánsþörf sænska
ríkisins og síðustu þrjá mánuði hefur
ríkið þurft að taka 16 milljörðum
sænskra kr. minna að láni en reiknað
hafði verið með. Sem dæmi má nefna
ágústmánuð en þá þurfti sænska rík-
ið að taka 8,4 milljarða sænskra
króna að láni. Riksgäldskontoret
hafði hins vegar reiknað með lánsþörf
upp á 13,3 milljarða. Frá þessu grein-
ir sænska blaðið Dagens Industri.
Er Osló
að fara
fram úr
Stokkhólmi?
ALLT stefnir í að kauphöllin í Osló
verði brátt sú veltumesta á Norð-
urlöndunum. Þar er að finna mikið
af fyrirtækjum sem starfa innan ol-
íugeirans og leita fjárfestar þang-
að í æ meiri mæli enda olíufélögin
mjög aðlaðandi um þessar mundir.
Frá þessu greinir sænska frétta-
þjónustan TT og vitnar í tölur frá
Norex sem er samstarfsvettvangur
kauphalla á Norðurlöndunum.
Jafnframt greinir TT frá því að
velta í kauphöllinni í Stokkhólmi,
sem jafnan hefur verið sú stærsta á
Norðurlöndunum, hafi dregist
saman um fjórðung á síðustu fimm
árum en velta í Osló hafi tvöfald-
ast.
Það sem fyrst og fremst háir
kauphöllinni í Stokkhólmi mun
vera tæknibólan sem sprakk síðla
árs 2000 en fjárfestar þar hafa ver-
ið varari um sig síðan.
Velta í kauphöllinni í Osló í
ágúst jafngilti 17,5 milljörðum
evra, en var 28,7 milljarðar evra í
Stokkhólmi. Það kann að hljóma
hjákátlega að halda því fram að
Osló fari fram úr en staðreyndin er
sú að fyrir fimm árum síðan var
velta í Stokkhólmi sjöföld á við
veltu í Osló. Nú er hún 1,6 sinnum
meiri.
Annað sem bendir til þess að
fjármagnseigendur leiti frekar til
Noregs er sú staðreynd að í ár
hafa 27 hlutafélög verið skráð í
kauphöllina þar en einungis 5 í
Stokkhólmi.
Kauphöllin í Osló.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI