Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 15

Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 15 DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska LÝSING ER MIKILVÆGUR ÞÁTTUR Í HÖNNUN S. Guðjónsson er í fremstu röð í sölu á raf- og lýsingarbúnaði á Íslandi og býður upp á heimsfræg vörumerki, t.d. GIRA, Bticino, Modular, Kreon og Regent. Auðbrekku 9-11 200 Kópavogur Sími: 520 4500 Fax: 520 4501 sg@sg.is www.sg.is F A B R IK A N Kartöflur og gulrætur erualls ekki fyrir þig. Þaðanaf síður feitmeti ogsmjör. Þú ættir helst ekki að bragða á súru víni og sítr- usávöxtum, en þú mátt alveg fá þér kampavín, rauðvín, bjór og kaffi í hófi. Léttmjólk, undanrenna og sæt- ur safi henta þér líka. Ávextir og grænmeti, sem vaxa ofan jarðar og njóta sólar á vaxtartímanum, er gott fyrir sólartýpur svo og brauðmeti, núðlur, hrísgrjón, mjöl, sykur og hunang,“ segir náttúrulæknirinn og sálfræðingurinn Birgitta Jónsdóttir Klasen þegar ég mæti á námskeið til hennar um heilsutengda næringu og þrýstipunkta ásamt um tuttugu öðr- um þátttakendum, þar af nítján kon- um og einum karli. Þátttakendur fá í hendur næring- arráðleggingar við komu á nám- skeiðin, en út frá fæðingardegi og ári getur Birgitta séð hvort viðkom- andi tilheyri sólartýpum eða tungl- týpum. Í þriðja lagi getur fólk fallið undir það að vera bæði sólar- og tungltýpur og þá hefur bæði sól og tungl verið yfir viðkomandi fæðing- ardegi. Slíkir einstaklingar geta í raun neytt fæðu af báðum næring- arlistum, en verða þá í ríkari mæli að finna það út sjálfir hvers konar fæða er holl fyrir þá. Námskeiðin hennar Birgittu fara ýmist fram hjá bókaforlaginu Sölku eða á Flughótelinu í Keflavík, þar sem Birgitta rekur meðferðarstofu. Birgitta er höfundur bókarinnar „Læknum með höndunum – nútíma þrýstimeðferð“ sem Salka gaf ný- lega út. Birgitta segist með fræðslunni vera að vekja fólk til meðvitundar um eigin heilsu og hvernig það get- ur dregið úr verkjatöflunotkun með því að lækna sig sjálft á nátt- úrulegan hátt. Auk sýnikennslu í þrýstipunktameðferð ræðir Birgitta á námskeiðunum um heilsutengda næringu, rétta öndun sem hún kall- ar líföndun og nauðsyn þess að liggja rétt í rúminu þar sem við eyð- um um þriðjungi mannsævinnar. Ristillinn í rusli „Mataræðið okkar tengist mikið veikindum, sem verða á vegi okkar. Ef við borðum rétt og öndum rétt líður okkur vel. Ef ekki fær lík- aminn röng skilaboð og ristillinn fer í rusl,“ segir Birgitta um leið og hún leggur áherslu á að allir menn, burt- séð frá því hvaða týpum þeir til- heyri, eigi að tileinka sér þær góðu reglur að láta mat vera eftir klukk- an sex á daginn og drekka tvo lítra af vatni á dag, jafnmikið og líkaminn tapar á hverri nóttu. „Á Íslandi eig- um við besta vatn í heimi. Við þurf- um að vera dugleg að drekka það til að hreinsa líkamann. Blóðrásarkerfið er eina kerfi mannslíkamans sem starfar 24 tíma á sólarhring, en eftir kvöldmatinnn þurfa öll hin kerfin, svo sem gall, magi og lifur, á hvíld að halda.“ Þegar spjótin beinast að mat- aræði tungltýpa í salnum þetta kvöld talar Birgitta um að mjólk- urvörur, feitt kjöt og feitur fiskur henti þeim afar vel svo og súrmeti en sætmeti henti sólartýpunum bet- ur. „Lýsi er til dæmis aðeins fyrir tungltýpur og grænmeti, sem vex án sólar í jörðu, til dæmis gulrætur. Auk þess mega tungltýpurnar drekka miklu meira af hvítvíni en sólartýpurnar.“ Að sögn Birgittu eiga sólartýpur erfiðara með að þrauka þorrann en tungltýpur. Þreyta, depurð og þung- lyndi séu því algengari kvillar meðal þeirra í mesta skammdeginu þegar bæði sól og D-vítamín vanti í kropp- inn. „Sólartýpur eru sífellt að berj- ast við að láta sér líða vel í sálinni og því er hið stutta íslenska sumar alls ekki nægjanlegt fyrir þær. Algeng- ari vandamál hjá tungltýpum eru á hinn bóginn bronkítis og ofnæmi því þær anda ekki jafnvel út og sól- artýpurnar. Ég mæli því með því að fólk taki á móti deginum um leið og það vaknar á morgnana með því að gera líföndunaræfingar þrisvar sinnum, síðan upp úr hádegi og jafn- vel aftur á kvöldin, en aldrei strax á eftir máltíð. Fólk þarf hins vegar að gæta þess að anda rétt og í takt við eigin týpu til að finna ekki til. Þann- ig eiga sólartýpur að anda inn um munninn og út um nefið á meðan tungltýpur eiga að anda inn um nef og út um munn.“ Þegar talið berst að vítamínum segir Birgitta að gæta þurfi þess að líkamann skorti ekki A-, B-, C-, D- eða E-vítamín. Affærasælast sé að fá þessi vítamín í töfluformi sem leysa má upp í vatni því þannig fari vítamínið beint inn í blóðflæði lík- amans. „Ef við borðum hins vegar eitt epli á dag þurfum við ekkert á öllum þessum vítamínum og stein- efnum að halda.“ 361 þrýstipunktur í líkamanum „Fólk er búið að tapa sér svolítið því við göngum um eins og vélmenni alla daga og gerum bara eins og okkur er sagt. Við þurfum að byrja innan frá til að láta okkur líða vel. Þið verðið að hafa það hugfast að þið ráðið heilmiklu um eigið heilsufar. Til þess að líða vel og vera laus við verki þurfið þið fyrst og fremst að næra ykkur rétt, anda rétt, sofa rétt og drekka nógu mikið vatn. Og að sjálfsögðu á þessi sannleikur við um börn jafnt sem fullorðna,“ segir Birgitta um leið og hún vindur sér í að koma mannskapnum í skilning um alla þá þrýstipunkta, sem hver líkami býr yfir, en þeir eru samtals 361 í sérhverri manneskju.  HEILSA Mismunandi mataræði fyrir sólartýpur og tungltýpur Náttúrulæknirinn Birgitta Jónsdóttir Klasen heldur námskeið um heilsutengda næringu og þrýstipunkta. Hún sagði sólartýpunni Jóhönnu Ingvarsdóttur að forðast grænmeti sem yxi í jörðu og ekki nýtur sólar til að dafna. TENGLAR ..................................................... www.salkaforlag.is birgitt2@simnet.is join@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Grænt epli, græn paprika og sítróna hentar tungltýpum en rautt epli, rauð paprika og C-vítamín hentar sólartýpum segir Birgitta Jónsóttir Klasen. MEÐ því að ganga eða hjóla í vinn- una er hægt að minnka áhættu á því að fá hjartaáfall, að því er finnsk rannsókn bendir til. Hjartaáfall er algengasta orsök dauðsfalla í Evr- ópu, að því er m.a. kemur fram í Aft- enposten. Finnska rannsóknin tók til 50 þús- und manns á aldrinum 25–64 ára, án sögu um hjartasjúkdóma, sem m.a. svöruðu spurningalista. Á 19 ára tímabili fengu 3.000 hjartaáfall. Vís- indamennirnir komust að því að þeir sem stunduðu einhverja hreyfingu áttu 14% síður á hættu að fá hjarta- áfall en þeir sem hreyfðu sig ekkert. Þeir sem hreyfðu sig mikið voru í 26% minni hættu. Vísindamennirnir ráðleggja fólki því t.d. að hjóla eða ganga í vinnuna því með hreyfingu 1–29 mínútur á dag getur maður minnkað áhættuna á að fá hjarta- áfall um 8%. Morgunblaðið/Kristinn Ganga í vinnuna  HREYFING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.