Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 17

Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 17 MENNING Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 „HJALTESTED/Íslandi tónleikar“ hljóðaði yfirskriftin á dögunum þeg- ar tveir ungir afkomendur Sig- urveigar Hjaltested og Stefáns Ís- landi komu fram í Ými við ágæta aðsókn. Söngvararnir stunduðu nám í Söngskólanum í Reykjavík í lok síð- ustu aldar og hafa síðan numið og starfað erlendis; Ingibjörg Aldís nýjast við Óperuna í Nürnberg. Þótt ekki kæmi það beint fram mátti leiða af líkum að kynnirinn væri faðir Ingibjargar og sonur Sig- urveigar. Eftir lítið lag á nikkuna kynnti hann tildrög tónleikanna og færði nýstofnuðum Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur þakkir fyrir veittan fjárstyrk. Ekki gaf tón- leikaskráin heldur glögga skýringu á fjarveru Ólafs Vignis Albertssonar í fyrstu þrem lögum dagskrár, þar sem kynnirinn hljóp í skarðið(?) af þokkalegu öryggi, jafnvel þótt heyr- anlegt væri að hann iðkaði ekki klassískan píanóleik í atvinnuskyni. Viðfangsefnin voru íslenzk í fyrri hluta en erlend í þeim seinni. Miðað við tiltölulega jafna frammistöðu mætti kannski helzt nefna Vöggu- ljóð (Sigurður Þórðarson) hjá Stef- áni en Fuglinn í fjörunni (Jón Þór- arinsson) hjá Ingibjörgu. Loks sungu þau saman tangódúett Frey- móðs Jóhannssonar, Blikandi haf, við píanó- og harmónikuundirleik. Eflaust hefur það útheimt tals- verða dirfsku að bjóða heim óþyrmi- legum samanburði við ekki aðeins söngfélagann heldur einnig glæstar fyrirmyndir viðkomandi forföður eða -móður – jafnvel þótt kynnirinn brýndi fyrir áheyrendum að hlusta ekki þannig. Enda stóðu afkom- endur allvel fyrir sínu. Vakti ekki sízt athygli þéttingsglansandi ten- órrödd Stefáns, er gat á köflum vissulega minnt á langafann en virt- ist hins vegar vanta þann herzlumun viðbótaröryggis sem markviss loka- þjálfun veitir. T.a.m. á hæsta tón- sviðinu, þar sem ekkert mátti stund- um út af bera svo tónninn brotnaði ekki eða færi að gjamma, líkt og Fischer-Dieskau átti til í lok ferils- ins. Snotur sópranrödd Ingibjargar hljómaði hlutfallslega lausari í sér, og einsleitt víbratóið dró í heild meir úr fjölbreytni og spennu en æskilegt hefði verið. Hins vegar var túlkun hennar breiðari hvað dýnamískri mótun viðvíkur. Styrkvíddin lét sig aftur á móti alveg vanta hjá ten- órnum þar sem nánast ekkert fór niður fyrir forte. Textatúlkun beggja var að auki með minnsta móti, eins og raunar mun algengt meðal yngri óperusöngvara. Alkunnar óperuaríur seinni hlut- ans kölluðu á stærri sali og meiri kraft, og virtust að sama skapi eiga betur við þá félaga en hið einfalda en viðkvæma íslenzka sönglag. Bar þar kannski helzt af söngur Ingibjargar (á ferskvatnstærri tékknesku) í hinni íðilfögru aríu Rúsölku til tunglsins úr óperu Dvoráks, ásamt hjartnæmri túlkun hennar á Donde lieta Mímíar úr La bohème. Hjá Stefáni risu hæst framlög hans til dúettanna þriggja, er vöktu mikla lukku, einkum Libiamo-valsinn úr La traviata. Því miður féll niður að- alprófsteinninn, Questa o quella úr Rigoletto. Ólafur Vignir átti ýmsa fallega spretti í íslenzku lögunum, en virtist á köflum einkennilega fingralúinn eftir þónokkrum hljómborðsfinkum að dæma. Í skugga saman- burðar TÓNLIST Ýmir Íslenzk sönglög ásamt óperuaríum og dú- ettum eftir Verdi, Dvorák, Donizetti og Puccini. Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópr- an og Stefán Helgi Stefánsson tenór. Ólafur Vignir Albertsson píanó. Kynnir: Ólafur Beinteinn Ólafsson harmónika. Sunnudaginn 4. september kl. 17. Einsöngstónleikar Ríkarður Örn Pálsson KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Toronto var sett með pomp og pragt í 30. sinn fyrir helgina og stendur hún yfir til 17. september. Kvik- myndahátíðin er sú stærsta í heim- inum og þykir afar eftirsóknarvert að koma myndum sínum þar að. Athygli vekur að tvær nýjar ís- lenskar myndir eru heims- frumsýndar á hátíðinni. Fyrst ber að nefna stjörnum prýdda mynd Baltasars Kormáks A Little Trip to Heaven, sem frum- sýnd er í dag. Þá er það Bjólfs- kviða, mynd Sturlu Gunnarssonar sem er viðamesta mynd sem fram- leidd hefur verið á Íslandi og er hún frumsýnd á miðvikudaginn. Morgunblaðið náði tali af Baltas- ar Kormáki áður en hann flaug frá Los Angeles til Toronto með myndina í farteskinu. ,,Við höfum verið á síðasta snún- ingi hvað varðar frágang mynd- arinnar. Ég sá hana fyrst fullbúna í gær (á föstudag). Það var svolítið eins og að sitja í farþegasætinu í bílslysi, voða lítið sem hægt er að gera.“ En hvernig líst honum á útkom- una? ,,Ja, þó ég sé varla dómbær á þessari stundu er ég held ég bara ánægður, ekki síst vegna frábærr- ar frammistöðu leikaranna. En myndin er nú úr mínum höndum og annarra að dæma hvernig til tókst og hvert framhaldið verður. Það getur auðvitað brugðið til beggja vona. Við erum heppin að myndin þyk- ir fyrirfram spennandi og t.d. seld- ust miðar á frumsýninguna upp á 5 mínútum, við fengum ekki einu sinni miða fyrir alla okkar aðstand- endur,“ sagði Baltasar. Samstarfsverkefni þriggja landa Bjólfskviða er samstarfsverkefni þriggja landa Kanada, Íslands og Englands. ,,Eins og alltaf er maður örlítið kvíðinn. En þetta lítur allt vel út og undirbúningurinn hefur gengið vel. Það er ánægjulegt hvað mikil eftirvænting virðist vera fyrir frumsýningu myndarinnar,“ sagði Anna María Karlsdóttir, framleið- andi myndarinnar fyrir Íslands hönd. Á netinu fer fram könnun á því hvaða myndir fólk vill sjá. Fram að þessu hefur það verið mynd leik- stjórans David Cronenberg, Hi- story of Violence sem einnig er frumsýnd í Toronto sem trónað hefur í fyrsta sæti, en nú hefur Bjólfskviða skotið þeirri mynd ref fyrir rass og er nú komin í efsta sæti. ,,Þetta er náttúrulega mjög góð byrjun,“ heldur Anna María áfram. „Ég er alsæl með myndina og veit að við eigum eftir að standa undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar.“ Á hátíðinni verður líka sýnd kvikmyndin Strákarnir okkar en hún var eins og margir vita frum- sýnd á Íslandi nú fyrir skemmstu. Fyrir liggur að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra og Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra verða í Toronto meðan á hátíðinni stendur. Kvikmyndir | A Little Trip to Heaven frumsýnd í Toronto í dag Miðar seldust upp á fimm mínútum Morgunblaðið/Þorkell Baltasar Kormákur leikstjóri ásamt tökuliði A Little Trip to Heaven meðan á upptökum stóð. Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur steinunnolina@mbl.is SNARPT og hraðsoðið léttmeti, skrifað í nánu samráði við tiltekinn leikhóp með tilteknar þarfir og byggður á ákveðnu menningar- ástandi á tilteknum stað og tíma. Að eilífu er skondið verk, opið og hrátt og gefur hugmyndaríkum leik- stjóra og kraftmiklum leikhóp mikla möguleika á að búa til sýningu sem er fjörug og innihaldsrík í senn. En hvernig skyldi svona verki reiða af í meðförum rússnesks leik- hússfólks sem starfar undir kjörorð- unum listræn einlægni og nálægð? Hvað sér hópur sem býr og starfar við allt aðrar aðstæður í kraftmiklu og tætingslegu skemmtiverki Árna Ibsen um íslenska brúðkaupssiði og ást á tímum síneyslunnar? Því mið- ur svarar sýning Hins rússneska þjóðleikhúss unga fólksins ekki síð- ari spurningunni, og fyrir vikið er svarið við þeirri fyrri sú að hópnum tekst ekki að matreiða þennan til- tekna efnivið á þann hátt sem hann þarfnast. Stærsti hluti vandans er að sýn- inguna skortir skýra vísun í stað og stund. Verkið sækir stóran hluta af skemmtigildi sínu í skýrar teng- ingar við persónur og týpur í okkar heimi. Popppresturinn. Hressi þol- fimikennarinn. Kvótakóngurinn. Þessi atriði eru ekki skemmtilegt krydd heldur miðlæg í því að verkið virki. Auðvitað er engin leið fyrir leikhús í Moskvu að geta sér til um fyrirmyndir og menningarástand á íslandi, en þá er annaðhvort að tengja efniviðinn við eigin aðstæður eða finna sér verk sem ekki er jafn háð jarðvegi sínum. Þó ég geti eðli málsins samkvæmt ekki verið alveg viss um það þá virt- ist mér sýningin ekki vera staðfærð á nokkurn hátt. Klárlega ekki í textavísunum eða nöfnum. Fyrir vikið svífur hún í lausu lofti og inni- haldið, sem er svo fullt af mögu- leikum, virkar rýrt. Einstaka leikarar og atriði hefja sig yfir þessa vankanta. Þannig voru fyrstu kynni foreldra brúð- hjónanna nokkuð skondin, og vinahóp- urinn var sannfærandi og persónurnar vel að- greindar þó lítið fari fyrir hverri og einni. Skarexin Ella Budda var viðeigandi fyr- irferðarmikil hjá Jel- enu Galíbínu. Heilt yfir skortir sýninguna samt snerpu, kraft og kóm- íska sköpunargleði. Leikmyndin þvælist líka fyrir, að sönnu viðamikil og útlitslega ágæt, en gerir ekkert til að leysa sviðsetningarvanda verksins á frjóan hátt, þar sem hver örsenan rekur aðra. Heimsókn Hins rússneska þjóð- leikhúss unga fólksins hefur verið afar for- vitnileg. Þau hafa sýnt okkur hverju hefð- bundin nálgun við klassísk verk getur skilað í hinni mögnuðu uppfærslu sinni á Kirsuberjagarðinum. Og þau hafa gefið okkur einstakt tæki- færi til að sjá hvernig íslensku efni reiðir af á framandi slóðum. Þó svo útkoman hafi ekki lukkast sem skyldi þá eru ástæður þess for- vitnilegar. Þetta var afar kærkomin heimsókn og við þökkum kærlega fyrir okkur. Brúðkaupsþátturinn Da LEIKLIST Rossisky Akademicesky Molodezhny Teater Höfundur: Árni Ibsen, þýðandi: Júríj Reshetov. Leikstjóri: Raivo Trass, leik- mynd: Valeríj Fomin, söngtextar: Natalja Fílímonova, búningar: V.Q., tónlist: Fe- liks Kútt, ballettmeistari: Tad Kask, lýs- ing: Andrej Ízotov, hljóð: Ígor Merkúlov, söngstjóri: Maxím Olejnikov. Leikendur: Alexander Khotsjenkov, Alex- ander Pakhomov, Alexej Maslov, Alexej Vesjolkin, Darja Semjonova, Denís Ba- landín, Hlutverkaskipan:, Jelena Galíb- ína, Natalja Tsjernjavskaja, Nína Akí- mova, Nína Dvorjetskaja, Oksana Sankova, Oleg Mosalev, Oleg Skljarov, Ramílja Ískander, Sergej Pikalov, Úlíana Úrvantseva, Vera Zotova og Vjatsjeslav Manútsjarov. Þjóðleikhúsinu 10. september 2005. Að eilífu Árni Ibsen Þorgeir Tryggvason Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.