Morgunblaðið - 12.09.2005, Qupperneq 18
18 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
A
skalu Menkerios sker sig ekki sér-
staklega úr á ráðstefnu menningar-
málaráðherra úr röðum kvenna.
Hún klæðist dragt og hefur hvers-
dagslegar áhyggjur af því að líta
þreytulega út og vera með úfið hár í myndatök-
unni. En hún á sennilega litríkari fortíð að baki
en flestir jakkafatakarlar og dragtakonur, eða
við flest hér á „skerinu“ ef út í það er farið.
99,8% kusu sjálfstæði
Askalu er fyrst spurð út í starf hennar.
„Þetta er ráðuneytið sem sér um atvinnumálin
og baráttuna við atvinnuleysi og fátækt. Einnig
sinnum við verkefnum og vinnum að lausnum á
vandamálum á sviði félagsmála og velferðar, svo
sem vernd barna, þ.á m. götubarna, ekkna og fá-
tæks fólks.
Ráðuneytið mitt hefur einnig formennsku með
átakshópi um öryggi, af því það ríkir mikil fátækt
í Eritreu og landið er í sárum eftir átök. Þess
vegna hefur staðið yfir endurhæfing og endur-
uppbyggingarstarf frá því landið varð sjálfstætt
árið 1991. Þá var gengið til þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið en 99,8% landsmanna greiddu
atkvæði með sjálfstæði frá Eþíópíu.
Við erum ungt land og einbeitum okkur nú að
því að koma á rafmagni, byggja upp skóla, heil-
brigðiskerfi, póstþjónustu og bæta húsnæðismál.
Einnig vinnum við að uppbyggingu í sjávar-
útvegi og landbúnaði, rekstri smærri fyrirtækja
og svo framvegis, svo það er margt í gangi hjá
okkur þrátt fyrir öll vandamálin. Við stöndum
frammi fyrir ögrandi verkefni.“
Konur í fremstu víglínu
„Við erum lítið land, rétt eins og Ísland en þó
talsvert fleiri, eða tæpar fjórar milljónir manna.
En við erum vissulega að leggja mikið á okkur til
að rífa upp hagkerfi Eritreu. Meirihluti lands-
manna eru bændur en strandlínan hjá okkur er
líka yfir ellefu hundruð kílómetrar að Rauða haf-
inu svo við höfum mikla möguleika á útgerð. En
til þess að við getum nýtt þá möguleika þurfa
innviðir landsins að styrkjast.“
– Hvað með stöðu kvenna í landinu? Er það
sérstakt að kona sé ráðherra?
„Þetta er land sem gekk í gegnum frelsisbar-
áttu, frá nýlenduherrunum í Eþíópíu. Meðan á
baráttunni stóð urðu raddir um þátttöku og
frelsun kvenna og jafnrétti kynjanna háværari.
Samfélagið var að ganga í gegnum breyt-
ingaskeið og í frelsisbaráttunni börðust konur;
þær urðu jafnar körlum. Þær stóðu í fremstu röð
í víglínunni gagnvart óvininum en um fjörutíu
prósent frelsishersins voru konur. Þær sinntu
líka ýmsum öðrum verkefnum. Konurnar sýndu
það og sönnuðu á ýmsa krefjandi vegu að þær
eru jafnokar karlanna,“ segir Askalu og leggur
áherslu á orð sín.
30% sæta fyrir konur
„Í viðurkenningarskyni fyrir það, og réttilega
auðvitað, taka konur nú þátt í stjórn samfélags-
ins að öllu leyti; efnahagsmálum, samfélags-
málum og stjórnmálum. Því er það lögbundið að
30% af öllum stjórnmálastöðum eru frátekin fyr-
ir konur, frá sveitarstjórnarstiginu og upp í sæti
á þjóðþinginu. Þær geta svo auðvitað keppt um
fleiri sæti og átt allt upp í 70% þeirra. Þetta
finnst mér mjög jákvæðar breytingar, af því
samkvæmt samfélagshefðinni fengu konur ekki
mörg tækifæri. Svo við stöndum í því að breyta
hlutverki kvenna og byggjum á afrekum þeirra í
frelsishernum.
Samkvæmt hefðinni fengu stelpur líka slakari
menntun en stákar, því menntun þeirra var ekki
álitin jafn góð fjárfesting og menntun stráka,“
segir Askalu sem tekist hefur að næla sér í kvef í
kuldanum á Íslandi. „Fólk valdi því að mennta
strákana. Nú sér það hins vegar hve menntun
ef
ein
ho
ski
V
fre
þá
Ka
En
að
ka
að
Ko
– E
bo
jaf
an
að
vin
ur
Þe
eft
he
en
ur
að
au
eig
áð
stö
Er
ge
svo
ful
ha
ke
V
en
gæ
uð
má
stu
að
ha
Þa
ari
all
un
na
var
inu
við
len
by
mö
líf
tre
þa
hlu
stelpnanna skilar miklu. Venjulega var líka búist
við því að stelpur væru giftar snemma, en nú
giftast þær seinna. Samfélagið skilur hversu
miklu þær geta skilað í hagkerfinu.“
– Og finnst þér þetta gilda um allt samfélagið;
að áhrif til kvenna efli samfélagið í heild sinni?
„Já. Við trúum því að menntun kvenna þýði
menntun samfélagsins alls. Ef þú menntar konu,
skilar það sér gegnum hana til allrar fjölskyld-
unnar. Konur huga venjulega meira að fjölskyld-
unni og eru umhyggjusamari. Hvað sem þær fá,
skila þær til fjölskyldunnar. Í samfélaginu gegna
konur líka umfangsmiklu hlutverki. Þær vinna
mikið af vinnunni í landbúnaði, svo sem í upp-
skerunni auk þess að sinna börnum og heimili.
Við reynum að ná til þeirra til dæmis í gegnum
fullorðinsfræðslu en við leggjum áherslu á lestr-
arkennslu fullorðinna. Þar sem stelpur eru nú
orðnar jafnmargar strákum í skólastofunum,
höfum við góða von um framtíðina. Einnig leggj-
um við mikla áherslu á heilsugæslu, svo sem
mæðraeftirlit.“
„Fyrst þarf að breyta
gildum kvennanna sjálfra“
– Hvernig eru aðgerðir að skila sér? Hér á Ís-
landi er löggjöf um sömu laun karla og kvenna
fyrir sömu vinnu, en þó er talað um 14% launa-
mun kynja enn þá. Hvernig er þetta í Eritreu?
„Æ, þú veist, í Eritreu erum við bara að byrja.
Ekki eins og á Íslandi þar sem þið eruð komin
svo langt og hafið barist í fjölda ára svo konur
eru að miklu leyti jafnar körlum, svo sem hvað
menntun og atvinnuþátttöku varðar, þótt enn
vanti upp á jafnræði að einhverju leyti. Í Eritreu
hafa breytingarnar orðið á seinustu árum. Áður
fyrr var stöðu stelpna og stráka, kvenna og karla
ekki saman að líkja. En þetta er að breytast; við
erum að fara í gegnum ferlið en getum enn ekki
borið okkur saman við Ísland eða Norðurlöndin.
Þið hafið komist svo langt og nú erum við að
reyna að ná upp þessu forskoti.
En það er auðvitað raunhæfara að bera þessa
hluti saman við stöðuna í löndum sem efnahags-
lega og félagslega eru á sama stigi og við. Miðað
við þróunarland stöndum við vel. En enn þá er
margt sem þarf að breytast, margt sem þarf að
gerast. Það gerist ekki á tveimur árum, því hefð-
irnar eiga sér djúpar rætur í menningunni og fé-
lagslegum gildum fólks – þeim þarf að breyta
talsvert. Allra fyrst meðal kvennanna sjálfra. Þá
getur allt samfélagið breyst. Margt í samfélaginu
veldur því að staða stelpna og kvenna er ójöfn, og
þá sérstaklega sú goðsögn að einhver landamæri
milli þeirra og karlanna séu mörkuð af nátt-
úrunni. Við þurfum að koma þeim í skilning um
að ójafnréttið er ekki af náttúrunnar völdum,
heldur á sér rætur í uppeldinu og samfélaginu.“
Enginn sigur án kvenna
– En er algengt að jafnréttismál komi fyrir í dag-
legri umræðu hjá ykkur?
„Það er vissulega margt sem þarf að ræða. Við
eigum ekki að líta á hvert annað sem óvini. Slæm
staða kvenna er afleiðing aldalangrar þróunar.
Karlar hafa ekki ætlað sér að skaða konur, svona
þróaðist lífsmynstrið bara. Karlar fóru að líta á
sig sem æðri verur og konur að líta á sig sem
óæðri. Þessu verður að breyta, umræður þurfa
að eiga sér stað og mjög mikilvægt er að fyr-
irmyndirnar breytist. Konur eru helmingur sam-
félagsins og það er ekki hægt að tala um þróun
án þess að allt samfélagið þróist. Alveg eins og að
Úr frelsishernum
í ráðherrastól
Askalu Menkerios er ráð-
herra atvinnu- og velferð-
armála í Afríkuríkinu Eri-
treu. Hún vinnur nú að
uppbyggingu í landi sínu,
sem er skaddað eftir átök.
Mikil fátækt ríkir í Eritreu
en líka bjartsýni. Margt er
að gerast í jafnréttismálum.
Það fékk Anna Pála
Sverrisdóttir að heyra um.
Askalu Menkerios kom til hingað til lands til að taka
úr röðum kvenna, sem haldin var til heiðurs Vigdísi F
aps
UNGIR AFBROTAMENN
Svo virðist sem kerfið hér á landisé ráðþrota gagnvart ungumafbrotamönnum. Fyrir þá þurfi
sérstök úrræði og vistunarpláss
skorti. Í fréttaskýringu eftir Skapta
Hallgrímsson í Morgunblaðinu í gær
er talað við fólk, sem starfar í þessum
málaflokki, og það er ómyrkt í máli.
Eins og staðan er nú er oft ekki um
önnur úrræði að ræða en að setja
ungling í fangelsi með fullorðnum,
sem hæglega getur haft slæm áhrif á
hann og einnig orðið til þess að hann
forherðist enn frekar.
Tilefni greinarinnar er umræðan í
kjölfarið á því að nokkrir ungir menn
námu starfsmann Bónuss á Seltjarn-
arnesi brott og forsprakki mannræn-
ingjanna, sem er 16 ára, var vistaður
á Litla-Hrauni.
Í greininni er talað við lögreglu-
mann, sem ekki vildi koma fram und-
ir nafni. Hann segir að það sé sorgleg
staðreynd að oft hafi lögregla og aðr-
ir, sem að málum koma, áttað sig á
því að sum börn stefni í ranga átt, en
getuleysið til að taka á vandamálun-
um sé of mikið. Annar viðmælandi
blaðsins segir að í Reykjavík sé
sennilega að finna um tuttugu harð-
svíraða glæpamenn í hópi barna og
unglinga og ekki sé verjandi að þeir
gangi lausir. Segir hann að samborg-
ararnir eigi heimtingu á að fá frið fyr-
ir þeim þótt það kunni að kosta 100
eða 200 milljónir á ári.
Í greininni er talað við móður, sem
hefur þurft að berjast fyrir því að fá
son sinn vistaðan. Hún segist aldrei
munu hætta að elska son sinn, en
hann eigi ekki að ganga laus. „Ég hef
verið að bíða eftir vistun fyrir hann
síðan í maí,“ segir hún. „Krakkinn er
ekki hæfur á götum Reykjavíkur-
borgar. Það er ekki hægt að bjóða
samborgurum hans upp á þetta; allur
bæjarhlutinn er á heljarþröm út af
nokkrum litlum gaurum.“
Ingibjörg Rafnar, umboðsmaður
barna, harmar ástandið í vistunar-
málum ungra afbrotamanna og von-
ast til að úr því rætist. Að minnsta
kosti eigi að vera sérstök deild fyrir
unga afbrotamenn í nýju fangelsi,
sem fyrirhugað sé að reisa.
Það er ávallt viðkvæmt hvernig
fara eigi með unga afbrotamenn.
Ekki er verjandi að þeir fái sömu
meðferð og harðnaðir afbrotamenn,
en um leið gengur ekki að þeir sjái að
kerfið sé máttvana gagnvart þeim og
brot þeirra hafi engar afleiðingar.
Eftir því sem seinna er gripið inn í til
að stöðva afbrotaunglinginn, þeim
mun líklegra er að það verði of seint.
Í þessum málum eru ekki til neinar
auðveldar lausnir og þeir, sem vinna
að málefnum ungra afbrotamanna,
vinna vanþakklátt starf og leggja
hart að sér. Í greininni segir móðirin
að hún hafi stundum á tilfinningunni
að lögreglan moki stöðugt í botnlausa
tunnu. Sömu drengirnir séu nappaðir
hvað eftir annað, en úrræðaleysi
komi í veg fyrir varanlegar lausnir.
Þjóðfélagið verður að eiga úrræði til
að taka á þessu máli, bæði vegna ör-
yggis hins almenna borgara og ekki
síður vegna þeirra ungu manna, sem
annars kasta lífi sínu á glæ.
FJÖLMENNING Á
FYRSTA SKÓLASTIGINU
Áhugaverð frásögn af fjölmenning-arlega leikskólanum Lækjaborg
við Leirulæk var í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins. Út af fyrir sig má
segja að margir leikskólar og skólar á
Íslandi séu fjölmenningarlegir, að því
leyti að þar eru börn frá ýmsum
menningarheimum. Á Lækjaborg er
allt leikskólastarfið hins vegar miðað
út frá þeirri forsendu að nemendur
séu af ólíkum uppruna og samskiptin
við nemendur og foreldra þeirra
hugsuð út frá því.
Það er til dæmis vitað mál að for-
eldrar af erlendum uppruna verða oft
ekki jafnvirkir í foreldrastarfi og aðr-
ir, einfaldlega vegna tungumálaörð-
ugleika. Við því er brugðizt sérstak-
lega á Lækjaborg, m.a. með því að
innritunarviðtal er tekið heima hjá
börnunum og foreldrar eru hvattir til
að taka þátt í að kynna sína menningu
á leikskólanum. Unnið er að því að
eyða fordómum um tiltekna kynþætti
eða þjóðir, t.d. með heimsókn tveggja
Kamerúnbúa á leikskólann. Og auk
þess að ræða um það hvernig fólk
gerir hlutina með ólíkum hætti, hvert
í sínu landi, er lögð áherzla á það hvað
allt mannkyn á sameiginlegt.
Markmið leikskólans eru í fyrsta
lagi að koma til móts við börn af er-
lendum uppruna og gefa þeim aukin
tækifæri til að fóta sig í íslenzku sam-
félagi, í öðru lagi að auka færni kenn-
ara til að vinna með börnum og for-
eldrum af ólíkum uppruna og í þriðja
lagi að auka víðsýni og þekkingu ís-
lenzkra barna og foreldra.
Starf af þessu tagi er afar mikil-
vægt og vonandi að Lækjaborg geti
miðlað af reynslu sinni til annarra
leikskóla. Reynslan, bæði hér á landi
og frá nágrannalöndum okkar, sýnir
því miður að börn af erlendum upp-
runa eiga oft erfiðara með að fóta sig
og ná árangri í skóla en þau inn-
fæddu. Afleiðingar slíks eru að fólk af
erlendum uppruna menntar sig síður
og er líklegra til að festast í láglauna-
störfum eða jafnvel atvinnuleysi,
kynslóð fram af kynslóð. Slík þróun
er ein meginundirrót togstreitu og
óróa á milli fólks af ólíkum uppruna.
Eigi allir að hafa sömu tækifæri til
að mennta sig og freista gæfunnar í
samfélagi okkar verður að taka á
móti þeim á þeirra eigin forsendum,
strax við upphaf skólagöngunnar.
Fríða B. Jónsdóttir, sem var að-
stoðarleikskólastjóri á Lækjaborg og
nú ráðgjafi við Þjónustumiðstöð
Laugardals og Háaleitis, segir í sam-
tali við Morgunblaðið í gær: „Fjöl-
menningarlegt samfélag er komið til
að vera á Íslandi. Við getum valið að
sitja með hendur í skauti og bíða eftir
því að vandamálin geri vart við sig
eða taka höndum saman um að stuðla
að því að breytingin verði jákvæð og
gefandi reynsla fyrir samfélagið í
heild sinni.“ Fríða segist ekki í vafa
um hvora leiðina eigi að velja – og
undir það hljóta flestir að geta tekið.