Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 19
þú talar um mannveru er ekki hægt að tala
ngöngu um hálfan líkamann. Það verður að
orfa á heildina. Bæði karlar og konur þurfa að
ilja hugtakið jafnrétti.
Við eigum okkur mikilvægt slagorð frá því í
elsisstríðinu: Enginn sigur vinnst án fullrar
átttöku kvenna. Þetta hafði mikið að segja.
arlarnir héldu að þeir gætu háð stríðið einir.
n hið andstæða sannaði sig. Þetta gildir auðvit-
fyrir konur líka; við höfum jafnan rétt á við
arla en auðvitað jafna ábyrgð líka. Við þurfum
axla ábyrgðina til jafns við karlana.“
onurnar börðust og dóu
En hvað finnst þér um það sem Vigdís Finn-
ogadóttir boðar, að við þurfum karlana með í
fnréttisbaráttuna?
„Ó, auðvitað. Við getum ekki lifað hvert án
nnars! Við verðum bara öll að vera meðvituð um
við höfum jafnan rétt. Rétt til að lifa, til að
nna og svo framvegis. Áður nutu til dæmis kon-
í Eritreu ekki jafns erfðaréttar á við karla.
eir voru það viðmið sem landinu var stjórnað
tir. Karlar erfðu til dæmis alltaf landið. En nú
efur því verið breytt. Konur geta orðið landeig-
ndur. Frammi fyrir lögunum eru karlar og kon-
jöfn að öllu leyti.
Svo veltur þetta auðvitað á konunum sjálfum
talsverðu leyti. Um leið og við förum fram á
ukin réttindi verðum við að sýna fram á að við
gum þau inni, vinna og berjast fyrir þeim.“
– Hvað með þinn bakgrunn? Hvað gerðirðu
ður en þú varðst ráðherra?
„Ég var baráttumaður fyrir frelsi Eritreu.“
– Í alvöru? Barðistu?
„Í svona baráttu þarf að vinna margs konar
örf. En ég var sjálf í frelsishernum. Og eftir að
ritrea fékk sjálfstæði, varð ég ráðherra og hef
gnt því starfi í átta ár.“
– Hvernig var að vera í frelsishernum?
Askalu hugsar málið nokkra stund en segir
o: „Það er ekki venjulegt líf, það er erfitt. Líf
llt af áskorunum, fullt af vandamálum, fullt af
asar. En ef þú átt þér markmið sem þú trúir á,
emstu alltaf yfir vandamálin.
Við greiddum hátt verð fyrir sjálfstæði okkar
n við urðum að lokum sjálfstæð og ekkert verð
æti komið í staðinn fyrir það. En auðvitað borg-
um við. Við erum lítið land og óvinurinn var
áttugur. Rússnesk og bandarísk stjórnvöld
uddu Eþíópíu. Þau voru sextíu milljónir en við
eins þrjár. Og við vorum illa útbúin; óvinurinn
afði allt það sem aðili að stríði þurfti en við ekki.
að sem við höfðum, fengum við úr höndum óvin-
ins. Það má með sanni segja að við höfum haft
lar líkur á móti okkur, en bandarískur rithöf-
ndur skrifaði einmitt bók um stríðið með því
afni (e. Against All Odds).“
– En hvernig var þetta þá hægt?
„Það er svolítið erfitt að skilja, því að í raun
r eins og við værum að berjast gegn almætt-
u. En málstaðurinn skipti okkur öllu máli og
ð höfðum bara svo mikið að berjast fyrir. Ný-
nduherrarnir tóku en gáfu aldrei; engin upp-
ygging átti sér stað. Svo öll þjóðin lagði sitt af
örkum, konur jafnt sem karlar.
Konurnar börðust í frelsisstríðinu og þær létu
sitt í fremstu víglínu. Allt fyrir sjálfstæði Eri-
eu. Karlar og konur börðust hlið við hlið. Og
að skipti öllu máli fyrir baráttuna að viðurkenna
utverk og mikilvægi hvert annars.“
m
Morgunblaðið/Júlíus
þátt í heimráðstefnu menningarráðherra
Finnbogadóttur.
s@mbl.is
AÐ UNDANFÖRNU hafa birst
greinar í blöðum og viðtöl í útvarpi
og sjónvarpi um Kárahnjúkavirkjun.
Nokkrir þeirra sem tekið hafa til
máls hafa verið á móti virkjuninni af
ýmsum ástæðum. Oftar en ekki er
gripið til staðhæfinga sem ekki
standast nánari skoð-
un. Hér á eftir er
nokkrum þessara stað-
hæfinga svarað með
því að benda á fyr-
irliggjandi stað-
reyndir.
1. Því er haldið fram
að arðsemiskrafa
Kárahnjúkavirkjunar
sé allt of lág.
Áætlun Landsvirkj-
unar um 5,5% innri
raunvexti af fjárfest-
ingu í Kárahnjúka-
virkjun hefur stundum
verið borin saman við nafnávöxt-
unarkröfu markaðarins á eigin fé.
Þetta er ekki samanburðarhæft. Hið
rétta er að gert er ráð fyrir 11% arð-
semi eigin fjár af fjárfestingunni í
Kárahnjúkum sem er svipað og
gengur og gerist um sambærileg
verkefni erlendis. Áður en ákvörðun
var tekin um að ráðast í virkj-
unarframkvæmdir var leitað álits hjá
virtri alþjóðlegri lánastofnun og taldi
hún forsendur um arðsemi eigin fjár
eðlilegar. Sama má segja um sér-
fræðinganefnd þá sem skipuð var af
eigendum Landsvirkjunar.
2. Því er haldið fram að hallinn
verði 40 milljarðar.
Sem fyrr segir gerir Landsvirkjun
ráð fyrir 11% arðsemi af því eigin fé
sem lagt er í virkjunina. Þá er gert
ráð fyrir að rekstur virkjunarinnar
greiði upp allan fjárfestingar- og
vaxtakostnað á næstu 35 árum þó svo
að endingartími mannvirkjanna sé
mun lengri, jafnvel 100 ár. Komandi
kynslóðir eignast þannig uppgreitt
orkuver.
3. Því er haldið fram að færa megi
efnahagsleg rök fyrir því að stöðva
virkjunarframkvæmdirnar nú.
Áfallinn kostnaður við virkjunina
er nú u.þ.b. 43 milljarðar króna. Um-
samin verkefni eru u.þ.b. 80 millj-
arðar. Áfallinn kostnaður Alcoa við
byggingu álversins er u.þ.b. 15 millj-
arðar og umsamin verkefni u.þ.b. 50
milljarðar. Verulegar skaðabætur
þyrfti að greiða ef hætt yrði við verk-
efnið. Tekjur af virkjun og álveri
standa undir kostnaði og gott betur.
Þeir sem halda því fram að færa
megi efnahagsleg rök fyrir að stöðva
virkjunarframkvæmdir nú verða að
benda á þann sem greiða skal kostn-
að og skaðabætur og sýna fram á að
það sé hagkvæmt. Þær gætu sam-
anlagt numið vel á annað hundrað
milljarða króna.
4. Því er haldið fram að bygging-
arkostnaður virkjunarinnar fari
langt umfram áætlun.
Landsvirkjun hefur nú boðið út
um 93% verka við Kárahnjúkavirkj-
un, ef miðað er við kostnaðaráætlun.
Verksamningar eru 8% lægri en
kostnaðaráætlunin. Í þessu sam-
bandi er rétt að minna á að raun-
kostnaður við síðustu virkjanir
Landsvirkjunar, Sultartangavirkjun
og Vatnsfellsvirkjun, varð undir
áætlunum þeim sem miðað var við
áður en útboð fóru fram. Nú þegar
framkvæmdir eru hálfnaðar bendir
ekkert til þess að kostnaður við
Kárahnjúkavirkjun fari fram úr
áætlun.
5. Því er haldið fram að Lands-
virkjun greiði ekki skatta.
Landsvirkjun hefur til þessa verið
undanþegin greiðslu tekjuskatta en
greitt aðra skatta og álögur s.s. fjár-
magnstekjuskatt og fasteignagjöld.
Samþykkt hafa verið lög um skatt-
skyldu orkufyrirtækja sem hafa í för
með sér að frá og með næstu áramót-
um mun Landsvirkjun greiða skatta
samkvæmt almennum reglum þar
um. Kárahnjúkavirkjun tekur ekki til
starfa fyrr en árið 2007 sem þýðir að
virkjunin sem slík nýtur ekki skatt-
fríðinda.
6. Því er haldið fram að Lands-
virkjun fái ókeypis ríkisábyrgð á lán-
tökur.
Landsvirkjun greiðir ábyrgð-
argjald til ríkisins í samræmi við lög
þar að lútandi. Jafnframt greiðir fyr-
irtækið ábyrgðargjald til Reykjavík-
urborgar og Akureyrarbæjar á
grundvelli ákvörðunar stjórnar fyr-
irtækisins sem tekin var vegna jafn-
ræðissjónarmiða. Sam-
tals nemur
ábyrgðargjaldið 0,25%
af fjárhæð allra úti-
standandi lána fyrirtæk-
isins árlega. Þannig
greiddi Landsvirkjun
eigendum sínum sam-
tals 1.020 milljónir
króna í ábyrgðargjald
árin 2000–2004.
7. Því er haldið fram
að ruðningsáhrif virkj-
unarframkvæmdanna
hafi gert það að verkum
að hagkvæm framleiðsla
hafi vikið fyrir óhagkvæmari.
Gengi íslensku krónunnar hefur
hækkað verulega á undanförnum
misserum og nálgast nú sögulegt há-
mark. Það er mikil einföldun að láta
sem einvörðungu sé við Kára-
hnjúkavirkjun og álver Alcoa að sak-
ast. Veruleg fjárfesting á sér stað í
orku- og álvinnslu á Suðvesturhorn-
inu sem talið er að nemi um 30% af
heildarfjárfestingunni í þessum
geira. Mun veigameiri þættir eru
kaup erlendra aðila á íslenskum
skuldabréfum, húsnæðislán bank-
anna og skuldsett hlutabréfakaup.
Þessi gengishækkun hefur í för
með sér ruðningsáhrif þar sem fyr-
irtæki sem byggja á útflutningi lenda
í erfiðleikum. Ruðningsáhrif eru hins
vegar ekki ný af nálinni, hvorki hér
né annars staðar. Það er sameig-
inlegt fyrir hinn vestræna heim að
framleiðsla er að flytjast til landa þar
sem vinnuafl er ódýrara. Viðfangs-
efni Íslendinga er að búa þannig um
hnútana að hér dafni atvinnulíf sem
getur greitt laun sem eru sam-
anburðarhæf við það besta sem ger-
ist erlendis. Frekar er um þetta
fjallað í grein Stefáns Péturssonar á
heimasíðu Landsvirkjunar: www.lv.is
8. Því er haldið fram að inn í út-
reikninga vegna virkjunarinnar hafi
Landsvirkjun ekki tekið kostnað
vegna mótvægisaðgerða.
Í kostnaðaráætlun sem gerð var
2001 var þegar gert ráð fyrir kostn-
aði við mótvægisaðgerðir og um-
hverfisvöktun. Nú er gert ráð fyrir
500 m.kr. til rofvarna við Hálslón og
styrkingar gróðurs á árunum 2006–
2009. Eftir 2009 er gert ráð fyrir um-
talsverðum rofvörnum og ýmsum
öðrum umhverfis- og mótvæg-
isaðgerðum í rekstrarkostnaði virkj-
unarinnar og tillit tekið til þess í arð-
semisútreikningum.
9. Því er haldið fram að ekkert sé
greitt fyrir landið sem fer undir lón.
Greitt er fyrir land sem fer undir
lón á tvennan hátt. Annars vegar er
landeigendum greitt beint fyrir land
sem fer undir lónið. Þannig hefur
Prestsetrasjóði þegar verið greitt
fyrir efnistöku og afnot af landi í eigu
Valþjófsstaðar, en ekki hefur náðst
samkomulag við aðra landeigendur
og er það mál í eðlilegum farvegi fyr-
ir matsnefnd eignarnámsbóta. Þá
voru sveitarfélögunum Norður-
Héraði og Fljótsdalshreppi greidd
bein framlög til uppgræðslu vegna
þess lands sem fer undir lón, samtals
um 230 m.kr. á verðlagi í sept. 2005.
Þessi uppgræðsla er hafin og þegar
farin að skila umtalsverðum árangri.
Að auki er greitt fyrir vatnsréttindin
og verður það væntanlega gert með
þeim hætti að þeir sem eiga land að
ánum fá greitt eins og gert hefur ver-
ið áður t.d. við Blönduvirkjun. Um er
að ræða verulegar fjárhæðir sem
tekið hefur verið tillit til í áætlunum
Landsvirkjunar.
10. Því er haldið fram að meta eigi
sérstaklega til fjár þau náttúrugæði
sem verða fyrir áhrifum af Kára-
hnjúkavirkjun.
Sérfræðingar á sviði umhverf-
ismála benda á að margt sé óljóst um
hvort og þá hvernig megi gera slíkt
verðmætamat. Aðferðafræði skilyrts
verðmætamats sem felst í könnun á
greiðsluvilja almennings til að
vernda náttúrugæði er þekkt en
mjög skiptar skoðanir eru um gagn-
semi hennar. Í úrskurði sínum um
mat á umhverfisáhrifum Kára-
hnjúkavirkjunar kemst umhverf-
isráðuneytið að þeirri niðurstöðu að
ekki séu fyrir hendi forsendur til að
gera kröfu til Landsvirkjunar um að
leggja fram mat af þessu tagi þar
sem ekki sé um aðferð að ræða sem
gefur óyggjandi niðurstöður.
Skilyrt verðmætamat á þeim nátt-
úrugæðum sem Kárahnjúkavirkjun
raskar hefur engu að síður farið fram
og það framkvæmdi þýskur fræði-
maður, David Bothe. Niðurstaða
könnunar hans á afstöðu almennings
til verðmætis þeirra náttúrugæða
sem glatast vegna Kárahnjúkavirkj-
unar er að verðmæti þeirra nemi um
2 milljörðum króna. Það telur hann
ekki benda til að náttúrugæði sem
glatast séu sérlega hátt metin.
11. Því er haldið fram að eyðilögð
verði tvö jökulfljót og a.m.k. 1.000
km² svæði umhverfis þau. Einnig er
því haldið fram að allt að 10% Íslands
séu á áhrifasvæði virkjunarinnar og
skaðist þess vegna.
Ýmsu hefur verið haldið fram um
það hversu stórt svæði raskast eða
verður fyrir beinum áhrifum vegna
Kárahnjúkavirkjunar. Landfræðileg
röskun er þannig að með einu stóru
lóni og tveimur litlum fara um 66 fer-
kílómetrar lands undir vatn og stífl-
ur, þar af um 37 ferkílómetrar gróins
lands. Annað rask á yfirborði er
námuvinnsla, vinnuvegir og haug-
setning, sem gengið verður snyrti-
lega frá við lok framkvæmdanna, og
síðan nýir greiðfærir varanlegir veg-
ir á hásléttunni milli Fljótsdals og
Kárahnjúka. Í þessu samhengi
gleymist það gjarnan að virkjunin og
vatnsvegir hennar eru að stærstum
hluta neðanjarðar.
Við mat á umhverfisáhrifum virkj-
unarinnar var lagt upp með svonefnt
áhrifasvæði, 3000 ferkílómetra stórt
(3% af flatarmáli landsins). Hugtakið
áhrifasvæði er í þessu samhengi
mjög villandi og það hefði með réttu
átt að heita rannsóknarsvæði. Þetta
svæði var mjög rúmt skilgreint.
Rannsóknirnar sýndu að það er af og
frá að virkjunin hafi áhrif á öllu því
svæði. Til viðbótar við beint rask á 66
ferkílómetrum á hálendinu er fyrst
og fremst um að ræða sjónræn áhrif
á tilteknum stöðum sem erfitt er að
festa hendur á og svo áhrif af aukinni
umferð ferðamanna, hvort sem þau
eru jákvæð eða neikvæð. Áhrifin á
bökkum ánna til hafs eru næstum
engin og þau eru afar takmörkuð á
Úthéraði.
Jökulfljótin tvö verða ekki eyði-
lögð eins, en rennslið í þeim breytist.
Líklega finnst flestum muna mest
um að rennsli á rómaðri fossaröð í
Jökulsá í Fljótsdal minnkar fyrri
hluta sumars. Jökulvatnið í Jökulsá á
Dal mun hverfa fram undir haust og
hún breytist að mestu í tæra dragá
með rennsli frá hliðarám neðan
Kárahnjúkastíflu. Stór hluti rennslis
Jökulsár á Dal fer í Lagarfljót þann-
ig að meðalrennsli þar mun tvöfald-
ast en með mótvægisaðgerðum er
komið í veg fyrir vatnsborðshækkun.
12. Því er haldið fram að vatnsafl
úr jökulám sé ekki endurnýjanleg
orka.
Þegar talað er um endurnýjanlega
orkugjafa er átt við auðlindir sem
eyðast ekki þótt af sé tekið. Það
merkir ekki að endurnýjanlegar auð-
lindir séu nýttar með þeim hætti að
mannvirkin gangi ekki úr sér. Öll
mannvirki eiga sinn líftíma en þarfn-
ast viðhalds og loks endurnýjunar.
Vatnsaflsvirkjanir endast með litlu
viðhaldi í a.m.k. 100 ár. Vindmyllu-
garðar, t.d. út af Jótlandssíðu í Dan-
mörku, eru taldir munu ganga úr sér
á 20 árum. Fáir álíta að svo skammur
endingartími vindmylla þýði að vind-
urinn sé ekki endurnýjanlegur orku-
gjafi.
Endurnýjanleg orka er unnin úr
endurnýjanlegum orkulindum eins
og vindi, sól, fallvötnum og jarðhita,
þ.e. orkulindum sem endurnýjast
fyrir tilstilli náttúrulegra ferla. Orku-
lind vatnsaflsvirkjana er náttúruleg
hringrás vatnsins. Vélar Kára-
hnjúkavirkjunar verða því knúnar
með þeirri orku sem fólgin er í falli
jökulvatnsins á leið þess frá jöklinum
til sjávar og endurnýjast í sífellu.
Við alla uppbyggingu, hvort sem
það er fyrir endurnýjanlega orku-
framleiðslu eða stækkun borg-
arsvæða, þarf að nýta land og breyta
landnotkun. Við myndun uppistöðu-
lóna fer gróður stundum undir vatn,
en orkan sem til verður í virkjuninni
er þrátt fyrir það hrein, meng-
unarlaus og endurnýjanleg.
Í alþjóðasamfélaginu, þ.m.t. í sam-
þykktum frá Ríó ráðstefnunni 1992
og ráðstefnunni í Jóhannesarborg
2002 um sjálfbæra þróun, er öll
vatnsorka skilgreind sem endurnýj-
anleg orka. Í skýrslu ESB um end-
urnýjanlega orku eru bæði stórar og
litlar vatnsaflsvirkjanir skilgreindar
sem endurnýjanlegir orkugjafar.
Stærsti hluti orkuframleiðslu
heimsins eða á bilinu 80–90% felst í
brennslu jarðefnaeldsneytis sem los-
ar koltvísýring til andrúmsloftsins og
veldur auknum gróðurhúsaáhrifum.
Þetta er stærsta umhverfisvanda-
málið sem við jarðarbúar stöndum
frammi fyrir. Orkuframleiðsla með
hreinum og endurnýjanlegum orku-
gjöfum Íslands vinnur gegn gróður-
húsaáhrifum. Á ráðstefnunni í Jó-
hannesarborg 2002 voru þjóðir heims
hvattar til að auka hlut endurnýj-
anlegrar orku þ.m.t. vatnsorku.
13. Því er haldið fram að þjóðin sé
á móti Kárahnjúkavirkjun.
Skoðanakannanir um afstöðu þjóð-
arinnar til Kárahnjúkavirkjunar hafa
alltaf sýnt að stuðningur við hana er
meiri en andstaða. Hið sama á við um
afstöðuna til stóriðju. Andstæðingar
virkjunarinnar hafa hampað könnun
sem Náttúruverndarsamtök Íslands
létu Gallup gera í mars sl. þar sem
tæp 40% þeirra sem svöruðu töldu
ákvörðun stjórnvalda um að ráðast í
byggingu Kárahnjúkavirkjunar
ranga. Rúmlega 50% svarenda í
þessari sömu könnun töldu ákvörð-
unina rétta. Þeir sem afstöðu tóku
skiptust þannig: 44% andvíg en 56%
hlynnt ákvörðun stjórnvalda.
Á Alþingi voru einungis 9 þing-
menn andvígir því að heimila Kára-
hnjúkavirkjun og langflestir þing-
menn stærsta
stjórnarandstöðuflokksins, Samfylk-
ingarinnar, studdu ákvörðunina.
Reykjavíkurborg og Akureyrarbær
eru eigendur Landsvirkjunar að
hálfu. Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti með 9 atkvæðum gegn 5
að ábyrgjast lántökur Landsvirkj-
unar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Á
Akureyri samþykkti bæjarstjórn að
ábyrgjast lánin með tíu atkvæðum
gegn einu.
14. Því er haldið fram að betra
hefði verið að fjárfesta í þekking-
ariðnaði en Kárahnjúkavirkjun.
Á árunum 2000–2004 greiddi
Landsvirkjun að meðaltali um tvo
milljarða á ári fyrir aðkeypta sér-
fræðiþjónustu í tengslum við und-
irbúning og byggingu orkumann-
virkja, að stærstum hluta vegna
Kárahnjúkavirkjunar. Þetta þýðir að
meðaltali að tvö hundruð vel launaðir
sérfræðingar hafa á hverjum einasta
degi þessi fimm ár verið í vinnu á
vegum fyrirtækisins. Því til viðbótar
eru sérfræðingar í starfi innan fyr-
irtækisins m.a. á sviði verkfræði og
náttúruvísinda. Fyrir önnur orkufyr-
irtæki starfar stór hópur sérfræð-
inga. Þannig hefur byggst upp verð-
mæt þekking. Það hefur þegar sýnt
sig að þekking og kunnátta Íslend-
inga á sviði orkumála er eftirsótt víða
um heim. Íslenskur orkuiðnaður er
þess vegna þekkingariðnaður.
Staðhæfingar og staðreyndir
um Kárahnjúkavirkjun
Eftir Friðrik Sophusson ’Oftar en ekki er gripiðtil staðhæfinga sem
ekki standast nánari
skoðun.‘
Höfundur er forstjóri
Landsvirkjunar.
Friðrik Sophusson