Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 21

Morgunblaðið - 12.09.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 21 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SIGRÍÐUR Dúna Kristmunds- dóttir skrifar um Hljómskálagarð- inn 5. sept. sl. í Morgunblaðið. Hún beinir athyglinni að skóg- arlundinum við Bjarkargötu sem hún telur sóðalegan því að ekki sé slegið á milli trjánna í lundinum. Garður er ekki kyrrstæður, þar eru stöðugar breytingar, breyt- ingar eftir árstíðum og breytingar þegar trjágróðurinn vex og hrörn- ar. Það breytast einnig þarfir og hugmyndir notendanna. Skrúð- garður með slegnum grasflötum, klipptum trjágróðri og blómabeð- um stendur alltaf fyrir sínu og þannig er Hljómskálagarðurinn líka. Með vaxandi umhverfisvitund í kjölfar vísbendinga um að mað- urinn geti breytt varanlega lífs- skilyrðum á jörðinni hefur vaxið áhugi á umhverfi þar sem nátt- úrlegir ferlar fá að njóta sín. Þetta endurspeglast t.d. í að nota ekki eiturefni í garðyrkju, leyfa undirgróður í trjábeltum og slá ekki öll grassvæði. Hugmyndir af þessu tagi eiga greiða leið til garðyrkjufólks, því þetta snýst ekki bara um umhverfismál heldur eykur þetta á fjölbreytni garða og grænna svæða. Ég veit þó að ekki hafa allir sama skilning á þessu. Sama svæðið getur í munni eins heitið órækt og í munni annars heitið engi og sama trjábeltið getur ver- ið að áliti eins á kafi í illgresi en vaxið fjölbreyttum undirgróðri að mati annars. Undirritaður hitti Sigríði Dúnu ásamt þáverandi formanni um- hverfisráðs, Katrínu Jakobsdóttur, í skógarlundinum við Bjarkargötu í sumar. Þar kom fram ákveðinn meiningarmunur á milli okkar en ég tel reyndar að Sigríður Dúna hafi skilning á okkar hlið þótt hún sé ekki sammála. Við ræddum ákveðnar aðgerðir s.s. að slá að skógarjaðrinum og að þekja hluta af ummerkjum eftir lagnagröftinn þar sem augljóslega hafði ekki tekist nógu vel til með frágang verktaka. Eins og fram kemur hjá Sigríði Dúnu gekk þetta eftir þótt hún telji að það hafi ekki verið gert nógu vel. Það var einnig rætt að farið yrði yfir lundinn, hugs- anlega yrði plantað trjám, grisjað, slegin svæði skilgreind og lagðir stígar. Margir borgarbúar söknuðu gamla gosbrunnsins og óskuðu eftir því við borgaryfirvöld að nýr gosbrunnur yrði settur í stað þess gamla. Nýr gosbrunnur var settur upp í sumar og var ákveðið að hann yrði ekki eins stór til að sjaldnar þyrfti að slökkva á hon- um vegna vinds. Starfsmenn borgarinnar slökkva þegar vindur er of mikill á sama hátt og gera þurfti við þann gamla. Líta má á þetta fyrsta sumar sem reynslutíma í um- gengni við gosbrunninn, mögulegt er t.d. að breyta gosinu og ljósin sem fylgdu honum verða auðvitað tekin í gagnið. Að lokum vil ég taka undir með Sigríði Dúnu að fólk leggi leið sína í Hljóm- skálagarðinn. ÞÓRÓLFUR JÓNSSON garðyrkustjóri, Grundargerði 31, Reykjavík. Hljómskálagarður Frá Þórólfi Jónssyni: UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt hvernig nýta skuli hagnaðinn af sölu Símans. Ýmsar hugmyndir hafa verið á lofti. Davíð Oddsson lagði fyrstur til að byggt yrði há- tæknisjúkrahús. Svo er talað um að lækka skuldir ríkissjóðs og einnig hefur verið minnst á að flýta lagn- ingu Sundabrautar. Þessar tillögur eru allar góðra gjalda verðar. Mig furðar samt að ekki hefur verið minnst á mjög aðkallandi vandamál, sem er að bæta hag líf- eyrisþega. Með lögum nr. 62/1974 var lögfest að bætur almanna- trygginga skyldu hækka til sam- ræmis við lágmarkslaun á almenn- um vinnumarkaði. Skv. því hækkuðu bætur lífeyrisþega sjálf- virkt um leið og lægstu laun hækk- uðu. Þessari lagagrein var framfylgt í 21 ár eða til ársins 1995, að þessi tengsl voru illu heilli rofin. Síðan fylgir ellilífeyrir ekki lengur launaþróun í landinu og hefur því hækkað mun minna en lágmarks- laun. Félag eldri borgara hefur á hverjum einasta aðalfundi sl. 10 ár samþykkt tillögu til ríkisstjórn- arinnar um að bætur eldri borgara fylgi launavísitölu en án árangurs. Skv. útreikningum hagfræðings FEB er hér um töluverðar upp- hæðir að ræða, sem ríkissjóður í sjálfu sér skuldar eldri borgurum. Hverjir hafa verið tryggari við- skiptavinir Símans í áratugi en ein- mitt eldri borgarar þessa lands? Nú er tækifærið til að leiðrétta þessi mistök frá 1995 og end- urgreiða skuldina. MARGRÉT THORODDSEN, Sólheimum 25, Reykjavík. Skuld ríkissjóðs við eldri borgara Frá Margréti Thoroddsen: Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan siðblindan mann fyrri tíma má nefna Rocke- feller sem Hare telur einn spillt- asta mógúl spilltustu tíma Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ANNAÐ árið í röð er mörg hundruð umsækjendum vísað frá námi í bæði framhaldsskólum landsins og opinberu háskólunum. Það er hrein nýjung í ís- lenskri skólastefnu enda aldrei verið við- urkennt af hálfu menntamálayfirvalda að þetta eigi að við- gangast eða eigi rétt á sér. Er það ekki lengur opinber menntastefna í landinu að allir sem um sækja fái vist í framhaldsskóla? Og að háskólar hins op- inbera mennti þá sem þangað sækja og hafa tilskilin próf upp á vasann? Fjársvelti stjórnvalda leiðir það af sér að hundruðum nemenda, sérstaklega þeim sem hugðust hefja nám að nýju eftir hlé, var vísað frá og fá ekki skólavist. Síð- an fást engar raunverulegar upp- lýsingar um málið frá mennta- málaráðherra. Í svari við fyrirspurn minni í fyrravetur um fjöldatakmarkanir í skólunum skýldu yfirvöld sér á bak við það að ekki væru til samkeyrðar upp- lýsingar um inntöku og frávísanir nemenda á milli skóla! Dæmalaust það. Að halda hundruðum Íslendinga frá námi með þessum hætti er fráleitt og á sér enga réttlætingu. Einstaklingurinn verður af dýr- mætri reynslu og menntun og samfélagið af miklum verðmætum. Lægra framlag en 1999! Hin hliðin á menntastefnu stjórnvalda eru fjöldatakmarkanir inn í Kennaraháskólann, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Inn í þá skóla er nú fjöldatak- markað með einum eða öðrum hætti í stað þess að auka til þeirra fjárveitingar þannig að þeir geti tekið á móti fleiri nemendum. Fjöldatakmarkanirnar koma í veg fyrir að skólarnir eflist og geti sinnt hlutverki sínu með þeim hætti sem þörf er á. Ef skólarnir fara að gefa eftir vegna fjársveltis tapa þeir í samkeppninni við er- lendu skólana. Til að taka dæmi þá er staðan í Háskóla Íslands sú að það eru yfir 500 virkir nem- endur við skólann um- fram kennslusamning sem ríkið hefur ekki greitt fyrir. Þá hafa fjárveitingar til rann- sókna við HÍ farið lækkandi á liðnum ár- um og framlag rík- isins á hvern nemanda er nú lægra en árið 1999! 4% aukning á landsframleiðslu Fjárfestingar í menntun skila sér margfalt til baka inn í sam- félagið. Í erindi sem Þorvaldur Gylfason prófessor hélt á mennta- dögum iðnaðarins fyrr á árinu kom það skýrt fram. Hvert ár í skóla hefur í för með sér 6% tekjuauka að meðaltali fyrir einstaklinginn og þar með aukna landsframleiðslu um 4% fyrir hvert ár. Veruleikinn er hins vegar sá að íslensk stjórn- völd veita einungis 0,8% af lands- framleiðslu til háskólastigsins. Þrátt fyrir að Íslendingar séu hlutfallslega mun fleiri á skólaaldri en gerist meðal annarra Norð- urlandaþjóða verja þær hins vegar allt að helmingi hærra hlutfalli til sinna háskóla eða um 1,2–1,7%. Ef íslensk stjórnvöld verðu svip- uðu hlutfalli og hinar Norð- urlandaþjóðirnar fengi há- skólastigið 4–8 milljörðum króna meira á ári en það gerir nú. Þetta er veruleikinn sem við búum við eftir áratuga valdasetu Sjálfstæð- isflokksins í menntamálaráðuneyt- inu. Fjöldatakmarkanir eru fráleit skólastefna Björgvin G. Sigurðsson fjallar um framlag hins opinbera til menntamála ’Ef íslensk stjórnvöldverðu svipuðu hlutfalli og hinar Norðurlanda- þjóðirnar fengi há- skólastigið 4–8 millj- örðum króna meira á ári en það gerir nú.‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. ÞAÐ henti í ungdæmi undirritaðs við Djúp vestur að maður nokkur tók að þræta fyrir barn, sem hon- um hafði ekki verið kennt. Þetta þótti grunsamlegt, enda sannaðist síðar á hann faðernið. Þessi gamla end- urminning sótti að við lestur Morgunblaðsins sl. laugardag, þar sem formaður bankaráðs Seðlabankans þvertek- ur fyrir að hækkun launa bankastjóra um 27% tengist á nokkurn hátt skipan nýs banka- stjóra. Með leyfi: Hver er sá, sem leyfði sér að hafa uppi slíkar get- gátur? Enginn svo vitað sé, og er þess vegna allur varinn góður að neita slíkum staðleysum fyrirfram, þar sem illkvittni manna ríður jafn- an ekki við einteyming, þegar ginn- heilög goð eiga í hlut. Bankaráðsformaðurinn „segir Seðlabankann ekki reyna að bera laun bankastjóra sinna saman við laun bankastjóra í stóru við- skiptabönkunum þremur, en launin séu jafnvel eftir hækkunina lægri en hjá stærstu Sparisjóðunum.“ Og síðan: „Okkur finnst það ekki sæm- andi að bankastjórarnir í banka bankanna, eins og við getum kallað Seðlabankann, séu svona settir.“ Þó ekki væri! Og úr þessari óhæfu verður strax og undir eins að bæta, og áður en nýr maður sezt í stól bankastjóra hinn 20. okt. nk., svo illar tungur fari ekki að kenna hann við ákvörðun um sæmandi laun. Og auðvitað eru það „sæmandi“ laun fyrir bankastjóra „banka bankanna“ að þeir séu ekki eftirbátar hinna í stóru viðskiptabönk- unum, heldur ívið bet- ur settir, bæði í laun- um og kjörum. Nú hefir sá, sem hér heldur á penna, ekki hugmynd um þær launagreiðslur, en vill minna á að af fleiru þarf að taka mið en beinum launum. Þegar bankastjórn Seðlabankans tekur nýja ákvörðun um „sæmandi“ laun hlýtur hún að taka með í reikninginn ýmsa auka- getu, sem þeim hjá hinum bönk- unum fellur í skaut. Það var upplýst á dögunum, að æðstu stjórnendum Íslandsbanka hefði áskotnast kjarabót, sem nam 470 milljónum króna fyrir aðeins þriggja mánaða útsjónarsemi í bankanum. Þar af aðalbankastjór- anum tæpar 200 milljónir króna. Til þessa verður bankastjórn í „banka bankanna“ að taka fullt tillit, svo hans stjórar verði sómasamlega settir í launum miðað við hina. Og nú taka sjálfsagt gapuxarnir að gleypa vind og spyrja: Hvaða laun eru sæmandi fyrir ráðherra, hæstaréttardómara, biskupa, þing- menn og prófessora? Guði sé lof að þeir þurfa ekki að spyrja op- inberlega hvaða lífeyrir sé „sæm- andi“ fyrir ellilífeyrisþega og ör- yrkja, þar sem öllum er kunnugt um að 80 – áttatíu þúsund – króna skammtur á mánuði þykir hæfileg- ur þeim til handa. (Í öllum bænum: Ekki minnast á eftirlaunalögin, sem aðalritari setti um árið!) Alvörulausir strákar reiknuðu út á dögunum að bankastjórinn í Ís- landsbanka gæti fyrir þriggja mán- aða launauppbót sína keypt 20 – tuttugu – einbýlishús á Ísafirði, en aðeins 2 – tvö – væn á höfuðborg- arsvæðinu. Þannig eru efldar Ís- landsbyggðir. Áfram Ísland! Áfram Ísland! Sverrir Hermannsson fjallar um bankastjóralaun ’Og auðvitað eru það„sæmandi“ laun fyrir bankastjóra „banka bankanna“ að þeir séu ekki eftirbátar hinna í stóru viðskiptabönk- unum, heldur ívið betur settir, bæði í launum og kjörum.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fyrrverandi bankastjóri ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.Fréttir á SMS mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.