Morgunblaðið - 12.09.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét Gísla-dóttir fæddist á
Njálsgötu 20 í
Reykjavík 7. októ-
ber 1918. Hún lést
á Borgarspítalan-
um 3. september
síðastliðinn. Mar-
grét var dóttir
hjónanna Gísla
Gíslasonar verka-
manns í Reykjavík,
f. 21.11. 1865, d.
20.5. 1945, og
Kristínar Maríu
Pétursdóttir hús-
freyju í Reykjavík, f. 11.3. 1885,
d. 8.4. 1967. Systkini Margrétar
eru Sigurdrífa Jóhannsdóttir, f.
2.9. 1911, Ágúst, f. 24.4. 1920,
og Guðmundur, f. 2.7. 1929.
Margrét giftist 26. nóvember
1938 Þorvaldi Jónssyni prent-
myndasmið, f. 25.12. 1916, d.
9.1. 1993. Foreldrar hans voru
Jón Sigurðsson verslunarmað-
ur, f. 12.11. 1875, d. 7.11. 1918,
og Jóna Karen Frímannsdóttir
húsfreyja, f. 2.5. 1887, d. 3.1.
1966. Börn Margrétar og Þor-
valdar eru: 1) Ingibjörg, f. 22.8.
1937, gift Jens Kristjánssyni,
börn þeirra eru Þorvaldur, Sig-
urður og Jóna Karen. 2) Kristín
María, f. 10.6. 1940, gift Sig-
urði H. Ólafssyni, börn þeirra
eru Kolbeinn, Jón Ragnar, Dav-
íð, Anton látinn, Margrét og
Thelma Björk. 3) Gísli, f. 12.10.
1941, d. 19.8. 2003,
dætur hans eru
Margrét og Ingi-
björg Gréta. 4)
Jón, f. 11.3. 1943,
börn hans eru
Petrína, Guðrún
Margrét, Þorvald-
ur og Hákon Rún-
ar. 5) Karen, f. 7.5.
1945, gift Jakob
Steingrímssyni,
dætur þeirra eru
Hulda og Anna
Margrét. 6) Ás-
geir, f. 23.4. 1947,
kvæntur Halldóru Ásgeirsdótt-
ur, synir þeirra eru Gunnar Ás-
geir og Birkir Eyþór. 7) Ragn-
ar, f. 17.2. 1949, kvæntur
Sólveigu Guðmundsdóttur,
börn þeirra eru Sigríður og
Guðmundur. 8) Sigurður Frí-
mann f. 25.9. 1950, kvæntur
Sigríði Þ. Ingólfsdóttur, börn
þeirra eru Ólafur, Karen og
Ingólfur. 9) Hildur, f. 16.4.
1963, gift Baldri Hreinssyni,
börn þeirra eru Dagný og Að-
alsteinn. Barnabörnin eru 26,
langömmubörnin eru 34 og
langalangömmubörnin eru tvö.
Margrét var lengst af húsmóð-
ir, en starfaði hjá Pharmaco frá
1974 til 1988, þar sem hún sá um
kaffistofuna og ræstingar. Útför
Margrétar verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Í dag kveðjum við elskulega
tengdamóður mína Margréti Gísla-
dóttur í hárri elli. Tæplega 87 ár eru
langur tími sem Guð gefur. Vegferð
hennar var farsæl, en kannski ekki
alltaf auðveld. En hún var gæfu-
manneskja í sínu einkalífi og átti
góðan mann, Þorvald Jónsson, sem
lést 1993. Þeim varð níu barna auðið,
en sonurinn Gísli lést um aldur fram
fyrir tveimur árum.
Margrét og Þorvaldur bjuggu í
Hólmgarði 12. Og vegna þess hve
systkinin eru lík er oft talað um
Hólmgarðssvipinn! Margrét bjó ein
í Hólmgarðinum eftir að Þorvaldur
féll frá og eru árin hennar þar orðin
fimmtíu og fimm! Hennar heitasta
þrá var að geta verið heima eins
lengi og hægt var. Þá ósk fékk hún
uppfyllta.
Ég er þakklát Guði fyrir tengda-
móður mína, sem nú er farin til ei-
lífrar samveru við Drottin Jesú
Krist!
Jesús sagði: „Ég er upprisan og
lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa,
þótt hann deyi. Og hver sá sem lifir
og trúir á mig, mun aldrei að eilífu
deyja.“ Trúir þú þessu?
Innilegar samúðarkveðjur.
Halldóra L. Ásgeirsdóttir.
Í dag kveð ég hana Margréti
ömmu mína með miklum söknuði.
Raunar fann ég aldrei fyrir miklum
kynslóðamun á okkur, því hún
amma var sannur félagi og vinur.
Þegar ég var lítil stelpa kom ég ótal
oft inn í Hólmgarð til ömmu og afa,
og þegar foreldrar mínir dvöldu er-
lendis var mér ávallt tekið þar opn-
um örmum. Minnisstæð eru einnig
sumrin mörgu, góðu í Borgarfirð-
inum, þar sem afi starfaði sem leið-
sögumaður veiðimanna. Það voru
yndislegir dagar sem við áttum þar,
amma, ég og Hildur móðursystir
mín, sem var jafnaldra mín. Amma
hafði alltaf nægan tíma til að tala við
okkur stelpurnar um lífið og til-
veruna. Á haustin var tekið slátur í
Hólmgarðinum. Það eru eftirminni-
legar stundir þegar allir voru saman
komnir til að búa til slátrið. Þá var
sannarlega glatt á hjalla, og í lokin
var svo slegið upp heljarveislu. Hún
amma var þolinmóð manneskja.
Þess nutum við unga fólkið. Hólm-
garðurinn var um langt árabil mitt
annað heimili. Þar voru alltaf veit-
ingar á hraðbergi, heitur matur í há-
deginu, sem við kunnum ósköp vel
að meta, krakkarnir. Hún amma var
líka handlagin og þegar eitthvað
þurfti að sauma var hún fljót til að
bjarga því. Þegar ég eltist átti ég
margar góðar stundir með ömmu.
Hún tók Guðjóni, eiginmanni mín-
um, opnum örmum þegar hann kom
til sögunnar, og amma var að sjálf-
sögðu nærstödd þegar mitt fyrsta
barn var skírt. Þá vorum við sam-
ankomnir fimm ættliðir í kvenlegg.
Ég bið þér blessunar, amma mín,
með bæninni sem þú kenndir mér:
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Jóna Karen.
Fyrir stuttu sat ég við sjúkrabeð
ömmu og las fyrir hana upp úr blöð-
um dagsins. Hún kommenteraði á
menn og málefni, hneykslaðist öðru
hvoru og við gerðum að gamni okk-
ar. Hún hvíldi sig nokkrum sinnum
meðan á heimsókn minni stóð og
hvarf ég þá á vit minninganna.
Jólaboðin í Hólmgarðinum þar
sem alltaf var líf og fjör standa upp
úr bernskuminningunni. Fullt hús af
fólki, matur, skemmtilegar samræð-
ur og amma á fleygiferð. Hún bjó
líka til þær bestu pönnukökur sem
ég veit og alltaf fékk ég nokkrar
með mér í nesti þegar ég hélt heim á
leið.
Ein jólin gáfu þau afi mér mjúkan
pakka, rennda lopapeysu sem amma
hafði prjónað. Ég varð svo ham-
ingjusöm yfir því að hún skyldi
prjóna slíkan dýrgrip handa mér því
fallega var hún unnin eins og allt
sem amma tók sér fyrir hendur. Ég
gekk stolt í peysunni mörg ár á eftir.
Önnur minning sem stendur upp
úr er sú þegar amma kom að heim-
sækja mig til Kanaríeyja á meðan ég
bjó þar og fannst mér gaman að fá
hana til mín, hafa hana út af fyrir
mig. Við puntuðum okkur saman,
ræddum varaliti og töskur, börn og
bleyjur eða bara hvað sem okkur
datt í hug. Stundum sátum við í
þögn og þótti mér það stórmerkilegt
hve gott það var því manneskja eins
og ég með mikla tjáningarþörf
þagnar mjög sjaldan.
Við þögðum oft saman eftir þetta
ef við vorum tvær og fannst mér það
minna merkilegt en þeim mun eðli-
legra, því þögnin getur verið svo
góð.
Hún hefur nú yfirgefið þessa jarð-
vist, hægt og hljótt, en ekki í þögn
því rödd hennar mun áfram lifa með
okkur og minnist ég hennar með
hlýju, kærleika og kímnigáfu sem
gott er að grípa til og njóta með fjöl-
skyldunni sem og í … þögn.
Ingibjörg Gréta Gísladóttir.
Elsku amma mín, ég trúi því varla
að ég sé að skrifa til þín minning-
argrein, ég get ekki trúað því að þú
sért farin frá okkur. Ég sakna þín
svo mikið, þú varst svo stórkostleg
manneskja og alltaf svo góð við mig.
Undanfarið hefurðu legið á spítala
og það hefur verið svo erfitt að koma
að heimsækja þig, sérstaklega þegar
þú bara svafst og ég vildi ná til þín
og spjalla eins og við vorum vanar
að gera. Ég er þess vegna mjög
þakklát að seinast þegar ég kom til
þín þá töluðum við saman og þú
varst svo sterk og hugrökk, tókst ut-
an um hendurnar mínar og vildir
hlýja mér. Það var mér mikils virði
að fá að geta kvatt þig og knúsað þig
að mér, sagt hvað mér þyki vænt um
þig. En svo fórstu frá stóru fjöl-
skyldunni þinni og eftir sitjum við
með söknuð í hjarta, en við vitum að
þér líður miklu betur núna og ert
ekki lengur veik. Ég ber í hjarta
mínu allar fallegu og góðu minning-
arnar um þig og ég mun alltaf sakna
þín.
Þegar ég kom í heimsókn til þín í
Hólmgarðinn varstu búin að baka
eitthvað gott eða ég fékk hjá þér
brauð og þú spurðir mig hvort ég
væri svöng og garnalöng. Svo varstu
alltaf svo dugleg í höndunum og
prjónaðir svo margt fallegt handa
mér. Það var alltaf líf og fjör að
koma til þín og ég fann alltaf hvað
þér þótti vænt um mig. Minning-
arnar eru ómetanlegar og hér kveð
ég þig, amma mín með sorg í hjarta
en þó það sé sárt að kveðja þá veit
ég að þér líður vel núna.
Þín
Thelma Björk.
Margar minningar streyma um
hugann þegar við minnumst ömmu í
Hólmgarðinum. Hún amma var
dugnaðarkona og ósérhlífin enda
þurfti hún að vera með mörg járn í
eldinum með sitt stóra heimili og all-
an þann eril sem því fylgdi.
Efst í bernskuminninu eru slát-
urgerðardagarnir á haustin. Trúlega
hef ég óþekktarpeyinn, verið fyrir
vinnandi fólki en það var alltaf mikið
fjör og gaman þessa daga og spenn-
andi að fá fyrsta slátrið að borða eft-
ir allan hamaganginn. Ég minnist
líka ferða með ömmu og afa að
Grímsá, þar sem afi var leiðsögu-
maður. Þetta var tími fullur kátínu
og gleði. Það var líka gaman þegar
amma kom í hárgreiðslu til mömmu
og afi sendi okkur í bakaríið að
kaupa vínarbrauð. Það var gotterí
sem við fengum ekki oft að smakka.
Í seinni tíð voru samskiptin við
ömmu í Hólmgarðinum ekki eins tíð
og eins náin, enda höfum við fjöl-
skyldan búið úti á landi síðastliðin 11
ár, en við hugsuðum alltaf hlýtt til
hennar.
Síðasta samtal okkar ömmu nú í
sumar var ljúft og ánægjulegt í alla
staði og hún kvaddi mig og elstu
dóttur mína hlýjum orðum sem ég
orna mér við þessa sorgardaga sem
nú fljóta hjá.
Amma sýndi mikinn dugnað og
styrk í veikindum sínum enda ekki
við öðru að búast frá henni þessari
kjarnakonu. Við erum þakklát fyrir
allar stundirnar sem við áttum með
þér, elsku amma.
Við kveðjum þig með 121. Davíðs-
sálmi,
Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan
kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara
himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir
þér, hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér
mein, né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og
inngöngu héðan í frá og að eilífu.
Davíð Sigurðsson og fjölskylda.
MARGRÉT
GÍSLADÓTTIR
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
BERTA HERBERTSDÓTTIR
frá Hamraendum,
sem andaðist á elliheimilinu Grund mánudaginn
5. september, verður jarðsungin frá Kópavogs-
kirkju þriðjudaginn 13. september kl. 13.00.
Hannes Helgason,
Guðlaug Maggý Hannesdóttir, Jón Pétur Jónsson,
Hafdís Hannesdóttir, Stefán G. Stefánsson,
Helgi Hannesson, Guðmunda Eyjólfsdóttir,
Lára Hannesdóttir Schram,
Sigmundur Hannesson, Sigrún Arnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
MARGRÉT GÍSLADÓTTIR,
Hólmgarði 12,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn
3. september.
Útför hennar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag,
mánudaginn 12. september, kl. 13.00.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Jens Kristjánsson,
Kristín María Þorvaldsdóttir, Sigurður Halldór Ólafsson,
Jón Þorvaldsson,
Karen Þorvaldsdóttir, Jakob Steingrímsson,
Ásgeir Þorvaldsson, Halldóra Ásgeirsdóttir,
Ragnar Þorvaldsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Sigurður Frímann Þorvaldsson, Sigríður Þ. Ingólfsdóttir,
Hildur Þorvaldsdóttir, Baldur Hreinsson
og fjölskyldur.
Bróðir okkar og mágur,
GUÐJÓN JÓHANN JÓHANNSSON,
Reitarvegi 6,
Stykkishólmi,
verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju
miðvikudaginn 14. september kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
St. Franciskusspítalann í Stykkishólmi.
Hrefna Þorvarðardóttir, Hannes K. Gunnarsson,
Þór Jóhannsson, Erna Arnórsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður
minnar og ömmu okkar,
LÁRU KÁRADÓTTUR.
Sérstakar þakkir til heimilisfólksins í Sunnuhlíð,
ekki síst starfsfólks sem alltaf sýndi sömu nær-
gætnina og fagmennskuna.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður D. Benediktsdóttir,
Sóley Dröfn Davíðsdóttir,
Kári Fannar Lárusson.
Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar, tengda-
pabbi, afi og langafi,
GUNNAR JÓNSSON,
Aratúni 26,
Garðabæ,
er látinn.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 16.
september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarsjóð Oddfellow-reglunnar.
Elísa Björg Wíum,
Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson,
Guðmundur Ragnar Gunnarsson, Margrét Káradóttir,
Elín Ebba Gunnarsdóttir, Ármann Haukur Benediktsson,
Áslaug Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Ásgeirsson,
afabörn og langafabörn.