Morgunblaðið - 12.09.2005, Page 24

Morgunblaðið - 12.09.2005, Page 24
24 MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vinátta okkar Þor- steins Gylfasonar hófst þegar við komum til Oxford í framhalds- nám haustið 1966. Þor- steinn kom frá Harvard til að vinna að doktorsritgerð með Gilbert Ryle, sem þá var Weynflete prófessor í frumspeki við Magdalenugarð. Ég kom til að taka B.Phil.-gráðu við Sommerville og var líka undir vernd- arvæng Ryles eins og títt var um Nýsjálendinga. Þannig bar það til að við sátum bæði í tímum hjá Ryle þetta fyrsta misseri okkar og fórum að gefa okkur að hvort öðru af því (eins og viðurkenndum síðar) hvoru um sig fannst svo til um klæðaburð hins. Þetta man ég vel, þótt ég muni ekki lengur hvert var fyrsta um- ræðuefni okkar – Ísland og Nýja Sjá- land, gæti ég trúað, líkindi og ólíkindi þessara tveggja landa var okkur allt- af óþrjótandi samtalsuppspretta. Ég minnist þess líka frá þessu fyrsta ári að við rökræddum afar torskilda rit- gerð eftir Elizabeth Anscombe. Þor- steinn skildi hana en ekki ég, því hún krafðist betra valds á síðheimspeki Wittgensteins en ég hafði þá. Ég varð fokreið yfir þessu skilningsleysi mínu og steytti hnefana: „Þetta get- ur bara ekki verið rétt! Það hlýtur að vera einhver frekari skýring!“ Og af stakri þolinmæði endurtók Þor- steinn: „Nei, Rosalind, það er engin frekari skýring.“ Þegar ég horfi til baka er mér spurn hvar Þorsteinn varð sér úti um svo góðan skilning á ÞORSTEINN GYLFASON ✝ Þorsteinn Gylfa-son fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1942. Hann andaðist á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi 16. ágúst síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Dómkirkj- unni 23. ágúst. Wittgenstein svona snemma. Varla lærði hann þetta í Harvard á þessum tíma, svo hann hlýtur að hafa gert það af sjálfsdáðum. Hann var alla tíð sjálfstæður í hugsun. Þetta ár og næsta deildi hann litlu húsi með öðrum stúdent, Benjamin Arnold, sem nú er prófessor emer- itus í miðaldasögu við Háskólann í Reading. Við þrjú urðum brátt óaðskiljanleg. Við fórum á óperur (ódýrustu sæti), stunduðum skemmtanalífið, lékum okkur og við töluðum og töluðum, óþreytandi. Það hlýtur að hafa verið á þessum árum sem ég kynntist Garðari Gíslasyni og Svölu Þórisdóttur sem voru fyrst í röð margra íslenskra vina sem Þor- steinn gaf mér. Hin gullnu æskuár í kringum 1970 eru farin að renna saman í huga mér, svo að ég man ekki lengur hvenær Þorsteinn hætti í doktorsnámi og sneri heim til Íslands til að starfa við háskólann þar. Ekki man ég heldur nákvæmlega hvenær hann kom í hverja sinna tíðu ferða til Oxford eft- ir þetta, en þegar hann kom tókum við jafnan upp alla okkar fyrri hætti eins og ekkert væri. Snemma á átt- unda áratugnum kom Hjördís Há- konardóttir til Oxford, ég held hann hafi verið farinn þá, og Hjördís og ég hófum ævilanga vináttu út á nafn hans eitt. Jólin og áramótin 1972/3 voru ógleymanlegt tilefni fyrstu heimsóknar minnar og Benjamins til Íslands, þegar við nutum í fyrsta sinn hinnar dásamlegu íslensku gestrisni. Fyrir mig var þetta fyrsta heimsókn- in af sex, sú síðasta árið 2001, þegar við Þorsteinn fórum saman til Akur- eyrar. Þegar ég lít yfir þessi þrjátíu og níu ár, sé ég fyrir mér eins konar stjörnumerki myndað af gleðistund- um. Þræðirnir sem halda því saman eru þau vensl sem vinátta okkar Þor- steins hefur getið af sér. Þetta nær jafnvel til Nýja Sjálands, því sumir vina minna hér vinguðust við Þor- stein, þegar hann og þeir dvöldu samtímis hjá mér í Oxford. Og rétt eins og ég hitti foreldra hans í hvert skipti sem ég kom til Íslands hitti hann foreldra mína oftsinnis í Oxford þegar þau heimsóttu mig þar. For- eldrarnir voru okkur báðum einkar kærir, og við vorum sítalandi um þá hvort við annað og við þá um hitt. Nafn Þorsteins er föður mínum einkar tamt í munni. Það kann að virðast ankannalegt að ég sem starfssystir Þorsteins skuli hafa svo lítið að segja um verk hans, en staðreyndin er sú að við töl- uðum aldrei um þau í smáatriðum. Við vorum vön að glettast með að flest þeirra „væru falin í blámóðu forntungu“ og það var dæmigert fyr- ir rausn hans að við ræddum frekar mínar hugmyndir og ritverk sem hann var mér einatt afar hjálpsamur með. Við töluðum heilmikið um kennslu okkar og margar stórgóðar hugmyndir hans um þau efni vöktu hjá mér löngun til að fylgjast með honum að verki. En oftast nær töl- uðum við einfaldlega um heimspeki fremur en vinnu okkar sjálfra. Með „Hvað finnst þér um þetta?“ hófst samtalið, og af stað á fullri ferð með Þorsteini geislandi af snerpu, ákafa og snilld. Svona gengu nú samtölin – um heimspeki, sálfræði, skáldskap, tón- list, stjórnmál, Ísland, foreldra okk- ar, mat, föt, vini, fólk, ást, sársauka… Hann kenndi mér að meta ljóðasöng, Laxness og Ibsen; hann kom mér til að gráta af hlátri; hann gerði mig ör- magna og agndofa og afar, afar sæla. Það var ekki til betri vinur, svo örlát- ur á allan hátt, svo góðgjarn, blíður, heiðarlegur, andríkur, glæsilegur. Hann gaf mér svo mikið að ég hlýt að prísa mig sæla um aldur og ævi með það sem ég hef fengið. Rosalind Hursthouse prófessor í heimspeki við Auckland-háskóla, Nýja Sjálandi. Sumt fólk andar öðruvísi. Frá því stafar eftirminnileg lífsorka, ósjald- an ógleymanleg svo lengi sem lifir. Sá sem hér ritar átti þess kost ung- lingur að setjast við skör lærimeist- aranna Gylfa Þ. Gíslasonar og sonar hans Þorsteins Gylfasonar á fyrsta námsári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hvortveggja maðurinn ógleymanlegur frá fyrsta degi. Stjórnmálaskörungurinn Gylfi á ný háskólakennari í rekstrarhagfræði með glæstan stjórnmálaferil að baki hafði hengt upp vopn og verjur stjórnmálamannsins og brugðið sér aftur í skikkju fræðimannsins. Þor- steinn sonur hans óskrifað blað í huga nemendanna, hálærður heim- spekingur og rökfræðingur og átti víst að troða okkur til þess að hugsa rökrétt að útlenskum hætti. Við fyrstu kynni af þessum nýja kennara kom strax í ljós að öndun þessa manns var eitthvað allt öðru- vísi en annarra. Undir prívatoki mælikers óhóflegrar fullvissu, sjálfs- ánægju og stórlætis nýnemans sem ekki hefur lifað margt ævintýralegt eða merkilegt var mér engu síður ómögulegt annað en brosa, hlusta, hrista haus og gjóa augum, gera grín að, láta mér fátt og helst ekkert finn- ast, taka laumulega afstöðu til og að lokum læra eitthvað smálegt og stór- fenglegt sem enn situr fast í roskn- um kolli. Eins og til dæmis rök- leiðsluhendingar forsenda og niðurstöðu, frábærar þversagnir, limrugerð og önnur skringilegheit. Að ekki sé minnst á íslenskt mál. Smiðsauga hans mikið á íslenskt tungutak. Og átti í handraða ótal krydd og kryddblöndur í rétti dags- ins. Þannig kom það ungmenni ekki lít- ið á óvart einn daginn snemma hausts að þessi grannvaxni kennari í svörtu jakkafötunum með hausinn alltaf svolítið út á hlið skyldi ekki að- eins hengja sig í fánastengurnar tvær sem stóðu í kross á sviðinu í há- tíðarsal skólans og hanga þar síðan eins og frelsarinn góða stund í blíð- unni, heldur taka upp á því að lesa úr ritgerðum tveggja nemenda í salnum fáeinar setningar og honum sýndist talsverður fengur í frá sjónarmiði ís- lensks ritmáls og tiltekinnar fagur- fræði. Og kom í beinu framhaldi af einkar áhrifaríkri umsögn um rit- verk þessara eitthundrað aumingja á sviði heimspekinnar. Ég var höfund- ur þeirrar seinni tilvitnaðrar ritsmíð- ar, orðin hrynfögur í hrífandi salar- kynnum en ógjörningur að njóta gullhamranna til fulls á meðan ein- hver hangir á fánastöng og vinnur það þrekvirki að jarðsyngja með rök- stuðningi eitt hundrað ritgerðir í ör- fáum orðum. Svo er það árla morguns að kenn- arinn er ekki mættur og engin skila- boð frá honum fyrirliggjandi. Kort- eri síðar kemur hið sanna í ljós: Þorsteinn hefur fótbrotnað en mætt- ur þó valhoppandi brosandi á hækj- unni, segir vekjaraklukkuna hafa dottið úr sambandi. Í hugsunarleysi býður enginn stuðning né spyr nán- ari frétta uns einhver heldur það rök- leysu að klukka geti yfirleitt dottið úr sambandi. Þá hló Þorsteinn. Hefur þegar skoppað þetta upp allan stig- ann en fer nú mikinn inn hátíðarsal- inn og stígur á sviðið, kennari, fræði- maður, rithöfundur, skáld. Við púlt og fána samofinn rökvísi og speki, háskóla, menningu, manngildi og öðrum jötunhugtökum, reiðubúinn að rökræða, vekja, hjálpa til. Afsiða og siða. Læra mest sjálfur. Vinna lengstan vinnudag. Trúr grundvall- arhugsjón kennslustarfsins. Góðum kennara er margt að þakka. Jónas Gunnar Einarsson. Erlendur í Unuhúsi hlýtur að hafa brosað í kampinn þegar hann sá okk- ur nafnana fjögurra ára rogast með svarta steinhnullunga á öskutunnu- loki – sem við höfðum fundið í garð- inum hjá honum – niður í kjallarann á Mjóstræti 2 þar sem ég bjó. En steinana, sem við töldum vera kol, ætluðum við að nota sem eldsneyti í flugvél sem við höfðum tjaslað saman úr skókössum sem Guðmundur skó- smiður í Garðastræti 13A – í húsi Þorsteins – hafði gefið honum. Nú var að fá úr því skorið hjá Jóu þvotta- konu í kolavélinni hennar, hvort við værum á réttri braut. Hún rak upp skellihlátur og kvað steinana vera hrafntinnu sem væri gagnslaus til að bera okkur upp í háloftin. En þessar ófarir urðu samt upphafið að ævi- langri vináttu. Ég gerðist flugvéla- smiður og Þorsteinn hóf sig til flugs á vængjum ljóða og söngs. Leiðir okkar lágu aftur saman í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem við rökræddum um heimspeki, ég undir áhrifum átrúnaðargoða minna Wittgenstein og Russell en hann tók þá mið af Kirkegaard og Heidegger. Eftir nám í Harvard og Oxford sveigði hann inn á mína braut, sem ég varð ákaflega montinn af. Þorsteinn kom eitt námsárið 1966-1967 til München þar sem ég var við nám og höfðum við þá gott næði til að bera saman bækur okkar. Hann var með afbrigðum hugmynda- ríkur, hafði einstaka frásagnargáfu og kryddaði frásagnirnar gjarnan með skoplegum innskotum. Gleymdi maður stund og stað í samræðum við hann og gekk af fundinum upptendr- aður. Þorsteinn kom síðustu árin gjarn- an í sumarfrí til München og tók ég upp þann sið að fara með hann á staði þar sem hann hafði aldrei verið áður, af því að hann hafði látið þau orð falla, að hann færi ógjarnan einn á staði þangað sem hann hefði ekki komið áður. Bættust þannig í safnið hans nýir staðir eins og Jena, Weim- ar, Regensburg, Passau, Zürich, Konstanz og Friedrichshafen. Þetta sumarið höfðum við ráðgert að skoða umhverfi Kárahnjúkavirkjunar sam- an. En af því varð nú ekki, þar sem hann varð nú að fara einn á þann stað sem ekki verður umflúinn. Þorsteinn J. Halldórsson, München. Með þessum orðum viljum við þakka þá miklu vináttu og velvild sem Þorsteinn Gylfason sýndi, bæði okkur persónulega og starfsemi Félags áhugafólks um heim- speki á Akureyri. Söknuður- inn er mikill og skarðið stórt. Aðstandendum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri Jón Hlöðver Áskelsson, Þórgnýr Dýrfjörð. HINSTA KVEÐJA Glitvangur - 220 Hfj Draumahús ehf. Hjalti Pálmason hdl. og Sigurður J. Sigurðsson, löggiltir fasteignasalar. Einstaklega glæsilegt einbýli alls 296,7 fm, þ.a. 59 fm bílskúr á frábærum stað í Firðinum. Glæsilegur garður og möguleiki á aukaíbúð á neðri hæð. Verð 58 millj. Einbýlishús 192 fm einbýlishús á Patreksfirði. Húsið er á tveimur hæðum 6 - 7 hebergja. Húsið er mikið uppgert svo sem ný klætt og einangrað og nýtt járn á þaki. Nýr sólpallur og uppgerð lóð. Allar innihurðir eru nýjar, eins er eldhúsið með nýrri eldhúsinnréttingu og tækjum. Baðherbergið er allt nýtt ca 30 fm með með nuddhornbaðkari, plássi fyrir ljósabekk og líkamsræktartæki. Fínt verð, aðeins 7,9 sölum.Margrét s.6934490 EINBÝLI Á PATRÓ Stekkar Franz Jezorski lögg.fasteignasali | Skúlagata 17 | 101 Reykjavík | www.holl.is | holl@holl.is | sími: 595 9000 | fax: 595 9001 Atvinnuauglýsingar Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í Kringlunni. Vinnutími er frá kl. 12-18.30. Upplýsingar í síma 895 5513. Sjálfboðaliðar óskast! M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Fataflokkun Rauða krossins óskar eftir sjálfboða- liðum til að afgreiða í Rauða kross verslununum á Laugavegi 12 og Strandgötu 24. Verslanirnar eru opnar 6 daga vikunnar og vinnu- tíminn er sniðinn að óskum hvers og eins. Þetta er skemmtilegt sjálfboðaverkefni sem hentar bæði konum og körlum á ýmsum aldri. Nánari upplýsingar veita Örn Ragnarsson í síma 587 0900 eða 894 1953 og Jón Brynjar Birgisson í síma 565 2425. Netfang: jon@redcross.is. Hefurðu tíma aflögu? Fataflokkun Rauði kross Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.