Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 26
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞETTA ER MORGUNMATUR, HÁDEGISMATUR OG KVÖLDMATUR ALLT Í EINU ... OG LÍKA SMÁ SNARL Á MILLI MÁLA NÚ ÞARF ÉG BARA AÐ TYGGJA ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR KALLI, ÉG VEIT AF HVERJU VIÐ TÖPUM ALLTAF ÞÚ GERIR ÞÉR VÆNTAN- LEGA GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÁREYNSLA ORSAKAR VÖKVATAP SEM VELDUR ÞVÍ AÐ LÍKAMLEG GETA MINNKAR VANDAMÁLIÐ ER SEM- SAGT VÖKVATAP. VIÐ ÞURFUM BARA AÐ DREKKA MEIRA HANN ER EKKI KYLFINGUR, HANN ER HEIMILISLÆKNIR ... SVO ÞEGAR MAGGI ÆTLAR AÐ HAFA AF MÉR MATARPENINGANA MÍNA ÞÁ STEKKURÐU Á HANN OG ÉTUR HANN ÉTA HANN? ÞAÐ GERI ÉG EKKI AF HVERJU EKKI, HOBBES? HANN INNIHELDUR OF MIKIÐ KÓLESTERÓL TYGGÐU HANN ÞÁ BARA OG SPÝTTU HONUM SVO ÚT ÉG ER MEÐ ÁÆTLUN. ÞÚ KEMUR MEÐ MÉR Í SKÓLANN Á MORGUN... HÉÐAN Í FRÁ ÆTLA ÉG BARA AÐ HUGSA UM SJÁLFAN MIG OG ÉG ÆTLA AÐ HUGSA NÆSTUM ÞVÍ BARA UM SJÁLFAN MIG HVAÐ GET ÉG SAGT? ÉG HEF ALDREI HAFT MIKLA TRÚ Á SJÁLFUM MÉR EYÐIMERKUR- RANNSÓKNARLÖGREGLAN ÞAÐ LÉST GREINILEGA ÚR ÞORSTA NEI, SJÁIÐ ÞIÐ STRÁKAR. HÉRNA ERU BREMSUFÖR ÞAÐ ERU NOKKRIR KLUKKU- TÍMAR SÍÐAN ÉG ÞARF AÐ SITJA Í KVIÐDÓMI ÞAÐ ER SLÆMT! Æ, Æ EN LÍFIÐ ER EKKI SANNGJARNT ÉG ÞOLI EKKI ÞEGAR ÞÚ TALAR VIÐ MIG EINS OG ÉG TALA VIÐ BÖRNIN MÍN ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA JAMESON HVÍ ERTU SVONA VISS? HVER ANNAR MYNDI TRUFLA MORGUNMATINN... FYRIRGEFÐU HR. JAMESON. ÉG VAR BARA AÐ GRÍNAST ÉG HEYRÐI ÞETTA! ÉG VIL FÁ MYNDIRNAR AF THE PUNISHER NÚNA! ÉG VEIT. ÞETTA ER EKKI SANNGJARNT. EF ÉG YNNI HJÁ ÖÐRUM ÞÁ FENGI ÉG GREIDD LAUN Á MEÐAN, EN VIÐ ERUM MEÐ EIGIN ATVINNUREKSTUR! Dagbók Í dag er mánudagur 12. september, 255. dagur ársins 2005 Víkverji er ekki víð-förull eftir því sem nú gerist en hann hefur þó drepið niður fæti hér og þar handan Íslandsála. Hefur hann þá stund- um leigt sér bíl og ek- ið um áfallalaust enda er það reynsla hans, að akstur erlendis, til dæmis á Norð- urlöndum og í Þýska- landi, er miklu minna mál en hér í þessu strjálbýla landi. Þversögnin í því er raunar sú, að þótt landið sé stórt en fólkið fátt, þá er obbinn af mannskapnum sam- ankominn hér á pínulitlum bletti og umferðaröngþveitið og -vitleysan eftir því. Á ferðum Víkverja erlendis hef- ur hann oft komið þar að, sem verið að vinna að einhverjum vegabótum eða öðru og það hefur vakið alveg sérstaka athygli hans hvað mynd- arlega er staðið að öllum merk- ingum og skiltum, sem vara öku- menn við. Það er að sjálfsögðu gert til að enginn fari sér að voða og til að firra verktaka og vegagerðina hugsanlegri ábyrgð. Þetta rifjaðist upp fyrir Víkverja fyrir nokkrum dögum þegar hann var á norðurleið eftir Kringlumýrarbraut- inni og kom að gatna- mótum hennar og Miklubrautar. Var þá verið að vinna á ystu akreininni til vinstri og búið að loka henni að hluta næst gatna- mótunum með plast- keilum. Víkverji var á næstu akrein við, fjórði eða fimmti bíll, en þegar hann beið eftir því að komast yf- ir gatnamótin á grænu ljósi bar að mann með plastkeilu í hendi, sem hann skellti niður beint fyrir framan bílinn. Ekki fór á milli mála hvað verið var að segja. Verktakinn var að helga sér meira pláss með því að loka þessari akrein líka og það var svo sem ekkert verið að bíða eftir því, að mestu umferðarhrinunni lyki. Bara plastkeila inn í miðja röð og síðan máttu Víkverji og tugir ökumanna fyrir aftan hann bíða og mjaka sér síðan yfir á akreinina til hægri þegar það var talið óhætt. Ekki getur Víkverji ímyndað sér, að svona yrði staðið að málum á Norðurlöndum. Hér á landi er hins vegar tillitsleysi af þessu tagi allt of algengt. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     Iðnó | Bókmenntahátíð í Reykjavík hófst í gær en boðið er upp á þétta dag- skrá alla þessa viku. Upplestur verður öll kvöld hátíðarinnar og fór sá fyrsti fram í Iðnó í gærkvöldi. Meðal höfunda sem þá lásu úr verkum sínum var hin sænska Karin Wahlberg. Í kvöld kl. 20 lesa upp úr bókum sínum á sama stað Kari Hotakainen, Kristín Marja Baldursdóttir, Graeme Gibson, Eric-Emmanuel Schmitt og Annie Proulx. Morgunblaðið/Golli Lesið upp í Iðnó MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hjartað eitt þekkir kvöl sína, og jafnvel í gleði þess getur enginn annar blandað sér. (Orðskv. 14, 15.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.