Morgunblaðið - 12.09.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.09.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 29 Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN Nýja svið / Litla svið KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 18/9 kl 14, Su 25/9 kl. 14 Lau 1/10 kl. 14, Su 2/10 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 15/9 kl. 20, Fö 16/9 kl. 20, Lau 17/9 kl. 20, Fi 22/9 kl. 20, Fö 23/9 kl. 20, Lau 24/9 kl. 20 ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN! Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali - Það borgar sig að vera áskrifandi - MANNTAFL Mið 14/9 kl. 20 Forsýning Miðaverð aðeins kr. 1.000- Su 18/9 kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Su 25/9 kl. 20, Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20 HÖRÐUR TORFA Hausttónleikar Fös 16/9 kl. 19:30, Fös 16/9 kl. 22:00 WOYZECK – 5 FORSÝNINGAR Í SEPTEMBER Frumsýnt í London 12. okt og á Íslandi 28. okt Su 18/9 kl. 21 Miðav. aðeins kr. 2.000- Fö 23/9 kl. 20 Miðav. aðeins kr. 2.000- Fi 29/9 kl. 20 - UPPSELT Fö 30/9 kl. 20 Miðav. aðeins kr. 2.000- Lau 1/10 kl. 20 (Sýning á ensku) Miðav. aðeins kr. 2.000- HÍBÝLI VINDANNA Örfáar aukasýningar í haust Lau 24/9 kl. 20, Su 25/9 kl. 20, Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Lau 8/10 kl. 20 www.leikhusid.is Sala á netinu allan sólarhringinn. Afgreiðsla í húsinu frá kl. 12.30 Sími 55 11 200 - opinn frá 10:00 STÓRA SVIÐIÐ SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ LITLA SVIÐIÐ VELKOMIN Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Leikárið kynnt með leik, söng og dansi. Fös 16/9, lau. 17/9. Allir velkomnir! KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR Sun. 18/9 kl. 14 nokkur sæti laus, sun. 25/9 kl. 14, sun. 2/10 kl. 14, sun. EDITH PIAF Sun. 18/9 örfá sæti laus, fim. 22/9 , fös. 23/9 nokkur sæti laus, lau. 24/9 nokkur sæti laus, fim. 29/9, fös. 30/9. Sýningum lýkur í október. RAMBÓ 7 Fös. 16/9, lau. 17/9, fim. 22/9. Takmarkaður sýningafjöldi. KODDAMAÐURINN Fös. 16/9, lau. 17/9, fös. 23/9, lau. 24/9. Takmarkaður sýningafjöldi. Pakkið á móti Örfáar aukasýningar: Lau. 17. sept kl. 20 Fös. 23. sept kl. 20 Áskriftar- kortasala stendur yfir ÞEGAR ég var táningur lék ég mér stundum að því að setja allskonar drasl á strengina á píanóinu mínu – þvottaklemmur, spil, glös, skrúfur og annað þess háttar. Svo spilaði ég ABBA-lög á píanóið. Eins og gefur að skilja var þetta afskræming á ABBA, en það var einmitt svo gaman! Þetta rifjaðist upp fyrir mér á tón- leikum í Listasafni Íslands á mið- vikudagskvöldið, en svona dóti hafði verið komið fyrir í flyglinum þar. Engin ABBA-lög voru spiluð; í stað- inn voru fluttar nokkrar tónsmíðar eftir eitt helsta brautryðjanda- tónskáld tuttugustu aldarinnar, John Cage. Margaret Leng Tan spilaði á píanóið, en hún var nemandi og sam- starfsmaður tónskáldsins. Eins og gefur að skilja hljómaði flygillinn undarlega. Neðri nóturnar voru sérkennilega mattar en ýmis önnur, skrýtnari hljóð mátti heyra á efra tónsviðinu. Upphafsatriði tón- leikanna, Bacchanale, sem er fyrsta tónsmíð Cage fyrir svona breytt pí- anó, var þó athyglisverð en var því miður dálítið stirðbusalega flutt. Hraðar nótur voru ekki nægilega liprar og túlkunin var heldur fálm- kennd á köflum. Svipaða sögu er að segja um Árs- tíðirnar, sem eru fyrir „óbreytt pí- anó“. Leikur Tan var þar vissulega vandaður en skorti flæði og komst tónlistin því aldrei almennilega á flug. Enn verra var samt verk sem Tan vann upp úr málverki eftir Cage; það var eins og hvert annað glamur og hefði vel mátt sleppa því að flytja það. Ófelía, nokkurs konar tónræn mynd af brjálsemi, hljómaði líka óþægilega en átti sennilega að gera það; áslátturinn var harður, nánast stingandi og manni datt í hug brjál- æðingur að berja píanó í mikilli ang- ist. Þetta varð fljótt þreytandi; tón- myndun píanóleikarans var óþarflega einhæf og ég er viss um að hún hefði getað skapað sterkari áhrif með fleiri litbrigðum og hnitmiðaðri stígandi í túlkuninni. Meira varið var í Draum, en þar lék Tan eigin útsetningu á tónsmíð- inni, hér fyrir píanó og leikfanga- píanó. Þetta var falleg músík sem minnti að nokkru á „ambient“-tónlist Brians Eno, en hún var gríðarlega vinsæl fyrir einum þrjátíu árum. Pí- anóleikurinn hefði þó mátt vera blæ- brigðaríkari til að skapa draum- kenndari stemningu. Sem betur fer var annað á tónleik- unum prýðilegt; svíta fyrir leik- fangapíanó var merkilega til- þrifamikil og Water Music/Vatns- tónlist fyrir píanó, útvarp, gæsablístru og fleira var skemmti- lega kaldhæðnisleg, enda flutt af ör- yggi og húmor. Gerningurinn 0’ 00’’olli líka tals- verðri kátínu meðal áheyrenda, en þar vakti Tan athygli á því hvernig tónlist getur leynst í hversdagslegum athöfnum á borð við að krota á pappír og stimpla af alefli. In the Name of the Holocaust og stutt stykki úr flokknum Etudes Australes var jafn- framt glæsilega spilað og frægasta verk Cage, 4 mínútur og 33 sek- úndur, sem samanstendur af þögn og engu öðru, var óneitanlega kærkomin kyrrðarstund eftir erilsaman dag. Brjálaða Ófelía TÓNLIST Listasafn Íslands Margaret Leng Tan flutti tónsmíðar eftir John Cage. Miðvikudagur 7. september. Píanótónleikar Morgunblaðið/Kristinn „Leikur Tan var þar vissulega vandaður en skorti flæði og komst tónlistin því aldrei almennilega á flug,“ segir Jónas Sen meðal annars í umsögninni. Vegna mistaka við vinnslu blaðsins féll hluti þessarar umsagnar niður sl. laugardag. Hún er því birt hér að nýju í heild sinni. Jónas Sen BRESKU rithöfundarnir Zadie Smith og Julian Barnes hafa verið tilnefndir til Booker-verðlaunanna í ár. Bætast þau í hóp með Kazuo Is- higuro, Ali Smith, Sebastian Barry og John Banville, sem þegar hafa verið tilnefndir. Athygli vekur að höfundar á borð við Salman Rushdie, Ian McEwan og Nób- elsverðlaunahafinn J.M. Coetzee komust ekki á blað. „Við erum sannfærð um að til- nefningarnar séu merki um sterka stöðu nútímabókmennta,“ sagði John Sutherland, formaður Booker- verðlaunanna, og bætti við að óvenju erfitt hafi verið að tilnefna rithöf- unda í ár því margir hafi komið til greina. Julian Barnes er talinn líklegur sigurvegari í ár en skáldsaga hans, Arthur and George, fjallar um Arth- ur Conan Doyle, höfund bókanna um leynilögreglumanninn Sherlock Hol- mes. Barnes hefur áður verið til- nefndur til verðlaunanna fyrir skrif sín. Árið 1984 var hann tilefndur fyr- ir bók sína, Flaubert’s Parrot og árið 1998 fyrir bókina England, England. Hann vann í hvorugt skiptið. Bók Zadie Smith, On Beauty, er virðingarvottur til breska rithöfund- arins E. M. Forster, sem skrifaði Howards End. Hefur hún hlotið blendin viðbrögð gagnrýnenda. Hún hefur áður skrifað bækurnar The Autograph Man og White Teeth, en eftir henni voru gerðir sjónvarps- þættir. Kazuo Ishiguro, sem fæddur er í Japan, er sá eini sem nú er til- nefndur sem farið hefur með sigur af hólmi áður. Það var árið 1989 fyrir bókina The Remains of the Day, en kvikmynd var gerð eftir henni með þeim Athony Hopkins og Emmu Thompson í aðalhlutverkum. Greint verður frá því hver hlýtur Booker-verðlaunin í ár við hátíðlega athöfn í Lundúnum 10. október næstkomandi. Bækur | Tilnefningar til Booker- bókmenntaverðlaunanna í ár Julian Barnes talinn líklegur sigurvegari Eftir Jón Aðalstein Bergsveinsson jab@mbl.is KREISLER-tónleikar Hlífar Sig- urjónsdóttur og Lincolns Mayorga, er upphaflega áttu að vera 26. júlí skv. sumartónleikaskrá högg- myndasafnsins, fóru fram á þriðju- daginn var við tæpa meðalaðsókn. Viðfangsefnin ellefu voru öll ýmist frumsmíðar eða útsetningar eftir Fritz Kreisler (1875–1962), kannski síðasta fiðlaratónskáldið af virtúósa- arfleifð Tartinis, Paganinis og Ysafes. Öll valinkunn eftirlætisnúmer úr jafnt konsertsölum sem stásskaffi- húsum fyrri tíma, t.d. Caprice Vi- ennois, Schön Rosmarin og Liebes- freud, eða af útsettu t.d. Tartini- tilbrigðin við stef e. Corelli, Ungverskur dans nr. 17 (Brahms) eða Tangó e. Albeniz. Hin frum- sömdu þóttist Kreisler (allt fram til 1935) aðeins hafa „gripið á lofti“ héð- an og þaðan – ef hann eignaði þau ekki löngu liðnum eða uppdiktuðum (!) smámeisturum. Slíkan grikk væri líklega erfitt að komast upp með í dag. En e.t.v. spratt sá einkum af fölskvalausu lítillæti hins innblásna lagasmiðs og stílhermis, auk þess sem gömul hefð var fyrir öðru eins, t.a.m. þegar „alvöru“ tónskáld á við Brahms slógu á léttari strengi og kölluðu húsganga eða þjóðlög. Og ólíkt verkum fyrrgetinna stórfiðlara ýta lög Kreislers minna undir eldfim- ar tæknisýningar en melódíska tján- ingu, þótt vissulega spretti þau líka oft úr spori. Það viðhorf hefur trúlega skipt mestu um verðskuldaðar vin- sældir þeirra fram á þennan dag. Hitt er svo annað mál, að auðveldlega má gera afdankaðar lummur úr þessum smáperlum með daufri túlkun, eins og oft hefur heyrzt í tímans rás gegn- um tuldur og bollaglamur burg- eisaveitingastaða. Án efa hefur það dapra hlutskipti átt sinn þátt í að slæva lögin fyrir mörgum, er fyrir vikið þykjast jafnvel ekki þola Kreis- ler. Því miður virtist þetta einnig eiga við flutninginn í Sigurjónssafni. Lit- laus og ómarkviss fiðluleikur Hlífar gerði alls ekki nógu mikið fyrir lögin, og útkoman varð eftir því álíka áhugaverð og hjá hálfslöppum kaffi- húsamúsíkanti með hugann við næstu pásu. Hér vantaði sárlega sjálfstæða mótun og spennu, og inntónunin var víða í daprara lagi; a.m.k. voru tví- gripin í Brahms með því skelfilegasta sem ég hef heyrt í langan tíma. May- orgas var oftast með sitt á hreinu, þó að marflöt dýnamík hans hljómaði furðulíkt og úr tónþjöppu. Það var fyrst í lokaatriðinu, Spænskum dansi eftir de Falla, sem loks tók að örla á persónulegum til- þrifum. En þá var það líka orðið of seint. Of lítið, of seint TÓNLIST Sigurjónssafn Lög og útsetningar eftir Kreisler. Hlif Sig- urjónsdóttir fiðla, Lincoln Mayorga pí- anó. Þriðjudaginn 6. september kl. 20:30. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Mánudagur 12. september. 12.00. Hádegisspjall í Norræna húsinu. Þórarinn Eldjárn, Mehmed Uzun. Margaret Atwood, Kristján Krist- jánsson. 15.00. Eftirmiðdagsspjall í Norræna húsinu. Annie Proulx, Gunnþórunn Guðmundsdóttir, Eric-Emmanuel Schmitt, Kristján Þ. Hrafnsson 20.00. Upplestur í Iðnó. Kari Hotakainen, Graeme Gibson, Eric-Emmanuel Schmitt, Annie Proulx. Bókmenntahátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.