Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÉÐU EINKASPÆJARA Jón Gerald Sullenberger segir for- svarsmenn Baugs hafa ráðið einka- spæjara til að rannsaka persónulega hagi hans og fjármál. Þá segir hann forsvarsmenn Baugs hafa hótað hon- um og fjölskyldu hans. Jóhannes Jónsson, einn eigenda Baugs, segir vel geta verið að lögmenn fyrirtæk- isins í Bandaríkjunum hafi kannað einkahagi Jóns Geralds. Hann kann- ast þó ekki við að hafa ráðið einka- spæjara. Vopnum IRA eytt John de Chastelain, eftirlitsmaður með afvopnun írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi, sagði í gær staðfest að samtökin væru búin að eyða vopnabirgðum sínum. Fögnuðu ráðamenn í Bretlandi og Írlandi þess- um tíðindum í gær. Ian Paisley, helsti leiðtogi sambandssinna á N-Írlandi, sagði hins vegar að ekki hefði verið staðfest enn með óyggjandi hætti að öllum vopnunum hefði verið eytt. Sharon hafði betur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vann mikilvægan sigur í gær er miðstjórn stjórnarflokksins Likud felldi tillögu um að flýtt yrði for- mannskjöri sem á að fara fram í apríl. Benjamin Netanyahu, helsti keppi- nautur Sharons um völdin í flokkn- um, vildi að leiðtogakjörið færi fram þegar í haust. Fór rétt að Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sagði á starfs- mannafundi blaðsins í gær að hann teldi sig hafa farið rétt að í aðkomu sinni að Baugsmálinu í öllum meg- inatriðum og kvaðst myndu fara eins að í dag. Hann hyggst ekki afsala sér neinu ritstjórnarvaldi í umfjöllun blaðsins í málefnum Baugs. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 24 Úr verinu 10 Bréf 25 Viðskipti 12 Minningar 25/29 Erlent 13/14 Dagbók 32/35 Akureyri 16 Víkverji 32 Landið 16/17 Velvakandi 33 Austurland 17 Staður&stund 34/35 Daglegt líf 18 Menning 36/41 Menning 19, 22/23 Ljósvakar 42/43 Umræðan 19/24 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                   Metsölubók um allan heim Bókin sem útskýrir: • Hvers vegna karlmenn þurfa alltaf að hafa fjarstýringuna • Hvers vegna karlmönnum er svona illa við verslunarferðir • Hvers vegna karlmenn geta aðeins gert einn hlut í einu • Hvers vegna konur geta aldrei komið sér að efninu • Hvers vegna konur tala svona mikið • Hvers vegna konur nöldra Útgáfutilboð! 30% afsláttur í öllum Pennabúðum ÁHÖFN TF-Líf, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fór um Suðurlandið á laugardag og skipti um rafhlöður í fjallaendurvörpum fyrir björgunarsveitir landsins. Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri þyrlunnar, segir að áhöfnin hafi flogið á Eyjafjallajökul, á Öræfajökul, á Hatta í Vík í Mýrdal og á Hjörleifshöfða. Sigurður segir að reglulega sé skipt um rafhlöður í fjallaendurvörpum á landinu. Hann segir ennfremur að ferðin á laugardag hafi tekist vel enda hafi veðrið verið með eindæmum gott. Meðfylgjandi mynd er tekin á Eyjafjallajökli. Ljósmynd /Friðrik Höskuldsson Skipti um rafhlöður á Suðurlandi MARGRÉT Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, vill að óháð rannsóknarnefnd eða rann- sóknaraðili verði fengin til að fara yfir aðdraganda Baugsmálsins svokallaða. Segir Margrét að und- anfarið hafi borið á vantrú á stjórnmálamönnum, Alþingi og embættismannakerfinu. „Við losn- um ekkert við það nema að hreinsa út alla tortryggni úr þessu máli,“ segir Margrét. „Í mínum huga er því eðlilegast að setja upp óháða rannsóknar- nefnd eða óháða rannsóknaraðila.“ Margrét segir að undanfarið hafi menn kastað á milli sín hálf- kveðnum vísum, bæði stjórnmála- menn og embættismenn sem og aðrir og því sé farsælast að leggja öll spilin á borðið. „Ég er að skoða það með hvaða hætti þetta hefur verið gert í okkar ná- grannalöndum þar sem þetta úrræði [óháð rannsóknar- nefnd] er notað af minna tilefni en þessu.“ Að því loknu mun Margrét fara yfir málið með þingflokki sín- um. „Ég tel að þetta sé orðin mikil nauðsyn því ég finn þá vantrú sem fer vaxandi um allt þetta umhverfi og við það verður ekki unað. Við þurfum að búa í samfélagi þar sem við getum borið traust til stjórn- málamanna, framkvæmdavalds og ég tala nú ekki um embættis- manna. Þegar vegið er að því er eðlilegt að farið sé ofan í málið.“ Margrét bætir við að hún telji nauðsynlegt að Baugsmálið fái efn- islega meðferð fyrir dómstólum. En nauðsynlegt sé að rannsaka hvort beitt hafi verið ólíkum að- ferðum við meðferð Baugsmálsins hjá ríkislögreglustjóra en annarra mála sem þangað hafa komið. „Og hvort hægt sé að segja hvort það hafi verið gert með óeðlilegum hætti. Ég tel eðlilegt að óháður að- ili svari þessum spurningum.“ Vill óháða rannsókn á aðdraganda Baugsmálsins Margrét Frímannsdóttur ARNBJÖRG Sveinsdóttir tók við for- mennsku í þingflokki sjálfstæðis- manna á þingflokksfundi sem fram fór í Valhöll í gær. Á fundinum var ákveðið að Halldór Blöndal tæki við formennsku í utanríkismálanefnd þingsins í stað Sólveigar Pétursdótt- ur, sem gefur kost á sér í embætti for- seta Alþingis. Þá var ákveðið að Sigurður Kári Kristjánsson yrði formaður mennta- málanefndar þingsins, í stað Gunnars I. Birgissonar, en sá síðarnefndi fer í ársleyfi frá þingstörfum, þar sem hann er orðinn bæjarstjóri Kópavogs. Varaþingmaður hans, Sigurrós Þor- grímsdóttir, tekur sæti hans á Alþingi á meðan. Þá tekur Ásta Möller sæti Davíðs Oddssonar þegar þing kemur saman að nýju 1. október nk. Drífa Hjartardóttir fer í forsætisnefnd í stað Halldórs Blöndal. Á fundinum var ákveðið að Gunnar Örn Örlygsson, sem gekk í þingflokk sjálfstæðismanna sl. vor, tæki sæti í heilbrigðis- og trygginganefnd þings- ins, iðnaðarnefnd og landbúnaðar- nefnd. Fleiri breytingar voru sam- þykktar á þingflokksfundinum í gær. Meðal annars var samþykkt að Bjarni Benediktsson tæki sæti í utanríkis- málanefnd, að Ásta Möller yrði for- maður Íslandsdeildar alþjóðaþing- mannasambandsins, að Birgir Ármannsson yrði formaður Íslands- deildar Evrópuráðsins og að Halldór Blöndal yrði formaður Vestnorræna ráðsins. Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þingflokksins Halldór Blöndal verður formaður utanríkismálanefndar OG VODAFONE hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun bréf þar sem farið er fram á að stofnunin rannsaki þær ásak- anir sem hafa verið bornar á hendur fyrirtækinu varðandi meðhöndlun á tölvupósti við- skiptavina Og Vodafone. „Og Vodafone telur það með öllu óviðunandi fyrir fyrirtæk- ið, starfsfólk og viðskiptavini að slíkt sé borið fram án nokkurs rökstuðnings. Því er það afar mikilvægt að fyrirtækið nái að hreinsa sig af fyrrnefndum ásökunum sem allra fyrst,“ segir í tilkynningu frá fyrirtæk- inu. „Þar sem um er að ræða ásakanir um brot á fjarskipta- lögum hefur Og Vodafone sent beiðni til Póst- og fjarskipta- stofnunar þar sem óskað er eft- ir því að stofnunin skoði tiltekið mál hratt og ítarlega svo hægt sé að eyða allri óvissu um trú- verðugleika fyrirtækisins.“ Rannsaki ásakanir á hendur Og Vodafone ÖKUMAÐUR, sem leið átti um Dynjandisheiði á sunnudag, ók án þess að stöðva framhjá gangandi vegfaranda sem tveimur klukku- stundum áður hafði velt bíl sínum á heiðinni. Maðurinn hafði gengið norður heiðina í kalsaveðri í um tvær klukkustundir þegar bílnum var ekið framhjá honum án þess að ökumaður stöðvaði til að athuga hvort nokkuð væri að. Hafði hann þá þegar ekið framhjá slysstaðn- um. Kona göngumannsins, sem var slösuð, hafðist enn við í bílnum á meðan maður hennar gekk eftir aðstoð. Skömmu síðar bar að annan ökumann sem brást betur við en sá fyrri og var hægt að hringja eftir aðstoð úr NMT-síma hans. Voru þá hjónin sótt og þau flutt til Patreksfjarðar til aðhlynningar. Lögreglan á Patreksfirði lítur skeytingarleysi fyrri ökumannsins mjög alvarlegum augum. Ók framhjá án þess að aðstoða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.