Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 96 70 09 /2 00 5 Edinborg Helgar- og vikuferðir í allt haust. Borgin er fögur og einkar þægileg og Úrvals-Útsýnar hótelin eru í göngufæri við alla helstu afþreyingu. 46.990* kr. Verð frá: Netverð á mann í tvíbýli á Mount Royal. Innif.: Flug, skattar, gisting með morgunverði í 2 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax. – borgin fyrir þig ÞAÐ er mat lögreglunnar í Reykjavík að allt hafi verið gert til að upplýsa meint nauðg- unarmál frá því í ágúst 2002 sem Hæstiréttur leiddi til lykta sem skaðabótamál fyrir skemmstu með því að dæma þrjá menn til greiðslu bóta upp á 1,1 milljón króna þótt aldrei hafi verið ákært í málinu og krafist refsingar yfir hinum kærðu. Í skýringum sem lögreglan sendi frá sér í gær segir að rannsókn málsins hafi byrjað strax og tilkynning um ætlaða nauðgun hafi borist aðfaranótt 2. ágúst 2002. Farið var með konuna á neyðarmóttöku fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldis á Landspítalanum. „Í fyrstu lágu engar upplýsingar fyrir um ætlaðan brotavettvang og litlar sem engar upplýsingar um ætlaða gerendur,“ segir þar. „Þá þegar var hafist handa við að leita á skipulagðan og kerfisbundinn hátt að ætluð- um brotavettvangi í því skyni að handtaka ætlaða gerendur, framkvæma þar vettvangs- rannsókn og leggja hald á sýnileg sönnunar- gögn. Til að finna ætlaðan brotavettvang var haft samband við leigubifreiðastöðvar en fram kom í málinu að kærðu og kærandi höfðu tek- ið leigubifreið á staðinn umrædda nótt. Bar það ekki árangur. Brotavettvangur fannst fyrir hádegi þennan dag eftir ábendingum frá kæranda. Húsráðandi reyndist vera einn í íbúðinni og sofandi. Var hann handtekinn kl. 11:40 og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum kl. 13:50. Strax var hafist handa við að framkvæma rannsókn á vettvangi. Ítarlegar skýrslur voru ritaðar um framangreindar rannsóknaraðgerðir. Kærandi og kærði þekktust ekki Ljós var strax í upphafi rannsóknar máls- ins að kærandi og kærði þekktust ekki. Kær- andi upplýsti að aðeins einn mannanna hafði kynnt sig og nefndi hún gælunafn manns sem hefur áður komið við sögu lögreglu. Húsráð- andi nefndi hins vegar nafn annars manns. Þriðja manninn kvaðst hann ekki þekkja en sagði hann vera frænda mannsins sem hann nafngreindi. Síðar sama dag var húsráðanda sleppt úr haldi lögreglu enda voru ekki talin skilyrði til að halda honum lengur handteknum. Skýrsla hafði þá verið tekin af honum, framkvæmd á honum réttarlæknisfræðileg skoðun, rann- sókn á brotavettvangi var lokið og skýrsla hafði verið tekin af kæranda og hún jafnframt gengist undir réttarlæknisskoðun. Engin hætta var því talin á að húsráðandi gæti af- máð merki eftir ætlað brot eða skotið undan munum. Í skýrslu sem tekin var af húsráð- anda kom fram að kynmök hefðu átt sér stað með samþykki kæranda og engu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi verið beitt. Ekkert á brotavettvangi gaf til kynna að ofbeldisverkn- aður hefði verið framinn á staðnum og kær- andi bar enga sýnilega áverka eftir ofbeldi. Ljóst er að það flækti rannsókn málsins strax í upphafi að kærandi og kærði nefndu ekki nafn sama mannsins en ljóst var að sá maður einn gæti vísað á þriðja manninn. Lög- reglu var því ekki ljóst í upphafi hvaða manna hún leitaði. Eftir helgina bárust böndin að til- teknum manni. Sá maður var til sjós í öðru umdæmi og mætti hann til skýrslutöku þegar upp á honum hafðist. Skýrsla var tekin af honum fimmtudaginn 8. ágúst og upplýsti hann þá hver hinn óþekkti maður væri. Dag- inn eftir var skýrsla tekin af þriðja mann- inum. Það er mat lögreglu að allt hafi verið gert sem í hennar valdi stóð til að upplýsa þetta mál. Að mati lögreglu voru ekki lagaskilyrði til að gera kröfu fyrir héraðsdómi um að hús- ráðandi sætti gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Ekkert kom fram í skýrslu húsráðanda né við aðrar rannsóknar- aðgerðir lögreglu sem gaf tilefni til að krefj- ast gæsluvarðhalds og verður að telja mjög ósennilegt að dómari hefði fallist á slíka kröfu. Svo sem fram hefur komið var lögreglan í Reykjavík jafnframt að vinna að alvarlegu lík- amsárásarmáli umrædda verslunarmanna- helgi en engu að síður var unnið að rannsókn þessa máls eftir getu um helgina. Skiptir mestu í því sambandi að ekki var óyggjandi hvaða tveir menn aðrir komu þarna við sögu fyrr en eftir helgina eins og áður greinir. Það er mat embættisins að sá tími sem leið þar til teknar voru skýrslur af tveimur sak- borninganna hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar. Ekkert bendir til þess að kærðu hafi náð að samræma frásögn og fram- burðir þeirra eru ekki í svo miklu samræmi að líklegt sé að þeir hafi talað sig saman um mál- ið. Þá telur embættið að það hefði engu breytt um ákvörðun ríkissaksóknara um að gefa ekki út ákæru í málinu þótt náðst hefði að taka um- ræddar skýrslur fyrr.“ Mannskapurinn skipti engu máli Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri segir að ætla megi að fáliðað sé í lögreglunni um verslunarmannahelgi en þó skipti mannskapurinn engu máli varðandi rannsóknina. „Það var hægt að kalla til fleiri ef tilefni þætti til,“ segir hann. „En það réð engu um rannsóknarvinn- una. Vissulega vorum við í öðru máli þar sem manni hafði verið veittir alvarlegir áverkar og það fór mikill tími og mannskapur í það mál. Hins vegar komum við strax á vettvang í þessu máli þegar við vorum búnir að finna hann. Við handtókum mann sem fyrir var á vettvangi og síðan kom það í ljós að við vorum með misvísandi upplýsingar um ann- an og þriðja manninn. Eftir það fórum við að leita að þeim og það kom í ljós strax eftir helgina hver annar mannanna að minnsta kosti var. Þegar við höfðum haft upp á öðrum manninum gat hann sagt okkur til um hver sá þriðji var. Ég tek fram að annar maðurinn fór strax út á sjó.“ – En hví var fyrsta manninum sleppt án þess að náðst hefði í hina tvo? „Það var búið að kanna brotavettvang og alla muni sem gætu tengst honum. Það hafði farið fram réttarfræðileg rannsókn á bæði kæranda og geranda þannig að við töldum enga ástæðu til að halda honum lengur. Við töldum og teljum enn að það hafi ekki verið nein skilyrði til að óska eftir gæsluvarðhaldi. – Þarna rekast á tvö sakamál. Ætlar lög- reglan að gera eitthvað til að fyrirbyggja að svona lagað gerist aftur? „Við drögum alltaf lærdóm af öllu sem við fáumst við. Við reynum að gera betur í hvert skipti og ég held að þetta mál sé engin undan- tekning. Það má hins vegar alltaf velta vöng- um yfir því hvað við hefðum getað gert betur og meira. Í ljósi þeirra litlu sönnunargagna sem við höfðum, veltum við því stöðugt fyrir okkur hvort við hefðum getað gert eitthvað betur, þ.e. hvað og hvernig? Hvert einasta mál hefur sín sérkenni og ef eitthvað þessu líkt gerist aftur get ég ekki annað sagt en að hugsanlega setjum við meiri kraft í málið. Það hefði þó engu breytt hér því við vissum ekki hverra manna við vorum að leita.“ Spurður hvort ekki þurfi að vera til sér- stakt nauðgunarteymi hjá lögreglu til að sinna slíkum málum, bendir Ingimundur á að þegar séu sérfræðingar á ofbeldisbrotadeild. „Deildin býr yfir mikilli fagmennsku og þekk- ingu á þessum málaflokki.“ Varðandi rannsóknargögn seg- ir Ingimundur að ríkissaksóknari hafi fengið þau öll í hendur. „Þar voru skýrslur sem teknar voru af gerendum og kæranda og öllum sem komu að málinu. Þar eru réttarlæknisfræðileg gögn og annað sem nauðsynlegt þykir til að saksóknari geti tekið ákvörð- un um ákæru.“ Ingimundur segir nánar að- spurður að ríkissaksóknari hafi ekki beðið um frekari gögn eða áframhaldandi rannsókn á mál- inu. Um það hvort lögreglan hafi spillt fyrir gangi rannsóknar- innar vegna þess að gerendurnir voru ekki yfirheyrðir samtímis, segist Ingi- mundur ekki geta tekið undir þá gagnrýni. „Það er að minnsta kosti okkar mat að þrátt fyrir að þessir dagar hafi liðið, hefði það ekki áhrif á niðurstöðu málsins. Ekki heldur áhrif á þá ákvörðun ríkissaksóknara“ [um að fella málið niður]. – Nú hefur lögmaður konunnar gagnrýnt hvernig staðið sé að rannsóknum á kynferðis- brotamálum hérlendis. Hverju svarar lög- reglan þeirri gagnrýni? „Gagnrýni Atla Gíslasonar hefur einkum beinst að því að lögreglan er of upptekin af því að líta á líkamlega áverka. Það kann að vera að mikið sé til í því. En þá þarf að spyrja á móti miðað við þau sönnunargögn sem lögð eru upp í hendurnar á okkur og við getum stuðst við. Hvað annað eigum við að taka til grundvallar? Andleg sár koma ekki fram á einni klukkustund eða næsta sólarhring. Í þessu tilviki hefur viðkomandi einstaklingur búið við mikla pínu jafnvel svo árum skiptir. Við reynum að ganga úr skugga um hvort í þessu tilviki hafi nauðgun átt sér stað eða hvort ofbeldi hafi átt sér stað sem gefi vís- bendingu um nauðgun. Því var ekki fyrir að fara í þessu tilviki.“ – En hver eru hefðbundin vinnubrögð lög- reglu þegar fleiri en einn eru grunaðir í saka- máli? „Þegar við höfum rökstuddan grun um að frásögnin styðjist við þau sönnunargögn sem við höfum undir höndum, förum við í hand- tökur á öllum þeim sem geta komið þarna ná- lægt. Það hvarflar ekki annað að mér að hefð- um við vitað hverjir gerendur númer tvö eða þrjú væru, hefðu þeir verið handteknir um- svifalaust.“ Allt gert til að rannsaka ákæruna Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Lögreglan í Reykjavík segir að allt hafi verið gert til að upplýsa nauðgunarkæru sem henni barst í ágúst 2002. Konan fór í einkamál eftir að ákveðið var að ákæra ekki mennina og vann það í Hæstarétti. Ingimundur Einarsson ARNA Ösp Magnúsardóttir, ein þeirra sem slettu grænlituðu skyri á ráðstefnugesti á Nordica hóteli í sumar, hefur breytt framburði sín- um fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hún kveðst sem fyrr hafa slett skyri en hún hefur nú lýst sig saklausa af ákæru um húsbrot. Lögmaður Örnu Aspar, Guð- mundur B. Ólafsson hrl., segir að þetta snúist um túlkun á eðli hús- brots. Það hafi komið í ljós að Arna Ösp hafi gengið óáreitt inn um dyr að ráðstefnusalnum og að ekki hefði verið reynt að stöðva hana. Því feli brotið ekki í sér húsbrot. Í gær var ákveðið að aðalmeðferð málsins færi fram í seinni hluta október. Bótakröfu breytt Skömmu eftir að mótmælendurnir slettu skyrinu á ráðstefnugesti og á tækjabúnað og innréttingar hótels- ins greindi Ingólfur Haraldsson, hót- elstjóri Nordica hótels, frá því að hótelið hefði orðið fyrir um þriggja milljóna króna tjóni og við þingfest- ingu málsins var lögð fram bótakrafa upp á um 2,8 milljónir. Stærstur hluti þeirrar kröfu var dreginn til baka og nemur bótakrafan nú rúm- lega 600.000 krónum. Ingólfur sagði að í ljós hefði komi að tækjabúnaður sem áður hefði verið talinn ónýtur væri nothæfur. Tækin hefðu samt sem áður orðið fyrir skemmdum og rýrnað í verði. Bætur fyrir slíkt væri hins vegar erfitt að sækja fyrir dómi og það hefði ekki verið talið svara kostnaði að gera tilraun til þess. Arna Ösp hefur mótmælt bóta- kröfunni og segir hana of háa. Með- ákærði í málinu, Ólafur Páll Sigurðs- son, hefur alfarið neitað sök. Þegar er búið að dæma Paul Gill í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna málsins en bótakröfunni gegn honum var vísað frá. Ein þeirra sem slettu skyri breytir framburði að hluta Neitar að hafa gerst sek um húsbrot á hótelinu Mótmælendurnir þrír skvettu grænu skyri á ráðstefnunni á Nordica hóteli sl. sumar. Nokkrar skemmdir urðu á húsbúnaði og tækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.