Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Dr. LaurelAnne Clyde, prófessor við Bókasafns- og upplýsingafræði- skor Háskóla Ís- lands, fæddist í Holbrook í Nýju Suður-Wales í Ástralíu 7. febrúar 1946. Hún varð bráðkvödd á heim- ili sínu í Reykjavík 18. september síð- astliðinn, 59 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Mervin Kersey Clyde og Gladys May Clyde. Þau eru bæði látin. Yngri systir Anne er Colleen May Dibley, bókasafns- og upplýsingafræð- ingur, búsett í Tasmaníu í Ástr- alíu. Anne Clyde var ógift og barnlaus. Anne lauk B.A. prófi í sögu og uppeldisfræðum frá Háskólanum í Sydney árið 1965 og diplóma- prófi með láði í kennslufræðum skólasafna og sögu frá sama há- skóla 1966. Meistaraprófi lauk hún 1973 og doktorsprófi í sagn- fræði frá James Cook háskól- anum í North Queensland 1981. Doktorsritgerð hennar fjallaði um sögu skólasafna í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu frá 8. öld fram til dagsins í dag. Anne starfaði sem bókasafns- fræðingur á skólasöfnum 1967- 76. Hún var lektor í skólasafn- fræði við Townsville College of Advanced Education í North Queensland, 1977-78, lektor í bókasafns- og upplýsingafræði við Charles Stuart University í Wagga Wagga í Nýju Suður-Wa- les, 1982-84, dósent við Edith Cowan University í Perth 1984- 90 og dósent við University of British Columbia í Vancouver í Kanada 1991-93. Anne var gisti- kennari við Háskóla Íslands 1990-1991, varð dósent 1. jan- úar 1993 og prófess- or frá 1. apríl 1996. Hún kenndi einnig námskeið við Há- skólann á Akureyri og Viðskiptaháskól- ann á Bifröst, sem og við Endurmennt- un Háskóla Íslands. Anne var afkastamikill fræði- maður og eftir hana liggur fjöldi bóka og hundruð greina í alþjóð- legum vísindatímaritum. Helstu sérsvið Anne voru internetið, leitir í rafrænum gagnasöfnum, rannsóknir og rannsóknarað- ferðir, skólasafnfræði, safn- kennsla og bókmenntir fyrir unglinga. Hún átti einnig mikinn þátt í að móta kennslu í bóka- safns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands síðasta áratug- inn. Anne var formaður fasta- nefndar IFLA um skólasöfn og vefstjóri alþjóðlegu skólasafna- samtakanna, IASL. Anne sat í fjölda nefnda sem tengdust málefnum bókasafns- og upplýsingafræðinnar, sat í ritstjórnum tímarita og sá um skipulagningu ráðstefna. Hún kenndi sem gestakennari og hélt fyrirlestra við háskóla víðsvegar um heim. Einnig rak hún eigið ráðgjafarfyrirtæki. Frekari upplýsingar um starfsferil hennar og ritstörf má finna á: http://www.hi.is/~anne Útför Anne verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Afkastamikill fræðimaður og svipmikill einstaklingur er fallinn frá á sextugasta aldursári, Laurel Anne Clyde, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði við félagsvís- indadeild Háskóla Íslands. Anne var frá Ástralíu og kenndi fyrst við skólann veturinn 1990-91, en gegndi samfleytt fullu starfi frá 1993, fyrst sem dósent en lengst af sem prófessor. Anne var samstarfsmaður minn við félagsvísindadeild frá því hún hóf hér störf, en ég kynntist henni ekki að ráði fyrr en ég tók við starfi deildarforseta árið 2001. Ég var auðvitað málkunnugur henni og vissi að hún var afar virk í rann- sóknum og alþjóðlegu samstarfi og að hún naut mikillar viðurkenn- ingar kollega sinna erlendis. Ég vissi líka að sumum þótti hún sér- sinna og harðskeytt, jafnvel hrana- leg á stundum. Fljótlega kom að því að leysa þurfti erfið mál í bókasafns- og upplýsingafræðiskor. Ég átti þá í fyrsta skipti langt og hreinskiptið samtal við Anne Clyde. Mér varð strax ljóst að þarna var á ferðinni ljóngáfuð kona með mikinn metn- að, kímnigáfu og skilning á veröld- inni. Við urðum sammála um að hún tæki að sér aukna forystu við stjórn og uppbyggingu skorarinn- ar, en fram til þessa hafði hún einkum sinnt rannsóknum. Allt sem við sömdum um stóð eins og stafur á bók. Samstarfið við hana varð bæði ánægjulegt og árangurs- ríkt. M.a. var nýju meistaranámi komið á laggirnar og kallast lær- dómstitillinn MLIS (Master of Li- brary and Information Science). Prófessor Anne Clyde var um margt dæmigerður og glæsilegur fulltrúi engilsaxneskrar háskóla- menningar. Gáfaður heimsborgari, vel lesin, fyndin, stundum kaldhæð- in, jafnvel hæfilega illkvittin þegar við átti. Fáguð í framkomu og nokkur lífsnautnamaður, sem hafði smekk fyrir góðri tónlist, rauðvíni og mat – og skosku maltviskíi. Félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands færir Anne Clyde þakkir fyr- ir mikil og farsæl störf í þágu fræð- anna og deildarinnar síðustu fimmtán árin. Sjálfum þykir mér gott að hafa kynnst þessari merki- legu konu og sendi ástvinum henn- ar samúðarkveðjur. Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar HÍ. Dr. Anne Clyde kom fyrst til Ís- lands sumarið 1987, á ráðstefnu Al- þjóðlegu skólasafnasamtakanna, IASL. Hún starfaði sem gistikenn- ari við bókasafns- og upplýsinga- fræðiskor Háskóla Íslands háskóla- árið 1990 til 1991. Hinn 1. janúar 1993 varð hún dósent við skorina og prófessor 1. apríl 1996. Framlag Anne til bókasafns- og upplýsinga- fræðiskorar svo og bókasafnsmála á Íslandi er afar mikilsvert, hvað varðar kennslu, rannsóknir og stjórnun. Anne vann brautryðj- andastarf við þróun kennslu í skor- inni síðasta áratuginn, einkum hvað varðar kennslu á internetið og leit- ir í rafrænum gagnasöfnum. Að þessu leyti kom hún með nýtt fræðasvið inn í kennsluna og full- yrða má að þar hafi þekking henn- ar staðist kröfur á heimsmæli- kvarða. Námskeið Anne voru vinsæl og auk nemenda í bóka- safns- og upplýsingafræði sóttu þau nemendur úr öðrum greinum, bæði íslenskir og erlendir. Anne var mikilsvirtur kennari og skipu- lag kennslu hennar og kennslu- gagna til mikillar fyrirmyndar. Anne var ennfremur mikilsverð- ur rannsakandi í faginu. Hún ritaði bækur og birti fjölmargar vísinda- greinar í alþjóðlegum tímaritum og nokkrum sinnum fékk hún verð- laun fyrir bestu grein í viðurkennd- um tímaritum. Anne tók ríkan þátt í alþjóðlegu starfi á sviði bóka- safns- og upplýsingamála og lagði m.a. mikið að mörkum til fræðslu- og menntamála á fjölþjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Hún var fulltrúi Háskóla Íslands í Nordic Research School in Library and In- formation Science, NORSLIS, stofnun sem sett var á fót til þess að styrkja rannsóknarnám í bóka- safns- og upplýsingafræði á Norð- urlöndum og í Eystrasaltslöndun- um. Anne var eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum og við háskóla um all- an heim. Hin síðari ár var Anne einstak- lega virk við þróun og mótun nýrra námsleiða í bókasafns- og upplýs- ingafræði og skemmst er að minn- ast óeigingjarnar vinnu hennar við að skipuleggja nýja námsleið á framhaldsstigi. Hún lagði til að sett yrði á fót meistaranám, MLIS-nám (Master of Library and Inform- ation Science). Slík námsleið er kennd við fjölda erlendra háskóla. Tillögu hennar var vel tekið og hófst hún þegar handa við að afla upplýsinga um MLIS-nám á al- þjóðlegum vettvangi. Á haustmiss- eri 2003, þegar Anne var skor- arformaður, var mótuð tillaga að náminu. Mikil vinna var lögð í vinnslu og mótun tillögunnar og var sú vinna að langmestu leyti í höndumAnne. Samþykktarferli nýrrar námsleiðar við Háskólann er flókið og tillaga að nýrri náms- leið er borin undir hin ýmsu ráð og nefndir. Sem dæmi um vandvirkni Anne má geta þess að tillaga henn- ar um MLIS-námið var samþykkt óbreytt og einróma á öllum stigum. Það er mikið áfall fyrir skorina og Háskóla Íslands að hafa misst svo frábæran starfsmann. Anne var einnig góður samstarfsmaður og félagi. Hún hvatti nemendur áfram og ól með þeim metnað að gera vel. Hún gaf sig alla að kennslunni ekki síður en að rannsóknum og hefur mótað viðhorf margra íslenskra bókasafns- og upplýsingafræðinga. Sem manneskja var hún ekki allra en góður vinur vina sinna. Þær stundir sem við áttum með henni gleymast aldrei. Fyrir hönd bókasafns- og upp- lýsingafræðiskorar, Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Ösp Viggósdóttir. Kveðja frá Upplýsingu – Félagi bókasafns- og upplýsingafræða. Ótímabært og skyndilegt fráfall Anne Clyde kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Stuttu áður hafði hún tekið þátt í fjölmennri dags- ráðstefnu um bókasafns- og upp- lýsingamál í alþjóðlegu samhengi og farið á kostum við samantekt fyrirlestra í ráðstefnulok. Fyrst kom Anne til Íslands í júlí 1987 á ráðstefnu Alþjóðlegra sam- taka um skólasafnsfræði, IASL (International Association of Scho- ol Librarianship). Veturinn 1990- 1991 endurnýjaði hún kynnin við landið og gerðist gistikennari í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands, dósent í sömu grein 1. janúar 1993 og prófessor frá 1. apríl 1996. Hún á þannig stóran þátt í menntun fjölmargra íslenskra bókasafns- og upplýs- ingafræðinga og sinnti hún störfum sínum af stakri fagmennsku. Þá átti hún líka ríkan þátt í uppbygg- ingu meistaranáms í greininni, MLIS. Framlag Anne til kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði hér á landi er mjög mikilsvert og er skarð fyrir skildi við fráfall hennar. Anne var einnig öflugur rannsókn- armaður og eftir hana liggur fjöldi greina og bóka á fagsviðinu. Anne tók auk þess ríkan þátt í alþjóðlegu starfi á sviði bókasafns- og upplýsingamála. Í ársbyrjun 2003 tilnefndi Upplýsing hana til setu í fastanefnd skólasafnadeildar IFLA, Alþjóðlegra samtaka bóka- varðafélaga og bókasafna (Interna- tional Federation of Library Asso- ciations and Institutions). Á fyrsta fundi sínum í deildinni í ágúst það ár var hún kosin formaður hennar og í ágúst síðastliðinn hóf hún ann- að kjörtímabil sitt sem formaður sem hún sinnti af miklum eldmóði. Einnig helgaði Anne IASL sam- tökunum mikið af kröftum sínum. Hún var vefstjóri samtakanna, www.iasl-slo.org <http://www.iasl- slo.org/> , og ein helsta driffjöður þeirra til margra ára. Ófá voru bréfin sem hún sendi út á póstlista ANNE CLYDE Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIBERGUR BJARNASON, Rauðanesi III, Borgarnesi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi föstudaginn 23. september. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju laugar- daginn 1. október kl. 14.00. Sigurbjörg Viggósdóttir, Bjarni H. Ingibergsson, Hallborg Arnardóttir, Ingveldur H. Ingibergsdóttir, Sigmar H. Gunnarsson, Margrét Ingibergsdóttir, Helgi Jóhannesson og barnabörn. Útför okkar ástkæru, VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR ljósmóður frá Seljabrekku, Mosfellssveit, síðar búsettri á Dalvík, fer fram frá Dalvíkurkirkju fimmtudaginn 29. september klukkan 13.30. Guðmundur, Petra, Anton, Bjarnveig og Magnea Þóra Ingvabörn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda hjálp, samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU ÓLAFSDÓTTUR frá Mýrarhúsum, Akranesi. Guðrún Sverrisdóttir, Hreinn Vagnsson. Oddrún Sverrisdóttir, Friðrik Jónsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, AÐALSTEINN VALDIMAR JÓNSSON vélstjóri, Stigahlíð 6, Reykjavík, sem lést á krabbameinslækningadeild Landspítala við Hringbraut föstudaginn 16. september, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 29. september kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, símar 543 3724 og 543 3700. Bára Vigfúsdóttir, Guðrún Katrín Aðalsteinsdóttir, Stefán Stephensen, Albrecht Ehman, Birgitta M. Braun og afabörn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSKELL EINARSSON fyrrv. framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, lést á heimili sínu, Vallholtsvegi 17, Húsavík, sunnudaginn 25. september sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Áskelsdóttir, Örn Gíslason, Steinunn Áskelsdóttir, Birgir Steingrímson, Ása B. Áskelsdóttir, Stefán Ómar Oddsson, Ólafía Áskelsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Einar Áskelsson, María Sif Sævarsdóttir, Valdimar Steinar Guðjónsson, Eygerður Bj. Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.