Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 29 MINNINGAR áratugi. Kommentið það kvöldið var einnig snilld: „Heyrðu Björn, hvað kostar að láta þig EKKI þrífa bílinn minn – hef ekki efni á þessum þrifn- aði lengur, nafni.“ Ekki má gleyma þínum mjög svo sterka karisma enda alltaf svo vel til fara og rólegur og kurteis. Þegar egóið mitt var upp á sitt besta fékk ég áfall þegar ein vinkona mín sagði þig einn myndarlegasta karlmann sem hún hefði séð, enda stóð ég við hlið hennar og spurði hvort hún meinti ekki örugglega sá næst- myndarlegasti en svo var ekki. Það samband entist í sex mánuði. Þú ein- faldlega barst af í glæsileika, afi. Óaðfinnanlega klæddur, reisnin upp- máluð, kurteis og með meiri per- sónutöfra en góðu hófi gegnir enda var alls staðar tekið eftir þér, nafni. Elsku afi, nafni og stórvinur. Okk- ar vináttu sl. 35 ár verða ekki gerð al- mennileg skil í svona stuttri grein. Það huggar mig núna að vita af þér við hlið ömmu sem kvaddi okkur 2003 enda sagðir þú alltaf við mig að þú myndir alls ekki vilja lifa lengur en hún. Samband ykkar ömmu var svo sérstakt, svo fallegt, svo innilegt. Alltaf saman, öllum stundum, alltaf. Fátt veitti ykkur meiri gleði en að vera með börnunum ykkar og barna- börnum. Þið getið verið býsna stolt af þeim afrakstri sem ykkar sam- band hefur skilað enda fjölskyldan býsna samheldin og traust. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þið amma sitjið nú á himnum og fylg- ist með okkur, nú sem endranær. Haldandi hönd í hönd, brosandi loks- ins þegar þið eruð sameinuð á ný og mér þykir mjög gott, afi, að vita af þér hamingjusömum á ný því ég veit hversu erfitt það var fyrir þig þegar amma kvaddi. Eftir þann dag sá ég hversu tilbúinn þú varst að fara til hennar og þótt það sé erfitt að kveðja þig veit ég að þér líður vel núna, og þá líður mér vel. Þig vantaði lífsföru- nautinn en ert nú loksins kominn þar sem þú átt heima – við hlið ömmu. Takk fyrir mig, afi minn. Ég mun sakna þín sárt en veit af þér þarna uppi og ég hlakka til að rabba við þig þegar minn tími kemur enda ýmis- legt sem mun eflaust hvíla á mér þegar minn tími kemur. Þinn vinur, nafni og barnabarn, Björn Thorsteinsson. Kæri afi. Fyrst af öllu, þá bið ég að heilsa. Ég veit að það hafa orðið miklir fagnaðarfundir, en ég get ekki kvatt þig án þess að segja nokkur orð. Orð sem ég hefði átt að segja fyrir löngu, en hef kannski ekki haft vit og þroska til, fyrr en nú.Ég vil þakka þér. Þakka þér fyrir hver þú ert. Þakka þér fyrir líf þitt. Því ég gæti ekki hugsað mér betri fyrir- mynd. Þú grínaðist oft við okkur strákana um stelpurnar, en þú elsk- aðir samt alltaf bara eina. Þú varst farsæll í starfi, en aldrei þannig að það kæmi niður á fjölskyldunni. Ef ég yrði, þó ekki nema broti eins lán- samur á minni lífsleið, eins og þú hef- ur orðið á þinni, þá teldi ég það góðan árangur. Eins og með alla góða hluti, þá tók ég nærveru þinni sem gefnum hlut, og áttaði mig ekki á mikilvægi henn- ar fyrr en um seinan. Skarð þitt verð- ur aldrei fyllt. En þú lifir áfram í mér og okkur öllum, afkomendum þínum, sem munu halda merki ættarinnar hátt á lofti með því stolti og auðmýkt sem þú kenndir okkur. Pétur Gylfi Kristinsson. Fyrstu minningar mínar um afa eru frá jólunum á Fjólugötu hjá hon- um og ömmu. Þar var alltaf mikið um að vera og hátíðleg stund fyrir alla. Reyndar var það svo að þau voru þó nokkur fjölskylduboðin sem voru fastir liðir hjá afa og ömmu á hverju ári enda höfðu þau gaman af því að fá fjölskyldu sína í heimsókn. Ég minnist þess einnig að koma ungur á skrifstofuna á Suðurlands- braut til afa með pabba. Þetta var spennandi staður fyrir ungan strák og yfirleitt laumaði afi einhverju góð- gæti að manni. Mest spennandi var þó að fá að fara inn á lagerinn og sjá allt sem þar var geymt. Afi var afskaplega lífsglaður mað- ur og var alltaf gaman að kíkja í heimsókn og spjalla við hann. Hann lifði viðburðaríku líf og gat sagt margar skemmtilegar sögur. Afi æfði knattspyrnu með Víkingi þegar hann var ungur, sem ég einnig gerði. Oft sagði hann mér sögur af því hvernig hann geystist upp vinstri kantinn, enda örvfættur. Við Her- borg bjuggum í Danmörku í nokkur ár og kunni afi líka margar skemmti- legar sögur frá heimsóknum sínum þangað. Eftirminnilegust er senni- lega sagan af því er honum var boðið í bíltúr og átti m.a. að skoða Himmel- bjerget. Eftir að bílstjórinn hafði ek- ið í þónokkra stund þá spyr afi hvort þeir fari ekki að sjá fjallið fljótlega. Svarar þá bílstjórinn að þeir séu komnir upp á toppinn og hvort hann vilji ekki fá sér kaffisopa á hótelinu sem er upp á því. Einnig kunni hann margar skemmtisögur frá árunum er hann bjó í Bandaríkjunum. Ég á eftir að sakna samtala okkar afa og sagn- anna hans. Ég var skírður í höfuðið á afa og hef ávallt verið mjög stoltur af því að bera nafn hans. Á fjölbreyttri og skemmtilegri ævi naut hann vel- gengni, hvort sem það var í einkalíf- inu eða í viðskiptum. Að mörgu leyti hef ég litið á hann sem fyrirmynd mína. Ég á eftir að sakna hans mikið en ég veit að hann er kominn til ömmu núna, sem hann unni svo mik- ið, og að þau vaka yfir okkur afkom- endum sínum. Blessuð sé minning elskulegs afa og nafna míns. Björn Hallgrímur Kristinsson. Elsku afi minn, nú eruð þið amma Sjöfn sameinuð á ný og vakið yfir okkur sem eftir erum. Þið amma átt- uð svo vel saman, enda sagðir þú oft við hana að þú værir fæddur til að elska hana. Manngæska þín og góð- vild var mikil og fór fjölskylda þín ekki varhluta af henni. Minningarnar um ykkur eru margar og einkennast flestar af mikilli kátínu og lífsgleði. Aðalseinkenni þitt var góður húmor sem lyfti öllum í kring um þig á hærra plan. Oft mátti heyra hlátra- sköllin úr stofunni langar leiðir í hin- um kostulegu fjölskylduboðum sem haldin voru. Það tók enginn sig of al- varlega á Fjólugötunni. Nú þegar þú hefur ákveðið að halda áfram leiðinni löngu, með ömmu þér við hlið, getum við sem eftir erum einungis óskað ykkur góðrar ferðar. Ég kveð þig því í bili, afi minn. Þar til fundum okkar ber saman á ný munu minningarnar ylja mér um hjartarætur. Emilía Sjöfn Kristinsdóttir. Mætur maður sagði eitt sinn: Til að geta misst verður maður að hafa átt. Minn missir er mikill, því ég átti yndislegan afa og börnin mín ynd- islegan langafa. Á stundu sem þess- ari streyma minningarnar fram: Á jólunum þegar þú sast einn eftir við matarborðið og verið var rífa frá þér matinn og dúkinn svo barnabörnin kæmust í pakkana, ljúfar helgar í ömmusveit þegar þið amma spiluðuð við okkur yatzy og kana fram eftir nóttu, sumardaginn fyrsta þegar þið amma komuð með sumargjafirnar, þegar við komum til ykkar ömmu og þú kallaðir okkur alltaf „hjartagull“ – hvað mér þótti vænt um það, ment- olbrjóstsykurinn sem var í krukku undir sjónvarpsborðinu, alltaf þegar við komum til þín spurðirðu: „Er eitt- hvað sem ég get hjálpað þér með, eitthvað sem ég get gert fyrir þig?“ Minningarnar eru margar og allar ljúfar, nú síðast viku áður en þú kvaddir komstu í hádegismat á Grundó og varst svo hress. Ég er svo fegin að hafa fengið þá stund með þér ásamt börnunum mínum. Ég setti Alexöndru Áslaugu í fang þitt og þú straukst henni svo blítt. Þú tókst í höndina á Giacomo Gunnari og blikkaðir hann og þetta situr í minningu hans, enda sagði hann við mig þegar ég útskýrði fyrir honum að ég þyrfti að fara heim til Íslands til að kveðja þig hinstu kveðjunni: Mamma, veistu, langafi Björn kann að blikka!“ Þegar ég hugsa um afa verður mér ósjálfrátt hugsað til ömmu, enda voru þau eitt, og þegar amma dó var eins og eitthvað dæi innra með afa. Enda sagði hann alltaf að hann gæti ekki án hennar verið. Eina huggun mín á þessari stundu er að nú ertu loksins kominn aftur til ömmu, konunnar sem þú elskaðir svo mikið. Áður en ég fór út aftur fór ég að kveðja þig á Sóltúni og sagði þér hvað mér þætti vænt um þig og þú leist í augun á mér og sagðir: „Mér líka um þig,“ og brostir. Ég held að þú hafir vitað að þetta væri í síðasta skipti sem við mundum sjást. Elsku afi, ég kveð þig með orðunum sem Aurelio, maðurinn minn, notaði til að lýsa þér: „He’s a real gentlem- an, they don’t make them like this anymore.“ Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þitt hjartagull, Laura Sigr. Afi Björn var alltaf svo hjartahlýr og hugsaði fallega og vel um sína. Hress og kátur og átti alltaf tíma til að hitta og tala við barnabörnin sín. Ófáar kvöldstundir vorum við spil- andi kana og yatzi upp í sumarbú- stað á Þingvöllum eða að læðast í nammiskálina inni í skáp á Fjólu- götu. Alltaf var okkur tekið jafnvel þegar við komum í heimsókn. Þegar við fórum frá honum fylgdi hann okkur alltaf til dyra og stóð svo og fylgdist með í dyrunum og vinkaði bless þangað til við hurfum úr hans augnsýn. Afi Björn var sannur heið- ursmaður og hugsaði vel og fallega um sitt fólk. Elsku afi. Við þökkum allar þær stundir sem við fengum notið sam- vistar við þig. Þótt litli Gunnar Magnús og litla Emilía Anna séu ennþá það lítil að þau geri sér ekki grein fyrir að þú sért farinn til ömmu eigum við og margir fleiri eftir að segja þeim sögur á komandi árum af afa Birni og ömmu Sjöfn. Þær eru margar sögurnar sem gaman er að rifja upp og margar minningar sem eru svo skemmtilegar. Mörg lögin sem minna okkur á þig og þó sér- staklega Frank Sinatra lagið, I did it my way. Þegar við förum að gefa öndunum brauð keyrum við alltaf framhjá Fjólugötu 1 og sýnum þeim hvar afi og amma áttu heima og Ömmusveit verður alltaf á sama stað. Við munum aldrei gleyma ykk- ur. Kær kveðja. Gunnar Magnús, Anna María og litlu langafabörnin tvö. Elsku afi. Þú varst svo sannarlega síðasti herramaðurinn, meira að segja á erfiðustu dögunum á Landa- koti þá varstu alltaf með greiðuna í vasanum, uppáklæddur og nýrakað- ur. Takk fyrir allar samverustundirn- ar þegar við fjölskyldan bjuggum í kjallaranum á Fjólu og góðu minn- ingarnar sem þú gafst mér. Bíó- kvöldin, þegar við stálumst upp og fengum að horfa með þér, með kók- glasið og brjóstsykur í krukkunni og þegar þú leyfðir okkur allt svo lengi sem mamma sæi ekki til. Þú sagðir alltaf að þú vildir fara á undan ömmu, þú gætir ekki án hennar ver- ið. Nú ertu loksins komin aftur í faðm hennar. Elsku afi, ég kveð þig með orð- unum sem við sögðum svo oft við hvort annað: „Ég hef alltaf verið svo- lítið skotin/n í þér.“ Þín afastelpa Katrín Erla. Það var reisn yfir Birni frænda. Hann var ekki bara hávaxinn og glæsilegur maður með fágaðan fata- smekk, heldur var hann líka sterkur persónuleiki sem hélt sínu striki, sama hvað á gekk. Björn var alltaf hann sjálfur. Svo var hann líka stór- skemmtilegur. Í uppvexti mínum kom Björn all- oft í heimsókn og það var eitthvað hressandi og upplyftilegt við þær heimsóknir. Hann var áhugasamur um unga fólkið og gaf sér tíma til að spjalla eins og um jafningja væri að ræða. Þá eru ekki síður minnisstæð fjölskylduboðin á Fjólugötu sem þau Björn og Sjöfn stóðu fyrir og voru alltaf tilhlökkunarefni. Gestgjafarn- ir voru höfðingjar heim a sækja og höfðu einstakt lag á því að láta gest- um sínum líða vel. Birni vafðist aldr- ei tunga um tönn og skjót tilsvör hans og stundum skot, þó aldrei meiðandi, voru yfirleitt hlaðin kímni og erfitt fyrir meðalmanninn að fylgja eftir. Það var helst Sjöfn sem gat haldið í við hann hvað þetta varð- ar og oft var aðdáunarvert að fylgj- ast með hnyttnum tilsvörum þeirra. Birni kynntist ég betur þegar hann að lokinni farsælli starfsævi kom sér upp skrifstofu í nýjum húsa- kynnum Nóa Síríusar að Hesthálsi. Í aðdraganda þeirra flutninga birtist mér ný hlið á Birni sem ég hafði ekki kynnst áður, en það var hið afar næma auga hans fyrir rými og form- um. Björn var mikill arkitekt í sér og framsýni hans og einstök smekkvísi komu sér vel í nýja húsnæðinu. Þeg- ar ég svo síðar stóð sjálfur í bygging- arframkvæmdum var gagnlegt að leita til hans og þiggja góðar ábend- ingar. Í nokkur ár mætti Björn daglega á skrifstofu sína að Hesthálsi og fylgd- ist áhugasamur með daglegum rekstri. Það var eftir Birni tekið hvar sem var og hvert sem hann fór og starfsmenn Nóa kunnu vel að meta þennan aldraða en tígulega mann sem óneitanlega léði staðnum virðu- leika. Það var líka gott að eiga hann að og eiga þess kost að spjalla við hann um heima og geima og er mikil eftirsjá í því. Nú eru þau Björn og Sjöfn bæði horfin af sjónarsviðinu. Myndin af þeim er sterk og speglar vel persón- urnar. Hún sýnir þessa glæsilegu fulltrúa kynslóðarinnar sem er óðum að tínast brott og skilur eftir minn- ingu um skemmtilegt, traust og gott fólk. Það er ánægjulegt að eiga svona minningar. Finnur Geirsson. Á ljósmynd, sem jafnan skipaði heiðurssess á æskuheimili okkar systkina, standa systkinin þrjú Ingi- leif Bryndís, Björn og Geir saman á góðri stundu um það leyti sem þau voru að hleypa heimdraganum og hefja búskap. Það er bjart yfir hópn- um, eindrægni og gagnkvæm vænt- umþykja skín af þeim. Þar sést sá grunnur sem samskipti þeirra byggðust á æ síðan. Þau voru um margt ólík og ekki ávallt á sama máli. En strengurinn á milli þeirra var sterkur og samstaða um allt sem máli skipti. Hvert um sig átti eftir að mæta sínum raunum sem voru fjarri á því augnabliki sem þar er fest á filmu en öll reyndust þau eiga til að bera þá seiglu og styrk sem þurfti. Nú er móðir okkar ein eftir þeirra en liggur þungt haldin og getur ekki fylgt bróður sínum til grafar. Björn var æringinn samanborið við settlegri systkini, hrókur alls fagnaðar í góðra vina hóp, hávaxinn og glæsilegur á velli, snaggaralegur og glaðlegur í fasi. Hann gat verið góðlátlega stríðinn en allt var það græskulaust, hann átti ekkert illt til. Undir hressilegu yfirborði var reyndar merkilega grunnt á við- kvæmni ef hans nánustu fjölskyldu bar á góma. Það sópaði að þeim hjón- um, honum og Sjöfn, hvar sem þau komu en á heimavelli á Fjólugötu nutu þau sín best og á stórfjölskyld- an öll góðar minningar frá því rausn- arheimili. Eins og fleiri af hans kyn- slóð var hann framan af fremur ósjálfbjarga heima fyrir en þegar veikindi herjuðu að konu hans sinnti hann henni af alúð og natni. Eftir að hennar naut ekki lengur við þótti okkur hins vegar hann verða fjar- lægari og annars hugar. Það féll í hlut Björns að taka við fjölskyldufyrirtækinu H. Benedikts- son sem hann stýrði farsællega um áratugaskeið. Meiri ánægju hafði hann eflaust af starfinu á sviptinga- tímum fremur en þegar allt gekk sinn vanagang. Hann hafði næmt auga fyrir nýjum tækifærum en var jafnframt þrautseigur og fastheld- inn. Auk starfa sinna hjá H. Bene- diktsson var hann um skeið fram- kvæmdastjóri Ræsis hf. og síðan stjórnarformaður í tæpa hálfa öld. Fyrir hönd móður og fjölskyldna sendum við allri Fjólugötufjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Áslaug, Gunnar Snorri og Hallgrímur Gunnarsbörn. JÓNAS HALLDÓRSSON ✝ Jónas Halldórs-son fæddist á Hnausi í Ölfusi hinn 13. júní 1914. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seljahlíð 10. september síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Neskirkju 19. sept- ember. hann daglega að lok- inni vinnu, sat í hit- anum, losaði sig við streitu dagsins og fékk nudd hjá Jónasi. Félagsskapurinn var honum afar mikilvæg- ur, ekki síst nærvera Jónasar og sá andlegi styrkur sem hann fékk frá honum. Hann talaði stundum um að Jónas hefði verið hon- um sem faðir. Í gegnum tíðina veiddum við Gulli oft með Jónasi og þrátt fyrir margar góðar minningar úr Norðurá, er veiðiferð okkar í Víðidalsá mér efst í huga. Einkum og sér í lagi vegna þess að þá veiddum við á tæpum tveimur tímum ellefu laxa upp úr hyl sem ekki var merktur sem veiði- staður, en ég hafði séð lax stökkva í. Ég man ekki eftir því að þar hafi veiðst lax nema í þetta eina skipti. Svona eru tilviljanirnar, en við vor- um glöð þegar við komum í hús. Eftir að Jónas hætti rekstri Gufubaðstofu Jónasar starfaði hann um tíma hjá Karnabæ. Hann sá um ýmiss konar viðhald, m.a. á sauma- stofu Karnabæjar, enda alltaf hand- laginn og nýtinn maður. Það skríkti hressilega í honum þegar hann sagði frá því að hann stæði sig svo vel í viðhaldinu að þrjár konur á saumastofunni væru þungaðar. Hann hafði alltaf húmor fyrir öllu, kannski mest fyrir sjálfum sér. Nú hlustum við ekki lengur á Jónas segja sögur eða hlæja. Eina sem við getum gert er að ylja okkur við minningarnar. Ég sendi Óla, dóttur hans Rósu, svo og öðrum að- standendum samúðarkveðjur mínar. Megi Guð gefa ykkur styrk og kraft. Guðrún G. Bergmann. Ég frétti við heim- komu frá útlöndum að minn gamli vinur, Jónas Halldórsson, væri látinn. Það fyrsta sem mér datt í hug var að nú væru hann og Gulli heitinn senni- lega komnir í gufu hinum megin, hressir og kátir eins og þeirra var vandi. Á góðum stundum í veiðihús- inu í Norðurá sagðist Jónas gjarnan ætla að halda upp á 100 ára afmæli sitt þar. Gulli sagði jafnan að hann væri ekki viss um að geta mætt, en Jónas sjálfur myndi sennilega ná þeim aldri. Það munaði ekki miklu og á sinni löngu ævi fór Jónas í gegnum ævintýralegt líf og ótrúleg- ar samfélagsbreytingar, en virtist alltaf eiga jafn auðvelt með að að- laga sig þeim. Samband okkar Gulla hafði ekki staðið lengi þegar ég kynntist Jón- asi. Við fórum þrjú saman í veiði- ferðir í Langá á Mýrum að hausti til. Veðrið var yndislegt, ekki mikil veiði, en þó komu nokkrir laxar á land. Um kvöldið bauð Jónas upp á koníak sem mér svelgdist svo illa á að ég stóð nánast á öndinni. Jónas hló hins vegar hressilega að þessum óförum mínum. Þetta voru fyrstu kynni mín af þeim dillandi hlátri sem var nokkurs konar vörumerki hans alla tíð. Gufubaðstofa Jónasar var griða- staður Gulla í mörg ár. Þangað fór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.