Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6 b.i. 14 ára FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 kl. 5.45, 8 og 10.15 Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! kl 4 og 6 í þrívídd Sýnd kl. 8 og 10Sýnd kl. 6, 8 og 10 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 8 og 10 Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri BETRA SEINT EN ALDREI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl. 4 ísl talSýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. .  H.J. MBL  S.V. MBL  S.V. MBL SJÖ pönksveitir koma fram á and- spyrnuhátíð, sem haldin verður í Tónlistarþróunarmiðstöðinni í kvöld. Leikar hefjast kl. 18 og standa yfir til kl. 23 og kostar 500 krónur inn. Sigurður Harðarson, betur þekktur sem Siggi pönk, segir að um sé að ræða síðari pönkbylgju, núna í byrjun ald- arinnar, en hin fyrri hófst um miðj- an áttunda áratuginn. „Þetta er bylgja af pönkurum sem hafa miklu meiri áhuga á uppbyggingu en niðurrifsstarfsemi. Þetta er öðruvísi en fyrir þrjátíu árum,“ segir hann. „Þá snerist þetta um að eyði- leggja kerfið sem væri að eyði- leggja fólk, en núna viljum við búa til nýtt kerfi eftir okkar höfði,“ segir Siggi. „Það er aldrei þörf á neinni gæslu þegar við höldum tón- leika í Tónlistarþróunarmiðstöð- inni. Aldrei vesen með áfengi eða neitt þvíumlíkt. Þetta er allt öðru- vísi en til dæmis á popptónleikum,“ segir hann. Ýmsir hópar munu verða með kynningu á staðnum, „eins og stóriðjuandstæðingar, trú- leysingjar og anarkistar. Þarna verður hægt að kynna sér ýmis mál,“ bætir hann við. Öðruvísi en fyrir 30 árum Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Siggi er söngvari Dysjar. Tónleikar | Andspyrnuhátíð í TÞM Andspyrnuhátíð í Tónlistarþróun- armiðstöðinni. DYS, Innvortis, Severed Crotch, Gavin Portland, Jerioco Fever, STF og The Best Hardcore Band in the World. Frá kl. 18–23, 500 kall inn. LEIKARARNIR Demi Moore og Ashton Kutcher gengu í hjónaband á laugardaginn, að því er fram kom í tímaritunum Us Weekly og People í fyrradag. Moore, sem er 42 ára, og Kutcher, sem er 27 ára, hafa verið saman í tvö ár. Í tímaritunum sagði að brúð- kaupið hefði verið haldið í Los Ang- eles og að gestir hefðu verið í kringum 100 talsins. Fyrrum eig- inmaður Moore, Bruce Willis, var að sögn á meðal gesta og einnig leikkonan Lucy Liu og þrjár dætur Willis og Moore. Moore, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Ghost, GI Jane og Striptease, hóf samband sitt við Kutcher árið 2003, um það leyti sem hún sneri aftur á hvíta tjaldið sem illmenni í myndinni Charlie’s Angels: Full Throttle. Kutcher sló fyrst í gegn í sjónvarpsþáttunum That 70’s Show og sér nú um þætt- ina Punk’d á MTV. Hann hefur einnig leikið í myndunum Guess Who og Dude, Where’s My Car? Þetta er fyrsta hjónaband hans, en þriðja hjónaband Moore, sem var gift rokkaranum Freddie Moore ár- in 1980–’84 og Bruce Willis frá 1987 til ársins 2000. Moore og Kutcher gengin í hjónaband APKutcher og Moore hafa verið saman í tvö ár. HLJÓMPLATAN Don’t Play This með söngkonunni Heru er komin út. Platan er sú fimmta í röðinni sem Hera sendir frá sér en síðasta platan Hafið þennan dag hefur nú selst í nálægt 7 þúsund eintökum. Undanfarnar vikur hefur Hera ferðast um landið og leikið fyrir landsbyggðina en síðustu tónleikar söngkonunnar í Reykjavík voru óeiginlegir útgáfutónleikar á NASA. Og Hera er að vonum ánægð með útgáfuna. „Jú, þetta er alveg æðislegt. Ég hef að vísu verið með plötuna til sölu á tónleikaferðalaginu en núna er hún komin í plötubúðirnar og það er mjög gaman.“ Hera vill helst ekki gera upp á milli þeirra staða sem hún hefur spil- að á en þó segir hún að Djúpivogur sé alltaf mjög sérstakur í hennar huga. „Hver einasti staður sem ég hef spilað á hefur verið frábær. Þessir staðir eru svo allt öðruvísi en það sem ég er vön bæði í Reykjavík og Nýja-Sjálandi; sérstaklega þessi gömlu félagsheimili og bíóhús sem eru svo sérstök.“ Hera segir að aðalmunurinn á þessari plötu og þeirri síðustu sé að nú syngi hún á ensku. Platan sé auk þess fjölbreyttari að því leyti að mörgum tónlistarstefnum ægi sam- an; sýrudjass, kántrí, hálf-klassík og svo framvegis. „Ég er þar að auki að vinna með trompetleikara og fiðluleikara í fyrsta skipti sem var mjög gaman.“ Hera heldur til Nýja-Sjálands í janúar þegar tónleikaferðalagi hennar um landið lýkur. Þar mun hún fylgja plötu sinni eftir og njóta sumarsins sem hefst þá á sama tíma og myrkustu mánuðir ársins herja á okkur hin. „Við erum annars að leggja loka- hönd á myndband við nýjasta smá- skífulagið „Feathers in a Bag“ sem Einar Snorri leikstýrði og Gotti Bernhöft skreytti. Við fórum upp á Snæfellsnes með poka af fjöðrum og svo dansaði ég berfætt í náttkjól – nældi mér í smá kvef í leiðinni. Ég hlakka mikið til að sjá endanlega út- gáfu af myndbandinu.“ Hera Hjartardóttir hefur verið á faraldsfæti víðsvegar um landið. Berfætt í náttkjól Tónlist | Ný plata frá Heru komin út herasings.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.