Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 33 DAGBÓK Dagana 27. september til 22. nóvembermun Rannís standa fyrir svokölluðuVísindakaffi hvern þriðjudag í Alþjóða-húsinu við Hverfisgötu. Ása Hreggviðsdóttir, verkefnisstjóri al- þjóðasviðs Rannís, segir von á afslöppuðum um- ræðum um vísindi á mannamáli, ætluðum öllum: „Þetta er hluti af evrópsku verkefni sem Rannís er þátttakandi í. Verkefnið er á íslensku kallað Vísindin snerta þig en yfirmarkmið þess er að kynna fyrir almenningi, og ekki síst ungu fólki, rannsókna- og vísindastörf. Er vonin sú að hvetja ungt fólk til að mennta sig á því sviði enda ástæða til að fjölga vísinda- og rannsóknarfólki í Evrópu í samkeppninni við Bandaríkin og Japan. Þannig er yfirmarkmið verkefnisins að stuðla að uppbygg- ingu sterkari Evrópu á sviði rannsókna og vís- inda.“ Leiddir verða saman færustu vísindamenn landsins og rædd þau efni sem hvað mestan áhuga vekja hjá almenningi. „Við setjumst niður með vísindamönnunum og ræðum í rólegheitum á mannamáli. Þetta á að vera skemmtileg spjall- stund þar sem almenningur fær að komast í tæri við hvað vísindamennirnir eru að fást við.“ Fundarstjóri er Davíð Þór jónsson: „Hann er skemmtilega ræðinn og laginn við að stjórna við- burðum af þessu tagi – og að fá gesti til að vera ófeimnir að spyrja.“ Ása á þannig von á að dag- skráin verði mjög spennandi og skemmtileg og öll ástæða fyrir landsmenn að standa upp úr sófunum á þriðjudagskvöldum og líta á Vísindakaffi. Í kvöld, fyrsta kvöldið af 8, verður rætt um of- fitu Íslendinga og eru það dr. Erlingur Jóhanns- son dósent við KHÍ og dr. Inga Þórsdóttir pró- fessor sem fjalla um efnið. „Rætt verður um alls kyns efni á Vísindakaffi- kvöldunum. Við fáum prófessor í siðfræðum og rannsóknarprófessor í læknisfræði til að skiptast á skoðunum um stofnfrumurannsóknir. Eitt kvöldið verða rædd orkumál, fornleifar annað kvöldið, vetnisbílar og umhverfismál og vitaskuld verður fiskurinn til umfjöllunar, svo nokkuð sé nefnt.“ Lögð er áhersla á að umræðan sé aðgengileg: „Dagskrá hvers kvölds verður ekki höfð of löng og ekki um fyrirlestra að ræða í eiginlegum skilningi, heldur er ætlunin að hafa kvöldin óformleg og notaleg: þægilega kaffispjallsstund með vís- indamönnum. Kvöldin eru öllum opin á meðan húsrúm leyfir og sérstaklega gaman væri að fá sem flesta fulltrúa ungu kynslóðarinnar.“ Dagskráin hefst kl. 8 öll þriðjudagskvöld en nánari upplýsingar má fá á www.rannis.is undir stikunni „Vísindin snerta þig“ til hægri. Fræði | Afslappaðar kaffihúsaumræður um vísindi á þriðjudögum í Alþjóðahúsi Vísindin rædd á mannamáli  Ása Hreggviðsdóttir er fædd 1960. Hún út- skrifaðist frá MH, lauk BS í landafræði 1988, uppeldis og kennslu- fræðum 1990 frá HÍ. Ása starfaði við skipu- lagningu Nordjobb til 1994. Hún var þjón- ustustj. hjá Háskólabíói til 1996. Ása var verk- efnastj. á Ráðstefnu- skrifst. Ferðaskrifst. Íslands 1996 til 2000 og stofnandi og verkefnastjóri ráðstefnuskrifst. Congress Reykjavík 2000–2003. Ása hefur verið verkefnastj. alþjóðadeildar Rannís frá mars 2005. Eiginmaður Ásu er Birgir E. Birg- isson verslunarmaður og eiga þau dæturnar Þórunni Grímu og Þrúði. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rf3 Be7 8. Bc4 0-0 9. 0-0 Be6 10. De2 He8 11. Hfd1 Dc7 12. Bb3 Rbd7 13. Bg5 Hac8 14. Hac1 h6 15. Bxf6 Rxf6 16. Rh4 Bg4 17. f3 Dc5+ 18. Kh1 Be6 19. g3 Rd7 20. Rg2 Rb6 21. Hd3 Rc4 22. Hb1 b5 23. Rd5 Bg5 24. c3 Be7 25. Rge3 Bf8 26. Hdd1 Hed8 27. Bxc4 bxc4 28. b3 cxb3 29. axb3 Db5 30. c4 Db7 31. b4 g6 32. b5 h5 33. f4 exf4 34. gxf4 axb5 35. f5 Bxd5 36. Rxd5 Bg7 37. Hg1 Kh7 38. Hxb5 Da7 39. fxg6+ fxg6 Viktor Bologan (2.700) tefldi á öðru borði fyrir rússneska liðið Tomsk-400 í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í St. Vincent í Ítalíu. Liðið varð Evrópumeistari og í þessari stöðu hafði Bologan hvítt gegn Edwin Van Haastert (2.398). 40. Dxh5+! gxh5 41. Rf6+ Bxf6 svartur yrði einnig mát eft- ir 41. … Kh8 42. Hxh5+. 42. Hxh5#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Bikarinn. Norður ♠G74 ♥KD32 V/Allir ♦K865 ♣G9 Vestur Austur ♠ÁD105 ♠9863 ♥94 ♥G5 ♦ÁDG9 ♦107 ♣864 ♣K7532 Suður Suður ♠K2 ♥Á10876 ♦432 ♣ÁD10 Suður verður sagnhafi í fjórum hjörtum eftir opnun vesturs. Út kemur tromp. Hvernig er best að spila? Sveit Eyktar varð bikarmeistari um helgina eftir stranga spilamennsku, þar sem fjórar taplausar sveitir sum- arsins spiluðu til úrslita. Eykt vann Grant Thornton í 64 spila úrslitaleik með 125 IMPum gegn 91. Sigursveitin er skipuð þeim Jóni Baldurssyni, Þorláki Jónssyni, Sverri Ármannssyni og Aðalsteini Jörgensen. Liðsmenn Grants Thorntons eru Jónas P. Erlingsson, Hrólfur Hjaltason, Ás- geir Ásbjörnsson, Sveinn Rúnar Ei- ríksson og Hrannar Erlingsson. Á laugardeginum mætti Eykt ríkjandi Íslandsmeisturum í sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands (Karl Sig- urhjartarson, Sævar Þorbjörnsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Matthías Þor- valdsson og Magnús Eiður Magn- ússon) og vann með 128 IMPum gegn 81 í 48 spilum. Sveitir Grants Thorn- tons og Hermanns Friðrikssonar átt- ust við í hinum undanúrslitaleiknum og vann Grant með 79 IMPum gegn 53. (Með Hermanni spiluðu Guðmundur Sveinsson, Kristján Blöndal, Valur Sigurðsson og Jón Ingþórsson.) Spilið að ofan er frá fjögurra liða úr- slitum. Á þremur borðum varð suður sagnhafi í fjórum hjörtum eftir opnun vesturs (á tígli eða veiku grandi). Fljótt á litið virðist vörnin eiga heimtingu á fjórum slögum – tveimur á tígul og tveimur á spaða – en það er ekki einfalt að ná þeim í hús. Segjum að út komi tromp og sagn- hafi taki annað tromp og spili svo tígli að blindum. Ekki er óeðlilegt að vestur hoppi upp með ás og spili meiri tígli. En þá er sagnhafi í góðri stöðu. Hann svínar í laufi og hendir tígli úr borði í það þriðja. Sendir svo vestur inn á tígul og leggur upp. Eftir á að hyggja er besta vörn vest- urs að drepa ekki á tígulás, en láta gosa eða drottningu til að byggja upp innkomu hjá makker á tíuna. En slík vörn er þung við borðið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fimmtán mínútur á fund MIG langar að leggja orð í belg í um- ræðu um Vatnsmýrina og flutning innanlandsflugs til Keflavíkur. Mér þótti það nefnilega nokkuð athygl- isvert að heyra í Jóni Loftssyni, for- stjóra Skógræktar ríkisins á Egils- stöðum, í fréttum Sjónvarps á miðvikudagskvöld. Þar sagði Jón það mikið hags- munamál fyrir stjórnendur stofnana úti á landi að hafa flugvöll í miðborg- inni. Slíku fylgdi mikill tímasparn- aður fyrir forstjórana, enda gætu þeir flogið að morgni, sótt marga fundi yfir daginn, og flogið heim til baka að kveldi. Sagði Jón það mikið hagræði að einungis fimmtán mín- útum eftir lendingu gæti hann verið mættur á fund í ráðuneytinu í mið- borginni. Ummæli Jóns eru líklega bestu meðmæli með flutning innanlands- flugs til Keflavíkur sem ég hef heyrt lengi. Það er nefnilega svo að grunnhugs- unin á bakvið breytingu á Vatnsmýr- inni, er að gera þúsundum Reykvík- inga það mögulegt að vera fimmtán mínútur á leið til vinnu daglega. At- hugið: Þúsundum. Daglega. Það er von mín að í Vatnsmýrinni byggist upp íbúðarhverfi í anda Þing- holtanna, með litskrúðugu og iðandi mannlífi. Þar myndu margir vilja búa og losna við að sitja í bíl í 30–40 mín- útur á degi hverjum til að sækja vinnu í miðborg Reykjavíkur. Bíla- raðirnar og pirringurinn á Miklu- braut á hverjum morgni ber því glöggt vitni. En nú loksins er mér ástæða æs- ingsins ljós. Það eru allir að verða of seinir á fund niður í ráðuneyti. Þang- að er kominn skógræktarstjóri að austan. Magnús Orri Schram. Ólíðandi að fá ekki Fréttablaðið MÉR finnst það vera ólíðandi að fá ekki Fréttablaðið á réttum tíma á morgnana. Fólk borgar fyrir að aug- lýsa í blaðinu og það er ekki sann- gjarnt að blaðið komist ekki til les- enda. Svo taka þeir að sér að bera út bæklinga fyrir fyrirtæki sem skila sér ekki til fólks nema með höppum og glöppum og stundum kemur blaðið ekki fyrr en á kvöldin. Fréttablaðið er að reyna að drepa niður annað blað með því að hreykja sér af því að blað- ið nái til allra lesenda. Það tekur allt að 30 mínútur að ná sambandi til að kvarta yfir að fá ekki blaðið, og þegar það tekst er sagt að þeir séu í vand- ræðum með blaðburðarfólk. Morg- unblaðið hefur alltaf getað komið sínu blaði til lesenda og því ætti Frétta- blaðið ekki að geta gert það líka? Hver vogar sér að bera þessi blöð saman, það er ekki sanngjarnt og ég mundi ekki vilja skipta á Morg- unblaðinu og Fréttablaðinu. Einar Karlsson. Skotta týnd í Grafarvogi HÚN Skotta er týnd. Hún fór út að morgni 9. sept. sl. frá Hverafold í Reykjavík og hefur ekki sést síðan. Hún er dökkbröndótt næstum svört á bakinu. Eyrnamark er: G94 og hún er með fjólubláa ól. Hennar er sárt saknað. Þeir sem geta gefið upplýsingar vinsamlega hafið sam- band við Guðnýju í síma 567 5666. Málstofa Landbúnaðarháskóla Íslands Málstofan hefst kl. 14:30 í Ásgarði (nýja skóla) á Hvanneyri. Allir velkomnir. Miðvikudaginn 28. september mun Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi þingkona, vera í Málstofu og ræða um lýðræði í erindi sem hún nefnir: „Lýðræði á krossgötum - Ísland í norrænum samanburði.” alltaf á laugardögumLESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.