Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 15
Gæðastjórnun: Gerð verklagsreglna Fimmtudaginn 29. september nk. heldur FOCAL Consult- ing námskeið sem nefnist: GERÐ VERKLAGSREGLNA - Frá skilgreiningu ferlis að skráningu, innleiðingu og úttekt á verklagsreglu. Námskeiðið verður haldið í sal Læknafélags Íslands, Hlíðasmára 8, Kópavogi, kl. 9-13. Námskeiðið er miðað að þörfum þeirra sem vinna við gæðastjórnun, þ.e. gæðastjóra, gæðatengla, yfirmenn eða aðra starfsmenn. Á námskeiðinu eru kennd formleg og við- urkennd vinnubrögð, farið yfir aðferðarfræði gæðastjórnun- ar ásamt „praktískum“ atriðum við innleiðingu á verklags- reglum og úttektum. • Ferilhugsun, hvað er ferill • Flæðirit, hvernig á að skilgreina feril frá upphafi til enda • Kynnt Cross Functional flæðirit • Skilgreint inntak, úttak og ábyrgð í flæðiriti • Farið yfir hvað getur farið úrskeiðis í ferli • Ritun verklagsreglu, form og tilvísun í ISO-staðal • Gerðar æfingar í ritun verklagsreglna með flæðiritum • Innleiðing verklagsreglna • Gerðir gátlistar fyrir úttektaraðila Kennarar: Einar Áskelsson og Svala Rún Sigurðardóttir, ráðgjafar í gæðastjórnun. Verð á námskeiðinu er kr. 16.500. Skráning fer fram á heimasíðu FOCAL: www.focal.is/namskeid Húsavík | Frænkurnar Ólöf Traustadóttir (t.v.) og Kristín Axelsdóttir létu sér í léttu rúmi liggja þó snjórinn væri á ferðinni í fyrra fallinu á Húsa- vík þetta haustið. Þær sögðu það bara gaman þar sem þær tóku hverja salí- bununa á fætur annarri á snjóþotuspjaldi þegar ljós- myndara hitti á þær um helgina. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Leikið í snjónum í september Svalar Akureyri | Landið | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Eyjamenn hafa tekið ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um tvær ferðir Herjólfs alla daga, allt árið fagnandi. Er þarna um að ræða mikla samgöngubót fyrir Eyjaskeggja. Herj- ólfur er skilgreindur sem hluti af þjóð- vegakerfi landans og því sjálfsagt mál að hann sé opinn eins mikið og kostur er. Þetta er margra ára baráttumál Eyja- manna og er fólk ánægt með að Sturla skuli loks hafa tekið undir kröfur þeirra.    Bæjarstjórnin í Eyjum stendur í ströngu þessa dagana. Verið er að endurskoða skólastefnu bæjarins, búið er að sam- þykkja að sameina yfirstjórn tveggja grunnskóla en sú ákvörðun hefur mætt harðri andstöðu starfsmanna skólanna. Aðferðina má gagnrýna enda samráð við skólafólk ekkert áður en ákvörðunin var tekin. Bæjaryfirvöld segja aftur á móti ákvörðunina smávægilega miðað við það sem koma skal í endurskoðun á skóla- stefnunni.    Það er þó ekki eina ákvörðunin sem vald- ið hefur titringi. Nýverið voru mjög ít- arlegar sparnaðartillögur fyrir bæjarsjóð settar fram. Þar verða sparaðar 65 millj- ónir króna á ári með því að draga saman í rekstri, leggja niður störf og lækka greiðslur óunninnar yfirvinnu og bíla- styrk. Tillögurnar eru stórtækar og það þurfti kjark hjá meirihluta bæjarstjórnar til að leggja þær fram. Þó eru þær nauð- synlegar þar sem Vestmannaeyjabær hef- ur verið á skrá hjá eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga undanfarin ár og var uppi krafa um aðgerðir.    Eyjamenn taka þessu þó með stóískri ró og einn gamall og góður Eyjamaður lýsti þessu um daginn með því að heimfæra fræga setningu John F. Kennedy upp á Eyjamenn. „Nú þurfum við að spyrja: Hvað getum við gert fyrir Vestmanna- eyjar, ekki hvað geta Vestmannaeyjar gert fyrir mig.“ Úr bæjarlífinu VESTMANNAEYJAR EFTIR SIGURSVEIN ÞÓRÐARSON FRÉTTARITARA sagði örsögur af land- nemum og einnig sagði hún frá jurtum í Norður- Dakota og notkun þeirra í matreiðslu. Sýning á myndum fráWashington Island,eyjunni í Michigan- vatninu þar sem fyrstu vesturfararnir frá Eyr- arbakka settust að, var opnuð að viðstöddum fjölda gesta í Stássstofu Hússins sl. sunnudag. Meðal gesta var höfundur myndanna, Guðni Þórð- arson, fyrrverandi blaða- maður og ferðafrömuður. Við opnunina lék Guð- mundur Pálsson amerískt lag á fiðlu, en síðan kynnti safnstjórinn Lýður Pálsson tildrög sýning- arinnar. Kvað hann Guðna hafa ferðast um Ís- lendingaslóðir vestra árið 1955, ásamt eiginkonu sinni og frá því ferðalagi væru myndirnar. Inga Lára Baldvinsdóttir á Þjóðminjasafninu hafði forgöngu um að undirbúa myndirnar til sýningar. Hildur Hákonardóttir Sýningin er opin um helgar kl. 14–17 og á öðr- um tímum eftir sam- komulagi til nóvember- loka. Hildur Hákonardóttir sagði örsögur af landmenum á samkomunni í Húsinu. Myndir frá Washington-eyju Ragnar Ingi Að-alsteinsson gerðivísu um Hákon bróður sinn sjötugan: Lundsterkur, land yrkir, ljóð kveður, fljóð gleður, hagorður veg varðar, vit temur, rit semur. Sífrægan sjötugan sjá dísir, þá prísa lítt trauðan, léttglaðan, ljá vonir Hákoni. Talað er um að taka fyrrverandi páfa í dýr- lingatölu og yrkir Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd: Allir hljóta dauðadóm þó dýrlingunum fjölgi í Róm. Í Vatikani virðist tóm, vantar þann sem gaf þar hljóm! Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd yrkir um Baugsmál: Víða um hálað hlað er sótt, hræddar sálir pínast. Baugs við málið margt er ljótt, mörg þar stálin brýnast. Páfi í dýrlingatölu pebl@mbl.is Eyjafjörður| Kornuppskera á Eyjafjarðar- svæðinu er meira eða minna ónýt eftir áhlaupið nú í vikunni. Talið er að um 80 ha af kornökrum séu enn óskornir á svæðinu og má búast við því að það sé allt meira eða minna ónýtt, segir í frétt á vefmiðlinum dag- ur.net. Vegna ótíðar í sumar voru akrar seinsprottnir en engu að síður reyndust þeir víðast hvar uppskerumeiri en búist var við þegar kornskurður hófst. Fjarðarkorn, sem er sameignarfélag margra bænda á Eyja- fjarðarsvæðinu, á og rekur þrjár þreskivél- ar sem hafa verið á fullu við skurð síðustu vikur. Bændur í Svarfaðardal hugðust þreskja korn sitt í síðustu viku og ekki annað sýnt en að það ætti að hafast áður en hretið gengi yfir. Fengin var ein þessara þriggja véla sl. miðvikudag en ekki vildi betur til en svo að vélin bilaði þegar hún var búin með 5 ha af þeim 35–40 hekturum korns sem er í daln- um. Viðgerð var ekki lokið fyrr en á laug- ardag en þá var það of seint. Svarfdælskir bændur hafa því mátt horfa blóðugum aug- um á uppskeru sína leggjast undir snjófarg á meðan vélin stendur enn óhreyfð. Kornupp- skera meira og minna ónýt Örlygshöfn | Aðsókn í Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn var dræmri í sumar en undanfarin ár. Tölur liggja ekki fyrir um aðsókn nú á liðnu sumri, en Ásdís Thoroddsen safnvörður segir í samtali við Patreksfjarðarvefinn að ljóst sé að aðsókn hafi dregist töluvert saman þegar miðað er við sumarið í fyrra. Þar hafi veðrið spilað stórt hlutverk. Sérstaklega hafi dregið úr ferðum inn- lendra ferðamanna en Íslendingar voru þó í miklum meirihluta af gestum safnsins. Á Minjasafninu á Hnjóti er lögð áhersla á at- vinnutæki fyrri tíma til lands og sjávar á sunnanverðum Vestfjörðum, verkfæri, veiðarfæri og búsáhöld. Sagan um lífsbar- áttu genginna kynslóða og frumherja þess nýja er sögð í máli, myndum og hlutum úr fortíð og fram á okkar daga. Einnig er á staðnum flugminjasafn sem var opnað árið 2000. Safninu var lokað 15. september og verður opnað á ný 1. júní á næsta ári. Minni aðsókn að Minjasafni ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.