Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á SÍNUM tíma töluðum við fréttamenn Ríkisútvarpsins um frjálsa skoðanamyndun og frjálsa fjölmiðla. Þetta voru að vísu stór orð. En undir stjórn vel menntaðra, mikilhæfra og hugsandi fréttastjóra, Jóns Magnússonar og Margrétar Indr- iðadóttur, varð starfið létt, enda áttum við að- eins að segja það sem við gætum staðið við. Síðar þótti mörgum lítið til þessarar um- ræðu um frjálsa skoð- anamyndun og frjálsa fjölmiðla koma, þótt frjáls skoðanamyndun og frjálsir fjölmiðlar séu í raun undirstaða lýðræðis og jafnréttis í samfélaginu sem allir stjórnmálsflokkar á Íslandi segjast keppa að. Síðar drekktu hanar frjálsrar samkeppni þessari umræðu og öðrum vitsmunalegum sam- skiptum í hanaslag hannesa hólm- steina og marða árnasona, sem att var saman undir stjórn agla eða egila helgasona þar sem hver talaði upp í annan og enginn hlustaði. Frjáls umræðusamkeppni átti að leysa vanda íslenskra sveitamanna eins og Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Geirs Haarde að ekki sé talað um aðalsveitamanninn, mál- skrúðsmanninn Steingrím Sigfús- son. Svo vöknum við upp við það, gaml- ir fréttamenn og raunar þjóðin öll, að enginn veit lengur mun góðs og ills og því síður veit nokkur mun á réttu og röngu og jafnvel gamla Morgunblaðslygin er orðin sannleikur og Baugurinn, eins og Ib- sen gamli kallar óskapnað illskunnar, er orðinn átrúnaðargoð Íslendinga af því að Baugur ehf. eða hf. hef- ur lækkað vöruverð niður undir vöruverð annars staðar í Evrópu og grætt milljarða. Er ekki kominn tími til að hlúa að frjálsri skoðanamyndun og frjálsum fjölmiðlum í landinu, réttum upplýsingum um menn og málefni, svo að fólk fái að vita, hvort það lifir í bananalýðveldi eða landinu sem sagt er eiga elsta þjóðþing í Evrópu? Hvar eru samtök fólksins í land- inu: ASÍ, BHM, BSRB (sem að vísu verða að losa sig við formanninn, gamla útvarpsfréttamanninn Ög- mund Jónasson, sem löngu er hætt- ur að reyna að segja satt). Geta sam- tök fólksins í landinu ekki spornað við „heimskunni“ þ.e. röngum upp- lýsingum eða verðum við að fara aft- ur undir „danska kónginn“ þar sem þrátt fyrir allt er verið að reyna að „segja satt“, enda þótt „something is rotten in the state of Denmark“? Eigum við ekki að stofna frjálsan fjölmiðil fólksins í landinu eða hvað með Ríkisútvarpið? Er Rík- isútvarpið ekki orðið eina sameign fólksins í landinu eftir að Íslands- klukkan var höggvin niður fyrir þremur öldum eða á að gera Rík- isútvarpið að peningaþúfu frjálsrar samkeppni og frjálsrar lygi? Frjáls skoðanamyndun, frjáls fjölmiðlun og frjáls lygi Tryggvi Gíslason fjallar um frjálsa fjölmiðun ’Er ekki kominn tími tilað hlúa að frjálsri skoð- anamyndun og frjálsum fjölmiðlum í landinu, réttum upplýsingum um menn og málefni, svo að fólk fái að vita, hvort það lifir í bananalýð- veldi eða landinu sem sagt er eiga elsta þjóð- þing í Evrópu?‘ Tryggvi Gíslason Höfundur var fréttamaður Ríkisútvarpsins 1962–1972 og skólameistari Menntaskólans á Akureyri 1972–2003. NAFNIÐ Heimdallur táknar þann sem lýsir upp eða varpar ljósi yfir heiminn. Í ljósi þessa hafði Heimdallur einnig hlutverk meðal goða. Hann var vörður goða og vökumaður. Það var gæzlu hans og árvekni að þakka, að tröll og bergrisar réð- ust ekki til uppgöngu á himinbrúna og að goð- in gátu notið friðar og öryggis. Heimdallur gegnir þessu hlutverki enn í dag, þó með eilítið breyttu inntaki. Tröll- in eru forræðishyggja og bergrisarnir eru sameignarsinnar. Hlutverk Heimdallar felst einmitt í því að koma í veg fyrir að tröllin og bergrisarnir ráði ekki umræðunni. Koma í veg fyrir að menn andsnúnir frelsi og umburðarlyndi nái fótfestu og meðbyr. Skilningarvit hans eru skörp af langri þjálfun, hann sér jafnt nótt sem dag og heyr- ir, er gras vex á jörðu. Og þegar hann blæs í lúður sinn, Gjallarhorn, viðvör- unarmerki um nálæga hættu, þá heyrist það um alla heima. Til þess að skilningarvit hans starfi sem nákvæmast og til þess að viðvörunarmerkin verði sem sterk- ust þarf Heimdallur að vera samein- aður. Hver það er sem heldur á Gjallarhorni á hverjum tíma skiptir ekki meginmáli, heldur hversu margir það eru sem öskra í það svo að tröllin og bergrisarnir hverfi á braut. Ég segi að ekki skipti meginmáli hver haldi á Gjallarhorni, en það þýðir ekki að það skipti engu máli. Svo Gjallarhorni sé beint í rétta átt, og að réttum málefnum, þarf kraft- mikinn hóp með breiða skírskotun svo ákvörðunin verði ávallt hin skarpasta. Við erum 12 einstaklingar sem teljum okkur hafa það sem til þarf og bjóðum okkur því fram til starfa fyrir félagið. Við viljum veita flokknum málefnalegt aðhald. Við viljum boða sjálfstæðisstefnuna ungu fólki, en það er sá aldurshópur þar sem tækifærin eru hvað best. Við viljum fara í framhaldsskólana og halda fundi. Það er eft- irspurn eftir því. Við er- um framboðið. Reykjavík í fyrsta sæti Á komandi ári verða borgarstjórnarkosn- ingar, þar sem unga fólkið mun gegna veiga- miklu hlutverki. Það þarf að boða sjálfstæð- isstefnuna ungu fólki og virkja það til að koma Reykjavík aftur í fyrsta sætið. Það þarf að klippa af skuldahal- anum með ábyrgri fjár- málastjórn. Það þarf að vera með lóðaframboð í takt við eftirspurn, svo að unga fólk- ið þurfi ekki að veðsetja vinnu barna sinna til að geta eignast sína fyrstu íbúð. Það þarf að vera jafnræði með borgurunum og láta borgina vinna sem þjónustufyrirtæki en ekki stjórnunarfyrirtæki. Þetta eru nokk- ur af mörgum málefnum sem bíða Heimdallar á næsta ári. Við treyst- um okkur til að gera það vel, við er- um starfinu vaxin. Næstu skref Heimdallar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjallar um formannskjör í Heimdalli Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ’Við erum 12einstaklingar sem teljum okk- ur hafa það sem til þarf og bjóð- um okkur því fram til starfa fyrir félagið.‘ Höfundur er hagfræðinemi og býður sig fram til formanns Heimdallar. OFT ER spurt hvað er pólitík. Ég held að pólitík snúist um allt líf vort, frá getnaði til grafar. Þeir er hafa áhuga á lífinu í kringum sig teljast að mínu viti pólitískir og vilja hafa eitthvað um það að segja hvers konar um- gjörð er í kringum okkar umhverfi. Ég telst vera frekar vinstri sinnaður og verð sjálfsagt enn frekar vinstri sinnaður eftir því sem ég eldist að árum en ekki í hugsun, ef áhugi fyrir frekari samhjálp er sú skilgreining. Ég sé hvernig núverandi rík- isstjórnarflokkar hugsa og framkvæma, ekki síst gagnvart eldri borgurum þessa lands. Það hafa verið ráð- andi öfl í okkar þjóð- félagi sem leggja höf- uðáherslu á einkavæðingu og framtak einstaklings- ins til orðs og æðis og láta hina er halloka fara í lífinu sigla sinn sjó á eigin vegum. Hvert leiðir þessi stefna og hvar er höfuðvígi hennar í heiminum, er það ekki stórveldið Bandaríkin sem þessir forkólfar hafa að leiðarljósi, ég get ekki betur séð. En allir er vilja sjá, hafa á und- anförnum vikum séð hvert sú stefna leiðir ef eitthvað bregst, eins og var í Bandaríkjunum er hvirfilbylurinn Katrína gekk yfir. Hvernig brást stærsta herveldi heims við, hvernig var samhjálpin, á sjötta degi var fyrst farið að huga að hjálp þeim til handa er hana þurftu. Er þetta þjóðfé- lagið sem íhald og fram- sókn hafa að leiðarljósi og helstu markaðs- fræðingar þeirra stjórnvalda? Nei, góðir landar, við viljum öflugt ríkisvald sem hefur öfluga og sanngjarna atvinnuvegi er geta greitt eðlilegan arð til sinna eigenda og ekki síður eðlilega skatta til þjóðfélagsins til að samhjálp okkar geti verið sem best í okkar þjóðfélagi. Til að svo geti orðið þurfum við enn frekar að styrkja okkar jafn- aðarmannaflokk, Sam- fylkinguna, gera hana enn öflugri og styrkari. Af því nú styttist í næstu kosningar hér á landi, sveitarstjórn- arkosningar, skora ég á ykkur, landsmenn góðir, fylkið ykk- ur um stærsta og öflugasta jafn- aðarmannflokk Íslands, Samfylk- inguna, á komandi vikum og mánuðum og tryggjum um leið að heilbrigð stefna samhjálpar og lýð- ræðis verði í heiðri höfð. Hvað er pólitík? Jón Kr. Óskarsson skrifar um stjórnmál Jón Kr. Óskarsson ’… þurfum ennfrekar að styrkja okkar jafnaðarmanna- flokk, Samfylk- inguna, gera hana enn öflugri og styrkari.‘ Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. EINS OG fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu var tug- um félagsmanna í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, neitað af stjórn félags- ins um að fara sem fulltrúar þess á þing SUS sem fram fer um næstu mánaðamót. Um er að ræða fólk sem lengi hefur verið virkt í starfi Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna og innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, ekki sízt stjórnarsetu í Heimdalli. Þess í stað er nú vitað að á sjötta tug einstaklinga, sem aðeins nýverið ákváðu að ganga til liðs við félagið og sem engan þátt hafa tekið í störfum þess, munu fara á þingið sem fulltrúar þess. Auk þess er vitað að stjórn Heim- dallar hringdi sérstaklega í fjölda slíkra einstaklinga og bað þá að vera fulltrúar á þinginu og það í mörgum tilfellum eftir að frestur til að skila inn umsóknum til Heim- dallar rann út. Hugmyndin með þessu mun hafa verið sú að koma í veg fyrir að um- rætt fólk, sem stjórn Heimdallar undir forystu Bolla Thoroddsens er augljóslega ekki þóknanlegt, sæki þing SUS sem fulltrúar og hafi þar með atkvæðisrétt á því. Fólki sem stjórnin telur sig ekki geta treyst til að kjósa rétt til formanns og varaformanns á þinginu, en eins og kunnugt er hefur stjórn Heimdallar lýst yfir stuðningi við ákveðna frambjóðendur til formanns og varaformanns SUS. Undirritaður er einn þeirra sem neitað var um að fara á þingið sem fulltrúi Heim- dallar þrátt fyrir að vera starfs- maður þess sem einn af formönnum utanríkismálanefndar SUS, sem leggur drögin að stefnu sambands- ins í málaflokknum, auk þess að hafa verið virkur í starfinu innan þess. Ég er sko vinur þinn... En stjórn Bolla ákvað að fara á skjön við viðmiðunarreglur sem settar voru árið 1987 og hefur verið fylgt síðan um að þeir Heimdell- ingar gangi fyrir sem fulltrúar fé- lagsins á þingi SUS sem verið hafa virkir í starfi þess og Sjálf- stæðisflokksins og gegnt þar trún- aðarstörfum. Nýja reglan er sú, að sögn Bolla, að þeir sem ganga eigi fyrir séu aðeins þeir sem hafa verið virkir innan Heimdallar og ein- göngu sl. vetur. M.ö.o. eru skilaboðin þau að starf sem félagsmenn í Heimdalli hafa sinnt fyrir SUS sem slíkt eða Sjálfstæðisflokkinn á síðustu árum skipti nákvæmlega engu máli. Samt erum við að tala um þing SUS! Um er að ræða algera lítils- virðingu við þetta starf. Reyndar hafa nokkrar útgáfur af því, hvaða reglum hafi verið fylgt við val á fulltrúum Heimdallar, litið dagsins ljós í ummælum Bolla í fjölmiðlum þannig að hann virðist ekki viss um þær sjálfur. Sem reyndar kemur ekki á óvart þar sem sýnt er að engum sérstökum reglum hafi verið fylgt nema þeirri að þeir gengu fyrst og fremst fyrir sem stjórn Bolla taldi sér hliðholla auk vina og kunningja sem var skóflað í Heimdall á síðustu dögum og vikum. Sem gott dæmi um þennan hringlandahátt segir Bolli í samtali við Morgunblaðið 22. sept- ember sl. að þeir sem m.a. hafi gengið fyrir sem fulltrúar hafi verið eldri forystumenn Heimdallar. Hvers vegna var þá fjölda fyrrver- andi stjórnarmanna í félaginu neit- að um að vera fulltrúar og settir á varamannabekkinn og það nánast undantekningalaust mjög neð- arlega? Ef þeir á annað borð fengu þá að vera þar. Þessi málflutningur einfaldlega gengur ekki upp. Heiðarleg vinnubrögð? Það versta og alvarlegasta við þetta mál allt er þó að mínu mati sú staðreynd að Bolli Thoroddsen bauð sig fram til stjórnar Heimdall- ar fyrir rúmu ári síðan á þeim for- sendum að framboð hans myndi leggja áherzlu á heiðarleg og lýð- ræðisleg vinnubrögð í störfum sín- um næði það kjöri. Þannig sagði hann í framboðsgrein í Morg- unblaðinu 4. ágúst á síðasta ári að forsenda málefnalegs stjórnmála- starfs væri „að lýðræðislegar hefðir og leikreglur séu í heiðri hafðar, þannig að andi hreinskilni, heið- arleika og trausts skapist. Eðlilegt er að tekist sé á, en öllu skiptir hvernig það er gert.“ Hvað hefur nú orðið um lýðræðislegu hefðirnar og leikreglurnar Bolli? Svo ekki sé talað um heiðarleikann, hreinskiln- ina og traustið? Ég hef ekki orðið var við þetta á undanförnum dög- um hjá stjórn Heimdallar. En sennilega er ekki við miklu að bú- ast þegar jafnvel er lagst svo lágt að fara á skjön við fastmótaðar við- miðunarreglur eins og áður segir. Það má færa rök fyrir því að Bolli Thoroddsen og stjórn hans hafi nú gerzt sek um svo að segja allt það, og reyndar vel rúmlega það, sem hann sjálfur sakaði aðra um. Ég persónulega hafði ekkert út á Bolla að setja fyrir aðeins fáein- um dögum síðan en álit mitt á hon- um og stjórn hans hefur algerlega hrunið síðan þá eftir að hafa orðið vitni að þeim vinnubrögðum sem þessir aðilar hafa ástundað. Og mér þykir það mjög leiðinlegt en mér gersamlega blöskrar þessi fram- koma! Sérstaklega eftir allan fag- urgalann og loforðin í fyrra um að Bolli og stjórn hans myndi ástunda lýðræðisleg og heiðarleg vinnu- brögð. Ég er einfaldlega enginn áhugamaður um það að vera stung- inn í bakið af þeim sem ég taldi mig ekki eiga von á slíku frá! Lok, lok og læs hjá Bolla Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um pólitíkina innan Heimdallar ’En stjórn Bolla ákvaðað fara á skjön við við- miðunarreglur sem sett- ar voru árið 1987.‘ Hjörtur J. Guðmundsson Höfundur er ungur sjálfstæðismaður og formaður utanríkismálanefndar fyrir SUS þing 2005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.