Morgunblaðið - 08.10.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 08.10.2005, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÚR VERINU Ósló. AFP. | Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) og yfirmaður hennar, Egyptinn Mo- hamed ElBaradei, fá friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að reyna að stöðva útbreiðslu kjarna- vopna, 60 árum eftir fyrstu kjarnorkuárásina í heiminum. Nóbelsverðlaunanefndin segir að kjarnorkumálastofnunin og ElBaradei hafi orðið fyrir valinu að þessu sinni fyrir „tilraunir þeirra til að koma í veg fyrir að kjarnorkan verði notuð í hernaðarlegum tilgangi og til að tryggja að hún sé hagnýtt á sem öruggastan hátt í friðsamlegum tilgangi“. Verðlaunanefndin hvatti ríki heims til að sameinast í baráttunni gegn útbreiðslu kjarna- vopna og sagði að kjarnorkuváin færðist „nú aftur í aukana“. Sextíu ár eru nú liðin frá því að Bandaríkja- her varpaði tveimur kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki í Japan. IAEA og El- Baradei voru á meðal 199 einstaklinga, stofn- ana og samtaka sem tilnefnd voru að þessu sinni en formaður verðlaunanefndarinnar, Ole Danbolt Mjøs, sagði að valið hefði ekki verið „sérlega erfitt í ár“. ElBaradei sagði að friðarverðlaun Nóbels styrktu hann í baráttunni gegn útbreiðslu kjarnavopna. „Verðlaunin styrkja mig og fé- laga mína í þeim ásetningi að segja valdamönn- um sannleikann,“ sagði hann á blaðamanna- fundi í Vín í gær og var greinilega hrærður. Mohamed ElBaradei er 63 ára og fyrrver- andi embættismaður í utanríkisráðuneyti Egyptalands. Hann er fyrsti Egyptinn sem fær friðarverðlaun Nóbels frá því að Anwar Sadat hlaut þau árið 1978 þegar hann var for- seti Egyptalands. ElBaradei er einn kunnasti talsmaður þess að samningum fremur en valdi sé beitt til að af- stýra þeirri ógn sem talin er geta stafað af kjarnorkuáætlunum Írana og Norður-Kóreu- manna. Í aðdraganda Íraksstríðsins lagði ElBaradei mikla áherslu á að eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna yrði veittur lengri frestur til að leita að meintum gereyðingarvopnum Saddams. Bandaríkjastjórn vildi ekki bíða lengur og hóf innrás en engin gereyðingarvopn fundust í Írak. Álíka sviptingar eiga sér nú stað vegna Ír- ans, sem IAEA segir hafa brotið alþjóðlegan sáttmála um bann við útbreiðslu kjarnavopna. ElBaradei segir að lengri tíma sé þörf til að ná samningum við Írana, en Bandaríkjamenn segja þá einungis vera að vinna tíma til að þróa kjarnavopn. Fyrr á árinu var ElBaradei endurkjörinn yfirmaður IAEA öðru sinni, þrátt fyrir and- stöðu Bandaríkjamanna í upphafi. Þeim finnst hann ekki taka nógu harða afstöðu gegn Írön- um. Hann tók fyrst við embættinu 1997 og þeg- ar hann var endurkjörinn í ár naut hann mjög mikils stuðnings í öðrum löndum en Bandaríkj- unum. Formaður Nóbelsverðlaunanefndarinnar sagði að í valinu á ElBaradei fælist engin gagn- rýni á stjórn George W. Bush Bandaríkjafor- seta. ElBaradei og IAEA fá friðarverðlaun Nóbels Reuters Yfirmaður IAEA, Egyptinn Mohamed ElBar- adei, brosir á blaðamannafundi í Vín í gær. „HÉR fór allt í háaloft. Menn gengu fagn- andi um ganga, haldnir voru skyndifundir, símtól tekin upp og mikil spenna og mikil gleði,“ segir Magnús Ólafsson, en hann er einn framkvæmdastjóra Alþjóðlegu kjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA, í Vín í Austurríki. Í gær var tilkynnt að stofnunin og Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri hennar, fengju friðarverðlaun Nóbels í ár. Magnús segir í samtali við Morgunblaðið að um 2.200 manns starfi hjá stofnuninni í Vín. Hann hefur unnið hjá IAEA í fjögur ár og er framkvæmdastjóri yfir ráðstefnu- og útgáfusviði hennar. Hann segir að gleðin í morgun hafi einkum stafað af tvennu. „Í fyrsta lagi er alltaf gott að fá viðurkenningu,“ segir hann. „En það sem vekur kannski meiri spennu er að þetta gerir okkur kleift að ná meiri árangri í því sem við erum að gera. Það er ákveðin ástríða sem kemur í þessu starfi. Þú ferð smátt og smátt að átta þig á því hversu of- boðslega hættulegt viðfangsefnið er. Kjarn- orka er stórhættuleg. Það eiga sér stað ólög- leg viðskipti með kjarnorkuefni og geislavirk efni. Það er staðreynd. Í fyrra staðfestum við tvenn ólögleg viðskipti í hverri viku allt árið og fleiri tugir eða hundruð slíkra viðskipta voru óstaðfestir.“ sagði Magnús. ElBaradei ástríðufullur baráttumaður Spurður um samstarfið við ElBaradei seg- ir Magnús að það sé mjög gott. „Hann er einn sá gegnumheilasti maður sem ég hef kynnst og ástríðufullur í baráttu sinni. Hann nýtur þess líka að þetta er hans síðasta starf,“ segir Magnús, en ElBaradei er 63 ára að aldri. „Menn gengu fagnandi um ganga“ Magnús Ólafsson hjá IAEA lýsir viðbrögðum við verðlaununum elva@mbl.is Magnús Ólafsson HÁTT gengi íslensku krónunnar er að sliga sjávarútveginn, að mati Arn- ars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann segir stjórnvöld verða að grípa til að- gerða ef ekki eigi illa að fara. Arnar sagði í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í gær að umtalsverðar breytingar hefðu orðið á rekstrarum- hverfi sjávarútvegsins á liðnu ári og gildi það jafnt um þróun gengis krón- unnar og skilaverðs fyrir afurðirnar. Sagði hann að ef tekið væri tillit til gengishækkunar krónunnar á tíma- bilinu frá september í fyrra til ágúst- loka hefði verðlag flestum sjávaraf- urðaflokkum lækkað umtalsvert. „Þessi niðurstaða sýnir að verðhækk- anir á sjávarafurðum erlendis á síð- ustu tólf mánuðum hafa vegið mis- mikið upp lækkun á skilaverði sjávarafurða sem orsakast af hækkun á gengi krónunnar,“ sagði Arnar. „Hefðu ekki komið til erlendar verðhækkanir á sjávarafurðum, sem brúa hluta af þeirri lækkun skilaverðs sem gengishækkunin orsakar, er öruggt að fleiri fyrirtæki í sjávarút- vegi væru nú komin í þrot. Ný gjald- taka í formi veiðigjalds og stórhækk- að olíuverð hefur ekki orðið til þess að létta róðurinn í rekstri fyrirtækj- anna,“ sagði Arnar. „Íslenskur sjávarútvegur er nú í verulega kröppum dansi og við upp- lifum það um leið að mikilvægi hans fyrir þjóðarbúið er dregið í efa hjá þeim sem miklu ráða um framkvæmd efnahags- og peningastefnunnar í þessu landi.“ Arnar sagði að þrátt fyrir styrk- ingu á gengi krónunnar þá mælist verðbólga nú 4% og er 1,5% yfir 2,5% viðmiðunarmörkum. Til þess að ná niður verðbólgunni hafi Seðlabankinn það eitt ráð að hækka stýrivexti og þær aðgerðir kalli á gengishækkun. „Það er fullkomin ástæða til þess að spyrja hvernig getur það gerst að það skuli yfirleitt mælast verðbólga hér á landi, en ekki verðhjöðnun í ljósi styrkingar krónunnar á síðustu tólf mánuðum. Þetta virðist vera að mestu fasteignaverðbólga, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en til þess að koma henni niður í 2,5% eru þá helstu fórnarlömbin sjávarútvegsfyrirtækin sem eru víða burðarásar í atvinnulíf- inu á landsbyggðinni.“ Sjávarútvegurinn í kröppum dansi Morgunblaðið/Árni Torfason Aðgerðir Sf hvetja stjórnvöld til að taka á stöðu fiskvinnslunnar. Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra gerði hátt gengi krónunnar og viðbrögð við því að meginumræðuefni í ræðu sinni á aðalfundinum. Einar sagði varn- irnar vera að bresta í sjávarútveg- inum vegna gengisins og enginn gæti leyft sér að líta framhjá því. Fyrirsjáanlegt hefði verið að raun- gengi myndi hækka með auknum umsvifum en staða krónunnar nú yrði ekki skýrð með þeim. Við- fangsefnið sem fyrir lægi væri þrí- þætt, að tryggja jafnvægi í þjóðar- búskapnum, treysta stöðu atvinnulífsins og tryggja lága verð- bólgu. Lækka þyrfti raungengi krónunnar, án þess að það stefni í voða verðbólgumarkmiðum. Einar sagðist óttast að sú leið að lækka eingöngu stýrivexti Seðla- bankans við núverandi aðstæður gæti kallað á víxlverkun kaupgjalds og verðlags. Vísaði hann á tvær leiðir til þess að stuðla að lækkun raungengis. Sagði hann að draga þyrfti úr umfangi lánastarfsemi og lækka heildarútlán „Við þurfum að ná tökum á lánshlutföllum og láns- fjárhæðum. Ekki bara að því sem snýr að hinu opinbera, heldur ekki síður að bönkunum. Þetta er ekki síst nauðsynlegt núna þegar allt bendir til að húsnæðisverð kunni að lækka með hækkandi vöxtum og hátt lánshlutfall án hámarksfjár- hæða getur verið áhættusamt til lengdar.“ Jafnframt nefndi hann að huga þyrfti að því að styrkja enn frekar gjald- eyrisvarasjóð landsmanna. Slíkt myndi treysta lánshæf- ismat þjóðarbús- ins enn frekar og er jafnframt eðli- leg viðbrögð í hagstjórn við þeim aðstæðum sem uppi eru vegna vax- andi skuldasöfnunar annarra en ríkissjóðs í útlöndum. Auk þess myndi gengi íslensku krónunnar gefa eftir. „Það er ekki óeðlilegt að hugsa sér að um þetta sé mörkuð stefna til nokkurs tíma, t.d. með það að markmiði að kaupin gætu nálgast einhverja þá upphæð sem svarar til þess sem útlendingar hafa verið að gefa út af íslenskum skuldabréfum. Leiða má mjög sterk rök að því að þessi aðferð gæti náð þeim markmiðum að veikja raun- gengi íslensku krónunnar án þess að það kæmi af stað víxlverkun, ef vel væri staðið að málum og stefnan um þetta mótuð til lengri tíma.“ Einar benti á að krafan um lækk- un raungengis kæmi ekki einungis frá útflutningsatvinnugreinunum, hún kemur einnig frá verkalýðs- hreyfingunni og fulltrúum allra stjórnmálaflokka. „Undan því verð- ur ekki vikist að grípa til aðgerða.“ Varnirnar að bresta Einar K. Guðfinnsson BRESKA blaðið The Guardian sagði í gær að breska ríkisútvarpið, BBC, hefði heykst á að birta án breytinga frétt um að George W. Bandaríkjaforseti hafi haldið því fram að Guð hafi sagt honum að ráðast inn í Afganistan og Írak. Talsmenn Bush sögðu í gær að um upp- spuna væri að ræða. „Hann hefur aldrei látið slík ummæli frá sér fara,“ sagði Scott McClell- an, talsmaður Hvíta hússins, um málið. Guardian segir að BBC hafi breytt fréttinni í ljósi andmæla Bandaríkjamanna og gert meira úr því á fréttavef útvarpsins að ummælunum hefði verið vísað á bug vestra. Heimildarmaður fyrir orðum Bush er Nabil Shaath, aðalsamn- ingamaður Palestínustjórnar. Shaath segir í sjónvarpsþætti BBC að árið 2003, þegar hann átti fund með Bush, hafi hann tjáð sér að Guð hefði gefið sér ráð. „Bush sagði við okkur alla: Ég geng erinda Guðs. Guð sagði við mig, George, þú átt að fara og berjast við hryðju- verkamennina í Afganistan. Og ég gerði það og þá sagði Guð við mig: George, þú átt að fara og binda enda á harðstjórnina í Írak … Og ég gerði það,“ hefur Shaath eftir Bush. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, var líka á fundinum með forsetanum. Hann minnist þess að Bush hafi sagt: „Ég hef sið- ferðislegar og trúarlegar skyldur. Og ég ætla að sjá til þess að þið fáið palestínskt ríki.“ Vísa Guðs- ummælum á bug Helsinki. AP. | Héraðsdómur í Finnlandi hefur sýknað 63 ára gamlan karlmann af ákæru um að hafa myrt tvær stúlkur og karlmann fyrir 45 árum. Fólkið var stungið til bana þar sem það var í útilegu við Bodom-stöðuvatnið í sunnan- verðu landinu. Nils Gustafsson, sem nú hefur verið sýknaður, fannst særður á morðstaðnum og sagðist ekki muna neitt. Sýknudómurinn var kveðinn upp í gær en um er að ræða eitt þekktasta glæpamál í Finn- landi á seinni tímum. Um það hefur verið fjallað í bókum og greinum og vinsæl þunga- rokksveit, sem nefnir sig Börnin í Bodom, dregur nafn sitt af málinu. Lögreglan hefur á þeim tíma sem liðinn er frá morðunum yfir- heyrt meira en fjögur þúsund manns í tengslum við rannsóknina. Gustafsson er nú 62 ára. Héraðsdómur í bænum Espoo vísaði ákærum á hendur Gust- afsson frá og sagði að engin sönnunargögn væru fyrir sekt hans. Ekkert í gögnum málsins útilokaði að utanaðkomandi maður eða menn hefðu framið ódæðið. Gustafsson var handtek- inn í fyrra vegna gruns sem mun hafa vaknað eftir DNA-rannsóknir á gömlum málsgögnum. Finni sýknaður af gömlu morði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.