Morgunblaðið - 08.10.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 08.10.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 35 UMRÆÐAN MARGIR hafa eflaust tekið eftir því að málefni geðfatlaðra voru meðal þeirra verkefna sem veita á framlag til af söluandvirði Símans. Einum milljarði skal á næstu árum veitt til húsnæðis- mála geðfatlaðra. Það sem færri átta sig ef- laust á er að þetta fram- lag er aðeins lítill hluti af miklu átaki sem fram- undan er í þjónustu við geðfatlaða. Átaki sem að öllum líkindum boðar mestu breytingar í þjón- ustu við geðfatlaða hér á landi fyrr og síðar! Félagsmálaráðherra hefur lýst yfir að á árabilinu 2006– 2010 muni átak verða gert til að veita geðfötluðu fólki félagslega búsetu- þjónustu skv. lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Hér er um að ræða um hundrað manna hóp fólks af öllu landinu sem fyrst og fremst hefur dvalið á stofnunum geðheilbrigð- iskerfisins og sem kom fram í könnun félagsmálaráðuneytisins 2004–2005. Gera má ráð fyrir að yfir helmingur þessa hóps sé Reykvíkingar. Með þessu er félagsmálaráðuneytið í samvinnu við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið að stíga það skref sem boðað var 1992 þegar lögum um málefni fatlaðra var breytt. Þetta skref felst í því að viðurkenna að fötl- un, og þar með geðfötlun, felist í fé- lagslegri stöðu fólks fremur en ein- stökum sjúkdómum eða öðrum orsökum skerðingar. Sambærilegar breytingar í þjónustu við geðfatlaða eru að eiga sér stað í nágrannalöndum okkar, bæði austan hafs og vestan. Eftirfarandi viðmið byggjast einmitt á reynslu nágrannaþjóða okkar og eru hluti upplýsingagrunns sem starfsfólk Svæðisskrifstofu Reykjavíkur um málefni fatlaðra hefur safnað. Með geðfötlun er átt við fólk sem haldið er örorku vegna langvarandi alvarlegs geðsjúkdóms svo sem geðklofa, geðhvarfasýki, persónuleikaraskana og áfengis- og/eða lyfjafíkn- ar. Markhópur átaksins er þeir sem dvalið hafa oft eða langdvölum á stofnunum geðheilbrigð- iskerfisins. Mikilvægt er að skilgreining markhóps átaksins sé skýr þar sem þjónustuþarfir og mark- mið þjónustu eru mismunandi. Við undirbúning og skipulag verk- efnisins þarf að ganga út frá heild- rænni þjónustu, þ.e. að virkja fólk í vinnu, námi, dagþjónustu og skipu- lögðu frítímastarfi auk búsetuþjón- ustu. Eðlilegt er að leggja sömu gildi til grundvallar þjónustu við fólk með geðfötlun og einkennt hefur þjónustu fyrir fólk með þroskaheftingu: virð- ingu, ábyrgð og fagmennsku. Reynslan sýnir að náið og faglegt samstarf félagslegra þjónustuaðila við geðheilbrigðisþjónustuna er for- senda þess að viðhalda samfelldri þjónustu sem er nauðsynleg til að byggja upp traust og öryggi gagnvart notendum og aðstandendum. Í tengslum við átakið þarf að koma á fót formlegum samstarfsvettvangi milli félagslegra þjónustuaðila og geðsviðs LSH í formi fag- eða sam- starfsteymis þar sem fagfólk og for- stöðumenn félagslegu þjónustunnar eiga samstarf við geðlækna, geð- hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk geðsviðs. Þjónustuna þarf að byggja á hug- myndafræði sem gerir ráð fyrir al- mennum lífsgildum notenda og að- standenda þeirra, faglegum gildum starfsfólks og annars fagfólks og al- mennum gildum þjóðfélagsins á hverjum tíma. Þessi gildi þarf að vera hægt að nota í daglegu starfi á ein- faldan og auðveldan hátt. Dæmi: Hvernig felst virðing í húsnæð- isaðstæðum, daglegum samskiptum eða vinnutilboðum? Hvernig felst ábyrgð í umgengni í eigin íbúð, skipu- lagi dagtíma eða umsjón fjármála? Áherslu þarf að leggja á að áhrif notenda nái bæði til skipulags og inni- halds þjónustunnar. Með því er not- endum sýnd virðing og þeim veitt ábyrgð. Þetta er forsenda þess að hægt sé að virkja notendur, aðstand- endur og fagfólk sem samstarfsaðila. Þegar ákvarðanir um markmið og leiðir eru sameiginlegar vinna allir saman og eru í sama liði. Miða þarf við að uppbygging þjón- ustunnar byggist á þeim grunn- viðhorfum að með réttum aðstæðum og samhæfðri meðferð fari fólki með geðfötlun fram og nái aukinni færni og bata á öllum sviðum. Afleiðing þess er að fólk nái færni til aukins sjálfstæðis í lífi og starfi. Með end- urhæfingu sem hugsjón er lögð áhersla á jákvæða framþróun og til- gang allra að vinna saman að betra mannlífi og virkni allra í daglegu lífi og starfi. Fínt jafnvægi liggur milli sér- hæfðrar þjónustu annars vegar og al- mennrar þjónustu og samfélagsþátt- töku hins vegar. Fyrir fagfólki eru sérhæfðar aðstæður og sérhæfð með- ferð oft mikilvægar leiðir til að ná ár- angri. Á hinn bóginn leiðir sérhæfing til einangrunar og aðskilnaðar frá þátttöku í almennu samfélagi. Á viss- an hátt verða þessar andstæður ávallt ósættanlegar. Jafnvægi og flæði þarf að vera milli hins almenna og hins sértæka bæði í búsetu, dagþjónustu og frítímastarfi. Miða þarf við að framþróun átaks- ins og árangur verði skráður þannig að hægt verði að meta árangur og hvernig til hafi tekist. Til þess að það sé hægt þarf að skilgreina aðferðir til að meta bæði magn og gæði íhlut- unar. Það er okkur sem störfum við fötl- unarþjónustu mikil hvatning þegar stjórnvöld sýna slíkan metnað, ábyrgð og framsýni eins og ofan- greint verkefni ber vitni um. Breyting á þjónustu geðfatlaðra Halldór Kr. Júlíusson skrifar í tilefni Geðheilbrigðisdagsins ’Það er okkur semstörfum við fötlunar- þjónustu mikil hvatning þegar stjórnvöld sýna slíkan metnað, ábyrgð og framsýni ...‘ Halldór Kr. Júlíusson Höfundur er sviðsstjóri þróunar- og greiningarsviðs Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. FITUBRENNSLA a u k i n b r e n n s l a v a t n s l o s a n d i m e i r i o r k a m i n n k a r n a r t Easy body Burner hylki er frábær lei› til a› tapa flyngd á árangursríkan og skynsaman hátt. Hylkin innihalda m.a koffín, H‡droxísítruss‡ru, króm pikkólant og L-Carnitine. sérhanna› fyrir konur Sölusta›ir: og Heilsuhúsi›

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.