Morgunblaðið - 08.10.2005, Page 38

Morgunblaðið - 08.10.2005, Page 38
38 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDIRRITAÐUR hefur fyrir nokkru fengið þá nafnbót að kallast eldri borgari. Af því tilefni átt þess kost að fara í þeirra hópi í ýmsar skoðunarferðir. Það verður þó að segjast að aðgengi að mörgum stöð- um sem merktir eru við þjóðveginn sem nátt- úruperlur eða athygl- isverðir staðir er langt frá því að vera fyrir aldrað fólk og jafnvel hættulegt yfirferðar fullfrísku fólki. Vil ég nefna hér nokkra staði sem ég hef farið til, þar sem margir af ferðafélögum mínum hafa snúið frá. Hér er ekki um skipu- lega úttekt sé að ræða: Austan við Jökulsá á Sólheimasandi er fjöl- farinn vegslóði upp að Sóleimajökli. Bílaplan hefur verið gert við enda vegarins fyrir fjölmörgum árum. Jökullinn hefur hins vegar hopað mjög mikið þannig að ekki sést í sporð jökulsins frá bílastæðinu og fólk verður að leggja á sig göngu um órudda jök- ulurð til þess að kom- ast að jökulsporðinum. Þarna er þó hægt um vik að ryðja braut nær jöklinum og engin landspjöll að. Í Eldgjá hefur myndast gönguslóði frá bílastæði að Ófærufossi, ef hægt er að kalla það gönguslóða, enda hafa þarna orðið slys á fullfrísku fólki. Það er um 20 mínútna gangur aðra leiðina að fossinum, mest um grjótklungur. Þarna mætti auðveld- lega stytta gönguleiðina um helm- ing, með lengri akfærum vegi og lag- færa hinn hlutann. Hjá Kirkjubæjarklaustri hefur verið gerður gönguslóði að svokölluðu kirkjugólfi. Stígurinn liggur að hluta yfir mýrarblett og hefur verið lagður dúkur í mýrina og möl yfir, sem síð- an hefur sigið niður þannig að það er jafnblautt yfirferðar. Þarna er mjög lítið verk að grafa smáskurð í Mýr- ina og lyfta veginum aðeins upp eða velja styttri og greiðfærari leið að staðnum. Við Dverghamra á Síðu hefur verið gert myndarlegt bílaplan með upplýsingaskiltum en gallinn er sá að göngustígurinn liggur í hálf- hring til þess að komast að hömr- unum og reyna því flestir að stytta sér leið með tilheyrandi áhættu og jarðraski. Betra hefði verið að mínu áliti að vegur væri lagður sunnan megin að hömrunum þar sem oftast var farið að þeim áður fyrr. Við Stöng í Þjórsárdal er bílastæðið langt frá fossgljúfrinu. Sunnan meg- in við gljúfrið er ómerktur og illfær akvegur að því en þaðan að sjá er þetta einn fallegasti staður landsins og þar hefur verið gerður góður göngustígur niður í þessa vin. Það eru hinsvegar örfáir sem þekkja þessa leið. – Vegurinn að Öskju end- ar í bílaplani, en síðan tekur við um hálftíma gangur um eyðisand þar sem ekkert sést til Öskju eða Vítis og sneru margir við á þeirri leið, héldu jafnvel að þetta gæti ekki verið leiðin. Þarna er allra veðra von og svekkjandi að þurfa að snúa við eftir langa og erfiða ferð. Ég sé ekki tilganginn í því að gera fólki svona erfitt að komast að þessu náttúruundri. Þá vil ég enda þessa upp- talningu á nátt- úruperlu okkar Mýr- dælinga, Dyrhólaey. Þar er ekki nóg að ekkert sé gert til að auðvelda göngu um eyna heldur er hún lok- uð öllum ferðamönnum frá byrjun maí þar til um 26. júní. Þetta er gert að tilskipun Nátt- úrustofnunar undir því yfirskini að verið sé að vernda æðarvarp á eynni. Það má vera að hægt sé að glepja ein- hverja æðarfugla til þess að verpa á eynni, en það er jafnframt næsta víst að flestir ungar sem komast úr eggi á eynni, enda sem fuglafóður fyrir máva og hrafna. Dyrhólaey er nefnilega hömrum girt að mestu og kollurnar þurfa að fara langan veg með ung- ana til þess að koma þeim út á Dyr- hólaós. Vegna lokunar Dyrhólaeyjar fær vargurinn næði til þess að éta ungana í ró og næði. Eyjan hefur nú verið lokuð á hverju sumri í um 20 ár, eða meira, til mikils óhagræðis fyrir alla ferðaþjónustu, en ekki er mér kunnugt um árangur friðunar- innar og veit ekki til þess að hlutlaus aðili hafi fengið að koma þar að til þess að fylgjast með afdrifum æð- arunganna. Í Vatnsmýrinni við Reykjavíkurflugvöll er sennilega mun meira æðar- og andavarp en Náttúrustofnun virðist ekki hafa neinn áhuga á að vernda það svæði. Það virðist einhvern veginn að eftir því sem fjarlægðin eykst frá Reykja- vík vaxi áhugi Náttúruverndarsinna til þess að varðveita náttúruna og þegar komið er nógu langt frá mega menn ekki einu sinni stinga niður skóflu eða gera götuslóða til þess að komast um eða að eigin jarðnæði. Vegagerðin verður að kosta dýrt umhverfismat ef einversstaðar þarf að breyta vegi til batnaðar. Ég hef ekkert heyrt um að krafist hafi verið umhverfismats til þess að fara með Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur, eða út í hafsauga. Þó að bæði sé þarna fjölbreytt fuglalíf, innanlands- flug og sjúkraflug við landsbyggðina muni hrynja, einkaflug Reykvíkinga leggjast niður, eftirlit, viðgerðir og viðhald flugflotans flytjast annað. Ofan á svo allt annað er næsta víst að einhvertíma gýs á Reykjanes- skaganum og getur það lokað bæði veginum til Keflavíkur og austur yfir Hellisheiði. Það ætti því að vera al- mannavanamál allra landsmanna að fjalla um Reykjavíkurflugvöll. Manni verður á að spyrja eru feg- urstu staðir landsins aðeins fyrir ljósmyndara og náttúruskoðendur á besta aldri og gera Reykvíkingar meiri kröfur um ósnerta náttúru eft- ir því sem fjær dregur höf- uðstaðnum? Hverjir eiga að njóta landsins gæða? Reynir Ragnarsson bendir á hvað unnt sé að gera til að bæta aðgengi aldraðra Reynir Ragnarsson ’Aðgengi aðmörgum stöðum sem merktir eru við þjóðveginn sem náttúru- perlur, eða at- hyglisverðir staðir, er langt frá því að vera fyrir aldrað fólk og jafnvel hættulegt.‘ Höfundur er eldri borgari og fyrrum lögregluvarðstjóri í Vík. 29. SEPTEMBER síðastliðinn hófst, í þremur kvikmyndahúsum, meðal annars Regnboganum, al- þjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Er hún talin ein sú stærsta sem hald- in hefur verið hér á landi. Taka þessu margir fagnandi, enda veitir ekki af nýjungum og fjöl- breytileika í kvik- myndaheimi þar sem Hollywood virðist hafa tekið völdin. Vekur þessi kvik- myndahátíð mikinn áhuga hjá mér og þá sérstaklega sá flokkur sem varpar ljósi á mannrétt- indamál þessa heims. Það er frábært framtak. Það vildi svo skemmtilega til að hluti af mínu námi í fjölmiðlun við Fjölbrautaskólann í Garðabæ er að fara og sjá eitthvað af þessum myndum og vinna úr þeim verkefni. Myndin sem mig langar mest að sjá eru Týndu börnin og er hún sýnd í áðurnefndu kvikmyndahúsi. Hlakk- aði ég því mikið til þess að geta slegið tvær flugur í einu höggi, svalað áhugasemi minni og lært um leið. Það gerist varla betra. En þessi tilhlökkun mín stóð ekki lengi. Enn og aftur kom hreyfihöml- un mín í veg fyrir að ég gæti farið eitthvert sem mig langaði. Eða bíð- um við, umorðum þetta aðeins: enn og aftur kom samfélagið í veg fyrir að ég gæti farið eitthvert sem mig lang- aði. Það er ekki aðgengi fyrir fatlaða í Regnboganum. Samkvæmt heimasíðu Regnbog- ans hafa orðið miklar breytingar á húsnæðinu síðan það hóf starfsemi sína 1980. Sett hafa verið ný sæti í alla sali og eru þægindin í fyrirrúmi, eru þau á stöllum svo áhorfendur sjái betur leikinn á tjaldinu. Ný tjöld og nýjustu gerðir af linsum hafa verið sett upp til þess að auka skerpu og birtu myndar og hafa sýningarvélar verið endurnýjaðar til þess að tryggja rekstraröryggi. Mikil ósköp hefur þetta verið mikilvægt, að hlífa heilbrigðum lík- ömum frá óþægi- legum sætum og litlum gæðum kvikmyndahúsa. Svo nauðsynlegt að í öllum fram- kvæmdum gleymdist grund- völlurinn: aðgengi fyrir alla. Það er verulega skrítið því Regnboginn segist hafa Smárabíó að leiðarljósi, en þar er að- gengi fatlaðra einmitt til mikillar fyr- irmyndar. Nú er að renna upp fyrir mér ástæðan fyrir svarinu sem fatlaðir fá í gríð og erg ef um eitthvað er beðið: ,,Það eru ekki til peningar.“ Það er ekki nokkur furða þegar svona vinnubrögð eiga sér stað. Hefði ekki verið nær að hugsa um það aðeins fyrr hversu mikilvægt aðgengi fatl- aðra er? Hefði ekki verið kostn- aðarminna að bæta það á meðan á framkvæmdum stóð? Mér finnst ver- ið að kasta peningum út um gluggann. Svona lagað er ekki bara brot á mannréttindum, heldur einnig á lög- um og reglum. Samkvæmt þeim skulu sveitarstjórnir sjá um að op- inberar þjónustustofnanir og bygg- ingar séu endurbættar með tilliti til aðgengis fatlaðra. Í byggingarlögum og reglugerðum stendur að aðgengi fatlaðra skuli alltaf vera krafa við hönnun og gerð mannvirkja. Þetta virðist þó ekki vera virt viðlits og er það ekki í fyrsta skipti. Það er allt of mikið um lélegt aðgengi á opinberum stöðum hér á landi sem er mikil skerðing á mannréttindum fatlaðra. Við höfum mjög takmarkaðan að- gang af allt of mörgum kvikmynda- húsum, leikhúsum, verslunum, skemmtistöðum og fyrirtækjum sem heftir okkur í daglegu lífi. Tel ég það til háborinnar skammar fyrir þjóðfé- lagið. Það er einnig athyglisvert að svona stór viðburður sem kvikmyndahá- tíðin er, skuli vera haldin þar sem þörf er á bættu aðgengi. Er ekki mót- sagnakennt að hafa kvikmyndir um mannréttindi þar sem ekki er að- gangur fyrir alla? Er ekki mikið hugsunarleysi að enn þann dag í dag sé aðgengi að koma í veg fyrir líf, störf og nám fatlaðra einstaklinga? Er ekki komin tími fyrir breytingar og tími til að draga úr aðgreiningu sem þessari? Það finnst mér. Ég vil hér með lýsa yfir von- brigðum mínum og hörðum mótmæl- um á því hugsunarleysi sem hér hef- ur átt sér stað, að ekki sé hægt að endurbæta húsnæði með tilliti til fatl- aðra jafnt og heilbrigðra og að svona stórviðburður geti ekki verið haldinn í kvikmyndahúsi sem býður alla vel- komna. Líkt og oft áður verðum við fatlaðir að fræðast um þessar kvik- myndir í gegnum heilbrigða fjöl- skyldumeðlimi, vini, skólafélaga og kennara, því okkur er ekki boðið. Einhvers staðar gleymdist að fatlaðir eru líka fólk. Aðgengi fyrir fatlaða? Nei, því miður Freyja Haraldsdóttir fjallar um fatlaða og aðgengi þeirra að stofnunum ’Einhvers staðargleymdist að fatlaðir eru líka fólk.‘ Freyja Haraldsdóttir Höfundur er framhaldskólanemi. MEÐAL annarra hluta sem þarfnast athugunar er hversu marg- ir af landsbyggðarnotendum innan- landsflugsins eru til dæmis á leið sinni til útlanda. Gefið að þetta hlut- fall sé hátt kemur upp sú spurning hvort hægt verði að skipuleggja tengingar milli innan- landsflugsins og milli- landaflugsins með þeim hætti að samfella geti orðið á flugáætlun flestra þessara far- þega … Mikil umræða hefur átt sér stað hvort í fyrsta lagi skuli flytja flugvöllinn úr Vatns- mýrinni og ef sú verð- ur raunin þá hvert skuli flytja hann. Raddir þeirra sem álíta að innanlandsflugið skuli flutt til Keflavíkur hafa orðið æ háværari að undanförnu. Áður en hægt er að mynda sér raunhæfa skoðun í svo stóru máli hvað þá að taka ákvörðun þarf að skoða hverjir það eru sem nota inn- anlandsflugið einna mest og hversu hátt hlutfall notendanna til dæmis býr á landsbyggðinni. Meðal ann- arra hluta sem þarfnast athugunar er hversu margir af landsbyggð- arnotendum innanlandsflugsins eru til dæmis á leið sinni til útlanda. Gef- ið að þetta hlutfall sé hátt kemur upp sú spurning hvort hægt verði að skipuleggja tengingar milli innan- landsflugsins og millilandaflugsins með þeim hætti að samfella geti orð- ið á flugáætlun flestra þessara far- þega. Ef farþegarnir sem eru að koma úr innanlandsfluginu komast ekki leiðar sinnar samdægurs er ekki séð að mikil hagræðing sé fyrir þá að hafa innanlandsflugið í Kefla- vík. Annar hópur Íslendinga nýtir inn- anlandsflugið með þeim hætti að flogið er á áfangastað, erindum sinnt og komið til baka samdægurs. Þessi hópur er ef til vill ekki stór en þetta eru þó fastir notendur þess- arar flugþjónustu árið um kring. Það skyldi engan undra þótt þess- um notendum fyndist það vera sér óhagstætt ef innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur. Sú óánægja væri best skilin í ljósi þess hversu langur aðdrag- andi er yfirleitt að flugi frá landinu þ.e. milli- landaflugi en flestir Ís- lendingar hafa jú reynslu af því. Þeir sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig hvað varðar umferð og biðraðir á Leifsstöð leggja jafnvel af stað allt að þremur tímum fyrir áætlaða brottför. Þeim sem fara fram og til baka innanlands á einum og sama deginum gæti því þótt ferðalagið býsna þungt í vöfum væri innan- landsflugið staðsett í Keflavík. Önnur gild sjónarmið í málinu hafa að undanförnu verið að líta dagsins ljós. Það eru sjónarmið þeirra sem koma með einum eða öðrum hætti að sjúkraflugi frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Þessir aðilar benda á mikilvægi þess að staðsetning innanlandsflugsins sé sem næst sjúkrahúsum borgarinnar enda geta mínútur skipt máli þegar um bráðatilvik er að ræða. Til að hugmyndin um staðsetn- ingu innanlandsflugsins í Keflavík geti orðið aðlaðandi þyrfti að huga að mörgum þáttum. Fyrst skal nefna samgöngur því ef vel á að vera þarf leiðin frá Reykjavík til Leifs- stöðvar helst að vera eins konar „skottúr“. Einnig þyrfti að skoða hvaða áhrif þessi aukna flugumferð frá Leifsstöð hefði á aðgengi að flug- stöðinni sjálfri, bílastæðum í grenndinni og hvort gera þurfi ein- hverjar umfangsmiklar umbætur til þess að viðhalda skilvirkni í allri þjónustu sem fylgir auknum flug- samgöngum á þessu svæði. Eins og sakir standa skortir upp- lýsingar frá þorra landsmanna um hvort þeir telji að innanlandsflugið sé betur komið í Reykjavík eða hvort vel megi una við þá hugmynd að staðsetning þess verði í Keflavík. Til að svo stór ákvörðun geti orðið far- sæl fyrir alla landsmenn þurfa hags- munir og þarfir meirihlutans að ráða. Flugvöllurinn - hvert skal hann fluttur? Kolbrún Baldursdóttir fjallar um Reykjavíkurflugvöll ’Annar hópur Íslend-inga nýtir innanlands- flugið með þeim hætti að flogið er á áfanga- stað, erindum sinnt og komið til baka samdæg- urs.‘ Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur og varaformaður Sjálfstæðisfélagsins í Reykjavík suður. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.