Morgunblaðið - 08.10.2005, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristján ÁsgeirSólbjartur
Mikkaelsson fæddist
í Fremri-Breiðadal í
Önundarfirði 7. júlí
1942. Hann varð
bráðkvaddur 1.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Mikkael Ingiberg
Kristjánsson, f. 8.
okt. 1903. d. 5. des.
1986, og Ingibjörg
Andrea Jónsdóttir, f.
23. janúar 1918, d.
24. júní 1993. Systk-
ini Kristjáns eru, Óskar, f. 11. des.
1943, Elsa Kristín, f. 16. des. 1945,
Halldór, f. 14. mars 1947, Eiríkur
Ragnar, f. 27. júní 1948, Sigríður
Jóhanna, f. 20. sept. 1950, Guðrún
Ólöf, f. 26. okt. 1951, Gunnlaugur, f.
18. nóv. 1952, Ásta, f. 25. febr. 1955,
Hildur Jóna, f. 1. des. 1957, Björn
Bragi, f. 14. jan. 1959 og Ásgeir
Kristján, f. 27. des. 1961. Hálfbræð-
ur sammæðra eru Magnús Jón
Ágústsson, f. 7. júlí 1936 og Ólafur
Íshólm Jónsson, f. 1. ágúst 1939.
Eftirlifandi sambýliskona Krist-
jáns er Guðný G. Ívarsdóttir, f. 30.
janúar 1956. Sonur hennar er Jó-
hannes Björnsson, f. 17. júní 1979.
Foreldrar hennar voru Ívar Niku-
lásson sem nú er látinn og Ragna
Lindberg Márusdóttir.
Kristján kvæntist 25. desember
1964 Ingibjörgu Halldóru Elíasdótt-
ur, f. 4. des. 1944, d. 22. nóv. 1969.
Foreldrar hennar voru Elías Jóns-
son og Kristrún Kristófersdóttir.
Börn þeirra Kristjáns og Ingibjarg-
ar Halldóru eru: 1) Elías, f. 18. júlí
1964. Maki 1: Inga Rún Pálmadóttir,
sonur þeirra Pétur Þór, f. 6. mars
1988. Þau skildu. Maki 2: Helga
Hrund Einarsdóttir, börn þeirra
Andrea Ósk, f. 29. jan.1991 og Vil-
berg Sindri, f. 3. sept. 1994. Þau slitu
þó aðallega að spretthlaupum. Í
þeim náði hann mjög góðum ár-
angri og stóð oft á verðlaunapalli
með þeim bestu hér á landi. Var
einnig í landsliði Íslands og keppti
fyrir þess hönd á erlendri grund.
Um tvítugt flytur hann til Reykja-
víkur, stofnar heimili með Ingibjörgu
Halldóru Elíasdóttur og hefur nám í
blikksmíði og líkur því með meistara-
réttindum í iðninni. Hann vann við
blikksmíði í Reykjavík þar til hann
flytur 1970 til Ólafsfjarðar og setur
þar upp blikksmiðju í vélsmiðjunni
Nonna hf. Bjó þar með Bergþóru Sig-
urbjörgu Þorsteinsdóttur. Þar starf-
ar hann til 1972 er hann flytur aftur
til Reykjavíkur. Þar kynnist hann
Ástu Vigdísi Gústafsdóttur og búa
þau í Reykjavík þar til þau flytja til
Ólafsfjarðar 1975. Þá gengur Krist-
ján í samstarf við menn á staðnum
sem reka þar blikksmiðju samhliða
vélsmiðju. Þegar Kristján bjó á Ólafs-
firði stundaði hann nám í pípulögnum
og aflaði sér meistararéttinda í þeirri
iðn. 1983 flytur fjölskyldan til Sauð-
árkróks þar sem Kristján setur upp
blikksmiðju. Þar starfar hann til
1987. En nokkrum árum áður hafði
hann tekið að sér það risaverkefni að
setja upp loftræstikerfið í Kringlunni
og flytur þá hluta smiðjunnar til
Reykjavíkur sem hann flytur svo
seinna upp í Mosfellsbæ. Þá blikk-
smiðju starfrækir hann til 2002 er
hann lendir í slysi á hestbaki. 1988
kynnist Kristján sambýliskonu sinni
Guðnýju Guðrúnu Ívarsdóttur í
Flekkudal í Kjós og bjó þar til dauða-
dags. Þar gat hann sinnt helstu
áhugamálum sínum. Annað var
hestamennska og ræktun gæðinga.
Hitt var ræktun og tamning fjár-
hunda. Það síðara átti hug hans allan
nú síðustu ár og til marks um það
flutti hann inn taminn fjárhund frá
Skotlandi og var hann með honum til
lokastundar. Kristján sat í stjórn
Fjárhundafélags Íslands frá 1999 og
var stofnandi og formaður Fjár-
hundafélags Kjósarhrepps frá 1998.
Hann hafði mikla unun af söng og var
meðlimur í kórum bæði fyrir norðan
og sunnan.
Útför Kristjáns fer fram frá
Reynivallakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
samvistum. Sambýlis-
kona Elíasar er Sigríð-
ur Aðalheiður Lárus-
dóttir, f. 12. apríl 1968.
2) Sandra, f. 2. sept.
1966, d. 17. febr. 1997.
Maki Magnús Stein-
grímsson, f. 26. júlí
1964.
Fyrrv. sambýlis-
kona Kristjáns er
Bergþóra S. Þor-
steinsdóttir, f. 20.
sept. 1949, sonur
þeirra Þorsteinn, f.
20. júlí 1970. Þau slitu
samvistum.
Hinn 21. apríl 1973 kvæntist
Kristján Ástu Vigdísi Gústafsdótt-
ur, f. 8. mars 1942. Sonur þeirra
Þorsteinn Mikkael, f. 18. apríl 1974.
Fyrir átti Ásta Þórhildi, Þór og
Eddu. Þau skildu.
Sonur Kristjáns og Laufeyjar
Magnúsdóttur er Magnús, f. 18. júní
1963. Maki 1: Sigríður María Magn-
úsdóttir, f. 9. okt. 1964. Dóttir
þeirra Þórey Edda, f. 14. des. 1985.
Maki 2: María Helena Tryggvadótt-
ir, f. 1. mars 1967. Sonur þeirra Há-
kon Alexander. Dóttir Kristjáns og
Iðunnar Jómundsdóttir er Ásrún, f.
11. sept. 1963. Maki Jónas Dalberg
Karlsson, f. 7. ágúst 1963. Þau eiga
2 börn, Iðunni, f. 30. nóv. 1988 og
Maren, f. 30. júní 1994. Sonur Krist-
jáns og Guðmundu Magneu Gunn-
arsdóttur er Gunnar Sigmar, f. 2.
júní 1967. Maki Sigríður Birna
Ólafsdóttir. Börn þeirra Ólafur
Guðni, f. 4. ágúst 1998 og Heiðrún
Júlía, f. 2. ágúst 2003.
Kristján ólst upp í Fremri-
Breiðadal í Önundarfirði. Þaðan
gekk hann í barnaskóla, farskóla, í
Neðri-Breiðadal og síðan tvo vetur í
framhaldsskóla í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp. Á unglingsárum
hneigðist áhugi hans að íþróttum,
Elsku afi minn, ég missti þig og ég
brast í sorg. Þú varst besti afi minn.
Ég vildi að ég gæti hitt þig einu sinni
enn. Ég á heima á jörðinni en þú átt
heima á himninum, ég á heima hjá
mannfólki en þú hjá englunum. Ég
geri hvað sem er til að sjá þig aftur.
Hlustaðu á mig nú afi, ég reyndi aldr-
ei að breyta þér, ég var alveg sátt við
þig. En því fórstu frá mér? Mér þykir
svo vænt um þig afi minn.
Guð geymi þig.
Þín afastelpa
Maren.
Stjáni bróðir er farinn yfir móðuna
miklu.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi
að fá tækifæri til að vinna með honum
Stjána bróður mínum og þar með
kynnast honum upp á nýtt. Ég þekkti
hann að sjálfsögðu sem barn, en það
var meira svona úr fjarlægð. Stjáni
lifði lífinu lifandi og var óhræddur við
að segja sína skoðun. Hann var mjög
réttsýnn og yfirvegaður og þegar
hann talaði þá hlustuðu menn. Hann
var mjög góður sögumaður og oftar
en ekki héldu menn, sem ekki vissu
betur, hreinlega að hann væri að ýkja,
svo líflegar og skemmtilegar voru frá-
sagnir hans.
Stjáni var einn af þessum mönnum
sem höfðu mjög góða nærveru, fólk
sem var í kringum hann var í góðum
málum. Hann var völundur í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur og þar
sem hann kom að voru hlutirnir í lagi.
Hann hafði fágætan eiginleika sem
var sá að hann las í náttúruna og lífið
og sá ýmislegt það sem öðrum yfir-
sást, þannig hafði hann ótrúlega
glöggt auga fyrir dýrum sem og
mönnum. Þessi eiginleiki hans nýttist
honum vel í ræktun hans á hestum,
sem og ræktun á border collie-fjár-
hundunum hans.
Stjáni var mjög ósérhlífinn og kvart-
aði aldrei, sama hvað bjátaði á. Við
Stjáni vorum undir það síðasta staddir
úti á landi og héldum til í vinnubúðum.
Á hverjum morgni rétt upp úr klukkan
sex stökk hann á fætur eins og ung-
lamb og sagði glaðlegri röddu, „jæja er
ekki best að fara að gera eitthvað
skemmtilegt?“ og með það sama var
hann rokinn í burtu og skömmu síðar
var kaffikannan komin í gang.
Við Stjáni og Bjarni völundur og
vinur áttum margar ánægjustundir
saman sem lifa munu í minningunni
og hafa gert mig að betri manni.
Ekki sást neinn bilbugur á Stjána
undir það síðasta og fréttin af því að
hann væri dáinn kom eins og lamandi
reiðarslag. Svona er nú bara lífið en
samt kemur svona nokkuð manni allt-
af jafnmikið á óvart.
Það sem Stjána var hugleiknast
voru börnin hans, Guðný, fallega kon-
an hans og Jói sonur mömmu, eins og
hann sagði stundum, og biðjum við
góðan guð um að vernda þau og
styrkja í sorg þeirra og miklum missi.
Stjána þökkum við kærlega fyrir
samfylgdina, sem var alltof stutt, en
mjög ánægjuleg, gefandi og
skemmtileg.
Björn, Viktor Örn og Hildur.
Þegar ég minnist fyrrum svila míns
og vinar, Stjána Mikk, er stutt í bros-
ið. Á laugardaginn var, stuttu eftir að
mér voru sögð þau sorglegu og raun-
ar ótrúlegu tíðindi að þessi mikla
kempa væri öll, vissi ég ekki fyrr en
ég skellti upp úr þegar ég hafði nýlok-
ið við að segja sameiginlegum vini
okkur ótíðindin.
Hugurinn reikaði til baka og stað-
næmdist strax við nokkur atvik í end-
urminningunni. Þau voru þess eðlis að
erfitt var að verjast hlátri. Þannig var
þessi makalausi maður með sína miklu
mannkosti en einnig nokkra galla að
hann vakti víða og oft hlátur. Hann var
gleðigjafi og kunni þá list að segja sög-
ur sem lengi verða í minni hafðar. En
hann kunni ekki síður þá list að upplifa
atburði sem urðu á stundum eins og
hreinustu ýkjusögur. Með fjöri sínu og
lífskrafti kallaði hann oft á atburðarás
sem hefði farið framhjá öðrum ónotuð.
Þær voru því oft sannar hinar lygilegu
sögur hans Stjána sem voru kryddaðar
með ýmsu smálegu en þýðingarmiklu
sem hann tók eftir þó að það hefði farið
framhjá öðrum.
Stjáni fékk alveg sinn skammt full-
mældan af áföllum en hann bar ekki
harm sinn á torg. Jafnvel á erfiðustu
tímum í lífi hans var stutt í hlátur og
bros.
Ég var svo heppinn að upplifa
nokkra atburði í félagsskap Stjána
sem seinna urðu efni í sögur, oft í
tengslum við sameiginlegt áhugamál
okkar, hestamennsku. Þar eins og
KRISTJÁN ÁSGEIR
SÓLBJARTUR
MIKKAELSSON
Elskulegur faðir minn, afi okkar og langafi,
BENEDIKT ELÍAS SÆMUNDSSON,
áður til heimilis
á Sniðgötu 2,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt mánu-
dagsins 3. október.
Útför hans fer fram frá Höfðakapellu Akureyri
miðvikudaginn 12. október kl. 13.30.
Valgerður Benediktsdóttir,
Arnar Þorsteinsson, Guðrún Helga Kristjánsdóttir,
Guðrún Björk Þorsteinsdóttir, Hlynur Þór Sveinbjörnsson
og langafabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
JÓN SAMÚELSSON,
Engimýri 8,
Akureyri,
sem lést miðvikudaginn 28. september, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn
10. október kl. 13:30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á dvalarheimilið Hlíð Akureyri.
María Brynjólfsdóttir,
Brynjólfur Jónsson,
Jóhanna Jónsdóttir,
Jón Brynjar Kristjánsson, Júlíana Ingimarsdóttir,
Linda Hafdal, Axel Ernir Viðarsson,
Þökkum samúð og vináttu við andlát og útför
VIGFÚSAR SIGURÐSSONAR
frá Brúnum,
Hólavangi 3,
Hellu.
Guðrún Sigurðardóttir, Hjalti Bjarnason,
Halldóra Sigmundsdóttir, Kristþór H. Breiðfjörð,
Siguður Sigmundsson, Elín Jónsdóttir,
Helga Helgadóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VALGERÐUR PÁLMADÓTTIR
frá Rauðamýri,
andaðist á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar þriðjudaginn
4. október.
Höskuldur Guðmundsson,
Margrét Guðmundsdóttir, Einar Róbert Árnason,
Oddur Guðmundsson, Kolbrún Pálsdóttir,
Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir, Gunnar Valur Jónsson,
Anna Guðmundsdóttir, Benedikt Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, teng-
damóður og ömmu,
VIGDÍSAR GUÐBRANDSDÓTTUR
frá Reyðará.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11e
á Landspítalanum og starfsfólki hjúkrunarheim-
ilisins á Höfn fyrir góða umönnun.
Þorsteinn Geirsson,
Guðbrandur Jóhannsson,
Geir Þorsteinsson, Björk Pálsdóttir,
Gunnar Þorsteinsson
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
UNNUR HAFDÍS EINARSDÓTTIR,
lést laugardaginn 1. október sl.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hin-
nar látnu.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólkinu á 2B á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sigurður Helgason,
Ólöf, Ware,
Edda Lína,
Helgi, Karolína Björg,
Sigurður Einar, Ingibjörg Vala,
barnabörn,
Erla Einarsdóttir.