Morgunblaðið - 08.10.2005, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 08.10.2005, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 51 DAGBÓK Hecht-bikarinn. Norður ♠Á109 ♥Á65 ♦KG4 ♣KG105 Vestur Austur ♠G854 ♠D6 ♥KD1082 ♥973 ♦D9 ♦7632 ♣84 ♣9762 Suður ♠K732 ♥G4 ♦Á1085 ♣ÁD3 Suður spilar þrjú grönd og fær út hjartakóng. Keppnisformið er tví- menningur, svo það verður að berjast fyrir hverjum slag. Sagnhafi á níu toppslagi og ellefu með því að hitta í tígulinn. Gætnir spilarar myndu dúkka fyrstu tvo slagina og svína svo tígulgosa. Sem dugar í ellefu slagi og ríflega meðal- skor. Spilið er frá Hecht-mótinu í Kaup- mannahöfn og Daninn Las Munks- gaard var í toppaleit með suðurspilin. Munksgaard dúkkaði hjartakónginn og Svíinn Peter Berthau í austur vís- aði frá með hjartaníu. Frederik Ny- ström í vestur hitti þó á að spila hjartadrottningu í öðrum slag. Munksgaard drap með ás og Berthau í austur lét sjöuna – sennilega til að benda á styrk í spaða. Hjartasjöan reyndist vörninni dýr- keypt. Munksgaard svínaði tígulgosa og tók alla slagina á láglitina. Sem var meira en vestur réð við. Hann sat nú einn uppi með valdið á hjartanu og fjórlit í spaða og stóðst ekki þrýstinginn í endastöðunni. Munksgaard fékk þannig tólf slagi með þvingun á hálitunum, bara af því austur „fylgdi lit“ með hjartasjöunni en ekki þristinum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Kápa tekin í misgripum BRÚN (Mauri) kápa með frakka- sniði og klauf var tekin í misgripum í fatahenginu í Borgarleikhúsinu föstudaginn 30. sept. Önnur kápa var skilin eftir. Sú sem kannast við þetta er beðin að hafa samband í síma 868 3380 eða skila kápunni í Borgarleikhúsið. Skotta týnd í Grafarvogi HÚN Skotta er týnd, hún fór út að morgni 9. sept. sl. og hefur ekki sést síð- an. Hún hvarf úr Hverafold í R-vík Hún er dökkbrönd- ótt næstum svört á bakinu. Eyrna- mark er G94 og hún er með fjólubláa ól. Hennar er sárt saknað. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um Skottu eru beðnir að hafa samband við Guð- nýju í síma 567 5666. Mokka loðhúfa týndist BRÚN mokka loðhúfa týndist mánudagskvöldið síðastliðið á Skóla- vörðustíg eða við Domus Medica. Skilvís finnandi hafi samband í síma 692 3227. Fundarlaun. Grár fress í óskilum GRÁR fress með svarta og græna ól með bjöllu, annars ómerktur, er í óskilum við Sogaveg. Upplýsingar í síma 862 0494 eða 588 3009. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 30-70% Aðeins í 7 daga Kyrrðardagar hafa verið í Skálholtiundanfarna vetur. Um næstu helgiverða tvennir kyrrðardagar þar.Kyrrðardagar kvenna í Skálholts- skóla hefjast á fimmtudagskvöld en á föstu- dagskvöldi hefjast Pílagrímadagar í Skálholts- búðum, kyrrðardögunum lýkur á sunnudegi. Kyrrðardagarnir virðast mæta mikilli þörf í samfélaginu að sögn Bernharðs Guðmunds- sonar rektors í Skálholti. „Það er nokkur ókyrrð í Skálholti á sumrin, tugþúsundir ferðamanna koma þar í hlað, þann- ig að boðið er upp á kyrrðardaga frá því um miðjan september fram í apríllok. Á slíkum dögum er boðið upp á að fara í hvarf, draga sig í hlé frá öllu áreiti hins daglega lífs. Engar kröfur eru gerðar, þátttakendur eiga sinn tíma og enginn truflar þá,“ segir Bernharður. En er þá engin dagskrá á kyrrðardögum? „Jú, það er boðið upp á dagskrá sem menn fylgja að vild, en fyrst og fremst eru kyrrðar- dagarnir hvíld þar sem fólk byggir sig upp og endurnærist. Skálholt, með helgi sinni, sögu og kyrrð, er kjörinn staður fyrir slíkt og aðbún- aður í Skálholtsskóla með ágætum. Það er mjög algengt að þátttakendur við brottför skrái sig aftur „á sama tíma að ári“! Hve margir kyrrðardagar eru í Skálholti? „Á þessu starfsári verða þeir 23, flestir um helgar en einnig í miðri viku. Flestir kyrrðar- daganna hefjast á föstudagskvöldi og lýkur síð- degis á sunnudegi. Þögnin ríkir þennan tíma, hún er þó ekki takmark í sjálfu sér heldur tæki til að öðlast hina innri kyrrð sem leitað er eft- ir.“ Næstu helgi, á kyrrðardögum kvenna annast Sigríður Hrönn Sigurðardóttir hjúkrunarfræð- ingur og kristniboði leiðsögnina og mun hún sérstaklega fjalla um Ljóðaljóðin í Biblíunni. Pílagrímadagar eru fyrir þá sem gengið hafa pílagrímsgöngur til Skálholts undanfarin sumur eða hafa hug á því að koma saman til fræðslu og hvíldar undir leiðsögn þeirra Péturs Péturs- sonar prófessors og Bernharðs Guðmundssonar rektors. „Kyrrðardagar verða á aðventu og í dymbil- viku til þess að undirbúa þátttakendur fyrir há- tíðirnar sem fara í hönd. Sérstakir dagar verða fyrir hjón sem vilja „gera gott hjónaband betra“. Þá verða kyrrðardagar til að njóta augnabliksins og aðrir – 11.–13. nóv. nk. sem ætlaðir eru körlum og sr. Bragi Skúlason leiðir, fyrstir slíkra hér á landi. Loks má geta kyrrð- ardaga sem hafa yfirskriftina; Úr fortíðar- fjötrum. Þá er kristin íhugun og leikræn tján- ing notuð. Sími okkar er 486-8870, netfangið rektor@skalholt.is,“ segir Bernharður Guð- mundsson rektor. Menning | Kyrrðardagar í Skálholti virðast mæta mikilli þörf í samfélaginu Frá áreiti hins daglega lífs  Séra Bernharður Guðmundsson er fædd- ur í Kirkjubóli í Önund- arfirði 28. janúar 1937. Hann lauk guðfræði- prófi 1962 og meistara- prófi í fjölmiðlun 1978. Hann var vígður til Ögurþinga 1962 og auk preststarfa hefur hann starfað á vegum kirkj- unnar í Eþíópíu og á vegum lútherska heimssambandsins í Genf í Sviss. Hann hefur verið rektor Skálholtsskóla frá 2001. Kona hans er Rannveig Sigurbjörns- dóttir og eiga þau þrjú börn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.