Morgunblaðið - 08.10.2005, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
DANSKI leikarinn Lars Brygmann hefur
tekið að sér hlutverk íslensks bónda í
kvikmyndinni Köld slóð.
Brygmann ætti að vera mörgum lands-
mönnum kunnur en hann hefur farið með
hlutverk í sjónvarpsþáttunum Forsvar og
Rejseholdet sem sýndir hafa verið hér á
landi. Hann hefur jafnframt leikið í
myndum á borð við Festen, Rembrandt
og Kongekabale.
Þá hefur danska ríkissjónvarpið (DR)
þegar keypt sýningarréttinn af mynd-
inni. Köld slóð er spennumynd og fjallar
um blaðamann sem lendir í mikilli hættu
þegar hann rannsakar dularfullt dauðs-
fall í virkjun á hálendi Íslands. Leikstjóri
myndarinnar er Björn Brynjúlfur Björns-
son og handritið skrifaði Kristinn Þórð-
arson. Myndin verður tekin upp hér á
landi síðar í vetur og áætlað er að frum-
sýna hana haustið 2006. Í aðalhlut-
verkum verða þau Þröstur Leó Gunn-
arsson og Elva Ósk Ólafsdóttir
Köld slóð er samframleiðsluverkefni
kvikmyndafyrirtækjanna Spark og
Storm í samvinnu við danska aðila.
Lars Brygmann (t.h.) í Forsvar.
Leikur íslensk-
an bónda
NJÁLL Harðarson, höfundur
Crime On Line hugbúnaðarins
sem hefur starfað í Bretlandi síð-
astliðin sex ár, er einn þeirra sem
breska lögreglan gerði húsrann-
sókn hjá vegna rannsóknar á fjár-
svikamálinu sem sagt hefur verið
frá í fjölmiðlum.
Njáll sagði að húsrannsókn
hefði verið gerð hjá öllum þeim
sem hefðu átt viðskipti við íslensk-
an kaupsýslumann sem starfað
hefði í Bretlandi, burtséð frá því
hvers eðlis viðskiptin hefðu verið.
Tölvugögn þessa aðila hefðu verið
rannsökuð og þeir athugaðir sem
þar kæmu fram, eins og eðlilegt
væri og þeir gerðu engar athuga-
semdir í þeim efnum í sjálfu sér.
Njáll sagði að viðkomandi aðili
hefði haft samband við fyrirtæki
hans og boðið fram fjárfesta sem
hann hefði haft á sínum snærum.
Þeir hefðu gefið vilyrði sitt, en
áttað sig mjög skömmu síðar á að
ekki var allt með felldu og slitið
sambandi við þennan aðila þar
sem þessir fjárfestar hefðu byrjað
að hafa samband og spyrjast fyrir
um önnur fyrirtæki sem þeir
hefðu einnig fjárfest í.
„Við fórum að ganga á hann og
þá kom það í ljós að þetta var
hreinlega ekki eins og hann hafði
sagt að það væri og við slitum
sambandinu,“ sagði Njáll. Hann
sagði að í millitíðinni hefðu þeir
verið búnir að eiga í þessum við-
skiptum í nokkra daga og það
hefði dugað til þess að þeir tengd-
ust málinu, sem væri bagalegt þar
sem þeir væru með forritið Crime
on Line og hefðu unnið í glæpa-
vörnum í fjölda ára og nú síðast
með lögreglunni í Manchester.
„Okkar bækur eru opnar“
„Við skiljum hitt hins vegar, að
það þarf að taka á þessum málum
og rannsaka og allt í lagi með það,
okkar bækur eru opnar,“ sagði
Njáll.
Hann sagði að það væri vissu-
lega áfall að lenda í þessu, en það
mætti segja lögreglunni það til
hróss að hún hefði verið mjög
þægileg í viðmóti og hefði með-
höndlað málið af nærgætni.
Njáll sagði að orðstír þeirra
væri flekklaus og þeir vildu gjarn-
an halda honum þannig.
Fram kom að Crime-On-Line
skráningarkerfið hefur verið not-
að hér heima af tryggingarfélög-
unum, auk þess sem unnið hefur
verið að ýmsum verkefnum með
lögreglunni í Manchester. Njáll
sagði að til dæmis hefði komið í
ljós að þar sem kerfið væri notað
hefði innbrotatíðni dottið niður
um 20%.
Húsleit gerð hjá stofn-
anda Crime On Line
Eftir Hjálmar Jónsson
hjjo@mbl.is
Talið að | 4
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra, Árni M. Mathiesen
fjármálaráðherra og Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri Reykjanesbæjar, skrifuðu undir
samning um borð í víkingaskipinu Íslend-
ingi í gærkvöldi, þess efnis að ríkið myndi
verja 120 milljónum til uppbyggingar Vík-
ingaheimi, við ströndina í Njarðvík.
Eftirlíking af Kaldárhöfðasverði var af-
hjúpuð á Víkingatorgi í Reykjanesbæ en
sverðið fannst í landi Kaldárhöfða í maí-
mánuði 1946. Talið er að sverðið hafi verið
í eigu höfðingja sem uppi var á 10. öld og
geymir því merkilega sögu. Stefán Geir
Karlsson sá um gerð sverðsins sem er úr
graníti og 7 metra hátt en Sparisjóðurinn í
Keflavík, Magnús Magnússon frá Höskuld-
arkoti og Íslendingur ehf. kostuðu fram-
kvæmdina.
Sverðinu var fundinn staður á miðju Vík-
ingatorgi, nýjasta hringtorginu í bænum, og
vísar það á Víkingaheim, við ströndina í
Njarðvík. Víkingaheimur mun samanstanda
af sýningarhúsi víkingaskipsins Íslendings
og sýningunni Vikings – The North Atlantic
Saga. Sýningin mun að mestu samanstanda
af munum sem Smithsonian safnið í Banda-
ríkjunum lánaði Reykjanesbæ.
Eftir afhjúpunina var haldið um borð í Ís-
lending þar sem samningurinn um Vík-
ingaheim var undirritaður. Mun ríkið á
næstu sex árum leggja til 20 milljónir á ári
til uppbyggingar Víkingaheimi.
Hins vegar liggur ekki enn fyrir hvaða
fleiri aðilar koma að verkinu. Að sögn
Böðvars Jónssonar, formanns bæjarráðs
Reykjanesbæjar, er unnið að stofnun félags
vegna framkvæmdanna. Áætlað er að sýn-
ingarhús Íslendings og sýningin verði opnuð
árið 2007.
Morgunblaðið/RAX
120 milljónir króna í Víkingaheim
Eftir Svanhildi Eiríksdóttur og Andra Karl
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhjúpaði eftirgerð af Kaldárhöfðasverðinu á Víkingatorgi í Reykjanesbæ í gærkvöldi.
EINAR Bárðarson, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Concert, hefur tekið að sér
að sjá um tónleikahald hinnar heimsfrægu
söngdívu Kiri Te Kanawa í Evrópu.
Hún hefur nýlokið við að halda tónleika
hér á landi. Það voru aðrir tónleikar Kan-
awa hér á landi sem Concert sér um en
þeim Einari hefur verið vel til vina síðan
hún söng hér fyrst og hún sótt landið heim
oftar en einu sinni í fríum sínum.
Einar segir aðdraganda málsins ekki
hafa verið langan, Kiri hafi komið að máli
við hann í sumar og beðið hann að taka að
sér starfið en samningur núverandi um-
boðsmanns rennur út um næstu áramót.
Concert mun sjá um tónleikaferð söng-
konunnar næsta haust, þar á meðal sjá um
bókanir, að staðið sé við þá samninga sem
gerðir eru og að rétt og vel sé staðið að
kynningarmálum ásamt því að sjá til þess
að henni sé lagt til það sem hún biður um.
Einar ráðinn um-
boðsmaður Kiri
ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, aðstoðarfor-
stjóri Time Warner-fyrirtækisins, leiðir nú
viðræður um samvinnu netdeildar fyr-
irtækisins, America Online, við netdeild
Microsoft, MSN. Sjá menn fyrir sér að
með nánari samvinnu gæti Microsoft dreift
eigin leitarvél til viðskiptavina AOL og
þannig komið höggi á Google.
Forstjóri Time Warner sagði í síðasta
mánuði að fyrirtækið þyrfti ekki endilega
að eiga 100% hlutabréfa í AOL, svo lengi
sem það hefði stjórn á rekstri fyrirtæk-
isins.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort vefþjón-
ustur fyrirtækjanna sameinast sem um 25
milljónir manna nýta sér. | 14
Leiðir viðræður Time
Warner við Microsoft
Ólafur Jóhann Ólafsson
OLÍUFÉLÖGIN Esso, Olís og Skeljung-
ur lækkuðu verð á bensíni í gær um eina
krónu lítrann vegna lækkandi heimsmark-
aðsverðs.
Algengt verð á 95 oktana bensíni í sjálfs-
afgreiðslu eftir lækkunina er 113,60 kr.
fyrir lítrann.
Lækkuðu um
eina krónu
♦♦♦
♦♦♦