Morgunblaðið - 18.10.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 282. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Óskar ekki
frægðar
José González er að verða ein
skærasta stjarna Svía Menning
Börn og
hörmungar
Yngstu áhorfendurnir upplifa vá-
tíðindi á ýmsan hátt Daglegt líf
Íþróttir
Lærisveinar Viggós í æfingabúð-
ir í Austurríki? Ólöglegur
leikmaður með Skallagrími?
Wie dæmd úr leik
TALSMENN framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins, ESB og Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar,
WHO, vara við því að of mikið sé
gert úr hættunni á mannskæðum
heimsfaraldri fuglaflensu sem borist
gæti í menn. „Hættan sem steðjar að
almannaheilsu er á þessu stigi í al-
geru lágmarki,“ sagði Zsuzsanna
Jakab, yfirmaður sjúkdómsvarna-
miðstöðvar ESB, í gær. „Hættan er
dálítið meiri fyrir þá sem hafa bein-
línis starfað innan um sýkta fugla og
markmið okkar hlýtur því að vera að
draga enn úr þeirri hættu.“
Jakab sagði þó mikilvægt að þjóð-
ir heims héldu áfram að búa sig und-
ir faraldra af ýmsu tagi, ekki ein-
göngu fuglaflensu. Hún minnti á að
heimsfaraldrar væru reglubundin
fyrirbæri sem kæmu upp á um 25 ára
fresti að jafnaði. Það eina sem menn
gætu slegið föstu væri að það myndi
halda áfram að gerast.
Michael Ryan, yfirmaður farald-
ursviðbragða hjá WHO, sagði í gær
að farfuglar gætu vissulega sýkst og
dreift veikinni en margt annað en
fuglaflensa gæti valdið fugladauða í
náttúrunni. Flensan hefur þegar
greinst í alifuglum í Rúmeníu og
Tyrklandi. Framkvæmdastjórn
ESB hvatti í gær til þess að strax
yrði kannað hvort fjórir starrar, sem
fundust dauðir í Króatíu, hefðu drep-
ist úr veikinni.
Grikkir staðfestu í gær að fundist
hefði kalkúni á eynni Kios með fugla-
flensu. Taka mun nokkra daga að
greina hvort um er að ræða afbrigðið
H5N1 sem valdið hefur 60 dauðsföll-
um í Asíu síðustu árin. Fram-
kvæmdastjórn ESB lýsti í gær
áhyggjum sínum af því að ekki væri
alls staðar til nóg af fuglaflensulyfj-
um ef til faraldurs kæmi.
Hættan af
fuglaflensu
verði
ekki ýkt
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÍSLENSKI dansflokkurinn æfði í gær þrjú verk, sem flutt verða í Baltopp-
en í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Tvö verkanna verða frumflutt. Þau eru
Wonderland eftir Jóhann Frey Björgvinsson og Critic’s choice? eftir Peter
Anderson. Hér eru á ferð tveir, ungir íslenskir karldanshöfundar. Tekur
dansflokkurinn upp að nýju verkið Pocket Ocean eftir portúgalska dans-
höfundinn Rui Horta, sem kom sérstaklega til landsins til að vera við æf-
ingar.
Um er að ræða þrjú mjög ólík verk og ríkti mikil spenna í dansflokknum,
sem leggur af stað í dag. Dansflokkurinn hefur gert víðreist á þessu ári og
meðal annars komið fram í Beirút, Berlín, Prag og Vín. Síðar í þessum
mánuði sýnir hann á Ítalíu og í Finnlandi. Frumsýning á verkunum hér á
landi verður á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu 4. nóvember. Á myndinni
sést atriði úr Critic’s Choice?
Morgunblaðið/ÞÖK
Æft fyrir Danmerkurferð
LYFJAFYRIRTÆKIÐ Actavis er
orðið fjórða stærsta samheitalyfja-
fyrirtæki heims eftir kaup þess á
samheitalyfjastarfsemi alþjóðlega
lyfjafyrirtækisins Alpharma Inc.
Kaupverðið nemur 810 milljónum
dala, um 50 milljörðum króna. Eftir
kaupin verður Actavis með starf-
semi í 32 löndum og með um 10.000
starfsmenn. Þetta er sjöunda fyr-
irtækið sem Actavis kaupir á þessu
ári.
Róbert Wessman, forstjóri Acta-
vis Group, segir að með kaupunum
styrki félagið stöðu sína verulega,
meðal annars með því að auka um-
svif og veltu verulega í Bandaríkj-
unum en um 35% af heildartekjum
þess verða til vegna starfsemi í
Bandaríkjunum. „Við erum jafn-
framt að styrkja okkur mjög á
mörkuðum í Vestur-Evrópu og
koma okkur inn á nýja markaði,
meðal annars í Bretlandi og Þýska-
landi.
Ég tel að Actavis sé nú orðið
nægilega öflugt til að keppa við
stærstu samheitalyfjafyrirtækin.
Núna störfum við í yfir 30 löndum
og getum því sett okkar lyf á fleiri
markaði en mörg önnur félög sem
þýðir minni áhættu í rekstrinum og
líka fleiri tækifæri til að auka velt-
una og þar af leiðandi arðsemina.“
Róbert segir að það hafi verið yf-
irlýst stefna Actavis að verða á með-
al fimm stærstu samheitalyfjafyrir-
tækja heims. Á aðeins sex árum hafi
félagið keypt eða tekið yfir 20 fyr-
irtæki. „Það þótti háleitt markmið
árið 1999 þegar störfuðu um 100
manns fyrir Actavis og aðeins hér á
landi. En nú hefur starfsmanna-
fjöldinn hundraðfaldast á aðeins sex
árum. Við höfum hins vegar sett
okkur önnur markmið og munum
halda áfram að efla fyrirtækið.“
Actavis hefur tryggt sér um 104
milljarða króna lán til að fjármagna
kaupin og endurfjármagna skuldir.
Actavis
það fjórða
stærsta
Kaupir samheitalyfjafyrirtæki
fyrir 50 milljarða króna
Með 10.000 | 15
Róbert Wessman, forstjóri Actavis
Group, og Frederick J. Lynch,
framkvæmdastjóri samheita-
lyfjasviðs Alpharma.
Islamabad. AFP, AP. | Björgun sex
ára stúlku úr rústum í fjalla-
þorpi austur af Balakot í Pak-
istan í gær er líkt við krafta-
verk. Níu dagar voru frá því að
jarðskjálftinn mannskæði reið
yfir svæðið.
Stúlkan, Tajun Nissa, lenti
undir skáp þegar hús fjölskyld-
unnar hrundi. Foreldrar henn-
ar, sem komust af, sögðu her-
mönnum að dóttir þeirra væri
enn í rústunum. Þeir brutu sér
leið í gegnum brakið og fundu
stúlkuna, meðvitundarlausa en
lítið slasaða, undir skápnum.
Ekki var vitað hvort hún
hafði getað matast eða slökkt
þorstann síðan skjálftinn reið
yfir en líðan hennar var sögð
allgóð í gærkvöld.
Ofurlítið
kraftaverk
GEIR H. Haarde, utanríkisráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, segist í viðtali í Morgun-
blaðinu í dag telja að sú málamiðlun sem náðist í
fjölmiðlanefndinni um að enginn einn aðili eða
tengdir aðilar geti átt meira en 25% hlut í fjöl-
miðlum, sé of há. Réttara væri að miða við lægra
hlutfall.
„Niðurstaða skýrslunnar sýnir að það er
breiðari samstaða í þjóðfélaginu en verið hefur um
nauðsyn þess að sett verði rammalöggjöf um fjöl-
miðla. Það er mikilvæg breyting að allir stjórn-
málaflokkarnir virðast nú vera inn á því grundvall-
aratriði,“ segir Geir. „Það er síðan spurning hvar á
að draga mörkin varðandi eignarhald á fjölmiðl-
um. Ég tel að málamiðlun sú sem nefndin náði, um
25% eignarhlutdeild, sé of há og að réttara væri að
miða við lægra hlutfall. Ég vil þó ekki kveða upp
úr um það núna hvar það hlutfall á nákvæmlega að
liggja. Við eigum eftir að fara betur yfir þetta á
milli stjórnarflokkanna. Ég tek ályktun lands-
fundarins hiklaust á þann veg að landsfundurinn
vilji ganga lengra en gert er í fjölmiðlaskýrsl-
unni,“ segir Geir og kveðst frekar eiga von á nýju
fjölmiðlafrumvarpi á yfirstandandi þingi.
Ákvæði 26. greinar stjórnarskrár
óþarft og úrelt
Fram kemur í viðtalinu við Geir að hann telur
samþykkt landsfundarins um að synjunarvald for-
seta í 26. grein stjórnarskrárinnar verði afnumið,
vera mjög skýrt veganesti fyrir fulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins í stjórnarskrárnefndinni.
„Það er líka ástæða til að skoða þetta í samhengi
við aðra samþykkt fundarins um að sett verði al-
menn heimild í stjórnarskrána um þjóðarat-
kvæðagreiðslur. Ég tel eðlilegt að huga að því að
settar verði reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Það virðist vera nokkuð víðtæk samstaða um
það, þó eftir sé að útfæra þetta, en það eru líka
ákveðnar hættur í því efni sem ber að varast og
geta gert að verkum að svona ákvæði verði ann-
aðhvort aldrei notað eða misnotað.
Ég er þeirrar skoðunar að ákvæði 26. greinar sé
bæði óþarft og úrelt og að slíkt vald til að fram-
kalla þjóðaratkvæðagreiðslur eigi ekki að vera á
hendi eins manns,“ segir Geir.
Geir H. Haarde segir sjálfstæðismenn vilja ganga lengra en gert er í fjölmiðlaskýrslunni
Réttara að miða við lægra
hlutfall en 25% eignarhlut
Mikilvægt | miðopna