Morgunblaðið - 18.10.2005, Side 6

Morgunblaðið - 18.10.2005, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN NÚ Í MYNDSKREYTTRI ÚTGÁFU ÍSLENSKUR vinnumarkaður tekur ekki vel á móti erlendum konum og menntun þeirra og reynsla er oft ekki metin að verðleikum. Konurnar glíma oft við tungumálaörðugleika, þekkja ekki réttindi sín og skyldur og eru háðar vinnuveitendum sínum. Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að upplýsingagjöf um vinnumarkaðinn þyrfti að vera betri og að efla þyrfti íslenskunám. Tatjana Latinovic, formaður Sam- taka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir fólk sem flyst til Ís- lands oft vera mjög háð atvinnurek- endum sínum. Það komist ekki inn í landið nema hafa fengið vinnu og at- vinnurekandi eigi að sjá um að út- vega atvinnu- og dvalarleyfi. „Leyfin eru nánast í eigu atvinnu- rekendanna og ef fólk missir vinn- una á það í raun að missa dvalarleyf- ið líka,“ segir Tatjana. Hún segir mikið vanta upp á að er- lendum konum sé kynntur réttur sinn á íslenskum vinnumarkaði og að víða búi þær við slæma meðferð. „Þegar maður flytur til annars lands þekkir maður ekki lög og regl- ur og áttar sig oft ekki einu sinni á því sem stendur á launaseðlinum,“ segir hún. „Ég er alls ekki að segja að allir séu að svindla á útlendingum en kerfið býður upp á að það sé gert, til dæmis varðandi réttindi til veik- inda- og frídaga.“ Aðspurð hverjir séu að bregðast stendur ekki á svari. „Fyrirtækin og verkalýðsfélögin,“ segir hún. „Þau, ásamt yfirvöldum, eiga að vera ábyrg fyrir að veita fólki upplýsingar.“ Vinna í öllum stéttum Tatjana segir algengt að konur af erlendum uppruna eigi erfitt með að fá menntun sína metna að verðleik- um og auk þess sé íslenskan oft mikil hindrun. Margar konur leggi sig fram við að læra lýtalausa íslensku en sé samt alltaf tekið með fyrirvara. „Konurnar vita heldur ekki hvert þær eiga að leita, eru hræddar við að sækja sinn rétt og vita ekki hvað telj- ast eðlileg kjör í þeirra starfi,“ segir Tatjana. „Það ríkir launaleynd hjá flestum og þessar konur neyðast til að treysta vinnuveitendum sínum. Þær þurfa oft að sætta sig við verri kjör en íslenskar konur í sambæri- legum störfum, en vita það kannski ekki. Þær koma oft frá löndum þar sem aðstaða þeirra væri mun verri og finnst þær hafa það ágætt, þótt þær hafi það í raun ekki.“ Tatjana bendir á að erlendar kon- ur vinni í öllum stéttum samfélags- ins. „Þær vinna ekki bara í fiski og við skúringar,“ segir hún. „Ef þær legðu niður störf á kvennafrídaginn myndi það snerta öll svið samfélagsins.“ Undirbúa kvennafrídaginn Samtök kvenna af erlendum upp- runa á Íslandi eru að sögn Tatjönu þrýstihópur og markmið þeirra er að efla konur af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra. „Við aðstoðum þær að aðlagast og njóta sín til fulls í íslensku samfélagi. Við bendum á hluti sem mega betur fara en viljum líka sýna fram á fjöl- breytileikann meðal innflytjenda í landinu,“ segir Tatjana. „Það eru í gangi ýmsar stereótýpur varðandi útlendinga sem erlent vinnuafl og sérstaklega konur, en við viljum sýna að mikið býr í fólki sem flyst á milli landa. Við viljum að fólki sé gef- ið tækifæri og það sé metið að verð- leikum.“ Samtökin eru meðal annars í sam- skiptum við önnur félagasamtök og yfirvöld. „Við skrifum umsagnir um laga- frumvörp og vinnum mikið með Al- þjóðahúsinu, Rauða krossinum, Kvennaathvarfinu og fleirum,“ segir Tatjana. „Og nú tökum við virkan þátt í undirbúningi kvennafrídags- ins.“ Efla þarf íslenskukennslu Skúli Thoroddsen, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambands Ís- lands, segir tungumálaörðugleika vera helsta vandamálið. Þau séu þó mismunandi eftir því hvaðan kon- urnar komi og yfirleitt í samræmi við menningarmismun milli Íslands og heimalandsins. „Það er lykilatriði að efla tungu- málakennslu og símenntunar- miðstöðvar sem gegna mikilvægu fræðsluhlutverki og það höfum við reynt að gera,“ segir Skúli. „Það þarf þó að gera miklu betur og við höfum bankað upp á hjá stjórnvöldum og haft frumkvæði að því að búa til starfsmenntasjóði. Þangað getur fólk sótt styrki til að fara í tungu- málanám og menningartengda fræðslu. Ef einhver hefur áhyggjur af þessum málum er það verkalýðs- hreyfingin og ekki síst Starfsgreina- sambandið.“ Skúli gagnrýnir yfirvöld mennta- mála fyrir að hafa ekki litið á það sem skyldu sína að sinna fræðslu fyrir fullorðna í landinu. „Fullorðinsfræðsla á Íslandi er í klessu,“ segir hann. „Hér er fræðsla alltaf miðuð við einhver ákveðin skólastig, en það hentar ekki þessu fólki. Á hinum Norðurlöndunum er ástandið miklu betra því þar er fé veitt til svona fræðslu.“ Spurður um hvort ekki þurfi að bæta túlkaþjónustu við fólk sem ekki hefur lært íslensku, til þess að mögu- legt sé að upplýsa það um réttindi á vinnumarkaði, segir hann stéttar- félögin hafa sinnt þeim verkefnum að einhverju marki. Skúli telur rétt að algengt sé að erlendir starfsmenn fái menntun sína ekki metna að verðleikum. „Hér er mikið af vel menntuðu fólki og sjálfur þekki ég til dæmis bæði kennara og verkfræðing frá Póllandi sem eru að vinna í fiski,“ segir hann. „Menntun þeirra nýtist því augljóslega ekki.“ Fréttaskýring | Margar erlendar konur búa við slæm kjör á íslenskum vinnumarkaði Kerfið býður upp á að svindlað sé á útlendingum Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Efla þarf íslenskukennslu enn frekar sem og upplýsingaflæði til útlendinga sem hér starfa. Nemendur í íslensku fyrir útlendinga sem kennd er á vegum Mímis einbeita sér að því að nema nýtt og framandi tungumál. Skúli Thoroddsen Tatjana Latinovic „ÉG kom fyrir tíu árum og held að ástandið hafi versnað á vinnumark- aðinum síðan þá. Það er meira um lög og reglur sem gera fólki erfitt fyrir,“ segir Amal Tamimi sem flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Palestínu. Hún fór í gegnum hremmingar við komuna til landsins en er í dag vara- formaður Samtaka kvenna af erlend- um uppruna og starfar sem fræðslu- fulltrúi hjá Alþjóðahúsinu. „Þegar ég kom hingað var ég látin vinna frá klukkan hálf sjö á morgn- ana til hálf ellefu á kvöldin hjá fisk- vinnslufyrirtæki,“ segir Amal. „Ég vissi ekki að yfirvinna er val. Maður er ekki spurður hvort maður vill vinna yfirvinnu heldur er manni sagt að mæta á ákveðnum tímum. Ef mað- ur spyr þá um fjölskyldu sína, börnin sín, kvöldmatartíma og slíkt fær maður þau svör að þetta sé ekki þeirra mál.“ Amal segir að ekki sé um það að ræða að spyrja spurninga eða kvarta, enda sé fólk háð atvinnurekendum. „Maður er hræddur um að missa vinnuna og þarf að eiga mat handa börnunum sínum,“ segir hún. „Svo eru launin alltaf lægst hjá þessu fólki. Árið 1995 fékk ég 365 krónur á tímann, bæði á daginn og kvöld- in.“ Amal segist hafa verið hrædd lengi og það hafi tekið marga mán- uði að læra að þetta væru ekki eðli- legar aðstæður. Hún hafi þó kunnað ensku og það hafi bjargað henni. „Ef maður talar ekki ensku er enginn sem getur sagt manni neitt,“ segir Amal. „Maður þarf að geta haft samskipti til að fá upplýsingar og Íslendingar svara manni alltaf ef maður spyr einhvers.“ Sumir notfæra sér að erlendir starfsmenn þekkja ekki kerfið Þegar Amal kom til Íslands átti hún fimm börn. „Ég var með tvær stelpur, fimm- tán og sextán ára, sem pössuðu yngri börnin eftir skólann þar til ég kom heim,“ segir hún. „Þetta var auðvitað mikil vinna fyrir þær líka. Þær gátu ekki farið út eftir skóla, heldur voru þær að passa og elda mat.“ Amal segir útlendinga ekki fá nægar upplýsingar þegar þeir koma til landsins. „Lög og reglur hér og í heima- löndunum eru líka öðru vísi og sum- ir notfæra sér það,“ segir hún. „Það eru auðvitað ekki bara konur sem upplifa þetta, heldur allir.“ Amal segir að margir treysti ekki stéttarfélögunum og þori kannski ekki að leita til þeirra. Þetta sé síð- an vandamál fyrir stéttarfélögin þar sem þau nái ekki að hjálpa þessu fólki. „Útlendingar eru oft hræddir við að ræða um ójafnrétti og óttast að missa vinnuna. Þótt þeir þekki rétt sinn þora þeir kannski ekki að sækja hann,“ segir hún. „Ef fólk missir vinnuna má samkvæmt lögum vísa því úr landi.“ Vann í sextán tíma á dag á lúsarlaunum MARGRÉT Steinarsdóttir, lögfræð- ingur Alþjóðahússins, segir að ef erlendar konur legðu niður störf á kvennafrídaginn hefði það mikil áhrif. „Það myndu eflaust allar stofn- anir og fyrirtæki finna vel fyrir því, en líka almenningur, enda vinna þessar konur gjarnan í þjón- ustustörfum,“ segir Margrét. Hún segir að konur sem komi til landsins hafi oft bara aðgang að störfum sem erfitt sé að manna. „Þær konur sem koma til mín vegna vinnutengdra vandamála, fá oft ekki rétt laun eða þeim er ekki borgað fyrir yf- irvinnu,“ segir Margrét. „Svo hafa komið upp vandamál út af orlofi og ef þær vilja fá frí úr vinnu til að mæta einhvers staðar virðist það oft erfitt og illa séð. Það hafa líka komið upp vandamál varðandi skil á greiðslum í lífeyrissjóði og á staðgreiðslu skatta. Ég hef vísað þessum konum á stéttarfélögin. Flestar þeirra eru í Eflingu, sem ég veit að vinnur vel í þessum málum.“ Margrét segir að sér hafi virst sem fyrirtæki með marga erlenda starfsmenn á sínum snærum standi sig betur en önnur í þessum málum. Þá séu það oft fyrirtæki sem séu illa stödd fjárhagslega sem brjóti á réttindum starfsmanna sinna. Þora ekki að sækja rétt sinn Hún segir að nú séu rúmlega tíu þúsund erlendir ríkisborgarar á landinu og um helmingur þeirra sé konur. „Þær þekkja oft ekki rétt sinn eða þora ekki að sækja hann,“ segir hún. „Atvinnuleyfið er í höndum vinnuveitenda og þær vilja ekki styggja þá, að minnsta kosti þar til þær hafa fengið ótímabundið at- vinnuleyfi.“ Margrét segir að samkvæmt lög- um um atvinnuréttindi útlendinga skuli vinnuveitendur upplýsa er- lenda starfsmenn sína um réttindi og skyldur þeirra og íslenskt sam- félag. „Ef starfsmenn þekkja ekki rétt sinn eru vinnuveitendur að bregð- ast þessari skyldu sinni,“ segir Mar- grét. „Stéttarfélögin eru að mínu viti að vinna vel að uppfræðslu er- lendra félagsmanna.“ Margrét segist hafa orðið þess áskynja í samtölum sínum við er- lendar konur að þær séu oft ein- angraðar á vinnustöðum sínum. Samskipti séu ekki endilega slæm en íslenska starfsfólkið skipti sér oft lítið af þeim. Eiga að upp- lýsa um rétt- indi og skyldur Margrét Steinarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.