Morgunblaðið - 18.10.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 18.10.2005, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF S tundum virðist ekkert lát ætla að verða á fréttum af hvers kyns hamförum um allan heim. Stríðsfréttir og fréttir af nátt- úruhamförum eins og flóðbylgjunni í Asíu, fellibyljum í N- og S-Ameríku og nú síðast jarðskjálftanum í Pak- istan láta engan ósnortinn, hvorki börn né fullorðna, en foreldrar eru oft tvístígandi um hvernig þeir geta auð- veldað börnum sínum að takast á við hörmungarnar. Samtökin Save the Children tóku saman slík hollráð eftir árásirnar 11. september 2001 og fyrir ári létu samtökin Barnaheill, Save the Children á Íslandi, þýða þau. Um er að ræða tíu hollráð til for- eldra eins og t.d.: Slökktu á sjónvarp- inu. Fréttaumfjöllun og myndir af hamförum geta orðið ungum börnum um megn. Ekki er víst að þau geri sér grein fyrir því að hættan sé liðin hjá og um sé að ræða síendurtekna fréttaumfjöllun um það sem gerðist. Of mikið sjón- varpsáhorf hefur einnig neikvæð áhrif bæði á ung- linga og fullorðna. Því er skynsamlegast að tak- marka sjónvarpsnotkun allra fjölskyldumeðlima. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og for- stöðumaður Stuðla var einn af stofn- endum Barnaheilla og sat í stjórn samtakanna til margra ára. Hún veitti faglega ráðgjöf vegna hollráð- anna tíu þegar þau voru þýdd. Að hennar mati er það þarft verk að kynna hollráðin og hún fagnaði því framtaki Barnaheilla að þýða þau á sínum tíma. Eitt af ráðunum er eins og áður sagði að takmarka sjónvarps- notkun barna. Mörgum reynist það erfitt þar sem sjónvarpið virðist vera stanslaust í gangi. Sólveig segir ekki hægt að nefna ákveðinn aldur sem al- gilt viðmið um hvenær börn eru tilbú- in að horfa á sjónvarpsfréttir. Það fari eftir mati foreldra, þroska barns og persónuleika. Sum börn eru við- kvæm, hvort sem það er eftir nei- kvæðar persónulegar upplifanir eða að eðlisfari. „Sum sex ára börn eru tilbúin til að horfa á sjónvarpsfréttir á meðan sum níu ára börn eru of við- kvæm,“ segir Sólveig. Ef börn horfa á sjónvarpsfréttir ættu foreldrar að vera með þeim til að útskýra og tala um það sem fyrir augu ber, en mikið af hamfarafréttum er alls ekki við barna hæfi, eins og Sólveig bendir á. „Ef sérstaklega er varað við fréttum af fréttaþul ættu foreldrar að fara eft- ir þeim tilmælum og fara með barninu út. Ekki senda barnið fram og halda sjálfir áfram að horfa. Það er alltaf hægt að skoða fréttirnar aftur á Netinu eða í seinni fréttum. Öryggi og stuðningur Þriðja hollráðið hljóðar svo: Veittu barninu öryggi og andlegan stuðning. Fullvissaðu barnið um að öll áhersla sé lögð á að koma þeim börnum til hjálpar sem orðið hafa fórnarlömb hamfaranna. Notaðu tækifærið til að benda barninu á að komi einhvern tímann til neyðarástands hér á heimaslóðum munir þú fyrst og fremst hugsa um að tryggja öryggi þess. Sólveig leggur áherslu á að það skipti miklu að ræða við börnin en ekki síður að foreldrar íhugi það sem þeir segi við aðra þegar börnin heyra til. „Það er ekki trúverðugt ef foreldri tjáir ótta sinn við aðra svo barnið heyri til eftir að hafa sagt barninu að allt verði í lagi. Það er því mikilvægt að hugsa út í eigin viðbrögð.“ Halda jafnvel að allir muni deyja Sólveig nefnir nýjar fréttir af fuglaflensunni sem dæmi um fréttir sem þarf að ræða við börnin og út- skýra. „Þetta hefur sums staðar verið í æsifréttastíl og sum börn geta verið skelfingu lostin, jafnvel haldið að fuglaflensan sé alveg að koma og allir muni deyja. Því er mikilvægt að for- eldrar afli sér traustra upplýsinga frá sérfræðingum eða heilbrigðisyf- irvöldum til að geta útskýrt stöðuna fyrir börnum sínum.“ Oft er talað um tímaskort í nútímasamfélagi og í sjötta hollráðinu eru foreldrar hvattir til að gefa sér meiri tíma til samvista með börnum sínum: Verðu auknum tíma með barninu þínu. Barnið hefur þörf fyrir nálægð þína til að geta fundið til öryggis. Talaðu við barnið, leiktu við það og það sem mestu máli skiptir – hlustaðu á það. Gefðu þér aukinn tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með barninu þínu. Lestu fyrir barnið þegar það er kom- ið upp í rúm og besta leiðin til að hjálpa ungum börnum að sofna er að syngja þau í svefn. Líka fyrir foreldra unglinga Hollráðin tíu eru ætluð foreldrum barna á öllum aldri, líka unglinga, eins og m.a. kemur fram í fimmta hollráðinu: Vertu við öllu búin/nn. Börn upplifa hamfarir með mis- jöfnum hætti, Með auknum þroska breytist skilningsgeta þeirra og til- finningasvigrúmið eykst. Ung börn treysta fyrst og fremst á foreldra sína til að útskýra hvað gerst hefur en eldri börn og unglingar fá fréttir af atburðunum úr ýmsum áttum, sem ef til vill eru ekkki eins áreiðanlegar. Samhliða meiri þroska og dýpri skiln- ingi á hörmungunum geta unglingar orðið fyrir miklum áhrifum af því sem þeim berst til eyrna. Enda þótt þeir virðist vera fljótari að jafna sig en yngri börn hafa þeir engu að síður þörf fyrir aukinn stuðning, ást og hlýju frá foreldrum sínum. Sólveig segir mikilvægt að gleyma ekki ung- lingunum. „Litlu börnin gera sér síð- ur grein fyrir hættum sem verið er að flytja fréttir af, hvort sem það eru hamfarir eða kannski fuglaflensan. Eldri börnin skilja meira og vita hve varnarlaus við erum. Það er því jafn- mikilvægt að ræða við unglingana og hlusta á þá. Unglingarnir geta verið mjög kvíðnir án þess að þeir geti tjáð það og foreldrar þurfa að vera á verði gagnvart því.“ Sólveig ráðleggur fjölskyldum því að ræða málin á opinn og ábyrgan hátt til að minnka kvíða hjá börnum og fullorðnum. Áttunda hollráðið hljóðar svo: Sýndu samhug. Legðu þig fram um að sýna samúð með þeim þjóðum sem orðið hafa illa úti í hamförunum. Not- aðu tækifærið og kenndu barninu samhygð; við deilum þessari plánetu með öðrum þjóðum heims og þurfum að hjálpa hvert öðru í neyð.  UPPELDI |Horfst í augu við hamfarir Morgunblaðið/Sverrir Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.barnaheill.is Frétta- umfjöllun og myndir af hamförum geta orðið ungum börn- um um megn. Upplifa atburði með misjöfnum hætti Fréttir af hamförum eins og fuglaflensunni hafa sumstaðar verið í æsifréttastíl og einhver börn geta verið skelf- ingu lostin, þau halda jafnvel að fuglaflensan sé að koma strax á morgun og að allir muni deyja. T ónlistarmaðurinn Geir Ólafsson hlúir að heils- unni með ýmsu móti. „Ég held mér í formi til að geta sinnt því sem er mikilvægast í lífinu, ást- inni. Ég held mér í formi með því að reykja ekki og drekka ekki áfengi. Og ég held mér í formi með því að vera í heilbrigðum lík- ama sem ég sinni með því að taka á því í ræktinni í Sporthúsinu í Kópavogi, undir dyggri stjórn besta þjálfara í heimi sem er sjálf- ur Gilsenegger. Hann er gríð- arlega grimmur á mér og sýnir enga miskunn, það er ekkert hægt að svindla hjá honum,“ segir Geir sem fer þrisvar í viku til Gilseneg- gers, klukkutíma í senn. „Það er líka alveg nóg, því eitt af því mik- ilvægasta í líkamsrækt er hvíldin, því með henni næst mesta virknin. Fólk klikkar oft á þessu og æfir alltof mikið og er þá að ganga á vöðvana í stað þess að byggja þá upp. Þegar maður er að byggja upp vöðva, eins og ég er að gera, er mjög mikilvægt að hvíla vel til að vöðvarnir fái alla þá næringu sem þeir þurfa til að stækka.“ Geir segir gríðarlega mikilvægt að halda sér í góðu formi, bæði líkamlega og andlega. „Í þessu nú- tímaþjóðfélagi sem við búum í, er svo mikið áreiti og til að standa það sem best af sér verður maður að vera í góðu jafnvægi, bæði á líkama og sál. Mér finnst mjög slakandi fyrir sálina að fara í ræktina en til að hlúa að sálinni reyni ég að vera eins heiðarlegur og mögulegt er, reyni að vera kurteis og koma vel fram við náungann. Mér finnst mjög áríð- andi að vera glaður og tala ekki illa um náungann og vera þol- inmóður og æðrulaus.“ Sál og líkami þurfa að vera í jafnvægi Morgunblaðið/Árni Torfason Geir Ólafsson segist hreyfa sig undir dyggri stjórn besta þjálfara í heimi.  HREYFING | Geir Ólafsson tekur á því í ræktinni undir stjórn Gilseneggers HITAMÆLAR til að mæla lík- amshita eru misjafnir að gæð- um og í sænskri könnun kom í ljós að einn sem er á mark- aðnum getur beinlínis verið hættulegur. Það er snudduhita- mælir frá Philips sem hætta er á að festist í hálsi barna, að því er fram kemur í Svenska Dagbla- det. Níu hitamælar á sænska markaðnum voru prófaðir af fyrirtækinu Consumer Content og munurinn á nákvæmni og því hve langan tíma tekur að mæla hita var töluverður. Um er að ræða hitamæla sem mæla hita í gegnum munn, í handarkrika, endaþarmi eða eyra. Í ljós kom að síðastnefnda aðferðin tekur stystan tíma og besti mælirinn var dæmdur eyrnahitamælirinn Braun Thermo-scan með 4,4 í einkunn af 5 mögulegum, en 3 sekúndur tók að mæla hitann með honum. Snudduhitamælirinn frá Phil- ips fékk versta dóminn, 1,7 í ein- kunn. Hitamælirinn er þó mark- aðssettur sem fljótur, öruggur og nákvæmur og fyrirtækið ráð- leggur foreldrum að venja barn- ið við mælinn með því að setja snuðið sem mælirinn er í reglu- lega upp í barnið. Í SvD kemur fram að yfirmaður rannsókn- arstofu sænska Apóteksins ræð- ur foreldrum eindregið frá því. Stærð snuðsins er á mörkum þess leyfilega og því er hætta á að það festist í hálsi ungbarna. Auk þess var þessi hitamælir ónákvæmastur af öllum og mun- aði 0,4 gráðum. Næsthæstu ein- kunn, 4,1, fengu hitamælar frá Terumo og Viking sem ætlaðir eru til notkunar í munn eða endaþarm. Í kringum eina mín- útu tók að mæla hitann með þeim og nákvæmnin var 0,1 gráða. Omron Gentle Temp- eyrnahitamælir fékk 3,7 í ein- kunn en eina sekúndu tekur að mæla hitann með honum, hins vegar er nákvæmnin bara 0,3 gráður.  NEYTENDUR | Hitamælar fá misjafna dóma Snuddu- hitamælir reyndist hættulegur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.