Morgunblaðið - 18.10.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 18.10.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 23 MENNING RÚSSNESK menningarhátíð er ný- hafin í Kópavogi. Voru liður í henni tónleikar Alinu Dubik og Jónasar Ingimundarsonar á laugardag, enda dagskráin alfarið rússnesk rómantík. Og þótt efast megi um að öll lögin hafi verið almennum hlustendum jafnkunnug, var engu að síður flenni- aðsókn og nánast húsfyllir. Það benti ekki heldur til tíðrar við- kynningar hérlendis að sjá lagaheitin eingöngu á frummáli með kýrillísku letri í tónleikaskrá, og í fljótu bragði vandséð hvaða tilgangi slíkt þjónaði, enda þótt ágætar prósaþýðingar Reynis Axelssonar birtust á eftirfar- andi síðum í fullri lengd við hlið frumtextans. Rússneskumælandi nýbúar hér á landi geta varla verið það margir. En hvað um það. Þetta voru upp til hópa afbragðsgóð lög, þó svo að til- finningaharpa einkum fyrri hálfleiks eftir Mikhaíl Glinka (4 lög), Aleksandr Borod- ín (3) og Nikolaj Rimskíj- Korsakoff (2) væri að mínu viti óþarflega fá- strengd og jafn- vel fallin til að of- þrengja tjáningarsvið söngkonunnar í vitund hlustenda svo stappaði nærri dæmi- gerðri „tæp-köstun“ kvikmyndaleik- ara í Hollywood. Því eins og á tón- leikum þeirra Alinu og Jónasar á sama stað fyrir rúmu hálfu ári var hér enn og aðallega leikið á strengi ljóðræns eða dramatísks ástar- og saknaðartrega. Ég trúi því ekki fyrr en að fullreyndu að rómantísku höf- uðtónskáld Rússa eigi sér hvergi neina gáskafulla eða hnyttna hlið. Það hefði verið kærkomin tilbreyting að einu til tveimur tóndæmum af léttari tagi – og ekki síður til ágóða fyrir þyngri lögin. Gamanhvörf mestu leikskálda heims eru sem kunnugt ekki sett inn á milli há- punkta harmleiks af ástæðulausu. Að því sögðu fór ekki fram hjá neinum að Alina Dubik er einstök í sinni röð þegar kemur að smitandi einlægri túlkun á slavneskri ein- söngsrómantík, jafnt á ljóðrænum sem á undirlægum dramatískum nót- um. Meðal fegurstu laga fyrri hlut- ans mætti nefna tvö af lögum Glinku, hið ljúfsára Freistaðu mín ekki og barnagæluna Sofðu, engillinn minn. Af verkum Rakhmaninoffs eftir hlé bar kannski hæst lokalögin tvö að viðbættri seiðandi fiðlu Zbigniews Dubik í fylgirödd. Syngdu ekki, fagra glóði af nærri sígaunaheitri ástríðu og Í þögn leyndardómsfullrar nætur lék dulsveipuð ljóðræn munúð yfir vötnum. Í þeim lögum lá að vísu, og aldrei þessu vant, við að til fyrirmyndar þjáll undirleikur Jónasar yfirgnæfði sönginn á köflum. En það aftraði ekki uppnumdum áheyrendum frá að láta syngja duglega í lófum að leiks- lokum, síðast „á fæti“ eins og sagt er. Linnti raunar ekki undirtektum fyrr en þau Alina fluttu sem aukalag aríu Pálínu úr Spaðadrottningu, hryll- ingsóperu Tsjækovskíjs, þar sem óviðjafnanleg dimmfrán mezzosópr- anröddin fór á kostum með glæsilega dramatísku tenútó úthaldi. Slavneskur saknaðartregi TÓNLIST Salurinn Rússnesk sönglög eftir Glinka, Borodin, Rimskíj-Korsakoff og Rakhmaninoff. Al- ina Dubik sópran og Jónas Ingimund- arson píanó. Gestur: Zbigniew Dubik fiðla. Laugardaginn 15. október kl. 17. Einsöngstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Alina Dubik SÝNING Steinunnar Helgu Sig- urðardóttur í Kling og Bang lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn. Teikn- ingar hennar; Snertu gleðina, sem fylla rýmið þegar inn er komið virka barnslega einfaldar. Það er þó ákveðin dirfska falin í því að sýna myndir sem þessar, allt að því viðvaningslega teiknaðar stúlkufíg- úrur sem minna á Öskubuskudúk- kulísur eru límdar á blöð og álímd- ar perlur eða blóm skapa það sem áhorfandinn getur ímyndað sér að tákni gleðina. Fíngerð máluð lína yfir veggina tengir allar myndirnar og styrkir þær innbyrðis. Í milli- rými sýnir Steinunn hús sem líkj- ast dúkkuhúsum, klædd mynstruðu veggfóðri að innan og lýst upp með marglitum ljósaperum. Þessi marg- liti heimur kallast á við rólandi, blómatínandi dúkkulísufígúrurnar. Þriðji þáttur sýningarinnar er síð- an sandur frá ýmsum heimshornum og ber nafnið Samhengi. Að vissu leyti má tengja verk Steinunnar við myndir og viðfangsefni listasög- unnar og kvenmyndir í gegnum söguna, en perlur og blóm hljóta að teljast klisjukennd tákn fyrir feg- urðina. Innanhússumhverfið sem hún skapar með veggfóðurmynstri og marglitum ljósum takmarkast einnig af þessu næstum því of- ursæta útliti. Mér varð hugsað til gerólíks listaverks, málverks Tur- ner, Interior at Petworth, þar sem kraftur birtunnar er svo magnaður. Ég er ekki frá því að eitthvað af þeim sköpunarkrafti mætti vera til staðar í verkum Steinunnar, heild- aráhrif sýningar hennar eru átaka- lítil. Sandhrúgan er undantekning þar á en hún vekur forvitni og kveikir í ímyndunaraflinu. Ef til vill kristallast í þessu verki kjarni sýn- ingar Steinnunar Helgu, að sýna fram á hvernig við leitumst í sífellu við að fella heimsmynd okkar í við- ráðanlegt mót um leið og slíkt er í raun ómögulegt, sandurinn bland- ast allur saman og fjarlægir staðir renna saman við hér og nú. Heimsmynd okkar er einnig við- fangsefni sýningar Morten Tillitz í kjallara Kling og Bang en lítið og innilokunarkennt rýmið magnar sýninguna upp. Sterkasta verkið er tvímælalaust veggurinn með skiss- um föður listamannsins sem vann við myndskreytingar. Morten hefur reynt að herma eftir mörgum þeirra, eins og síðbúin tilraun til að ná sambandi við eða skilja föðurinn sem nú er horfinn. Sísnúandi skúlptúrar af höfðum auka á áhrif þessa verks sem og hausinn sem vafrar um gólfið. Mynstur og inn- viðir húsa eru Morten einnig hug- leikin og falleg en ofnotuð áhrifin af því að úða mynstur og teikn- ingar á vegg í gegnum hin ýmsu efni. Merking verkanna í heild byggist að mestu leyti á hughrifum sem eru mögnuð upp með end- urtekningu, mynstri, snúningi og góðri nýtingu rýmisins. Tengslin við hinn ytri heim er helst að finna í teikningum föðurins sem um leið tengja sýninguna liðnum tíma. Kannski má sjá list Mortens eins og símalandi, hringsnúandi vél sem beinir virkni sinni að einhverju ákveðnu viðfangsefni í hvert skipti, næst yrðu það kannski ekki skissur föðurins heldur eitthvað allt annað, en tólin og tækin til þess að skynja, skoða, hugsa og skilja eru þau sömu. Sýningar Steinunnar og Mortens eiga það sameiginlegt að velta upp spurningum um heimsmynd okkar og mótun skilnings okkar á henni og samstarfið kemur verkum þeirra beggja til góða. Morten Tillitz: Merking verkanna í heild byggir að mestu leyti á hug- hrifum sem eru mögnuð upp með endurtekningu, mynstri, snúningi og góðri nýtingu rýmisins. Margt í heimi hér MYNDLIST Gallerí Kling og Bang Til 30. október. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-17. Steinunn Helga Sigurðardóttir Morten Tillitz Ragna Sigurðardóttir NÚ stendur yfir í Lodz í Póllandi annar hluti hins alþjóðlega listverk- efnis Site Actions-Sense in Place. Um er að ræða samvinnu 6 Evr- ópuþjóða sem styrktar eru af Evr- ópusambandinu og stýrir Mynd- höggvarafélagið í Reykjavík þátttöku Íslands. Markmið vinn- unnar er að leggja út frá sérkenn- um hvers staðar og byggist annars vegar á þátttöku um það bil 50 listamanna sem dreifast á þátt- tökulöndin og setja upp sýningar. Hins vegar er um að ræða vinnu með völdum hópum grunnskóla- nemenda í hverju landi. Bolir í yfirstærðum Það eru Ásmundur Ásmundsson og Margrét Blöndal sem sýna um þessar mundir í Lodz í Póllandi. Ás- mundur sýnir boli í yfirstærðum með ámáluðum vatnslitamyndum og málningarflögur á gólfi. Margrét Blöndal sýnir ýmis verk á sýningunni en við opnunina upp- lifðu gestir spennuþrungið augna- blik þegar ofurhugi nokkur seig niður af þaki með myndina hennar og hengdi upp á vegg gegnt gall- eríinu. Þátttökulöndin eru, auk Íslands, Írland, Pólland, Lettland, Spánn og Wales sem eru aðalskipuleggjendur verkefnisins. Margrét og Ásmundur sýna í Lodz http://www.site-ations.org/ senseinplace/ Ásmundur Ásmundsson flytur eina af sínum innblásnu ræðum við opnunina í Lodz við fögnuð áhorfenda. SIGNÝ Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir flytja lög og ljóðaþýðingar eftir Þorstein heitinn Gylfason heimspeking á Háskóla- tónleikum í Hátíðarsal Háskóla Ís- lands á morgun kl. 12.30. Lögin sem flutt verða á þessum tónleikum tengjast öll Þorsteini Gylfasyni. Þrjú þeirra samdi hann en „þýddi“ texta hinna. Þorsteinn var einn þeirra sem beittu sér fyrir reglubundnu tónleikahaldi í nafni Háskóla Íslands snemma á áttunda áratugnum. Tónleikarnir eru í minn- ingu hans. Minningar- tónleikar í HÍ Systurnar Signý og Þóra Fríða Sæmundsdætur minnast Þorsteins Gylfa- sonar heimspekings á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.