Morgunblaðið - 18.10.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 18.10.2005, Síða 25
LANDSVIRKJUN (LV) hefur á undanförnum áratugum verið í fararbroddi fyrirtækja sem hafa lagt sig fram um að standa vel að svokölluðum listskreytingum við virkjanir og stærri mannvirki. Þegar best hefur tek- ist til hafa verið gerð metnaðarfull listaverk sem bera fyrirtækinu og höfundum fagurt vitni. Í ljósi listasög- unnar hefur þessi framtakssemi skipt verulegu máli. En listin er ólík- indatól. Saga listar í opinberu rými und- anfarna áratugi sýnir að listamenn eru á hraðferð frá hefð- bundnum skilningi á hlutverki hennar í umhverfinu. Rými listarinnar er ekki lengur bundið bygg- ingum og sögulegum atburðum, heldur hef- ur það víkkað út og telst nú ekki síður fé- lagslegt en listrænt og ekki síður almennt en sértækt. Því vinna listamenn jöfnum höndum að stað- bundnum verkum (site-specific) og svo- kölluðum inngripum (interventions) og þegar best lætur að samþættum verkum (integrated) með arkitekt- um og hönnuðum. Sérhver þessara leiða getur skilað góðum listræn- um árangri. Nú hefur LV ákveðið að efna til tveggja samkeppna um úti- listaverk við Kárahnjúka/Hálslón og við stöðvarmannvirkin í Fljóts- dal og um leið ákveðið að aðeins fyrstnefnda leiðin sé fær. Í sam- keppnislýsingum er tekið fram að listaverkunum sé „ætlað að vera hluti af því sem mótar ásýnd svæðisins og mannvirkja þar“ (Hálslón) og „vera hluti af því sem mótar ásýnd húsanna og nánasta umhverfis þeirra“ (Fljótsdalur). Þrátt fyrir þessa forsögn „vill LV á engan hátt takmarka hvernig listamennirnir nálgast viðfangsefni sitt“. Hér er nokkuð ljóst hvert markmiðið er og hvernig á að nota verkin, en öðru haldið opnu. En lítum aðeins nánar á forsendurnar og spyrjum nokkurra spurninga. Hvers vegna þarf stærsta mann- virki á Íslandi á listaverki að halda til að „móta ásýnd“ sína? Er það virkilega svo að stærsta stífla á landinu þurfi á einhverri andlits- lyftingu að halda og geti ekki staðið fyrir sjálfa sig? Þarf „ásýndin“ að vera önnur en hún er? Hér er ég ekki að gefa í skyn að góður listamaður geti ekki gert verk fyrir þessa staði, heldur er ég einungis að spyrja hvort mann- virkin þurfi á slíku að halda. Ef LV metur það svo að list sé nauðsynleg í tengslum við mann- virkin, finnst mér rétt að þeir svari því af hverju hún er nauð- synleg. Hvað vantar uppá sköpunarverkið? Þetta er a.m.k. sú spurning sem lista- menn þurfa að spyrja sjálfa sig þegar þeir fara að huga að verk- efninu. Hefur mönn- um ekki flogið í hug að þarna sé ef til vill nóg að gert? Er verið að leita eftir fag- urfræðilegri réttlæt- ingu á framkvæmd- inni eða þarf að beina sjónum manna í aðrar áttir en að þeim veru- leika sem þarna blas- ir við? Nú er það auðvitað svo að ég fagna öllu frumkvæði sem miðar að því að skapa ný listaverk í umhverfið. Spurningin sem ég hinsvegar set fram er sú af hverju LV vill endilega bola þeim niður á hálendinu? Af hverju fá listamennirnir sem boðið er til þátttöku ekki að velja sér staðina sjálfir og þá hvar sem er á landinu? Vandi þeirra fælist þá m.a. í því að færa rök fyrir list- rænum ákvörðunum sínum. Stað- arval listaverka er í hæsta máta pólitísk og listræn ákvörðun. LV er eign allra landsmanna og landið sem tekið var undir Hálslón er það einnig. Í ljósi þessa finnst mér sjálfsagt að listaverk rísi í ein- hverri mynd á Patreksfirði eða Hólmavík eða eigum við að segja á Barna- og unglingageðdeildinni. Hér þarf einungis að virkja áræðni og hugmyndaflug lista- mannanna og ef LV telur sig hafa samfélagslegar skyldur að rækja, þá get ég ekki séð að þeim sé bet- ur fullnægt á hálendinu en á þeim stöðum sem ég nefndi. Beinteng- ing fjármuna til listskreytinga við mannvirki er ekkert náttúrulög- mál. Ef að líkum lætur má reikna með að LV leggi fram nokkra milljónatugi í samkeppnirnar og útfærslu verkanna. Fyrirtækið ætti að leggja álíka upphæð til hliðar á hverju ári og þannig byggja upp sjóð til listrænna framkvæmda á landinu öllu. Það væri vitræn notkun á gróðanum af landinu. Í því samhengi má vísa á Public Art Fund í New York, en hann framkvæmir fjölda verka á ári hverju eftir tillögum lista- manna, en leggur aldrei fram verkefni að eigin frumkvæði. Þannig er listinni þjónað og fylgt eftir hugmyndum listamanna um list í opinberu rými. Til er notkun á list og til er misnotkun á list. Það að ætla listinni ákveðið áróðurstengt hlut- verk og skilgreina markmið listamanna fyrirfram er hæpin lexía. Virkasti þáttur þess viðhorfs er táknrænn skreytiþáttur og inn- múruð fagurfræðileg krafa. Listamenn vinna almennt ekki lengur á þessum nótum og því er það tímaskekkja að hugsa listina eingöngu sem naglfasta einingu sem þola á sama verðurálag og virkjunin, svo vísað sé í sam- keppnislýsinguna. Kárahnjúkavirkjun er afar um- deild og meðal helstu baráttu- manna gegn virkjuninni voru margir af bestu listamönnum þjóð- arinnar og þeir munu varla taka þátt í að gera verk til að bæta ásýnd mannvirkja sem þeir börð- ust á móti. Niðurstaða samkeppnanna get- ur vart orðið önnur en með- almennska og leiðindi. Til að leysa þennan vanda þarf að útvíkka hugmyndina um framkvæmd lista- verka á vegum LV. Ég efast ekki um að listamenn tækju vel í að vinna á þeim nótum og ég efast ekki um að LV fengi betri listaverk og kynningu en ella. LV á að standa að gerð lista- verka hvar á landinu sem er og fyrirtækið á að tengjast fram- sæknum hugmyndum með náinni samvinnu við listamenn. Fyrirtæki sem vill tengjast listum með markvissum hætti ber að fylgjast með þróun listanna og taka virkan þátt í mótun þeirra. Landsvirkjunarlist Kristinn Hrafnsson fjallar um listskreytingar ’Fyrirtæki semvill tengjast list- um með mark- vissum hætti ber að fylgjast með þróun listanna og taka virkan þátt í mótun þeirra.‘ Kristinn Hrafnsson Höfundur er myndlistarmaður. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 25 UMRÆÐAN HVATNINGARÁTAK til veiði- manna um að stunda hóflega rjúpnaveiði á komandi veiði- tímabili hófst í sl. viku. Margir hafa velt fyrir sér og leitað leiðbeininga um hvað sé raun- verulega átt við með slíku hugtaki. Í stuttu máli geng- ur það út á að menn veiði einungis þann fjölda rjúpna sem þeir þurfa fyrir sig og sína nánustu. En það eru til veiðimenn sem vilja fá nánari magntölu um hvað sé hófleg veiði. Ég hef bent þeim á að samkvæmt reikn- uðu veiðiþoli stofns- ins þá mega veiði- menn veiða ca. 70.000 rjúpur samtals. Þar sem um 4– 6.000 veiðimenn ganga til rjúpna á hverju hausti má með einfaldri stærðfræði komast að þeirri nið- urstöðu að hver veiðimaður megi veiða 10–15 rjúpur yfir veiðitímann án þess að stefna til- settu markmiði í hættu. Því má segja að sá veiðimaður sem skýtur ekki fleiri en 15 rjúp- ur yfir veiðitímann hafi gert sitt til þess að tryggja aðgengi veiði- manna að þessari auðlind á næsta veiðitímabili þar á eftir. Enda má leiða að því líkum að ef menn halda aftur af sér í haust og stofninn stækkar eðlilega á milli ára þá þurfi að beita litlum takmörkunum haustið 2006. Það er því mikið hagsmunamál fyrir skotveiðimenn að sem flestir fari að þessum tilmælum nú í haust. En hvað eiga þeir veiðimenn að gera sem skjóta fleiri en 15 rjúp- ur? Er þá ekki bara í lagi að setja 15 á veiðiskýrsluna og málið dautt? Nei, slík hugsanavilla gengur ekki upp. Það er nefnilega talning á rjúpu næsta vor sem mun ráða því hvernig næsta veiðitímabil mun verða en ekki veiðitölur. Dauð rjúpa í haust verður ekki talin lifandi í vor hvort sem hún er sett á veiðiskýrslu eða ekki. Þeir veiðimenn sem skjóta meira en tilmælin segja til um verða að eiga það við sína eigin samvisku en hafa enga ástæðu til þess að skila inn röngum veiðitölum. Nákvæmar veiðitöl- ur eru hinsvegar und- irstaða árangursríkrar veiðistjórnunar. Samkvæmt viða- mikilli könnun sem gerð var árið 2002 voru veiðimenn ákaf- lega nákvæmir í skráningu á rjúpna- veiði og nær enginn sá ástæðu til þess að gefa upp rangar tölur vísvitandi. Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar hefur ákveðið að setja upp rafræna veiði- dagbók á vef stofn- unarinnar þar sem veiðimenn geta skráð inn rjúpnaveiðina frá degi til dags. Slík skráning er byggð á sjálf- boðaliðum því enginn er skyldaður til þess að skrá veiðina inn í þennan gagnagrunn. Einungis þarf að gefa upp kennitölu og númer veiðikorts til þess að fá aðgang. Eins og gefur að skilja þá eru þessi gögn persónurekjanleg en Umhverfisstofnun mun einungis nota gögn um rjúpnaveiði og sókn- ardaga til þess að fá betra yfirlit yfir veiðimynstur á veiðitíma. Íslenska veiðikortakerfið er í fararbroddi á heimsvísu hvað varðar upplýsingasöfnun og raf- ræn skil. Það er von okkar að veiðimenn taki þessari nýjung með velvild og skrái veiðina eftir bestu vitund. Í lokin óska ég rjúpna- veiðimönnum ánægjulegra veiði- ferða og skora á þá að veiða hóf- lega núna í haust. Veiðum hóflega í haust Áki Ármann Jónsson fjallar um rjúpnaveiðina Áki Ármann Jónsson ’Í lokin óska ég rjúpna- veiðimönnum ánægjulegra veiðiferða og skora á þá að veiða hóflega núna í haust.‘ Höfundur er forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.