Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í GEGNUM aldirnar hafa konur
orðið að berjast fyrir grundvallarrétt-
indum, t.d. kosningarétti og mennt-
un. Nú er svo komið að á Íslandi ríkir
lagalegt jafnrétti
kvenna og karla. En
þrátt fyrir þetta er
staða kynjanna allt
annað en jöfn. Konur
eru aðeins 31,1% af
sveitarstjórn-
arfulltrúum, þrátt fyrir
að unnið hafi verið að
kynjajöfnuði í mörg ár.
Stundum er því haldið
fram að kyn fólks
skipti ekki máli þegar
verið er að skipa á lista
í sveitarstjórnar- eða
alþingiskosningum.
Við búum í lýðræð-
issamfélagi og til að
tryggja að lýðræðið sé
virkt verða bæði kynin
að fá tækifæri til að
hafa áhrif á gang mála.
Þó karlar og konur séu
um margt lík, þá er
reynsluheimur þeirra ólíkur.
Fyrir kosningar kemur oft upp sú
umræða að kyn skiptir ekki máli,
velja beri hæfasta einstaklinginn og
þá er kynferðið orðið ómálefnalegt
sjónarmið. Á sama tíma þykir ekkert
að því að tala um aldur fólks eða frá
hvaða svæði einstaklingarnir koma
og þau sjónarmið eru talin mál-
efnaleg. Þegar barn fæðist er kyn
þess gjarnan það fyrsta sem spurt er
um. Strax þá er farið að flokka ein-
staklinginn. Samfélag okkar mótast
af þessari flokkun. Fötin á barnið eru
valin eftir kyni, nafn, búningsklefar,
væntingar til barnanna og svona
mætti lengi telja. Ég er þeirrar skoð-
unar að kynferði sé svo fléttað inn í
vitund okkar að við oft á tíðum áttum
okkur ekki á hvernig
kynferði mótar umhverfi
okkar og hefur mikil
áhrif á allt lífshlaup okk-
ar.
Nú eru stjórn-
málaflokkar að fara að
skipa á lista fyrir næstu
sveitarstjórnarkosn-
ingar. Sumir velja að
halda prófkjör, aðrir
byggja á skoðanakönn-
unum eða stilla upp á
lista. Ég skora því á
stjórnmálaflokkana að
tryggja það að hlutur
kvenna og karla verði
sem jafnastur í næstu
sveitarstjórnarkosn-
ingum. Fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosn-
ingar voru margir flét-
tulistar í gangi, en þá er
karl og kona til skiptis á
listunum. Á öllum framboðslistum á
Akureyri fyrir síðustu sveitarstjórn-
arkosningar voru slíkir listar. Þetta
er ágætis leið til að tryggja lýðræði
að þessu leyti og sjá til þess að sjón-
armið beggja kynja eigi sína for-
svarsmenn í sveitarstjórnum.
Áskorun
til stjórnmála-
flokkanna
Eftir Margréti Maríu
Sigurðardóttur
Margrét María
Sigurðardóttir
’Aukum hlutkvenna í næstu
sveitarstjórnar-
kosningum!‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
Jafnréttisstofu.
Kvennafrídagurinn
ALÞJÓÐLEGI verkjadagurinn
var í gær, 17. október. Í ár er þessi
dagur helgaður börnum og nauðsyn
þess að þau fái viðeigandi verkja-
meðferð. Verkir eru stórt heilsu-
farsvandamál og al-
gengasta orsök þess
að einstaklingar leita
læknis. Verkir eru oft
eitt af einkennum
hinna ýmsu sjúkdóma
en langvarandi verkir
geta einnig verið sjúk-
dómur í sjálfu sér.
Árið 1973 voru
stofnuð alþjóðleg þver-
fagleg samtök (Int-
ernational Association
for the Study of Pain
– IASP) þeirra sem
vinna við rannsóknir
og meðferð á verkjum. IASP hefur
síðan vaxið fiskur um hrygg og eru
nú í samtökunum yfir 7.000 félagar
í 110 löndum (2002).
Verkir hafa verið skilgreindir
sem „óþægileg skynjun eða tilfinn-
ingaleg upplifun samfara vefj-
askemmd eða ástand sem lýst er
með orðum sem lýsa slíkum
skemmdum“ (IASP). Þessi skil-
greining felur í sér að verkjaupp-
lifun er ekki bara líkamleg skynjun
heldur ekki síður andlegt, fé-
lagslegt og sálrænt fyrirbæri.
Líffræðilegt hlutverk sársauka er
að vekja lífveruna til meðvitundar
um að eitthvað sé að í líkamanum
eða um yfirvofandi eða raunveru-
lega vefjaskemmd og fá hana til að
flýja áverkavaldinn eða að berjast
við hann (flýja eða verjast við-
bragðið). Snemma í lífinu lærum
við því að túlka sársauka og verki
sem afleiðingu af vefjaskemmd og
reynum ósjálfrátt að forðast það
sem veldur okkur sársauka.
Vegna þessa líffræðilega hlut-
verks sársauka að gera okkur við-
vart um yfirvofandi hættu og/eða
að eitthvað sé að í líkamanum fara
sársaukaboðin í gegnum ýmsar
heilastöðvar sem stjórna vökustigi
okkar og tilfinningum á leið sinni
til meðvitundarinnar. Þetta veldur
því að sársauki og verkir vekja
okkur upp úr svefni og valda okkur
ótta og kvíða – við hræðumst það
sem sársaukanum veldur og reyn-
um að forðast það. Þessi tilfinn-
ingaáhrif eru í báðar áttir, þ.e.
sársauki og verkir valda ótta og
kvíða en ótti og kvíði valda því aft-
ur að við verðum næmari fyrir
sársauka og verkjum.
Verkjum er gjarnan
skipt niður í þrjá und-
irflokka; bráðaverki
vegna bráðasjúkdóma,
slysa eða skurð-
aðgerða; langvarandi
verki af völdum
krabbameins og lang-
varandi verki af öðr-
um orsökum en
krabbameini.
Eins og áður segir
er alþjóðlegi verkja-
dagurinn að þessu
sinni helgaður börn-
um. Verkir eru oft vanmetnir og
vanmeðhöndlaðir vegna þekking-
arskorts heilbrigðisstarfsfólks, nei-
kvæðra viðhorfa til verkja-
meðferðar og ótta við aukaverkanir
verkjalyfja. Ástæður þess að IASP
sér ástæðu til að minna sérstaklega
á verki og verkjameðferð hjá börn-
um er sú að oft bregðast börn öðru
vísi við sársauka og verkjum en
fullorðnir og að síendurtekinn og
langvarandi sársauki hjá börnum
getur haft afleiðingar síðar á lífs-
leiðinni.
Áður var talið að ung börn fyndu
minna fyrir eða gerðu sér síður
grein fyrir sársauka vegna þess
hve taugakerfi þeirra væri óþrosk-
að. Nú er vitað að nýfædd börn,
bæði fullburða og fyrirburar, finna
fyrir sársauka og sumir fræðimenn
vilja jafnvel halda fram að þau séu
enn næmari fyrir sársauka en við
sem eldri erum. Einnig hafa rann-
sóknir sýnt að börn sem líða síend-
urtekinn og mikinn sársauka geta
orðið næmari fyrir sársauka og
verkjum síðar á lífsleiðinni. Ástæð-
ur þess eru taldar vera bæði sál-
rænar, þ.e. að reynsla af sársauka
valdi ótta við sársauka, og líf-
fræðilegar þ.e. að mikil og síend-
urtekin sáraukaboð geti valdið
ákveðnum breytingum í taugum
sem gerir þær næmari fyrir sárs-
auka. Góð og viðeigandi verkja-
meðferð barna er því mikilvæg
strax frá fæðingu ásamt því að
forðast að valda þeim óþarfa sárs-
auka.
IASP leggur áherslu á að verkja-
meðferð barna njóti verðskuldaðrar
athygli og að það skuli vera sjálf-
sögð mannréttindi barna sem full-
orðinna að fá viðeigandi verkja-
meðferð þegar á þarf að halda.
Þessu markmiði skal ná með því
m.a. að:
mennta heilbrigðisstarfsfólk í
mati og meðferð á verkjum barna
sjá til þess að viðeigandi lyf
séu til staðar í viðeigandi skömmt-
um sem henta börnum
sjá til þess að viðeigandi
vinnureglur um verkjameðferð
barna séu til staðar þar sem börn
eru meðhöndluð
sjá til þess að aðgangur sé til
staðar að viðeigandi sérfræðiþekk-
ingu á verkjum barna þegar á þarf
að halda
stuðla að aukinni þekkingu al-
mennings og foreldra á eðli sárs-
auka og verkja og viðbrögðum
barna við þeim
forðast að valda börnum
óþarfa sársauka t.d. með óþarfa
stungum og rannsóknum sem fela í
sér líkamlegt inngrip
að börn fái góðan undirbúning,
viðeigandi fræðslu og fyrirbyggj-
andi verkjameðferð þegar líkamleg
sársaukafull inngrip eru óhjá-
kvæmileg.
Verkjameðferð barna skiptir máli
– fyrir barnið sjálft, fyrir fjölskyld-
una og fyrir allt samfélagið.
Sjá nánar á http://www.iasp-
pain.org
Alþjóðlegi verkjadagurinn
helgaður börnum
Þorbjörg Jónsdóttir
skrifar í tilefni af
alþjóðlegum verkjadegi ’… verkjaupplifun erekki bara líkamleg
skynjun heldur ekki síð-
ur andlegt, félagslegt og
sálrænt fyrirbæri. ‘
Þorbjörg Jónsdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur og
starfar sem klínískur sérfræðingur í
verkjameðferð á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Í MORGUNBLAÐINU 25. sept-
ember birtist frétt með fyrirsögn-
inni „Norðurljósin kvikmynduð og
seld“. Undirfyrirsögn er „Ekki hef-
ur tekist að kvikmynda norðurljósin
fyrr“. Í fréttinni er við-
tal við Jóhann Ísberg
ljósmyndara og fullyrt
að Jóhann og sam-
starfsmenn hans séu
þeir fyrstu sem fundið
hafi nothæfa aðferð við
að kvikmynda norður-
ljósin. Þessi fullyrðing
er dálítið villandi svo
að ekki sé meira sagt.
Rúm fjörutíu ár eru
liðin síðan norðurljós
voru fyrst kvikmynduð
með eðlilegum hraða,
bæði í svarthvítu og lit.
Ég hygg að fyrstu kvikmyndirnar
hafi verið teknar í Churchill í Kan-
ada árið 1963. Voru það vísindamenn
frá Alaska sem það gerðu. Mynd-
irnar komu fram á sjónvarpsskjá en
voru skráðar með 16 mm kvik-
myndavélum. Í fyrstu voru litirnir
langt frá því að vera eðlilegir, en árið
1984, eftir tuttugu ára tilraunir, má
segja að litatæknin hafi verið komin
í þokkalegt horf. Þá höfðu sjón-
varpstökuvélar alfarið tekið við af
filmuvélunum. Alaskamenn hafa
lengst af verið í fararbroddi á þessu
sviði, en aðrir hafa fylgt á eftir.
Síðan 1984 hafa japanskir vís-
indamenn tekið kvikmyndir af norð-
urljósunum hérlendis í stöðvum sem
þeir hafa komið upp í
samvinnu við Raunvís-
indastofnun Háskól-
ans. Aðallega hafa
þetta verið svarthvítar
myndir, en á Suð-
urskautslandinu hafa
Japanar tekið litkvik-
myndir, fyrst árið 1989.
Kvikmyndavélar
voru notaðar til að taka
myndir af norður-
ljósum í heim-
skautalöndum á jarð-
eðlisfræðiárinu
1957–58. Þær myndir
voru að vísu teknar miklu hægar en
venjulegar kvikmyndir, aðeins ein
mynd á mínútu af himninum öllum.
Þegar þessar myndir eru sýndar
sem kvikmyndir verður atburða-
rásin óeðlilega hröð, en myndirnar
eru engu að síður tilkomumiklar.
Myndir af þessu tagi voru teknar
hér á Íslandi á tímabilinu frá 1957 til
1973, fyrst á vegum Veðurstofu Ís-
lands en síðar tóku Eðlisfræðistofn-
un Háskólans og Raunvísindastofn-
un við þessari starfsemi.
Ofangreindar athugasemdir eru
ekki settar fram til að gera lítið úr
framtaki Jóhanns Ísbergs og félaga.
Sú myndtækni sem þeir hafa þróað
er vissulega athyglisverð og sam-
bærileg við það besta sem þekkist
annars staðar. Að mínum dómi vant-
ar þó enn talsvert á að kvikmyndir
þeirra eða annarra nái að sýna lita-
dýrð norðurljósanna með þeim hætti
sem mannsaugað greinir hana. Von-
andi tekst það að lokum með aukinni
tækni og þrautseigju.
Norðurljósin kvik-
mynduð – athugasemd
Þorsteinn Sæmundsson
fjallar um kvikmyndun
norðurljósanna ’… vantar þó enn tals-vert á að kvikmyndir
þeirra eða annarra nái
að sýna litadýrð norður-
ljósanna með þeim
hætti sem mannsaugað
greinir hana. ‘
Þorsteinn Sæmundsson
Höfundur er stjörnufræðingur
með starfsaðstöðu við Raun-
vísindastofnun Háskólans.
BORGARSTJÓRI ritaði grein í
Morgunblaðið 30. september undir
þessu heiti. Vissulega er full ástæða
til að óska Reykvíkingum til ham-
ingju með að hafinn er undirbún-
ingur að byggingu nýs hjúkr-
unarheimilis í Sogamýrinni og
vissulega hafði borgarstjóri ástæðu
til að rita grein af
þessu tilefni.
Staðreyndin er sú,
ef mér skjöplast ekki,
að þetta er fyrsta nýja
hjúkrunarheimilið sem
ákvörðun er tekin um
að byggja af Reykja-
víkurborg í tíð þessa
meirihluta í rúmlega
11 ára valdatíma hans.
Árið 2003 var gert
samkomulag um að
stækka hjúkr-
unarheimilið Eir um
40 hjúkrunaríbúðir og
dagvist fyrir 20 manns og verið er
að stækka Droplaugarstaði. Hjúkr-
unarheimilið við Sóltún var byggt í
einkaframkvæmd fyrir nokkrum ár-
um og er rekið þannig í dag með
góðum árangri. U.þ.b. 100 ný hjúkr-
unarrými hafa verið byggð á vegum
frjálsra félagsamtaka.
Borgarstjóri segir í grein sinni:
„Fyrir tæpum fjórum árum ákvað
Reykjavíkurborg að gera hvað hún
gæti til að fjölga hjúkrunarrýmum í
borginni.“ Fyrir mér sem áhuga-
manni um borgarmálefni er þetta
ótrúlega langur tími frá því að
ákveðið er að fjölga hjúkr-
unarrýmum í borginni
til þess dags að und-
irritaður er samningur
milli heilbrigð-
isráðherra og borg-
arstjóra að byggja nýtt
hjúkrunarheimli.
Hvert stefnir?
Því miður er langt í
land að nýja hjúkr-
unarheimilið í Soga-
mýrinni leysi þann
vanda sem er í þessum
málaflokki því stað-
reyndin er sú að samkvæmt grein
borgarstjóra bíða um 250 manns
eftir plássi og það er ekki eins og
hjúkrunaheimilið í Sogamýrinni
verði opnað á morgun fyrir 110 vist-
menn. Ef ekki verður meira að gert
mun stefna í óefni.
Hér verður að taka til hendinni
og ákveða svo fljótt sem kostur er
að hefjast handa við byggingu á
nýju hjúkrunaheimili. Þennan vanda
verður að leysa.
Nýtt hjúkrunar-
heimili – til
hamingju
Guðni Þór Jónsson fjallar
um vanda aldraðra og skort á
hjúkrunarheimilum
Guðni Þór Jónsson
’Hér verður að taka tilhendinni og ákveða svo
fljótt sem kostur er að
hefjast handa við bygg-
ingu á nýju hjúkr-
unarheimili. Þennan
vanda verður að leysa.‘
Höfundur er frambjóðandi
til 5.–7. sætis í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík.