Morgunblaðið - 18.10.2005, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ORGEL með mörgum mismunandi
röddum er heil hljómsveit í sjálfu sér
sem býður upp á ótal möguleika í
raddvali. Það sannaðist heldur betur
á tónleikum Guðmundar Sigurðs-
sonar í Laugarneskirkju fyrir
skemmstu; ólík verk voru á efnis-
skránni og höfðu
þau hvert sinn
karakter og lit-
brigðaheim sem
alltaf var mótaður
af stakri smekk-
vísi organistans.
Með einni und-
antekningu: Lit-
irnir í níu til-
brigðum við
sálmalagið Was Gott tut, das ist wo-
hlgetan eftir Pachelbel, sem samdi
frægan keðjusöng er heyrst hefur
m.a. í auglýsingu í sjónvarpinu, voru
heldur djarfir fyrir minn smekk og
eitt tilbrigðið var svo ofskynj-
unarkennt í túlkun Guðmundar að
það var nánast eins og Pachelbel
hefði verið á sveppum þegar hann
samdi það. Annað var hins vegar ein-
staklega sannfærandi og þar sem lip-
urt fingra- og fótspil Guðmundar var
afar nákvæmt og möguleikar orgels-
ins prýðilega nýttir er ekki annað
hægt að segja en að tónleikarnir hafi
verið sérlega vel heppnaðir.
Strax í upphafi var auðheyrt að
Guðmundur er fimur organisti.
Trompetlag í D-dúr eftir David N.
Johnson var frísklegt án þess að glata
stöðugleika í takti og var nokkrum
röddum hljóðfærisins blandað saman
á svo hnitmiðaðan hátt að aðdáun-
arvert var. Gammel fäbodpsalm frän
Dalarna eftir Oscar Lindberg, sem
kom strax á eftir, var eins og skugg-
inn af þessu glaðlega verki; hægt,
dulúðugt og litað þokukenndum,
myrkum röddum er komu fallega út í
kirkjunni. Hin volduga tónsmíð Jesú,
mín morgunstjarna eftir Jón Þór-
arinsson var ekki síðri og var undir-
aldan auðfundin í tónlistinni. Greinir
Jesús um græna tréð eftir Smára
Ólason var auk þess hrífandi í ein-
faldri framsetningu organistans og
Ciaconna eftir fyrrnefndan Pachel-
bel, sem kom á eftir sýrukenndri
túlkun Guðmundar á tilbrigðunum
níu, var verulega mögnuð; nú var
andrúmsloft ofskynjunarvímu horfið,
a.m.k. var verkið markvisst byggt
upp og málað hóflega skærum litum.
Tveir dansar eftir Jóhannes frá
Lyublin, sem uppi var á 16. öld, voru
líka mótaðir á sannfærandi hátt; Vat-
er unser in Himmelreich eftir Georg
Böhm var sömuleiðis gætt réttu and-
aktinni og Prelúdía og fúga í f-moll
eftir Bach var kraftmikil og glæsileg í
meðförum Guðmundar.
Orgelið í Laugarneskirkju var
smíðað af Björgvini Tómassyni og
hefur auðheyrilega heppnast vel,
a.m.k. var unaðslegt að hlusta á svo
fínan músíkant spila á það þó hann
hafi verið heldur ýktur á tímabili. Og
meira að segja þegar hann fór yfir
strikið leiddist mér ekki – þvert á
móti var útkoman bráðfyndin! Óneit-
anlega voru þetta með skemmtilegri
orgeltónleikum sem ég hef farið á.
Ofskynjunarkenndur Pachelbel
TÓNLIST
Laugarneskirkja
Guðmundur Sigurðsson flutti tónsmíðar
eftir Liundberg, Johnson, Jón Þór-
arinsson, Pachelbel og fleiri. Sunnudagur
9. október.
Orgeltónleikar
Jónas Sen
Guðmundur
Sigurðsson
Í TILEFNI af því að 30 ár eru lið-
in frá kvennafrídeginum 24. októ-
ber 1975 kemur bókin Já, ég þori,
get og vil út á vegum Bókaútgáf-
unnar Sölku þann 24. október
næstkomandi. Fjöldi kvenna vann
baki brotnu til að kvennafríið gæti
orðið að veruleika. Vilborg Harð-
ardóttir var þar lykilmaður með
frumkvæði sínu og dugnaði, og er í
bókinni rakinn í máli og myndum
aðdragandinn að þessum sögulega
viðburði sem vakti heimsathygli.
Hildur Hákonardóttir er höfundur
bókarinnar og eru myndirnar sem
hér munu birtast næstu viku hluti
af myndaseríu sem Hildur teiknaði
í ársbyrjun 1976 og hefur hvergi
birst áður opinberlega fyrr en
núna og í heild sinni í hinni vænt-
anlegu bók.
Já, ég þori, get og vil!
HALDNIR verða tón-
leikar í Fríkirkjunni í
Reykjavík í kvöld. Þar
kemur fram Már Magn-
ússon söngvari ásamt nem-
endum sínum fyrr og síðar,
sem hafa haslað sér völl í
sönglistinni eða eru í þann
veginn að gera það. Már
hefur kennt í Reykjavík,
Árnessýslu, Akureyri og
Danmörku og koma söngvarar frá
þessum svæðum fram á tónleikunum.
Þar verða flutt atriði úr óperum:
La Traviata, Seldu brúðinni, Samson
og Dalila, Töfraskyttunni, La Gio-
conda og Tannhäuser. Píanóund-
irleik annast Ólafur Vignir Alberts-
son og útvarpskonan og
fyrrverandi nemandi Más,
Stefanía Valgeirsdóttir, er
kynnir.
Már Magnússon lagði
stund á söng og tónlist-
arnám hér á landi áður en
hann hélt til Vínarborgar,
en þar dvaldi hann um ára-
bil við nám og störf. Eftir
að hann sneri heim hefur
hann auk þess að koma fram sem
söngvari fengist við kennslu og eru
þónokkrir af nemendum hans starf-
andi sem söngvarar meira eða
minna. Már hefur kennt við Söng-
skólann í Reykjavík, Tónlistarskóla
Árnessýslu, Nýja tónlistarskólann,
Tónlistarskólann á Akureyri og tón-
listarskóla í Suður-Jótlandi.
Einn af söngvurunum sem koma
fram er Sólveig Unnur Ragnars-
dóttir, en hún lauk kennaraprófi frá
Söngskólanum í Reykjavík síðast-
liðið vor. Hún hverfur nú til fram-
haldsnáms í Skotlandi og er því ætlað
veglegt hlutverk í tónleikum kvölds-
ins. Einnig má nefna þá sem koma
fram: Ólöf Ólafsdóttir, Steinarr
Magnússon, Manfred Lemke, Anna
Sigríður Helgadóttir, Hildur
Tryggvadóttir, Eiríkur Hreinn
Helgason og Anna Brønholt frá Dan-
mörku. Enn er þó eftir að telja röð af
söngvurum sem taka þátt í tónleik-
unum sem hefjast kl. 20.00 í kvöld.
Tónlist | Söngtónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík
Már Magnússon syngur
ásamt nemendum sínum
Már Magnússon
BENJAMIN
BRITTEN
the turn of the screw
ef t i r
25 ára
og yngri:
50%
afsláttur
af miða-
verði
í sal
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
21. okt. kl. 20 - Frumsýning- ÖRFÁ SÆTI LAUS
23. okt. kl. 20 - 2. sýning - 30. okt. kl. 20 - 3. sýning
4. nóv. kl. 20 - 4. sýning - 6. nóv. kl. 20 - 5. sýning
12. nóv. kl. 20 - 6. sýning - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningar á Tökin hert , 2. - 6. sýning
Kl. 19.15 – Stutt kynning á verkinu og uppsetningu þess.
Kynningin fer fram á sviðinu og er innifalin í miðaverði.
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI
HÍBÝLI VINDANNA
Aðeins þessi eina aukasýning eftir
Su 23/10 kl. 20
LÍFSINS TRÉ
Fi 27/10 kl. 20 - FRUMSÝNING - UPPSELT
Fö 28/10 kl. 20 Fi 3/11 kl. 20
Fö 4/11 kl. 20 Lau 5/11 kl. 20
Fi 10/11 kl. 20 Fö 11/11 kl. 20
MANNTAFL
Lau 22/10 kl. 20
Forðist okkur - Aðeins sýnt í október
Nemendaleikhusið/CommonNonsense
e. Hugleik Dagsson
Mi 19/10 kl. 20
Fi 20/10 kl. 20
Fö 21/10 kl. 20
Lau 22/10 kl. 20
SALKA VALKA
Mi 19/10 kl. 20 Styrktarsýning - MND Félagið á
Íslandi
Fö 21/10 kl. 20 Gul kort
Lau 22/10 kl. 20 Rauð kort
Su 30/10 kl. 20 Græn kort
WOYZECK
Í samstarfi við Vesturport og
Barbican Center í London
Frumsýnt í London 12. október
Fi 27/10 kl.20 Forsýning - UPPSELT
Fö 28/10 kl. 20 Frumsýning - UPPSELT
Lau 29/10 kl. 20 Gul kort
Lau 5/11 kl. 20 Rauð kort
Fi 10/11 kl. 20 Græn kort
Fö 11/11 kl. 20 Blá kort
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 23/10 kl. 14 - UPPSELT
Su 30/10 kl. 14 Su 6/11 kl. 14
Nýja svið/Litla svið
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Su 23/10 kl. 20 UPPSELT
Þr 25/10 kl. 20 UPPSELT
Lau 29/10 kl.20 UPPSELT Su 30/10 KL. 20 UPPSELT
Su 6/11 kl. 20 AUKASÝNING
Tvennu tilboð
Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og
Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur
AUKASÝNING FIM. 20. OKT. KL. 20
11. SÝN. FÖS. 21. OKT. kl. 20 NOKKUR SÆTI
12. SÝN. LAU. 22. OKT. kl. 20 NOKKUR SÆTI
13. SÝN. FÖS. 28. OKT. kl. 20
14. SÝN. LAU. 29. OKT. kl. 20
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup kl. 20
Fim 20. okt Frumsýning UPPSELT
Fös 21. okt 2. kortasýn UPPSELT
Sun 23. okt 3. kortasýn UPPSELT
Fim 27. okt 4. kortasýn UPPSELT
Fös 28. okt 5. kortasýn UPPSELT
Lau 29. okt 6. kortasýn UPPSELT
sun 30. okt AUKASÝNING
Fös 4. nóv UPPSELT
Lau 5. nóv UPPSELT
Lau 5. nóv kl. 23.30 AUKASÝNING
Síðustu
dagar korta-
sölunnar!
eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN
Síðustu sýningar
- DV
Frábær fjölskylduskemmtun!
- Fréttablaðið
Lau. 22/10 kl. 15 Annie; Sólveig
Lau. 30/10 kl. 14 Annie; Thelma Lind
Fim. 3/11 kl. 19 Annie; Lilja Björk
Miðasala í síma 551 4700 alla daga frá
kl. 13-17 í gamla AUSTURBÆJARBÍÓI
www.annie.is • www.midi.is
Fáðu úrslitin
send í símann þinn