Morgunblaðið - 18.10.2005, Side 52

Morgunblaðið - 18.10.2005, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. „ÉG kom hingað fyrir tíu árum og held að ástandið hafi versnað á vinnumarkaðinum síð- an þá. Það er meira um lög og reglur sem gera fólki erfitt fyrir,“ segir Amal Tamimi sem flutti ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Palestínu. „Þegar ég kom hingað var ég látin vinna frá klukkan hálfsjö á morgnana til hálfellefu á kvöldin hjá fiskvinnslufyrirtæki. Ég vissi ekki að yfirvinna væri val,“ segir Amal sem fékk 365 krónur á tímann, bæði í dagvinnu og kvöldvinnu. Saga hennar er því miður ekki einsdæmi og margar konur af erlendum uppruna þurfa að glíma við erfið vandamál á íslenskum vinnu- markaði. Upplýsingagjöf er ekki næg og kon- urnar fá oft ekki fullnægjandi vitneskju um réttindi sín og skyldur, þrátt fyrir að vinnu- veitendum beri skylda til að upplýsa þær. Kon- urnar glíma líka við tungumálaörðugleika og eru háðar vinnuveitendum sínum, sem eiga að sjá um að útvega atvinnu- og dvalarleyfi. Þá er menntun og reynsla þessara kvenna oft ekki metin að verðleikum hér á landi. Viðmælendur Morgunblaðsins í dag telja kerfið bjóða upp á að svindlað sé á útlending- um og vilja meðal annars láta bæta upp- lýsingaflæði og efla íslenskukennslu. Þá benda þeir á að erlendar konur vinni í öllum stéttum samfélagsins og það myndi hafa miklar afleiðingar legðu þær niður störf á kvennafrídaginn. Enda eru konur rúmlega helmingur þeirra tíu þúsund erlendu ríkisborg- ara sem hér búa. | 6 Erlendar konur búa oft við slæm kjör á íslenskum vinnumarkaði „Vissi ekki að yfirvinna væri val“ Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti „ÞORI ég, vil ég, get ég? Já, ég þori, get og vil.“ Þannig var sungið í laginu Áfram stelpur fyrir þremur áratugum, en lagið og samnefnd plata hefur síðan verið tengd kvennabaráttunni órjúf- anlegum böndum. Í tilefni þess að í ár eru þrjátíu ár liðin síðan konur flykktust niður á Lækjartorg á kvennafrídeginum og tóku þátt í einum stærsta útifundi Íslandssögunnar hefur verið ákveðið að endurútgefa Áfram stelpur sem geisladisk, en platan hefur verið ófáanleg um árabil. „Þessi plata sprettur upp úr alveg ótrúlega magnaðri stemningu sem ríkti þetta ár og náði hámarki á kvennafrídeginum sjálfum,“ rifjar Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leik- kona, upp. „Þarna ríkti svo sannarlega mikill bar- áttuvilji, orka og kraftur,“ segir Steinunn, sem stendur að útgáfunni ásamt Kjartani Eggerts- syni tónlistarmanni. Að sögn Steinunnar hefur kvennahópurinn sem söng lögin á Áfram stelpur komið saman í tímans rás þegar mikið hefur legið við og tekið lögin af plötunni. Með Steinunni í sönghópnum voru leikkonurnar Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bríet heitin Héðinsdóttir, Guð- rún Alfreðsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, ásamt Kristínu Ólafsdóttur vísnasöngkonu. Aðspurð hvort textarnir á Áfram stelpur eigi enn við í dag svarar Steinunn því umsvifalaust játandi. „Í öll þau skipti sem við höfum komið saman og sungið þessi lög þá hafa konur staðið eða setið tárvotar undir söngnum, vegna þess að textarnir eru svo ótrúlega „aktúel“ enn þann dag í dag.“ Hægt verður að nálgast diskinn á útifundinum á Ingólfstorgi á kvennafrídeginum 24. október nk. auk þess sem hann verður í framhaldinu fáan- legur í hljómplötuverslunum. Morgunblaðið/ÞÖK „Hvenær verða allir menn taldir menn?“ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is KÁRI Árnason og Sölvi Geir Otte- sen urðu í gærkvöldi sænskir meist- arar með liði sínu Djurgården. Lið- ið er með fjögurra stiga forystu á Gautaborg, lið Hjálmars Jónssonar, þegar ein umferð er eftir. Djur- gården gerði markalaust jafntefli við Örgryte. Á myndinni sést Sölvi í harðri baráttu. | Íþróttir SCANPIX Kári og Sölvi sænskir meistarar VIÐ hönnun nýs Korpuskóla í Grafarvogi, sem tekinn var formlega í notkun í gær, var tekið mið af sveigjanlegu námsumhverfi, hægt er að tengja saman öll rými hússins og auðvelda þannig samstarf nemenda. Þá var haft að leiðarljósi að skólinn tengdist sem best náttúru og samfélaginu í næsta ná- grenni. Til grundvallar skólabyggingunni liggja hugmyndir þrjátíu manna starfshóps sem vísindaver, fjölnotasalur og svið, mötuneyti, kennslueldhús, tölvuver, tónmenntaaðstaða og frístundaheimili. Hermann Ólason, arki- tekt hjá Landhönnun, hannaði skólalóðina þannig að hún er hvorttveggja í senn fé- lagslegur vettvangur nemenda og námsum- hverfi, auk þess sem íbúar í Staðahverfi geta nýtt hana til samveru. Skólastarf í nýjum Korpuskóla hefst 24. október. skipaður var m.a. foreldrum, skólafólki og at- vinnurekendum í Staðahverfi. Tekið var mið af öllum tillögum hópsins og er Korpuskóli því hannaður út frá hugmyndum íbúanna sjálfra. Nýja skólahúsið er hannað af teiknistofunni Arkís ehf. og rúmar 170 grunnskólanemend- ur. Hluti hússins er leikskóli og er gert ráð fyrir að nýta megi það rými fyrir leikskóla- börn þegar grunnskólanemendum fækkar. Í byggingunni eru 5 kennslurými, listasmiðja, Morgunblaðið/ÞÖK Hannað út frá hugmyndum íbúanna FULLTRÚAR Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins sem heimsóttu Ísland í sumar hafa gefið út skýrslu vegna heimsóknarinnar. Þar er Íslendingum hrósað fyrir frammistöðu í efnahagsmálum á síðustu árum. Hins vegar segir í skýrslunni að helstu fjárfesting- arverkefni að undanförnu hafi leitt til óstöðugleika og misvægis í hagkerfinu og að mikilvægustu verkefni næstu missera séu að koma böndum á einkaneyslu, húsnæðismarkaðinn, viðskipta- í þessum málum í dag“. Aðhaldið megi hins vegar ekki vera minna. Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að samtökin taki undir ábendingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um nauðsyn á auknu aðhaldi í opin- berum fjármálum. ASÍ hafi lengi kallað eftir auknu aðhaldi á þessu sviði til að létta á Seðlabankanum og draga úr aðhaldssamri pen- ingamálastjórn. hallann og verðbólguna. Þar seg- ir að frekara aðhalds sé þörf í rík- isfjármálum. Þessu aðhaldi má að mati sérfræðinga sjóðsins ná með því að flétta saman á einhvern hátt frestun skattalækkana og frestun nýrra fjárfestinga auk þess að reyna að draga úr aukn- ingu í samneyslu. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra segist telja að aðhald í ríkisfjármálum sé nægilega mik- ið til þess að hægt verði að kom- ast út úr „ákveðinni snúinni stöðu Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland Skattalækkunum verði frestað  Böndum | 4 ÁSATRÚARFÉLAGIÐ hyggst bjóða upp á kynningu á siðfestuat- höfn heiðinna manna í 8. bekk grunnskóla í vetur. Að sögn Jóhönnu Harðardóttur Kjalnesingagoða mun Lögrétta bráðum senda skóla- yfirvöldum bréf og bjóða þeim að fá heimsókn goða eða annarra embætt- ismanna félagsins, en hingað til hef- ur aðeins verið hægt að nálgast kynninguna innan félagsins. Jóhanna segir siðfestuathöfnina eins konar manndómsvígslu heið- inna manna. Undirbúningur felst m.a. í fræðslu um heiðinn sið og lest- ur Hávamála og Völuspár. Allir þeir sem kjósa siðfestuathöfn geta fengið hana, en þeir sem ekki eru orðnir 16 ára þurfa samþykki forráðamanna. Siðfestuat- hafnir kynntar í skólum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.