Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 1
Reuters samið um að hann myndi gera 30. október. Gbagbo segir að vegna árása uppreisnarmanna í norður- hluta landsins hafi reynst ókleift að halda kosningarnar en hann heitir því að þær verði haldnar innan árs. ÞÚSUNDIR andstæðinga Laurents Gbagbos, forseta Fílabeinsstrand- arinnar, efndu í gær til harðra mót- mæla í helstu borg landsins, Abidj- an, vegna þess að forsetinn sagði ekki af sér eins og áður hafði verið Mótmæli í Abidjan STOFNAÐ 1913 295. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Ólafur og Vovka í Óperunni Syngja fyrir vini og vandamenn, og aðra sem hafa áhuga | Menning Fasteignir | Uppgröftur hafinn í Lundarlandi  Endurfjármögnun húsnæðislána Íþróttir | Viggó gerir atlögu að landsleikjameti  Sigurganga Njarðvíkinga heldur áfram  Fyrsti ósigur Stjörnunnar Fasteignablaðið og Íþróttir Framkvæmdastjóri norsku málnefndarinnar, Sylfest Lom- heim, segir að tjáningarfrelsi sé heft á sumum fjölmiðlum vegna þess að ritstjórar banni fólki að skrifa nýnorsku í stað bókmálsins, að sögn blaðsins Aftenposten. Vill hann að rík- isvaldið refsi blöðunum með því að fella niður undanþágur á virðisaukaskatti og opinberan fjárstuðning sem blöðin njóta. Nýnorska var búin til á 19. öldinni af fræðimönnum sem voru ósáttir við að Norðmenn notuðu ritmál sem í reynd var danska með litlum frávikum. Var m.a. stuðst við íslensku þegar málið var hannað. „Það verður að koma á tján- ingarfrelsi á sviði tungumál- anna í Noregi,“ segir Lomheim í viðtali við Bergens Tidende. Reynir hann nú í samstarfi við Frank Aarebrot, prófessor í samanburðarmálfræði, að fá þingið í Ósló til að þvinga blöð á borð við Aftenposten og VG til að tryggja jafnrétti beggja rit- mála. „Það er bannað að mis- muna vegna kynferðis og kyn- hneigðar,“ segir Aarebrot. „En ríkið sættir sig við að blaða- mönnum, sem helst vilja skrifa nýnorsku, sé mismunað.“ „Slæmar málvillur“ Fyrrverandi aðalritstjóri Aftenposten, Per Egil Hegge, telur kröfuna lýsa vanþekkingu á störfum og ábyrgð aðalrit- stjóra. Hann segist jafnframt vona að búið sé að hreinsa úr kröfum Lomheims og Aare- brots „slæmar málvillur“ sem hafi verið í drögum að baráttu- áætlun þeirra. Krefst nýnorsku í blöðin STJÓRNVÖLD í Sýrlandi reyndu í gær ákaft að koma í veg fyrir að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti ályktun um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn ríkinu. Niðurstöð- ur rannsóknar fulltrúa SÞ á morðinu í febrúar á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, þykja benda til þess að háttsettir menn í Sýrlandi hafi staðið á bak við morðið í samvinnu við líbanska stuðnings- menn Sýrlendinga. Þeir réðu á þess- um tíma lögum og lofum í landinu með aðstoð hernámsliðs. Skýrt var frá því í gær í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, að þarlend stjórnvöld myndu efna til eigin rann- sóknar á morðmálinu. Gert er ráð fyr- ir að ályktun um refsiaðgerðir verði borin undir atkvæði í öryggisráðinu í dag. Er þar m.a. krafist að Sýrlend- ingar handtaki þá sem grunaðir eru um aðild að tilræðinu gegn Hariri og hafi samstarf við alþjóðasamfélagið um að láta þá svara til saka, ella verði gripið til viðskiptalegra refsiaðgerða. Bandaríkjamenn og Frakkar unnu saman að ályktun Rússar, sem lengi hafa átt náin samskipti við Sýrlendinga, hafa sagt að þeir muni leggjast gegn refsiað- gerðum og sama segja Kínverjar. Ekki er þó víst að þessar þjóðir muni beita neitunarvaldi til að fella álykt- unina. Sjálfir segja Sýrlendingar að skýrsla SÞ sé mótuð af pólitískum hagsmunum og „full af þversögnum“. Mágur Bashar al-Assads Sýrlands- forseta, Assef Shawkat, sem jafn- framt er yfirmaður leyniþjónustu landsins, er meðal þeirra sem hafa verið bendlaðir við tilræðið í febrúar. Hariri hafði gagnrýnt afskipti Sýr- lendinga af stjórnmálum lands síns undanfarna áratugi og var því orðinn þeim óþægur ljár í þúfu. Bandaríkja- menn og Frakkar, sem lengi hafa haft mikil áhrif í Líbanon og Sýrlandi, sneru bökum saman og er umrædd ályktun samin að undirlagi þeirra. Bandaríkjamenn hafa lengi gagnrýnt sýrlensk stjórnvöld og sagt að þau leyfi hermdarverkamönnum að hafa bækistöðvar i landinu. Talið er að sumir fyrrverandi liðsmenn Saddams Husseins búi með leynd í Sýrlandi og stýri þaðan árásum á bandaríska og íraska hermenn handan landamær- anna. Sýrlendingar reyna að komast hjá refsingu Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BJÖRGUNARSVEITIR frá Blöndu- ósi, Skagaströnd, Laugabakka og Hvammstanga stóðu í ströngu í gær- kvöldi við að bjarga ökumönnum úr bílum sínum þegar stórhríð skall á í Vestur-Húnavatnssýslu. Gerði svo slæmt veður, með gríðarsnarpri norðaustanátt, að ekki sást milli stikna og festust meir en þrjátíu bílar þegar ökumenn óku blindaðir inn í skafla á tíu km. vegarkafla frá Hvammstangaafleggjara að bænum Gauksmýri. Voru vegfarendur fluttir í félags- heimilið á Hvammstanga þar sem þeir fengu skjól auk þess sem björg- unarsveitir lóðsuðu fjölda bíla með sér út úr bylnum. Þeim bílum sem þangað gátu komist var beint til baka í Víðigerði eða á Blönduós, þar sem þeir bíða eftir að veðrinu sloti og vegurinn verði ruddur. Þá voru vegfarendur einnig fluttir úr bílum sínum á Laugabakka. Rauði kross- inn á Hvammstanga opnaði fjölda- hjálparstöð til að taka á móti fólki. Björgunarstarf gekk greiðlega Björgunarsveitirnar voru vel út- búnar til að taka á ástandinu og gekk björgunarstarf greiðlega með góðu samstarfi, þótt menn stæðu vissulega í ströngu. Gunnar Örn Jakobsson, formaður björg- unarsveitarinnar Káraborgar á Hvammstanga, segir veðrið hafa breyst afar snögglega en viðbragðs- flýtir björgunarsveitarmanna hafi verið mikill og þeir mættir á staðinn mjög fljótt þrátt fyrir að erfitt hafi verið með samgöngur. Bæði voru notaðir sérútbúnir jeppar og snjó- bíll til að ferja fólk. Alls voru átta björgunarsveitarbílar notaðir við björgunarstörfin. „Síðan þegar rof- ar til verður farið í að ryðja vegina og losa bíla úr sköflum, en það lend- ir örugglega meira á Vegagerð- inni,“ segir Gunnar. Að sögn lögreglu á Blönduósi er þetta ástand afar óvenjulegt þar sem það skall á fyrirvaralaust. „Það gerðist á einum klukkutíma að það varð vitlaust veður og allt stoppaði,“ segir Jósep Stefánson varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi. Ágúst Haraldsson vegfarandi var á leið norður á Akureyri með konu sína og tvö börn þegar hann varð að stöðva för sína vegna blindbylsins. „Þetta skall á eins og hendi væri veifað,“ segir Ágúst. „Maður sá bara ekki bíla á milli eða á næstu stiku. Ég beið ekki lengi eftir hjálp, en þeir tóku okkur í þrjátíu bíla lest og leiðbeindu okkur til Hvammstanga. Það var mjög vel tekið á móti okkur í félagsheimilinu og greinilega sannir heiðursmenn bæði í björg- unarsveitinni og heimamenn hér.“ Ágúst vonast til að geta lagt af stað aftur fyrir hádegi í dag, en þó verði tíminn að leiða það í ljós. Þriggja bíla árekstur varð rétt norðan við Hvammstangaafleggjara um það bil sem vonskuveðrið var að skella á, þegar vörubíll keyrði á tvo kyrrstæða fólksbíla. Enginn slas- aðist í árekstrinum en fólksbílarnir eru nokkuð skemmdir. „Þetta skall á eins og hendi væri veifað“ Yfir þrjátíu bílar festust í blindbyl sunnan við Hvammstanga í gærkvöldi Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Lögregla og björgunarsveitarmenn aðstoða ökumann í ófærðinni á Hvammstanga í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.