Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 34
RAÐMORÐINGJAR hafa löngum verið eftirsótt viðfangsefni kvik- myndagerðarmanna, alltaf virðist finnast markaður fyrir slík af- styrmi. Keimlíkar, stöku sinnum stinga góðar myndir þó upp koll- inum (Silence of the Lambs, Seven), en oftast er von á slitinni tuggu. Crónicas er ein þeirra sem koma á óvart og sýna forvitnilega hlið á greininni, því illmennið El Monstruo, er afhjúpað í upphafi, síðan tekur við hrottaleg atburða- rás sem verður til þess að morð- ingjanum er stungið á bak við lás og slá – án þess að nokkur geri sér grein fyrir tengslunum á milli fang- ans og El Monstruo. Sjónvarpsfréttamannagengi er komið á staðinn, smábæinn Babahoyo í Ekvador. Þeir starfa fyrir æsifréttastöð í Miami sem sendir út á spönsku til rómönsku Ameríku. Fyrir hópnum fer frétta- haukurinn Manolo (Leguizamo), hann er ágengur og fær og gerir sér jafnframt grein fyrir lýðhyllinni sem hann nýtur. Fyrri hluti Crónicas er bráð- snjall, eða svo lengi sem Manolo er að fá fullvissu um hver hún er, Skepnan í Babahoyo. Með sín 150 barnslíf á samviskunni, en upp- haflega átti hópurinn að ræða við foreldra fórnarlambanna. Atburð- urinn sem kemur sjónvarpsfólkinu á slóðina er einstaklega vel úthugs- aður. Sölumaðurinn Vinicio (Alcaz- ar), verður fyrir því óláni að bana tvíburabróður fórnarlambs El Monstruo. Faðir drengjanna fer fyrir múgnum sem hyggst aflífa Vinicio á staðnum og eru báðir settir í fangelsi.Vinicio veit að múg- urinn mun ekki hlífa honum þegar út er komið, hann leitar því til stjörnunnar Manolos, segist geta komið honum á spor raðmorðingj- ans – gegn því að sleppa úr haldi. Óvænt breytir hann áætlunum Manolos sem finnur risavaxið „skúbb“ liggja í loftinu og lætur allt annað víkja. Togstreitan er trúverðug, þau Manolo, Marisa (Watling), fram- leiðandi hans og tökumaðurinn (Yazpik), eru full efasemda um heiðarleika Vinicio en eru viss um að hann lúri á mikilvægum upplýs- ingum eða sé jafnvel sjálfur níðing- urinn. Eftir því sem á líður, dregur úr krafti Crónicas, bæði sökum þess að gríman fellur fljótt af hinum seka og ádeilan á siðleysi ófor- skammaðrar fréttamennsku er ekki nándar nærri jafn sláandi og harð- grimmur fyrri hlutinn. Leikararnir eru sérlega traustir, ekki síst Leguizamo sem hagar sér líkt og þaulreyndur æsifréttamaður sem lætur blindast af frægðinni. Raðmorðinginn og rannsóknar- blaðamaðurinn Crónicas kemur á óvart og sýnir forvitnilega hlið á málefnum raðmorð- ingja og blindaðra æsifréttamanna, að mati gagnrýnanda. KVIKMYNDIR Októberbíófest Leikstjóri: Sebastián Cordero. Aðalleik- endur: John Leguizamo, Damian Alcazar, Alfred Molina, Jose Maria Yazpik, Leonor Watling. 98 mín. Mexíkó/Ekvador. 2004. Crónicas  Sæbjörn Valdimarsson 34 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára ENGINN SLEPPUR LIFANDI Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Fór beint á toppinn í USA 450 kr. Sýnd kl. 3.50kl. 10 Sýnd kl. 4, 6 og 8 Africa United “Fótfrá gamanmynd” Variety  S.V. Mbl. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 DREW BARRYMORE JIMMY FALLON "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 kl. 5, 8 og 10.45 Sá beSti í brAnSAnUm er mættUr AFtUr! Sími 564 0000 Miða­sa­la­ opn­a­r kl. 15.30  S.V. / MbL  TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið  ó.H.T. Rás 2 (besti leik- stjóri, besta heimildarmynd, besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna Africa United (besti leikstjóri, besta heimildarmynd, besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna Sýnd kl. 6  S.V. Mbl.  TOPP5.is  ó.H.T. Rás 2 REYNSLAN ávinnst á ýmsan hátt, oftast þarf að gjalda fyrir hana. Sofie (Reinberg), ungri skólastúlku í Stokk- hólmi, reynist hún harla dýrkeypt. Hún og vinkonur henn- ar Amanda (Fjæstad) og Emma (Linn Person) eru að leggja bangsanum og komnar með gemsa, eru á því erfiða vaxtarskeiði að breytast úr börnum í unglingsstúlkur. Sofie, sem er falleg, sjálfstæð, skörp og dálítið frökk, telur sig tilbúna til að stíga næsta skrefið. Þær vinkon- urnar halda jafnan hópinn og leiðtoginn Sofie kemur því svo fyrir að þeim er boðið í partí hjá vinsælustu stráka- klíkunni í skólanum. Sofie, sem býr hjá einstæðum föður sínum (mamman stakk af til Parísar fyrir margt löngu), stelur slurk úr hverri flösku úr vínskáp föður síns, fyllir síðan upp með kóki. Amanda missir kjarkinn en Emma og Sofie stefna í fjör- ið. Það er ólíkt fyrir þeim komið því Emma er dálítið feit- lagin og hefur lítið sjálfstraust. Þær vinkonurnar reyna að drekka í sig kjarkinn, einkum Sofie sem langar til að verða virkur þátttakandi í gleðskapnum. Allt fer úrskeiðis og litla sílið er niðurlægt með svívirðilegum afleiðingum. Hún er ekki orðin þrettán. Þannig fór um sjóferð þá. Fabik nálgast vandmeðfarið efni af skilningi og meðfæddu innsæi í sálarlíf persónanna því Hip Hip Hora! er aðeins önnur mynd hennar. Hún hef- ur fengið til liðs við sig frábæra leikara, Reinberg, Person og Fjæsted (sem stóð sig eftirminnilega vel í öllu léttari mynd um sænskar unglingaástir), sem túlka hlutverk sín það vel að þessi ólíki hópur stendur ljóslifandi frammi fyr- ir okkur. Eins nær Kjellman vel til áhorfandans sem ein- stæði faðirinn sem reynir að vera dóttur sinni bæði faðir og móðir og Berg er trúverðugur sem strákurinn sem verður skotinn í Sofie. Í myndinni eru teknir fyrir þeir erfiðleikar sem oft eru kallaðir unglingavandamál. Skólasystkini Sofie ráðast að mannorði hennar af slíkum níðingshætti að það liggur við afdrifaríku stórslysi. Sofie hefur sterk bein, hún vex að lokum að þroska af ömurlegri lífsreynslu, ráðleggingum föður síns, gagnorðum rapptextum og fleiri góðum hlutum sem, eftir erfitt afneitunartímabil, opna augu hennar fyrir því að sókn er besta vörnin. Á hinn bóginn fær Beatrice (Carla Abrahamsen), sem beitir öllum brögðum til að halda kórónunni sem drottning bekkjarins, á baukinn fyr- ir baktal og róg, líkt og Mouse, illa innrættur forsprakki strákanna. Unglingar geta vafalaust lært sitthvað af athyglisverðri mynd sem hefur alla burði til að vera nefnd í sömu andrá og Fucking Åmål. Hér eru á ferðinni ósköp venjulegir unglingar, misgóðir og misþroskaðir, eins og gengur. Þeir berjast við óréttlæti og vond mál sem aldrei verður eytt að fullu; einelti, klíkuskap og meting auk unglingaástanna og fleiri óskapa sem fylgja gelgjuskeiðinu. Hip Hip Hora er bæði skynsamleg og hin bráðflinka Fabik fer með okkur allan hringinn. Byrjar myndina á björtu nótunum, síðan sogumst við með henni niður í hyldýpið áður en hún skilar okkur aftur upp í sólskinið. Veislan „… mynd sem hefur alla burði til að vera nefnd í sömu andrá og Fucking Åmål,“ segir gagnrýnandi. KVIKMYNDIR Háskólabíó: IIFF Leikstjóri: Teresa Fabik. Aðalleikendur: Amanda Renberg, Björn Kjellman, Filip Berg, Ellen Fjæstad. 86 mín. Svíþjóð. 2004. Hip, Hip, Hóra! (Hip, Hip, Hora!)  Sæbjörn Valdimarsson STUNDUM er hrein ánægja að fara í bíó. Það gerist vissulega sjaldnar en maður myndi óska en töfrarnir sem hinn reyndi kvikmyndaáhugamaður hélt að hann væri vaxinn upp úr gera stökum sinnum vart við sig á ný. Kung Fu-dansinn er ein af þessum myndum. Hugmyndaauðgin er slík og hasarinn er svo yfirgengilegur (og svo skemmtilega framsettur) að mað- ur er allt í einu staddur í þrjú-bíói í gamla daga. Hér er það ekki sögu- þráðurinn sem skiptir máli, enda er hann bara til staðar í grófteiknuðu formi, heldur kraftur formsins og hversu auðveldlega veruleikinn er mótaður á hvíta tjaldinu. Sú tilfinning að allt sé hægt, að hetjur geti á lipran hátt yfirstigið allar þrautir er hér endurvakin á nær barnslegan hátt, en áhrifin eru umtalsverð einmitt vegna þess að myndin er hálfgerður sak- leysingi. En þótt frásagnarformið sé ekki flókið er myndin að vinna með heila kvikmyndahefð. Þeir sem þekkja kvikmyndir Jackie Chan (þ.e. myndirnar sem hann gerði áður en hann varð gamall og flutti til Banda- ríkjanna) eru að sumu leyti búnir undir það sem hér ber fyrir augu. Mannslíkaminn er teygður og tog- aður og tölvugrafík er notuð til að færa mörk áhættuleikara til hins ýtr- asta. Myndin vinnur með hasarhefð Hong Kong undanfarinna áratuga á sama tíma og hún gerir hefðina sam- tímalega og alþjóðlega. Húmorinn er ekki jafn staðbundinn, frásagn- armynstrið er vel þekkt, og persón- urnar eru staðalmyndir sem allir kannast við. Söguþráðurinn er þann- ig þakinn kennileitum sem staðsetja vestræna áhorfendur í öruggu rými en á sama tíma er farið lengra en við eigum að venjast. Og þar kemur Hong-Kong hefðin inn í myndina. Senur og aðstæður eru ærslafullar og ýktar en á sama tíma er það gríð- arlegt hugmyndarflug aðstandenda sem gerir hvert myndskeið að hálf- gerðu ævintýri. Þeir sem aldir eru upp á bandarískum hasarmyndum sjá hér hvernig þær hefðbundnu has- arhetjur sem við eigum að venjast hafa vart snert möguleikana sem has- arformið býður upp á hvíta tjaldinu. Ærslafullur hasargaldur „Sú tilfinning að allt sé hægt er hér endurvakin á nær barnslegan hátt, en áhrifin eru umtalsverð einmitt vegna þess að myndin er hálf- gerður sakleysingi,“ segir meðal annars í umsögn gagnrýnanda. KVIKMYNDIR Októberbíófest Leikstjórn: Stephen Chow. Aðalhlutverk: Stephen Chow, Yuen Wah, Yuen Qui, Leung Siu Lung, Shengyi Huang. Kína/ Hong Kong, 95 mín. Kung Fu-dansinn (Kung Fu Hustle / Gong Fu)  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.