Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Á LEIÐTOGAÞINGI Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, sem haldið verður næstkomandi mið- vikudag, fá þátttakendur tækifæri til að hlýða á suma af fremstu viðskiptaleiðtogum heims. Guð- rún Högnadóttir, þróunarstjóri Stjórnendaskóla HR, segir að það verði sérstaklega spennandi að sjá og heyra í þeim miklu leiðtogum sem muni tala til þátttakendanna á þinginu beint frá New York. „Þó svo að þetta séu miklir heimsleiðtogar á sviði viðskipta, þá leggjum við mikið upp úr því að þing- ið verði gagnvirkt. Þarna verður því ekki einhliða móttaka á upplýsingum,“ segir Guðrún. Leiðtogaþingið er fjarráðstefna og verða við- skiptaleiðtogarnir allir samankomnir í New York og flytja fyrirlestra sína á ráðstefnunni þar. Fyrir- lestrarnir verða sendir út samtímis til flestra stór- borga Bandaríkjanna og einnig til flestra höfuð- borga Evrópu, þar á meðal til Reykjavíkur. Að fyrirlestrum loknum munu fulltrúar tíma- ritsins Fortune stýra pallborðsumræðum á fjar- ráðstefnunni með völdum forstjórum fyrirtækja sem eru á lista tímaritsins yfir 500 stærstu fyrir- tækin í heiminum. Viðskiptaleiðtogarnir sem flytja erindi á fjar- ráðstefnunni eru: Jack Welch, fyrrverandi stjórn- arformaður og forstjóri General Electric, Stephen R. Covey, höfundur bókarinnar „The Seven Habits Of Highly Effective People“, Richard Branson, einn af þekktari frumkvöðlum Englands og stofnandi The Virgin Group, Carly Fiorina, fyrrverandi forstjóri Hewlett Packard, Marcus Buckingham, einn af forgöngumönnum rannsókna Gallup um framleiðni starfsfólks og eiginleika leið- toga, Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og Malcolm Cladwell, sem tímaritið Times valdi áhrifamesta manninn í viðskiptalífinu árið 2005. Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis Group, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Há- skólans í Reykjavík, munu leiða umræður og stýra fjarráðstefnunni á Íslandi. Enn stærra þing en í fyrra Guðrún Högnadóttir segir að þetta sé í annað skipti sem leiðtogaþing af þessu tagi sé haldið hjá Stjórnendaskóla HR. Þingið í fyrra hafi tekist sér- staklega vel, en allt stefni í að það verði enn stærra í sniðum að þessu sinni. Í fyrra hafi um 60 manns sótt þingið en nú sé gert ráð fyrir allt að 120 þátt- takendum. Að sögn Guðrúnar er leiðtogaþingið opið öllum. Hún segir að fyrst og fremst sé þó verið að höfða til stjórnenda á öllum sviðum. Áhugi hjá námsfólki sé reyndar einnig mjög mikill. Nú þegar hafi fulltrúar fjölmargra íslenskra stórfyrirtækja skráð sig til þátttöku, bæði úr einkageiranum og frá hinu opinbera. „Á ráðstefnunni fá þátttakendurnir tækifæri til að upplifa hvernig þessir forgöngumenn í viðskipt- um hugsa, og kannski verður hægt að öðlast betri skilning á því hvernig við sjálf hugsum og hverju við getum breytt í okkar fari. Það er gefandi að sjá hvaðan þessir leiðtogar hafa komið og hvert þeir hafa farið. Þetta er nefnilega ekki endilega spurn- ing um stöðu eða heiti eða titil heldur að hvert og eitt okkar hefur áhrif og að við getum leitt fram breytingar. Það er það sem forysta snýst um.“ Guðrún segir sjálf að hún hlakki sérstaklega til að hlýða á Rudolph Giuliani, að öðrum fyrirles- urum ólöstuðum. Hann hafi virkilega sannað sig sem borgarstjóri New York, bæði þegar vel hafi gengið og í skelfilegri kreppu. „Einnig verður gaman að hlusta á Stephen R. Covey, sem hefur mikið unnið með persónulega færni og hæfileika. Marcus Buckingham mun væntanlega segja nýjar fréttir af rannsóknum sem Gallup hefur gert á leiðtogahæfileikum. Þá hlakka ég líka mjög til að hlusta á Richard Branson, og ekki má gleyma Carly Fiorina eða Jack Welch. Þeir eru hver öðr- um betri fyrirlesararnir sem við munum fá að sjá og heyra í,“ segir Guðrún Högnadóttir. Heimsleiðtogar á sviði viðskipta á fjarráðstefnu Richard Branson Rudolph Giuliani Carly Fiorina Leiðtogaþing Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík á miðvikudag GENGIÐ hefur verið frá samn- ingi um kaup Actavis Group á danska lyfjafyrir- tækinu Ophtha. Ophtha, sem sér- hæfir sig í fram- leiðslu augnlyfja, er fjölskyldufyr- irtæki með aðset- ur í Kaupmanna- höfn og var stofnað árið 1998. Í tilkynningu frá Actavis segir að kaupverðið sé ekki gefið upp en gert sé ráð fyrir að kaupin hafi engin áhrif á afkomu Actavis á árinu 2005. Starfsmenn Ophtha eru fjórir. Fram kemur í tilkynningunni að Ophtha sé með tíu markaðsleyfi fyrir augnlyf í Danmörku og fimm í Nor- egi. Þá selji fyrirtækið einnig lyf til Svíþjóðar og Eistlands. Sigurður Óli Ólafsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs eigin vörumerkja Actavis, segir að þó Ophtha sé ekki stórt fyrirtæki þá skipti kaupin á því miklu máli fyrir Actavis. „Fyrirtækið er með tiltölu- lega fá lyf á sérhæfðum markaði, en þau eru engu að síður mikilvæg, því samkeppnisstaða Actavis styrkist enn frekar með tilkomu þeirra,“ seg- ir Sigurður Óli. Aukin dreifing í N-Evrópu Haft er eftir Róbert Wessman, forstjóra Actavis í tilkynningunni að félagið hafi verið að byggja upp sölu- og markaðskerfi sitt fyrir eigin vörur með kaupum á fyrirtækjum í Mið- og Austur-Evrópu. „Kaupin á Ophtha eru í samræmi við þá stefnu okkar að efla dreifingu á eigin vörum í Norður-Evrópu,“ segir hann. Actavis er fyrir með sölu- og markaðsskrifstofu í Hørsholm í Dan- mörku sem sinnir markaðnum þar í landi og einnig skrifstofu sem sam- hæfir sölu- og markaðsmál í Norður- Evrópu. Actavis hefur 39 markaðs- leyfi í Danmörku og 15 í Noregi. Actavis kaupir danskt fyrirtæki Sigurður Óli Ólafsson ● GREINING Íslandsbanka mælir með kaupum á hlutabréfum í Mosaic Fashions. Deildin hefur unnið sitt fyrsta verðmat á fyrirtækinu, sem er skráð í Kauphöll Íslands. Sam- kvæmt því er virði félagsins um 52,2 milljarðar króna sem gefur verðmats- gengið 18 krónur/hlut. Lokagengi Mosaic í Kauphöllinni þegar verð- matið var unnið var 15,4 krónur/ hlut og miðað við það mælir Greining með kaupum til langs tíma litið. Greining ÍSB mælir með kaupum í Mosaic ● TILTRÚ og væntingar þýskra neyt- enda jukust umfram væntingar í október og telur greiningardeild Kaupþings banka líklegt að lækk- andi olíuverð sem og nýleg stjórn- armyndun hafi átt stóran þátt í vax- andi væntingum. Þá er bent á að væntingar þýskra fyrirtækja hafi ekki verið meiri í fimm ár. „Þessar niðurstöður sem og nýleg- ar mælingar sem gefa til kynna aukna bjartsýni bæði meðal ítalskra neytenda og franskra stjórnenda ýta undir þá skoðun að hagvaxtarhorfur á evrusvæðinu séu að batna,“ segir í hálffimfréttum Kaupþings banka. Aukin bjartsýni mælist á evrusvæðinu SÆNSKA fjárfestingarfélagið Ind- ustrivärden seldi fyrir nokkru síð- ustu hluti sína í Össuri og hefur fé- lagið alls hagnast um tæplega 3,1 milljarða króna á eign sinni í Öss- uri. Samkvæmt Dagens Industri eru liðin um þrjú ár síðan Industrivärd- en keypti fyrst bréf í stoðtækja- framleiðandanum en í upphafi virt- ist sem félagið hefði keypt köttinn í sekknum. Árið 2003 hækkaði úr- valsvísitala Kauphallarinnar um ríflega 56% en gengi Össurar lækk- aði um 19,3% á sama tímabili. Síðan hefur gengið hækkað verulega og nálgast nú 100 krónur/hlut, en var í lok árs 2003 43,6 krónur/hlut. Morgunblaðið/Árni Torfason Fjárfesting í Össuri reyndist góð ákvörðun ● STARFSEMI Icelandic Group erlendis verður skipt í tvær einingar, Icelandic USA/Asia og Icelandic Europe. Icelandic USA/Asia mun taka yfir starfsemina í Bandaríkj- unum og Asíu og tengda starfsemi á Íslandi en undir Icelandic Europe fell- ur starfsemin í Evrópu. Ellert Vigfússon verður forstjóri Icelandic USA/Asia en óráðið er í stöðu Icelandic Europe. Magnús Gústafsson, sem verið hefur forstjóri Icelandic USA, mun taka við starfi aðalræðismanns í New York. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að það sé álit stjórnar Icelandic Group að með skiptingu fé- lagsins í tvær meginheildir náist skýrari sýn á starfsemina. Ytri vöxtur verði auðveldari þar sem fyrirtæki í t.d. Evrópu hafi oft á tíðum takmark- aðan áhuga á starfsemi vestan hafs og öfugt. Stjórn Icelandic Group álít- ur að framundan sé veruleg sam- þjöppun í framleiðslu og sölu sjávar- afurða. Fyrirtækjunum fækki og þau sem eftir verði muni að sama skapi stækka. Icelandic Group ætli sér að verða leiðandi fyrirtæki í þeirri þróun. Starfsemi Icelandic skipt í tvennt ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI prófkjör sjálfstæðismanna í reykjavík fer fram dagana 4. og 5. nóvember www.gislimarteinn.is Gísli Marteinn er fulltrúi nýrra tíma í Reykjavík. Ég treysti honum til að verða borgarstjóri allra Reykvíkinga. Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri Vesturports

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.