Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 7
Spáðu í mig..........www.bolli.is Kæri Sjálfstæðismaður! Sjálfstæðismenn ætla sér að ná meirihluta á ný í komandi kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík. Ég vil leggja mitt að mörkum til að svo geti orðið. Í störfum mínum sem formaður Heimdallar og annar varaformaður SUS legg ég megináherslu á að fá til liðs við flokkinn fjölda af ungu og kraftmiklu fólki. Ég býð mig fram meðal annars til þess að vinna að því að stór og öflugur hópur ungs fólks í Reykjavík taki þátt í kosningastarfi okkar og að ungir kjósendur fylki sér um Sjálfstæðisflokkinn í vor. Ég hef tekið þátt í störfum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili. Ég veit að við erum tilbúin til þess að taka við stjórn borgarinnar og gera hana betri, skemmtilegri og öruggari fyrir borgarbúa. Í prófkjörinu á föstudag og laugardag leggjum við Sjálfstæðismenn grunn að árangri okkar í kosningunum í vor. Ég sækist eftir stuðningi þínum í 5. sæti á framboðslistanum. Ég vil taka þátt í baráttunni sem framundan er í kosningunum í vor og ekki síður á næsta kjörtímabili. Með von um stuðning þinn og góðan sigur í vor, Bolli Thoroddsen Prófkjörið fer fram föstudaginn 4. nóv. í Valhöll og laugardaginn 5. nóvember á sjö stöðum í Reykjavík og kýs fólk þá í því hverfi, sem það átti lögheimili í 30. okt. sl. - sjá nánar: www.xd.is Kjósa skal 9 manns, hvorki fleiri né færri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.