Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.11.2005, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILHJÁLMUR Rafnsson, ábyrgðar- maður Læknablaðsins, ætlar ekki að segja af sér en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær sagði öll rit- stjórn blaðsins af sér sl. mánudag að Vilhjálmi frátöldum. Ástæðan var ágreiningur milli ritnefndarmanna og Vilhjálms um birtingu greinar í sept- emberriti Læknablaðsins eftir Jó- hann Tómasson lækni, þar sem hart er deilt á réttmæti afleysingastarfa Kára Stefánssonar, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, á tauga- deild Landspítalans í sumar. Segir ekki af sér Í yfirlýsingu frá Vilhjálmi segir m.a.: „Varðandi efni sem ekki er fræðilegs eðlis þá tekur ábyrgðar- maður blaðsins einn endanlegar ákvarðanir um hvað birtist í blaðinu af innsendum greinum og hvað ekki.“ Hann segir það einnig hafa gilt um birtingu greinar Jóhanns en tekur fram að með því að leyfa birtingu hennar hafi ábyrgðarmaður ekki tek- ið afstöðu til sjónarmiða eða fullyrð- inga sem Jóhann setti fram í grein- inni. Greinin hafi birst undir nafni og því hljóti Jóhann sjálfur að bera ábyrgð á orðum sínum. Vilhjálmur segir ennfremur að á fundi útgáfustjórnar sl. mánudag hafi einn ritnefndarmaður sagt sig úr rit- stjórn og í kjölfarið lögðu þrír rit- nefndarmenn til að ritstjórnin öll ásamt ábyrgðarmanni segði af sér. Vilhjálmur, sem setið hefur í ritstjórn frá því árið 1987, er ekki samþykkur þeirri tillögu og hefur ekki í hyggju að segja af sér. Hann bendir að auki á að ekki hafi enn borist formlegar úr- sagnir ritstjórnarmanna. Vilhjálmur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ljóst væri að Læknablaðið myndi halda áfram göngu sinni sama hverjir yrðu í rit- stjórn og nú væri það í höndum eig- enda blaðsins, sem eru Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur, að skipa ritstjórnina. Vilhjálmur sagði það alveg ljóst að ekkert blað yrði án ritstjórnar. Hann gat þó ekki sagt til um það hvort erfiðara yrði að skipa ritstjórn nú en áður en lengi vel hefur ritstjórnin séð um að endurnýja sig sjálf, þ.e. þegar ritnefndarmaður ákveður að hætta störfum er það í höndum hinna að kalla til annan aðila. Misjafnlega löng seta í stjórn Misjafnt hefur verið hversu lengi stjórnarmenn sitji og af þeim sem hættu nýverið voru ritnefndarmenn sem setið hafa í þrjú til átta ár. Karl Andersen hjartalæknir segir að með afsögn ritstjórnarinnar hafi eigendur blaðsins fengið frjálsar hendur til að velja í ritnefnd þá ein- staklinga sem unnið geta samkvæmt ritstjórnarstefnu þeirra. Karl segir þó engar innbyrðis deil- ur hafa komið upp þar til nú þegar ágreiningur hafi komið upp um rit- stjórnarstefnu blaðsins í kjölfar birt- ingar greinar Jóhanns. Afsögn rit- stjórnarinnar sé endapunkturinn á tveggja mánaða umræðum þar sem reynt hafi verið að finna einhvers konar samhljóm. „Það er alveg sama hvort maður heitir Kári Stefánsson eða Karl And- ersen, maður vill ekki láta skrifa svona um sig í Læknablaðinu og það á að vera yfir það hafið að vera í sorp- blaðamennsku,“ segir Karl. Vilhjálmur Rafnsson ábyrgðarmaður Læknablaðsins Ábyrgðarmaður tekur einn endanlegar ákvarðanir um birtingu KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, hefur kært Vil- hjálm Rafnsson, ábyrgðarmann Læknablaðsins, fyrir siðanefnd Læknafélagsins vegna greinar sem birtist í tölu- blaði septem- bermánaðar. Finnst Kára sem vegið sé að per- sónu hans og starfsheiðri í greininni sem Jó- hann Tómasson læknir skrifaði og eigi slík skrif ekki heima í fagtíma- riti á borð við Læknablaðið. Þar sem Vilhjálmur er ábyrgðarmaður blaðs- ins finnst Kára að hann beri ábyrgð á birtingu á efni þar sem kemur fram persónulegt níð og efni sem brýtur í bága við siðareglur lækna. „Mér þykir eðlilegt að ég sé beð- inn afsökunar og jafnframt finnst mér eðlilegt að Vilhjálmur Rafns- son, sem hefur því hlutverki að gegna að gæta þess hvers konar efni birtist í blaðinu, láti af sínu starfi.“ Kári segir að enn fremur sé í far- vatninu kæra fyrir siðanefndinni á hendur stjórna Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur, þar sem þær hafi ekki orðið við bón hans um að fjarlægja greinina af vefsíðu blaðsins og þær því einnig ábyrgar. „Eðlilegt að ég sé beðinn afsökunar“ Kári Stefánsson OG Vodafone hefur gefið út for- varnar- og fræðslubækling um far- símanotkun barna og unglinga. Er bæklingurinn unnin í samvinnu við SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, en SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða notkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum sem unnið er á vegum Heim- ilis og skóla – landssamtaka for- eldra. Tók Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra formlega við bæklingnum í gær. Bæklingurinn er mjög ítarlegur og er meðal annars fjallað um hvern- ig börn og unglingar geti notað far- síma með öruggum og ábyrgum hætti. Þá er rætt um ýmsar hliðar farsímanotkunar, farsímatækni og hvenær börn hafi þroska til þess að nota farsíma. Átak varðandi farsíma Að sögn Gísla Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa Og Vodafone, mun bæklingurinn liggja frammi í verslunum Og Vodafone og svo mun Heimili og skóli dreifa bæklingnum á fundum sínum og til foreldra. Seg- ir Gísli að í vor verði SAFT með átak varðandi farsíma þar sem gerð verð- ur könnun á farsímaeign og notkun barna á aldrinum 6–16 ára og þá muni Og Vodafone fara af stað með auglýsingar varðandi farsíma og sið- ferði þeim tengdum. „Foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir notkun barna sinna á allri þess- ari tækni og þarna eru góð ráð fyrir foreldra til að hafa í huga þegar þau eru að láta börnin sín hafa farsíma. Það er mjög mikilvægt að þau kunni að fara með þessi tæki og viti hvað þarf að varast og hvað er í lagi,“ sagði Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT, aðspurð um bæklinginn. Bæklingur um farsíma- notkun barna og unglinga Morgunblaðið/Sverrir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tekur við bæk- lingnum hjá þeim Gísla Þorsteinssyni, upplýsingafulltrúa Og Vodafone, og Maríu Kristínu Gylfadóttur, formanni Heimilis og skóla. Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri afhenti Kristjáni Sturlu- syni, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, 5 milljóna króna framlag borgarstjórnar til hjálparstarfsins í Pakistan í gær. Með framlagi Reykjavíkurborgar hafa nú safnast um 45 milljónir króna frá almenningi, ríkisstjórn og með út- hlutun úr neyðarsjóði Rauða kross Ís- lands. Takmarkið er að veita 50 millj- ónum króna til og því vantar fimm milljónir króna upp á að það takmark náist. Erfiðar aðstæður Yfir 200 hjálparstarfsmenn frá 24 löndum eru að störfum á vegum Al- þjóða Rauða krossins í Pakistan. Þar á meðal eru þrír sendifulltrúar Rauða kross Íslands, þau Sólveig Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi, Jón Hafsteinsson sjúkraflutningamaður og Hildur Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur. Alþjóða Rauði krossinn vinnur nú hörðum höndum við erfiðar aðstæður við að koma neyðarbirgðum til fólks í fjallahéruðum í Pakistan og Indlandi. Búið er að dreifa yfir 9.000 tjöldum og 60.000 teppum. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 907 2020 eða leggja inn á Hjálparsjóð Rauða kross Íslands reikning 1151-26-00012 í SPRON, kennitala 5300269-2649. Einnig er hægt að fara inn á www.redcross.is. Morgunblaðið/Kristinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri afhendir Kristjáni Sturlusyni, framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands, 5 milljóna króna framlag borgar- stjórnar til styrktar hjálparstarfi í Pakistan. Afhenti framlag til neyðaraðstoðar  Ekki gefa hverjum sem er símanúmerið þitt og ekki gefa það upp á netinu.  Svaraðu ekki textaskilaboðum frá ókunnugum.  Ekki fara og hitta einhvern sem þú þekkir aðeins í gegn- um textaskilaboð eða Netið nema tala við einhvern fullorðinn Heilræði frá SAFT fyrst og hafa ein- hvern með þér.  Fáðu alltaf leyfi áður en þú tekur mynd af öðrum.  Farðu varlega þegar þú setur myndir á netið, hver sem er getur náð í þær.  Láttu einhvern fullorðinn vita ef þú verður fyrir áreiti með hringingum eða textaskilaboðum.  Mundu að myndir, textaskilaboð eða símtöl geta valdið öðrum þjáningu, ekki senda öðrum skeyti sem þú myndir ekki vilja fá sjálf/ur.  Hafðu tillitssemi og kurteisi að leið- arljósi í samskiptum við aðra. ÞAÐ er áframhaldandi þróun meðal 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins í þá átt að daglegar reyk- ingar eru að minnka. Árið 2004 reyktu 12% nemenda daglega, en í ár 11%. Mælingar á áfengisneyslu sýna að færri nemendur drekka sig ölvaða nú en í fyrra, þá var hlutfallið 26% en er í ár 22%. Hvað fíkniefni snertir virðist fikt og notkun á hassi standa í stað milli ára, en 9% nemenda segjast hafa prófað hass. Þetta er meðal nið- urstaðna nýjustu könnunar Rann- sókna og greiningar sem lögð var fyr- ir efstu bekki grunnskóla landsins í mars sl. Alls svöruðu rúmlega 11.600 nemendur könnuninni. Að sögn Jóns Sigfússonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur rannsóknarmiðstöðin kannað vímu- efnaneyslu nemenda elstu bekkja grunnskólans árlega mörg und- anfarin ár, en niðurstöður rannsókn- anna nýtast stefnumótunaraðilum í sinni vinnu. Bendir hann í því sam- hengi á að þegar drykkja náði ákveðnum toppi árin 1997 og 1998 hafi menn tekið sig saman á t.d. höf- uðborgarsvæðinu í því skyni að auka forvarnir með einföldum en mark- vissum hætti. „Meðal þess sem gripið var til var að taka harðar á reglum um útivist- artíma auk þess sem menn drápu hugmyndina um gæðatíma, en rann- sóknir höfðu afsannað þá hugmynd að það skipti ekki máli þótt foreldrar verðu litlum tíma með börnum sínum, svo fremi að um gæðatíma væri að ræða. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að magn þess tíma sem foreldrar verja með börnum sínum er lyk- ilatriði,“ segir Jón. Spurður um fram- tíðina segir Jón ljóst að sé haldið vel á spilunum verði hægt að minnka neysluna enn frekar. Jón bendir á rannsóknir sýni að neysla fylgir árgöngum. Það þýði að öflug forvarnarvinna skili sér til framtíðar, þar sem færri lendi í vand- ræðum með neyslu sína síðar á lífs- leiðinni. „Lítil neysla í einum árgangi helst áfram lítil hjá sömu ein- staklingum, á meðan há neysla í öðr- um árgangi helst áfram há,“ segir Jón og tekur fram að stuðningur, að- hald og eftirlit foreldra sé einn veiga- mesti þátturinn í því að halda börnum frá vímugjöfum. Einnig nefnir Jón góð áhrif skipulags tómstundastarfs, sem og áhrif góðs jafningjahóps. Áfengisneysla ungmenna minnkar Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is                                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.