Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 16

Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 16
ÍRÖNSK kona gengur framhjá háðsmynd af Frelsisstytt- unni á vegg byggingar sem var áður sendiráð Bandaríkj- anna í Teheran. Margir íbúar borgarinnar söfnuðust saman við bygginguna í gær til að minnast þess að 26 ár eru liðin síðan íranskir námsmenn réðust inn í sendiráð- ið og héldu 52 Bandaríkjamönnum í gíslingu í 444 daga. AP Gíslatöku minnst í Teheran 16 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT París. AFP. | Óeirðir í hverfum inn- flytjenda í París breiddust út í gær til bæja í grennd við borgina og þær eru farnar að valda titringi í frönsku hægristjórninni. Óeirðirnar hófust fyrir viku í Clichy-sous-Bois, einu úthverfa Parísar, eftir að tveir unglingar, 15 og 17 ára, dóu af völdum raflosts sem þeir fengu á flótta undan lög- reglu. Hermt er að þeir hafi klifrað upp á spennistöð með þessum af- leiðingum. Óeirðirnar hafa nú breiðst út til nokkurra bæja norðan og vestan við París. Ungmenni köstuðu þar grjóti á lögreglumenn og kveiktu í 180 bílum í fyrrinótt. Lögreglan handtók 35 ungmenni í bæjunum. Lögreglan hefur handtekið alls 80 manns í óeirðunum og um 25 lögreglumenn hafa særst. „Afar alvarlegt ástand“ Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, hét því að láta rannsaka dauða unglinganna og hvatti til þess að endi yrði bundinn á óeirð- irnar með viðræðum. Dominique de Villepin forsætis- ráðherra frestaði ferð til Kanada og skaut á skyndifundi til að ræða hvernig stjórnin gæti brugðist við óeirðunum. Hann tók einnig þátt í umræðum á þinginu um málið og sagði að ástandið í úthverfum Par- ísar væri „afar alvarlegt“. „Það eru ekki til neinar kraftaverkalausnir á vandamálunum í þessum hverfum,“ sagði forsætisráðherrann. Nicolas Sarkozy innanríkisráð- herra frestaði ferð sem hann fyr- irhugaði í næstu viku til Pakistans og Afganistans. Aðeins viku fyrir óeirðirnar lýsti Sarkozy yfir „stríði án miskunnar“ á hendur ofbeld- isseggjum og glæpamönnum í út- hverfum Parísar. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu yfirlýsingar Sarkozy og sögðu stjórnina hafa stuðlað að óeirðunum með harkalegum lög- regluaðgerðum. Sarkozy varði stefnu sína í viðtali við Le Par- iesien í gær og sagði að sum fá- tækrahverfanna í París væru „á valdi glæpahópa og eiturlyfjasala“ en aðgerðir stjórnarinnar hefðu orðið til þess að glæpum hefði fækkað um 8% á ári. Nokkrir fréttaskýrendur röktu óeirðirnar til þess að stjórnvöld hefðu látið hjá líða að takast á við vandamál á borð við fátækt meðal innflytjenda. Í úthverfum Parísar þar sem innflytjendur eru í meiri- hluta er atvinnuleysið um það bil helmingi meira en í landinu öllu að meðaltali. Óeirðir valda titringi í frönsku stjórninni Reuters Parísarbúi gengur framhjá brunnum bíl eftir óeirðir í fyrrinótt í Sevran. Washington. AFP, AP. | Donald H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að heimila ekki fulltrúum Sameinuðu þjóðanna að ræða við fanga í banda- rísku herstöðinni í Guantanamo á Kúbu. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið bauð mannréttindasérfræðingum SÞ í vikunni sem leið að skoða fangabúðirnar í Guantanamo. Sér- fræðingarnir sögðust vera ánægðir með að hafa loksins fengið slíkt boð eftir margítrekaðar beiðnir í rúm þrjú ár en þeir ætla ekki að þiggja boðið nema þeir fái að ræða við fangana. Rumsfeld sagði að ekki væri við- eigandi að veita sérfræðingum SÞ sama aðgang að fangelsunum og embættismönnum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). „Það verða að vera takmörk fyrir því hvernig það er gert,“ sagði hann. ICRC hefur þá stefnu að birta ekki opinberlega niðurstöður slíkra athugana til að halda aðgangi sínum að fangelsum. Sérfræðingar Sam- einuðu þjóðanna þurfa hins vegar að gera grein fyrir því sem þeir verða vitni að í fangelsunum. Gerir lítið úr mótmælasvelti Skýrt var frá því í gær að 27 fangar tækju nú þátt í mótmæla- svelti í Guantanamo og 24 þeirra væru neyddir til taka inn næring- arvökva. Sveltið hófst fyrir þremur mánuðum og alls hafa allt að 200 fangar tekið þátt í því. Rumsfeld var spurður hvers vegna fangarnir hefðu ákveðið að hefja mótmælasveltið. „Þeir eru auðvitað að reyna að ná athygli fjöl- miðlanna og þeim hefur augljóslega tekist það,“ svaraði varnarmálaráð- herrann. Nær 500 föngum, sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkastarf- semi, er haldið í Guantanamo og margir þeirra hafa verið þar í þrjú og hálft ár án ákæru eða aðgangs að lögfræðingi. Deilt um reglurnar The New York Times skýrði frá því í gær að komið hefði upp djúp- stæður ágreiningur milli hátt settra embættismanna í Washington um nýjar reglur sem varnarmálaráðu- neytið hyggst setja um meðferð á föngum. Blaðið segir að nokkrir embætt- ismenn vilji að í reglunum verði notuð orð sem skírskota til Genf- arsáttmálanna er banna „grimmi- lega“, „auðmýkjandi“ og „niður- lægjandi“ meðferð á föngum. Á meðal þessara embættismanna eru menn í varnarmálaráðuneytinu, ut- anríkisráðuneytinu og hátt settir lögfræðingar hersins. Þeir segja að með því að færa reglurnar nær Genfarsáttmálunum sé hægt að fyr- irbyggja illa meðferð á föngum og auka stuðninginn í öðrum löndum við baráttuna gegn íslömskum öfga- hreyfingum. Aðrir embættismenn, meðal ann- ars ráðgjafar Dicks Cheneys vara- forseta og Rumsfelds varnarmála- ráðherra, eru andvígir þessu. Þeir segja að orðalagið, sem lagt er til, sé óljóst og til þess fallið að binda hendur stjórnvalda í baráttunni við hryðjuverkamenn, auk þess sem breytingarnar myndu ekki gera þá, sem gagnrýna Bandaríkjastjórn, ánægða. Meinað að ræða við fanga í Guantanamo Reuters Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (t.h.), á blaða- mannafundi í Washington með Peter Pace, forseta bandaríska herráðsins. Addis Ababa. AFP. | Tuttugu og sjö menn, hið minnsta, biðu bana og um 150 særðust í átökum lögreglu og stjórnarandstæðinga í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, í gær. Spenna hefur magnast mjög í borginni á undanliðnum dögum og ekki færri en sex týndu lífi er lög- regla hóf skothríð á hóp stjórnarand- stæðinga á þriðjudag. Að sögn lækna báru flestir þeirra sem drepnir voru í gær skotsár. Efnt var til þingkosninga í Eþíóp- íu í maímánuði. Stjórnarliðar í Lýð- ræðis- og byltingarfylkingu eþíóp- ísku þjóðarinnar (EPRDF) eru sakaðir um að hafa haldið völdum með kosningasvindli. Óeinkennisklæddir öryggisverðir handtóku á þriðjudag Berhanu Nega, sem er varaformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins þar í landi, Bandalags einingar og lýðræð- is (CUD), á götu í Addis Ababa. For- maður flokksins, Hailu Shawel, var sömuleiðis handtekinn heima hjá sér. Alls munu um 1.000 stuðnings- og ráðamenn flokksins hafa verið handteknir víðs vegar um landið. Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur áður sakað Berhanu um landráð. Meles hefur auk þess sakað stjórnarandstöðuna um ýmis alvarleg afbrot fyrir kosningarnar í maí síðastliðnum. Hefur ríkisstjórn- in íhugað að fara með málið fyrir dómstóla. Kristniboðar að störfum Íslenskir og norskir kristniboðar eru að störfum í Addis Ababa. Að því er fram kom á vefsíðu Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga í gær er öryggi þeirra ekki ógnað. Fylgja þeir öryggisleiðbeiningum norrænu sendiráðanna í Addis Ababa í þá veru að vera ekki á ferðinni á meðan ástandið er ótryggt. Minnst 27 féllu í Addis Ababa 5.sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.