Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 30

Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR stóð fyrir veg- legri afmælishátíð í gær í tilefni þess að þá voru liðin 50 ár frá afgreiðslu fyrsta húsnæðisláns forvera Íbúðalánasjóðs, Húsnæðismálastjórnar. Í tilefni afmæl- isins efndi sjóðurinn til mynda- samkeppni barna í 4. bekk grunnskóla og stofnunar sérstaks styrktarsjóðs til styrktar rannsókna og góðs náms- árangurs í háskólum landsins. Á afmæl- ishátíðinni voru afhent verðlaun fyrir verðlaunamyndir úr myndasamkeppni grunnskólabarnanna þar sem þátttak- endur teiknuðu draumahúsið sitt. Fyrstu verðlaun í myndasamkeppn- inni hlaut Arnar Geirsson í Ártúns- skóla. Í rökstuðningi dómnefndar segir að myndin sýni að Arnar hafi óheft ímyndunarafl og nái að koma hugmynd sinni til skila á kraftmikinn hátt. Önnur verðlaun fékk Birgir Björn Ásgrímsson í Háteigsskóla, en í rökstuðningi um mynd hans segir að í teikningu sinni leiti Birgir í raunveruleikann og skapi á einfaldan og ljóðrænan hátt sterka tilfinningu fyrir því sem sé honum kær- ast, þ.e. að heimilið sé þar sem hjartað er. Þriðju verðlaun hlaut Halldóra Her- mannsdóttir í Snælandsskóla, en um mynd hennar segir að Halldóra noti lit- ina á ferskan hátt og að með teikningu brjóti hún skemmtilega upp hugmynd- ina um hið hefðbundna hús. Að auki voru veittar tvær sérstakar viðurkenningar til handa Láru Lilju Gunnarsdóttur í Safamýrarskóla og Margréti Mist Tindsdóttur í Flataskóla. Um mynd Láru segir að efnistök séu óvenjuleg, vinnubrögð óheft og efnivið- ur notaður á opinn og frumlegan hátt. Um mynd Margrétar segir að í drauma- húsi Tinnu megi sjá framúrskarandi samvinnu fjölskyldu, en með aðstoð for- eldra fái hugmynd hennar byr undir báða vængi og úr verður sannfærandi og fáguð niðurstaða. Afmælishátíð Íbúðalán Myndirnar s mynd Birgis sonar, sem le Flugvél með sama kallnúm-er og vél sem erlendirfjölmiðlar hafa fjallað umí tengslum við leynilega fangaflutninga bandarísku leyni- þjónustunnar CIA fór fimm sinn- um um íslenska lofthelgi á árinu 2003. Tvisvar var hún á leiðinni til flugvalla í Austur-Evrópu en þrisvar á leið til Washington. Fleiri vélar, sem sagðar eru tengj- ast fangaflutningunum, hafa farið um íslenska lofthelgi eða lent á ís- lenskum flugvöllum hafa verið á leiðinni til Austur-Evrópu. Upplýsingar um að flugvélarnar hafi verið á leið til Austur-Evrópu öðluðust nýja merkingu í gær þeg- ar Washington Post skýrði frá því að mikilvægum félögum í Al Qaeda, sem CIA hefði handtekið, væri haldið og þeir yfirheyrðir í fangelsum í Austur-Evrópu. Að sögn Washington Post eru fang- elsin í Austur-Evrópu hluti af leynilegu fangelsiskerfi CIA sem komið var á fót fyrir tæplega fjór- um árum. Slík fangelsi séu eða hafi verið í Afganistan, Taílandi, Guantanamo-flóa á Kúbu og í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu. Neita að tjá sig Að sögn blaðsins er tilvist og staðsetning þessara leynilegu fangelsa aðeins á vitorði örfárra embættismanna í Bandaríkjunum og nánast engar upplýsingar er að fá um hverjum er þar haldið, hvaða yfirheyrsluaðferðum er beitt eða hver tekur ákvörðun um hvenær föngunum skuli sleppt. Alls hefðu yfir 100 fangar verið fluttir með þessum hætti. Að beiðni háttsettra banda- rískra embættismanna greindi Washington Post ekki frá því í hvaða löndum þessi fangelsi eru þar sem það gæti spillt fyrir bar- áttu gegn hryðjuverkum í þessum ríkjum eða valdið því að hætta yk- ist á hryðjuverkum gegn þeim. Þá hefði bandarískum þingmönnum verið ráðið frá því að spyrja starfsmenn CIA opinberlega um aðstæður í þessum fangelsum. Þegar Washington Post leitaði viðbragða hjá CIA í gær neitaði talsmaður stofnunarinnar að tjá sig um málið. Það kom í sjálfu sér ekki á óvart að CIA neitaði að tjá sig; slík með- ferð á föngum er ólögleg í Banda- ríkjunum og raunar í a.m.k. ein- hverjum þeim ríkjum sem hýsa fangana. Fangaflugin eru auk þess leynileg og flugvélarnar eru í eigu leppfyrirtækja fyrir CIA, skv. fréttum Washington Post og New York Times. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að erfitt er að finna óyggjandi sannanir fyrir því að flugvélarnar hafi flutt fanga CIA, hvað þá að sýna fram á í hvaða flugferðum fangar voru um borð. Þrátt fyrir það liggja tals- verðar upplýsingar fyrir um þessi fangaflug enda eru margir sem hafa áhuga á þeim. Dularfullar ferðir N379P Stundum byggjast upplýsingar um fangaflug á því að flugvélarnar hafi ítrekað sést á flugvöllum í ríkjum rétt eftir eða í þann mund sem meintir hryðjuverkamenn eru handteknir og fluttir á brott. Í öðrum tilfellum byggjast upplýs- ingarnar á framburði fólks sem varð vitni að því þegar fangar voru fluttir um borð í flugvélar sem taldar eru í eigu CIA. Þetta á með- al annars við um atvik í Svíþjóð ár- ið 2001. Í fyrra var greint frá því í sænskum fjölmiðlum að Gulf- stream þota með kallnúmerið N379P hefði lent í Svíþjóð í des- ember 2001. Um borð voru banda- rískir útsendarar (agents) sem tóku við tveimur egypskum hæl- isleitendum og fluttu þá keflaða og bundna frá Svíþjóð til Egypta- lands. Síðar sögðu báðir mennirnir að þeir hefðu verið pyntaðir í Egyptalandi. Á vef breska dagblaðsins The Times er sagt frá því að pakist- anskur blaðamaður hefði séð að Jamil Gasmin, jemenskur stúdent sem var grunaður um tengsl við Al Qaeda, hefði verið fluttur um borð í þotu með sama kallnúmer skömmu áður. Flugvélin flaug með hann til Jórdaníu og síðan hefur ekkert til hans spurst. Blað- ið segir frá því að Gulfstream þot- ur hafi verið notaðar við að flytja fleiri grunaða hryðjuverkamenn. Að sögn Washington Post var umrædd þota, N379P, í eigu Premier Executive Transport Services. Rannsókn blaðsins leiddi í ljós að eigendur og stjórnarmenn fyrirtækisins virtust aðeins vera til á blaði, þ.e.a.s. nöfn og kenni- tölur þeirra höfðu verið búin til í þeim tilgangi að fela réttan eig- anda vélanna. Viðmælend ins sögðu þetta þekkta að til að fela spor sín. Skipt kallnúmer á þotunni í d 2003 og hún síðan seld irtækinu. Samkvæmt upplýsing Flugmálastjórn Íslands rædd þota, N379P, fimm um íslenska lofthelgi á tí mars 2003 til október 20 sinn var hún á leið til V Póllandi, í annað skipti t Tékklandi og þrisvar á he Washington DC. Önnur flugvél sem gru ur á að hafi flutt fanga f hefur tvívegis lent á Ís Bandaríska dagblaðið Washington Post greinir frá þv Flugvélarnar á leið til Au Þessi flugvél, með kallnúm um lent á Íslandi frá árinu apríl 2004. Einnig þá var h Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TÍU þingmenn Samfylkin tillögu til þingsályktunar sér fyrir því að framfylgt samninga sem miða að þv pyndingar eða ómannúðle fram hafa komið upplýsin séu á því að bandaríska l Ísland sem viðkomustað v landa þar sem vitað er að yfirheyrslur. Þingmennirnir leggja t ir það að erlendir aðilar g lenska lögsögu á leið til s Ríkisstjór NÝTT VAXTARSVÆÐI Það er augljóst, að Borgar-fjörður og Borgarbyggðeru að þróast í átt til þess að verða nýtt vaxtarsvæði í ná- munda við höfuðborgarsvæðið. Margt stuðlar að því að svo verði. Nálægðin við Reykjavík og nágrannabyggðir á hér hlut að máli. Hvalfjarðargöngin skipta sköpum. Tveir háskólar á svæð- inu eiga líka mikinn þátt í þessu. Svo fer ekki á milli mála, að ungt og hæfileikaríkt fólk er að leiða þessa uppbyggingu, bæði í bæj- arstjórn Borgarbyggðar og í há- skólunum tveimur og í einstökum fyrirtækjum á þessu svæði. Morgunblaðið og forráðamenn Borgarbyggðar voru ekki alveg á einu máli fyrir nokkrum mánuð- um um framtíð gamla Mjólkur- samlagshússins. Það mál hefur nú fengið farsælan endi eins og fram kom í ítarlegri umfjöllun Morgunblaðsins um þetta nýja vaxtarsvæði hinn 9. október sl. Páll Björgvinsson, arkitekt hefur fest kaup á þessu húsi og ætlar því nýja framtíð um leið og hann hefur ríkan skilning á því að varðveita eitt af höfundarverkum Guðjóns Samúelssonar. En jafnframt er ánægjulegt að sjá hvað forráðamenn bæjar- félagsins leggja mikla áherzlu á að byggja upp og varðveita minj- ar um fyrri tíð. Það á m.a. við um húsin í Englendingavík, sem eiga sér merka sögu, Brákarey og hugmyndir hjónanna Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur um Landnámssetur í Borgarnesi, sem á eftir að setja skemmti- legan svip á bæinn og verða við- komustaður margra í framtíð- inni. Nú er svo komið, að auðvelt er fyrir fólk að búa í Borgarfirði en sækja vinnu til Reykjavíkur- svæðisins ef svo ber undir. En jafnframt opnar Borgarfjörður- inn tækifæri fyrir fólk til þess að losa út úr mannmergð og um- ferðaröngþveiti höfuðborgar- svæðisins. Eins og fram kom í samtölum Morgunblaðsins við Helgu Halldórsdóttur, forseta bæjarstjórnar Borgarbyggðar og Pál Brynjarsson, bæjarstjóra snemma í október hefur allt þetta leitt til þess að nú er orðin mikil eftirspurn eftir búsetu á þessu svæði. ÓEIRÐIR Í PARÍS Óeirðir hafa brotist út í út-hverfum Parísar daglega í tæpa viku. Ástæðan fyrir óeirð- unum er sú að tveir unglingar, 15 og 17 ára, biðu bana þegar þeir klifruðu upp á spennustöð og er því haldið fram að þeir hafi verið á flótta undan lögreglu. Ræturn- ar liggja hins vegar dýpra. Í fyrrinótt kom til átaka við lögreglu víða í útjaðri Parísar, kveikt var í 180 bílum og 34 menn voru handteknir. Fjölmiðlar eru nú farnir að segja að hrikti í stoð- um frönsku ríkisstjórnarinnar. Dominique de Villepin forsætis- ráðherra hefur frestað opinberri heimsókn, sem hefjast átti í dag, til Kanada, og Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra hætti við ferð í næstu viku til Pakistans og Afganistans vegna ástandsins. Jacques Chirac Frakklandsfor- seti hefur hvatt almenning til þess að sýna stillingu. Óeirðirnar hafa sprottið upp í hverfum þar sem margir innflytj- endur búa, flestir múslímar. Mál- efni innflytjenda eru alvarlegur vandi í Frakklandi. Af ríkjum Evrópusambandsins eru hvergi fleiri múslímar en í Frakklandi. Þar búa 5,5 milljónir múslíma eða um 10% af íbúum landsins. Myndast hafa innflytjendahverfi þar sem atvinnuleysi er iðulega helmingi meira en annars staðar í Frakklandi. Í þessum hverfum ríkir fátækt og menntakerfið er í molum. Oft þarf ekki nema að ganga nokkrar götur milli hverfa til að sjá misskiptinguna í sam- félaginu. Sarkozy hefur verið vinsæll stjórnmálamaður í Frakklandi og hann og de Villepin hafa átt í harðri baráttu um það hvor þeirra taki við af Chirac, en harðlínustefna innanríkisráð- herrans hefur ekki aflað honum vinsælda í röðum innflytjenda. Hann hefur heitið því að heyja „stríð án miskunnar“ gegn of- beldi og smáglæpum í úthverf- unum. Þegar hann fór í eitt út- hverfið umkringdur lögreglu í liðinni viku var hann grýttur og gerð hróp að honum. Sarkozy hefur hins vegar varið afstöðu sína og segir að úthverfin séu á valdi gengja, eiturlyfja og eitur- lyfjasala. Harðlínustefna hans hafi leitt til þess að glæpir hafi dregist saman um átta af hundr- aði. Ástandið í Frakklandi endur- speglar stöðuna víða annars stað- ar í Evrópu þar sem aðlögun inn- flytjenda að því samfélagi, sem fyrir er, hefur ekki tekist. Vandamálin eru að brjóta sér leið upp á yfirborðið hvort sem litið er til Danmerkur, Hollands eða Þýskalands, svo nefnd séu nokk- ur grannríki. Það er ávísun á erf- iðleika þegar börn innflytjenda eru utangátta í nýju samfélagi, búa við einangrun, rekast hvar- vetna á veggi og fer að líða eins og annars flokks borgurum. Við þessum vandamálum eru engar einfaldar lausnir, en það er mik- ilvægt að fylgjast vel með fram- vindu þessara mála til að átta sig á því hvernig má koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist hér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.