Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 39
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÉG ER svo gamall að ég man und-
arlegan tíma um 1974. Þá var orðið
algengt að sjónvarpsefni væri í lit.
En forsjárstjórn Íslands ákvað að
það mundi fara illa með fjárhag
landsins ef allir landsmenn þyrpt-
ust til og keyptu sér litasjónvarps-
tæki. Þess vegna skipuðu menn
RÚV, sem var eina löglega sjón-
varpsstöð landsins á þeim tíma, að
skera litina af. Það tókst bara svo
illa að á endanum gáfust menn upp
og hleyptu litunum inn í líf okkar
sjónvarpsglápenda.
Ég minnist þess vegna þess að
nú er verið að gera svipað, að vísu
ekki alveg eins gróflega.
Ég keypti mér flatt sjónvarps-
tæki í sumar. Ég held að við séum
nokkuð margir sem höfum gert það
undanfarið. Þau eru ekki eins dýr
orðið. Þau eru í breiðtjaldsformi.
Hlutföll skjásins eru 16:9, en ekki
4:3 eins og gömlu sjónvarpstækin.
Það er ekki lítið gaman að setja
disk í spilarann og sjá kvikmyndir í
hlutfalli sem er allt að því upp-
haflegt. Og svo hoppar tækið sjálft
á milli. Ef myndin er breiðtjalds-
mynd, þá hoppar það sjálft út í
fulla breidd og síðan inn aftur þeg-
ar maður ætlar bara að horfa á
fréttir.
Breiðtjaldsefni er orðið algengt í
sjónvarpinu. Flestar auglýsingar
eru 16:9, Spaugstofan er send í
16:9, stundum Kastljós og að sjálf-
sögðu næstum því allar bíómyndir.
Nú spyr ég: Af hverju þarf maður
að skipta sjálfur á milli? Af hverju
senda íslenskar sjónvarpsstöðvar
ekki merkið sem lætur 16:9-
sjónvarpstæki hoppa í og úr 16:9
ham? Af hverju reyna menn að
troða textanum fyrir neðan mynd-
ina þannig að ekki er hægt að nota
breiðtjaldshaminn að fullu?
Ég horfi líka á erlent sjónvarp
um Digital Ísland. Um 60% af efn-
inu frá Norðurlöndum eru 16:9.
Sjónvarpstæki þar fá merkin og
hoppa sjálfkrafa í og úr 16:9-ham.
Ég þarf hins vegar að ýta á takka í
fjarstýringunni sem heitir P.SIZE
til að virkja 16:9-haminn. Af hverju
hleypir Digital Ísland ekki merkinu
í gegn?
Kæru ráðamenn sjónvarpsstöðva,
veitið okkur breiðtjaldsfrelsi! Það
getur ekki kostað svo mikið. Við lif-
um ekki lengur á haftatímum.
PÉTUR RASMUSSEN
framhaldsskólakennari.
Breiðtjaldsfrelsi
Frá Pétri Rasmussen
MEÐ örfáum orðum langar mig til
að senda skilaboð til þeirra sem
annast tónlistarfræðslu á stór-
Reykjavíkursvæðinu. Tilefnið er að
sl. laugardag léku tveir afbragðs
píanóleikarar í Salnum í Kópavogi
og fjölmörg sæti voru auð í salnum
á tónleikunum. Til glöggvunar þeim
sem þetta lesa, er ábendingin þessi,
salurinn var ekki þéttsetinn áheyr-
endum. Tónleikarnir voru einstakir
og að mínu mati sjaldgæf upplifun
fyrir unnendur sígildrar píanó-
tónlistar.
Tónverkin voru af þeim toga sem
sjaldan heyrast leikin hér á tón-
leikum, verk fyrir tvö píanó (flygla).
Þeir sem léku voru Stefán Ashken-
azy (sonur Vladimír og Þórunnar)
og gríski píanóleikarinn Tsabr-
opoulos. Fyrsta flokks píanóleikarar
og frábærir listamenn á heims-
mælikvarða. Listamenn sem eru
ekki bara þekktir heldur njóta þess
álits að vera í fremstu röð píanóleik-
ara í heiminum í dag. Flutningur
þeirra félaga var algjörlega full-
kominn! Áheyrendur sátu töfraðir í
sætum sínum. Samband þeirra fé-
laga á tónleikunum var einstakt, s.s.
augngotur, höfuðhneigingar eða
glettnislegt bros á meðan þeir
spiluðu af EINSTAKRI snilld. Allir
sem á hlýddu voru heillaðir. Bestu
tónleikar sem ég hef a.m.k. hlýtt á á
þessu ári!
Skilaboðin með þessu bréfi eru,
eða hugleiðingin er þessi: Hvers
vegna komu ekki nemar í píanóleik
til þessara tónleika? Tónverkin voru
einstök sem leikin voru, t.d. eftir
Rachmaninov og Vorblótið eftir
Stravinsky sem teljast perlur tón-
bókmennta okkar kynslóðar!
Ég hugleiði hvort kynning á þess-
um tónleikum sé ekki nægileg eða
að áhuginn fyrir því að sækja tón-
leika sé ekki fyrir hendi.
Ég vil með þessu litla bréfi vekja
athygli þeirra sem vinna að tónlist-
armenntun barna og unglinga á að
svona listviðburður, eins og þessi í
Salnum, hlýtur að göfga andann og
mennta unga fólkið í klassískum
tónlistarfræðum.
Tónleikar þeirra Ashkenenazy og
Tsabropoulos var einstakur list-
viðburður. Því var það mér um-
hugsunarefni að sjá ekki kennara í
píanóleik eða nema þeirra í Salnum
sl. laugardag. Stundin var einstök.
BJARNI DAGUR JÓNSSON,
Lambastaðabraut 4,
Seltjarnarnesi.
Hvar voru
píanónemarnir?
Frá Bjarna Degi Jónssyni
Eggert B. Ólafsson: Vega-
gerðin hafnar hagstæðasta til-
boði í flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
PRÓFKJÖR
Jóna Gróa Sigurðardóttir
styður Kristján Guðmundsson í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Hilmar Guðlaugsson styður
Kristján Guðmundsson í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Hrafnkell A. Jónsson styður
Gísla Martein Baldursson í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Sturlaugur Þorsteinsson
styður Vilhjálm Þ. Vilhjálms-
son í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Gísli Freyr Valdórsson styður
Kjartan Magnússon í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
! " #$
%&
&
'
#(()
#((* +
' ,
#((((((((
-./ (0 ($(1 -./ (0 ()(# -.-2
-.(((((3313( -.(((((331(#
* ' #(() 4
&
"
& +5
. 6
6
"
&
&'
&
7 &
OLÍUFLUTNINGAR sem Olíu-
dreifing ehf. viðhefur, þ.e.a.s. að
flytja umtalsvert olíumagn til Kefla-
víkurflugvallar með bílum eftir
Reykjanesbrautinni,
er með öllu óviðunandi
þegar í boði er önnur
leið, öruggari og hag-
kvæmari.
Helguvíkurhöfn er
stórskipahöfn, aðallega
olíuuppskipunarhöfn
varnarliðsins, með full-
komnum birgðatönk-
um gröfnum í Hólms-
bergið við Helguvík
ásamt dælustöð til
flutnings olíunnar inn
á flugvallarsvæðið.
Umræða manna á
milli um nýtingu
Helguvíkurhafnar fyr-
ir íslensku olíufélögin
sem standa að núver-
andi olíudreifingu inn
á flugvallarsvæðið,
hefur komið upp annað
slagið en jafnharðan
kafnað af óskiljan-
legum ástæðum.
Það vakti hjá mér
von um breytingar í
rétta átt þegar FL
Group (áður Flug-
leiðir) óskaði eftir við-
ræðum við Reykjanes-
höfn varðandi aðstöðu
í Helguvík, í sumar.
Og svo fyrir stuttu kom fram hjá
Gunnlaugi Þór borgarfulltrúa í
Reykjavík að í umræðu hjá borg-
arráði væri fyrirhuguð breyting á
birgðavörslu í Örfirisey, því það er
mál af sama meiði.
Ákveðið er að uppskipunarstaðir
á olíu skulu vera þrír, Reykjavík,
Akureyri og Austurland. Auðvitað
ætti Helguvíkurhöfn að vera þarna
inni sem fjórði valkosturinn.
Ég ætla ekki að ræða sérstaklega
um praktískar leiðir en benda má á
að varnarliðið hefur boðið olíufélög-
unum afnot af birgðatönkum á
Hólmsberginu í Helguvík á frið-
artímum en olíufélögin hafnað þeim
möguleika. Þykir olíufélögunum
óaðgengilegt að yfirtaka varnarliðs-
ins á búnaði þeirra verði ef til ófrið-
ar kæmi? Þeir geta samt sem áður
nýtt sér aðstöðuna strax en notað
tímann til að koma sér
fyrir í Helguvík á eigin
forsendum, t.d. gætu
olíufélögin fækkað ol-
íutönkum í Örfirisey
með því að flytja þá
sjóleiðina til Helguvík-
ur, en við það skap-
aðist möguleiki á að af-
henda olíu jafnvel
ódýrari en annars
staðar á togara, varð-
skip og flutningaskip
svo eitthvað sé nefnt.
Annars daufleg höfn
með miklum búnaði
yrði að iðandi við-
skiptalífi á jákvæðum
nótum.
Þegar hugsað er um
breytingar á núverandi
fyrirkomulagi olíu-
flutninga kemur sú
hugsun fljótlega upp
hvort ráða eigi för
hagsmunir heildar-
innar eða gróðasjón-
armið flutningsaðila?
FL Group hefur
óskað eftir aðstöðu í
Helguvík fyrir flug-
vélaeldsneyti og því
hefur verið vel tekið af
Reykjaneshöfn. Vilja-
yfirlýsing þeirra á milli gildir til
næstu áramóta.
Það væri ekki úr vegi að Atlants-
olía tæki einnig upp þráðinn og
kannaði málið fyrir sitt leyti, því eft-
ir miklu er að slægjast á tímum
einkavæðingar og virkrar sam-
keppni. Í Helguvík væri möguleiki á
að skipa upp olíu sem fullnægði
olíuþörf Keflavíkurflugvallar og
jafnvel enn meira ef í kjölfar breyt-
inga kæmi afgreiðsla til skipa.
Af þessu má sjá að það er um
mikið olíumagn að ræða sem færi
þarna í gegn og þar af leiðandi ætti
eldsneyti að koma til uppskipunar
úr skipi beint af hafi en ekki frá
Reykjavík eins og nú er gert.
Starfsemi varnarliðsins hefur
dregist saman undanfarið. Þar af
leiðandi hefur eldsneytisþörf þess
minnkað. Á sama tíma eykst almenn
notkun hröðum skrefum vegna sí-
fellt aukinnar flugumferðar. Tankar
varnarliðsins eru því vannýttir eða
ónotaðir við núverandi aðstæður.
Áætluð olíunotkun skiptist þannig:
FL Group 80.000 tonn
Varnarliðið 20.000 tonn
Aðrir 50.000 tonn
Heildarmagn u.þ.b. 150.000 tonn
Ég læt þessar hugleiðingar mínar
duga að sinni en vill benda mönnum
á að lesa greinargerð Gests Guð-
jónssonar sem hann vann fyrir Olíu-
dreifingu ehf. Greinargerðin var
svar Olíudreifingar ehf. til umhverf-
isnefndar Alþingis 13.05.2000.
Við lestur hennar kemur fram að
hagkvæmni landflutninga er í þaula
tíunduð en lítið bent á hagkvæmni
sjóflutninga.
Jafnframt vil ég benda á grein í
Morgunblaðinu 02.01. 2004 sem
heitir Olíubirgðastöðin í Örfirisey
og má finna á www.mbl.is eftir Guð-
jón Jensson. Þar bendir Guðjón á
mjög myndrænan hátt á hvað gæti
gerst ef út af bæri þegar svo mikið
olíumagn er haft í illa vörðum tönk-
um á viðkvæmum stað.
Í mínum huga er það rangt og
ástæðulaust að hafa birgðir elds-
neytis í Örfirisey í Reykjavík sem
ætlað er til flugumferðar á Kefla-
víkurflugvelli og munar miklu ef því
væri skipað upp í Helguvík. Ábyrgð
fulltrúa brunamála í Reykjavík og
almannavarna ríkisins er mikil. Það
væri full ástæða fyrir þessa aðila að
kynna sér málið og koma með hug-
myndir til úrbóta.
Óskastaðan væri að málið yrði
tekið upp að nýju á Alþingi því mál
þetta snertir, eðli sínu samkvæmt,
þrjú ráðuneyti: umhverfis-, sam-
göngu- og utanríkisráðuneyti.
Olíuflutningar til
Keflavíkurflugvallar
Sæmundur Þ. Einarsson fjallar
um olíuflutninga
’Í mínum hugaer það rangt og
ástæðulaust að
hafa birgðir
eldsneytis í Ör-
firisey í Reykja-
vík sem ætlað er
til flugumferðar
á Keflavíkur-
flugvelli …‘
Sæmundur Þ.
Einarsson
Höfundur er í stjórn Frjálslynda
flokksins í Reykjanesbæ.