Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 41

Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 41 MINNINGAR ✝ Elínborg HuldaParrish fæddist í Hafnarfirði hinn 4. júlí 1964. Hún lést í Ástralíu hinn 24. október síðast- liðinn eftir erfið veikindi. Hulda var dóttir þeirra Sig- rúnar Jónu Sigurð- ardóttur, f. 12.9. 1942, og Jóns Parr- ish, f. 19.2. 1943. Sigrún og Jón skildu. Bræður Huldu eru Guðjón Robert Parrish, f. 19.7. 1962, og Sigurður Svavar Parrish, f. 16.2. 1966. Dóttir Huldu er Sue-Anne Parrish, f. 28.11. 1984, og er sonur hennar Log- an Dominic Elias Brace, f. 4.5. 2001. Hulda fluttist ung með foreldrum sínum til Ástralíu og hefur búið þar æ síðan. Elínborg Hulda var jarðsungin í Ástralíu hinn 29. október. Minning- arathöfn um hana verður haldin í Fríkirkjunni Hafnarfirði í dag og hefst klukk- an 15. Elskuleg frænka hefur kvatt þetta líf og haldið á vit hins óþekkta. Hulda eins og hún var ávallt kölluð, fæddist hér á landi elds og ísa sum- arið 1964. Ung að árum eða nánar til- tekið 1969 fluttist hún ásamt foreldr- um sínum og bræðrum til Ástralíu. Á þessum árum var Ástralía, í augum fjölda ungs fólks, land tækifæra og voru nokkuð margar fjölskyldur sem tóku sig upp og fluttust þangað. Hulda ólst upp með bræðrum sín- um hjá foreldrum þeirra. Sigrún og Jón skildu 1982 og í talsverðan tíma eftir það hélt Hulda heimili hjá móðir sinni. Alltaf hélt hún góðu sambandi við föðurömmu sína hér á Íslandi, Huldu Guðjónsdóttir, sem nú saknar sárt nöfnu sinnar. Hún kom m.a. hingað til lands á sínum yngri árum og dvaldi hjá henni og Hauki eiginmanni henn- ar í tæpt ár. Hulda amma var líka dugleg að heimsækja þau til Ástralíu og dvaldist þar af og til í nokkra mán- uði í senn. Fyrir nokkru veiktist Hulda alvar- lega og var fljótlega ljóst að hún myndi ekki ná að sigrast á þeim veik- indum. Æðsta ósk hennar var að geta komið í sína síðustu heimsókn til landsins sem hún hafði flust frá svo ung, og hafa með sér í för dóttur og dótturson. Hana langaði til að sýna þeim landið sitt og kynna þau fyrir ættingjum sínum hér. Með mikilli elju og dugnaði tókst henni að láta þá ósk rætast og komu þau hingað í sumar og dvöldu hér í einn mánuð. Var þessi ferð þeim til mikillar ánægju og gleði okkar ættingjanna ekki minni að fá þau hingað til okkar í heimsókn. Enda höfðu sumir aldrei hitt þau og aðrir sjaldan. Áttum við saman góðar stundir bæði í matar- boðum og kaffisamsæti sem við héld- um öll saman. Á kveðjustund vottum við Sue- Anne, Logan, Sigrúnu, Nonna, bræðrum hennar Guðjóni Robert og Sigurði Svavari, Huldu ömmu og Hauki, ásamt öðrum ættingjum, dýpstu samúð okkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér. Sproti þinn og stafur huggar mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Hvíl í friði, kæra frænka. Fjölskyldan þín á Íslandi. ELÍNBORG HULDA PARRISH Harmið mig ekki með tárum, þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar. (Kahlil Gibran.) Góð vindlalykt og hnyttin tilsvör voru það fyrsta sem ég tók eftir í fari Óla þegar ég fór að vera heimagang- ur á Ketilsbrautinni þegar við Ellý vorum í gaggó. Þá vorum við rétt að ÓLAFUR ERLENDSSON ✝ Ólafur Erlends-son fæddist á Jörfa í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadalssýslu 24. apríl 1926. Hann lést á sjúkrahúsi í Tallinn í Eistlandi hinn 17. október síð- astliðinn og var hann jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju 29. október. verða unglingar en þóttumst býsna full- orðnar og hafa svör við flestu. Óli fylgdist með okkur sposkur og skaut inn hnyttnum tilsvörum. Óli var mikill grúsk- ari og ég man varla eftir honum öðruvísi en með bók í hendi – og oft las hann eitt- hvað fyrir okkur sem honum fannst áhuga- vert. Aldrei komum við að tómum kofunum þegar saga var annars vegar og held ég að honum hafi oft fundist lítið til koma um söguþekkingu okkar þótt aldrei hafi hann orðað það sérstak- lega. Hann glotti þó oft þegar hann leiðrétti okkur um hin merkustu ár- töl eða sögustaði. Hann tók innrás vinkvenna Ellýjar inná heimilið með stóískri ró, jafnvel þótt við höfum oft verið full hávaðasamar. Aldrei minn- ist ég þess að hann hafi reynt að siða okkur til eða byrst sig á okkur. Við vinkonurnar bárum það mikla virð- ingu fyrir þeim Helen að ósjálfrátt reyndum við að sýna okkar bestu hliðar. Ég minnist þess að hann gerði iðulega grín að því hversu löngum stundum við eyddum fyrir framan spegilinn inni á baði – og var víst full ástæða til að gera athugasemdir við það eins og allir þekkja sem umgang- ast unglingsstúlkur. Vissulega hafði Óli sínar skoðanir á málefnum en aldrei reyndi hann að koma þeim yfir á okkur – og ekki minnist ég þess að hann hafi reynt að hafa áhrif á val okkar í lífinu. Hann virtist hafa þá trú á okkur að hann leyfði okkur að marka okkar eigin framtíð. Leiðir okkar Ellýjar lágu saman fyrst í grunnskólanum á Húsavík, síðan á Bifröst, síðar í Verzló og svo loks í Háskólann. Ég man hversu stolt Óli og Helen voru við allar útskriftir Ellýjar og hversu stoltur Óli var þegar hún söng á Nemendamóti VÍ. Öll árin sem við Ellý bjuggum saman við nám í Reykjavík voru Helen og Óli tíðir gestir og oftar en ekki var komið með góða matarsendingu sem var vissu- lega vel þegin af fátækum náms- mönnum. En fyrir utan slíkan ver- aldlegan stuðning þá vissum við vinkonur Ellýjar að við ættum ætíð stuðning þeirra hjóna vísan, slíkt þurfti aldrei að orða, það var sýnt með viðmóti og atlæti. Óli var mikill afi og þau Helen voru mjög stolt þegar barnabörnin fóru að koma – og nú síðast barnabarna- börnin. Þótt Óli hafi verið orðinn heilsulítill nú undir það síðasta naut hann þess að vera með fjölskyldunni og þá ekki síst barnabörnunum. Elsku Helen, Stella, Dunna, Ellý og fjölskyldur. Vegur sorgarinnar er vissulega langur og strangur en hvorki ófær né endalaus. Missir ykk- ar er mikill en minningin um ynd- islegan eiginmann, föður, afa og vin mun lifa áfram. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Heiðrún Jónsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, ÖRN EINARSSON ✝ Örn Einarssonfæddist í Reykjavík 31. des- ember 1947. Hann lést af slysförum hinn 20. október síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Reykholtskirkju 29. október. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Það er erfitt að finna orð á stundu sem þessari og oft segja fá orð meira en mörg. Með þessum ljóðlín- um vil ég þakka þér og fjölskyldu þinni fyrir þann tíma sem ég var hjá ykkur í sveitinni. Þessi tími var mér mjög kær. Elsku Sigríður, Sigga, Einar Örn, Þórdís, Gunna og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur og hugga á þessum erfiðu tímum. Hildur B. Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR KRISTJÁNSSON útgerðarmaður frá Súgandafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardag- inn 29. október. Hann verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Suðureyrarkirkju og MS-félagið. Aðalheiður Friðbertsdóttir, Erlingur Óskarsson, Rósa Hrafnsdóttir, Sigríður Óskarsdóttir, Hjörleifur M. Jónsson, Kristján A. Óskarsson, Þórdís Zoëga, Aðalheiður Ósk Óskarsdóttir, Benedikt Jónsson, afa- og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA KARLSDÓTTIR, Borgarhrauni 30, Hveragerði, lést á heimili sínu föstudaginn 28. október. Jarðsett verður frá Hveragerðiskirkju laugar- daginn 5. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð MND-félagsins. Halldór Jónsson, Elísabet Halldórsdóttir, Örvar Ólafsson, Berglind Halldórsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og barnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma, MARGRÉT G. MARGEIRSDÓTTIR, áður til heimilis í Stífluseli 9, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 2. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Ingibjörg Sigurðardóttir, Magnús E. Baldursson, Helena Drífa Þorleifsdóttir, Atli H. Sæbjörnsson, Þórarinn F. Þorleifsson, Hugrún Hrönn Þórisdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLAFUR H. JÓHANNESSON, Suðurtúni, Álftanesi, áður til heimilis í Borgarnesi, andaðist á Land- spítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 1. nóv- ember. Jarðarför hans fer fram frá Borgarneskirkju og verður auglýst síðar. Börn hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, VALDIMAR BERNÓDUS OTTÓSSON, Dalbraut 46, Bíldudal, sem lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar laug- ardaginn 29. október, verður jarðsunginn frá Bíldu- dalskirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00. Jens H. Valdimarsson, Sandra She, Ottó Valdimarsson, Margrét Hjartardóttir, Bára Jónsdóttir, Óskar Magnússon, Björn Jónsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.