Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 43

Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 43 MINNINGAR Um hádegisbilið sunnudaginn 23. okt. sl. fengum við hjónin upphringingu þar sem okkur var sagt frá andláti vinar okkar Krist- ins Magnússonar verkfræðings. Fréttin kom okkur ekki á óvart því séð var að hverju stefndi. Samt kom þetta sem reiðarslag því þrem dögum áður höfðum við heimsótt Kristin á Líknardeildinni í Kópa- vogi. Þá virtist hann hress og rödd KRISTINN ÓSKAR MAGNÚSSON ✝ Kristinn ÓskarMagnússon verkfræðingur fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1948. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 23. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 1. nóvember. hans svo tær og skýr. Við kynntumst Kristni og Grétu fyrir mörgum árum, en á þeim tíma var Krist- inn viðriðinn bæjar- málin í Kópavogi og var um skeið bæjar- fulltrúi. Síðar fluttist hann í Hafnarfjörð og gerðist bæjarverk- fræðingur þar og síð- an framkvæmdastjóri Fráveitu Hafnar- fjarðar en í því starfi var hann þegar hann lést. Við ætluðum að hittast aftur, en Kristinn og Gréta höfðu ætlað að heimsækja okkur í Víðihvamm- inn, sem ekki hafði getað orðið vegna veikinda hans. Kristinn hafði góða söngrödd og saman sungum við í Karlakórnum Fóstbræðrum til nokkurra ára, þar sem rödd hans nýttist vel. Kristinn var skarpgreindur, hæglátur en fastur fyrir ef því var að skipta. Fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári veiktist Kristinn af þeim illvíga sjúkdómi sem leiddi hann til dauða, en þrátt fyrir það var haldið í von- ina, hún var alltaf handan við horn- ið. Kristinn vann verk sín af alúð og vandvirkni hvort sem var í leik eða starfi, en hann þoldi illa óréttlæti í hvað mynd sem það birtist. Við munum svo sannarlega sakna þessa góða drengs, sem í blóma lífsins fór of snemma, of fljótt. En við munum seint gleyma því hugrekki sem hann sýndi og þeirri reisn sem yfir honum var þegar ljóst var að hverju stefndi. Við munum sakna Kristins, menn eins og hann eru ekki á hverju strái. Grétu, dætrunum, litlu afa- telpunni og aldraðri móður hans sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum þess að allt það sem er gott í þessum heimi styrki þau í sorginni. Þau hafa mikið misst. Farðu í friði, vinur. Við hittumst við næstu gatnamót. Sigurlaug og Björn. Okkur systur lang- ar til að minnast Ingveldar í örfáum orðum, nú þegar hún hefur kvatt þennan heim. Ingv- eldur eða Inga frænka, eins og við INGVELDUR JÓNATANSDÓTTIR ✝ Ingveldur Guð-björg Jónatans- dóttir fæddist í Miðgörðum í Kol- beinsstaðahreppi á Snæfellsnesi 25. október 1927. Hún lést á heimili sínu 16. október síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 24. október. höfum alltaf kallað hana, var einstök kona. Erfitt er að finna orð til að lýsa svo ljúfri konu sem hún var, Inga frænka var nærgætin, hlý og með eindæmum barn- góð. Gestrisni Ingu og góðmennska er okkur öllum ofarlega í huga. Það var ekki ósjaldan sem við gistum hjá henni í Reykjavíkur- ferðum okkar sem börn. Inga sinnti okkur alltaf af al- úð og sýndi lífi okkar mikinn áhuga. Það var ekki amalegt fyrir börn úr stórum systkinahópi að verða skyndilega miðpunktur athygli og væntumþykju. Gestrisni Ingu var víðkunn og henni í blóð borin, hún stjanaði við gesti sína á einstakan hátt. Eitt er víst að enginn stóð svangur upp frá borðum hjá Ingu frænku. Eftir því sem við systur eltumst urðu samverustundirnar færri og stopulli eins og gengur og gerist, en alltaf þegar við hittum Ingu frænku fundum við sterkt fyrir væntum- þykju hennar í okkar garð. Fyrir það langar okkur að þakka. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Margrét, Hugrún og Ingveldur Ragnarsdætur. Elsku hjartans afi. Nú er þínu jarðneska lífi lokið og við tekur líf á himnum í faðmi ættingja og vina. Við efumst ekki um að þú sitjir við hlið hennar ömmu og að Hreinn frændi sé hjá ykkur. Þið þrjú loksins saman á ný. Þegar við systkinin rifjum upp ánægjulegar minningar þá leitar hugurinn oftar en ekki til ykkar ömmu. Þið voruð svo stór partur af lífi okkur þegar við vorum yngri. Eft- ir að við eltumst fór sambandið að minnka og við sjáum eftir því að hafa ekki verið duglegri að heimsækja ykkur. Þið voruð svo yndisleg og allt- af jafn notalegt að vera hjá ykkur. Minningarnar leiða okkur á marga staði. Göngutúrarnir um Holtahverf- ið sem enduðu oftar en ekki á Góu- stöðum eða við hjallana fyrir ofan hverfið. Rólan góða á Sæbóli og fal- legi garðurinn hennar ömmu, sem allir hrósuðu svo mikið, voru í miklu uppáhaldi. Þú í brúna snúningsstóln- SIGURVIN GUÐMUNDSSON ✝ Sigurvin Guð-mundsson fædd- ist á Sæbóli á Ingj- aldssandi 24. desember 1917. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 29. október. um þínum fyrir framan sjónvarpið í Stórholt- inu. Æfingakeflið þitt sem að við stálumst svo oft til að nota enda þótti okkur það stór- sniðugt tæki og svona gætum við haldið lengi áfram enda af nógu að taka. Já, afi, nú er gaman hjá ykkur á himnum. Sögur, hlátur og grát- ur. Þú ert heilbrigður og getur tjáð þig að vild og amma heyrir allt sem þú segir. Við hlökkum óend- anlega til að hitta ykkur þegar að okkar lífi lýkur. Biðjum að heilsa elsku ömmu okkar. Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helzt er Herrann Jesús hjartans fró og líknar skaut. Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu’ einn á kaldri braut, flýt þér þá að halla’og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut. (M. Joch.) Þín barnabörn, Ásta María Guðmundsdóttir og nafni, Sigurvin Guðmundsson. Elsku afi. Okkur finnst svo sárt að vita að þú sért farinn frá okkur og að vita að við munum ekki sjá þig aftur. En þú ert kominn aftur til ömmu og það finnst okkur svo gott að vita, og að þér líði vel þar sem þú ert. Það var alltaf svo skemmtilegt að koma í heimsókn til þín og ömmu. Þið voruð alltaf svo hress, og okkur fannst allt- af svo gaman að fara í boltaleik með þér eða spila. Svo fórum við svo oft með þér í göngutúra og skoðuðum öll húsin í kring eða horfðum bara á sjónvarpið. Og allar minningarnar frá Sæbóli eru ómetanlegar og þess- ar minningar munum við ætíð geyma, því að þú varst einstakur maður og varst svo góður og einlæg- ur við alla. Elma Rún, Ásrún og Linda Rós. UNNAR JÓNSSON ✝ Unnar Jónssonfæddist í Nes- kaupstað 7. mars 1957. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 6. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 15. október. þar verður hann glaður, það er mín trú. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Rut Þorgeirsd.) Elsku afi. Takk fyrir öll knúsin og kossana. Takk fyrir alla bíltúrana og labbi- túrana. Takk fyrir all- ar sögurnar sem þú last fyrir okkur. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Takk fyrir að vera besti afi í heimi. Við elskum þig. Ástarkveðja, Anton Máni og Adam Smári. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Eyri í Skötufirði, verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Sigurður Á. Jónsson, Árný Vismin Jónsson, Jóna Jónsdóttir, María E. Jónsdóttir, Atli Már Kristjánsson, Hólmfríður R. Jónsdóttir, Halldór Valgeirsson, Þóra B. Jónsdóttir, Steindór Ingimundarson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSKELS EINARSSONAR, Vallholtsvegi 17, Húsavík. Guðrún Áskelsdóttir, Örn Gíslason, Steinunn Áskelsdóttir, Birgir Steingrímsson, Ása B. Áskelsdóttir, Stefán Ómar Oddsson, Ólafía Áskelsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Einar Áskelsson, María Sif Sævarsdóttir, Valdimar Steinar Guðjónson, Eygerður Bj. Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR RAFN OTTÓSSON, Egilsbraut 19, Þorlákshöfn, sem andaðist á blóðlækningadeild Landspítal- ans við Hringbraut laugardaginn 29. október, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 13.30. Rán Gísladóttir, Helga Halldórsdóttir, Ágúst Jens Ingimarsson, Ottó Rafn Halldórsson, Gyða Steina Þorsteinsdóttir, Valur Rafn Halldórsson, Unnur Ásbergsdóttir og afastrákarnir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG BALDURSDÓTTIR, Hjarðarhaga 56, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 22. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Indiana Ólafsdóttir, Rannveig Guðrún Gísladóttir Parry Davies, Björg Kr. Gísladóttir. Ástrík eiginkona mín og föðursystir okkar, INGIBJÖRG S. PORTER (GÍSLADÓTTIR), Altringsham, Englandi, lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. október. Útför hefur farið fram. Cyril Porter, Anna Elsa Jónsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.