Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 44

Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Vantar - Vantar Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Er að leita að 2ja til 3ja herbergja íbúð í lyftuhúsi, helst í Kópavogi eða miðsvæðis í Reykjavík. Sterkar greiðslur í boði og ríflegur afhendingartími. Nánari uppl. gefur Ellert Róbertsson í síma 893 4477 eða á skrifstofu. Tveggja hæða 310 fm raðhús á þessum mjög svo eftirsótta stað. Húsið er allt ný málað, gler og timb- urverk á suðurhlið nýlega endurnýjað, 6 svefnherbergi, stórt fjölskylduherbergi, góðar geymslur, 2 baðherbergi, 1 gestasalerni, 26 fm bílskúr með hita og rafmagni, góður og gróinn garður, steinsnar frá frístundasvæðinu í Fossvogsdal. VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARIÐ VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ. Kúrland ÖRUGG MIÐLUN EIGNA Lögg. Fasteignasali Sigurður Örn Sigurðarson HRÓÐUR frá Hvolsvelli var valinn folald ársins hjá áhorf- endum á árlegri folaldasýningu Hrossaræktarsamtaka Suð- urlands sem haldin var í lok október í Ölfushöllinni. Hróður er undan Kjarna frá Þjóðólfshaga og Eydísi frá Stokkseyri. Alls voru 29 folöld sýnd en þau sem stóðu næst Hróðri voru Hásteinn frá Hólum, undan Keili frá Miðsitju og Silf- urnótt frá Selfossi, Lokkur frá Fellskoti, einnig undan Keili og Lögg frá Fellskoti, Kolbrá frá Kjarnholtum, undan Orra frá Þúfu og Dagrenningu frá Kjarnholtum, og Ásdís frá Þjóðólfshaga, undan Kjarna eins og Hróður og Gloríu frá Hala. Við þetta tækifæri völdu Hrossaræktarsamtök Suður- lands Hlökk frá Laugarvatni heiðurshryssu Suðurlands 2005. Hún er móðir stóðhestanna Hams, Þyrnis og Þórodds frá Þóroddsstöðum, en hann hefur hlotið hæsta kynbóta- dóm íslenskra kynbótahesta. Eigandi Hlakkar, Bjarni Þor- kelsson, tók við viðurkenningunni. Sigurður Sigurðarson í Þjóðólfshaga, sem sést hér á myndinni, var valinn afreksknapi Suðurlands 2005. Hann náði meðal annars þeim árangri á árinu að verða Íslands- meistari í tölti og fjórgangi og heimsmeistari í fjórgangi. Hlökk heiðurshryssa Suðurlands HESTAMANNAFÉLAGIÐ And- vari í Garðabæ hlaut Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga á formannafundi samtakanna sem haldinn var fyrir skömmu. LH hefur veitt bikarinn árlega því félagi sem skarað hefur fram úr í æskulýðs- málum á starfsárinu. Bikarinn var gefinn af ÍSÍ árið 1996. Hesta- mannafélagið Andvari fékk einnig viðurkenningu á árinu sem fyr- irmyndarfélag Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands fyrir gott æsku- lýðsstarf í gegnum árin. Sú æskulýðsnefnd sem nú starfar í Andvara tók þá ákvörðun strax og hún kom saman í fyrsta sinn að halda úti kröftugu starfi. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir formaður nefndarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið að þau sem starfa í nefndinni hefðu öll mikinn áhuga og ættu sjálf börn í hestamennsku. Nefndarmenn skiptu með sér verk- um eftir því sem þeir hefðu tök á og sagði Sigríður samstarfið hafa verið mjög gott og einnig hefðu þau notið mikils stuðnings frá foreldrum barnanna. Vildum öflugt starf og fjölbreytta dagskrá „Við vildum að starfið yrði öflugt og héldum fljótlega fund til að skiptast á hugmyndum. Okkur tókst að koma saman fjölbreyttri dagskrá þar sem þess var gætt að allir ald- urshópar gætu tekið virkan þátt í starfinu og lögð var áhersla á hvers konar hestamennsku. Stundum vill það brenna við að æskulýðsstarfið gangi allt út á að sinna þeim sem stunda keppni, en svo var ekki hjá okkur. Okkur finnst mikilvægara að þjappa hópnum saman í fjölbreyttu starfi, ekki síst krökkunum sem eru oft að keppa hver við annan þegar á völlinn er komið.“ Meðal þess sem var á dagskrá hjá börnunum og unglingunum í And- vara var fjölskyldureiðtúr, og sam- eiginlegur reiðtúr æskulýðsdeilda allra hestamannafélaganna á höf- uðborgarsvæðinu. Þá hafa verið haldin skemmtikvöld og spilakvöld og ýmislegt fleira. Til að hægt væri að miðla upplýsingum með sem skjótustum hætti til krakkanna hef- ur verið haldið úti bloggsíðu og segir Sigríður það hafa gefist vel. Þriðjungur félagsmanna á námskeiðunum „Miklu máli skiptir að gott sam- band sé á milli hestamannafélag- anna og til dæmis hafa félögin hér á höfuðborgarsvæðinu haldið árlega sýninguna Æskan og hesturinn sem okkar krakkar hafa tekið virkan þátt í. Þetta er fólkið sem á eftir að starfa saman að framgangi hestamennsk- unnar í framtíðinni og gott að það hafi tækifæri til að kynnast.“ Námskeið fyrir börn og unglinga hafa verið mjög vel sótt hjá Andvara og þegar allt er talið tóku 37% fé- lagsmanna þátt í þeim. Boðið var upp á pollanámskeið fyrir 5–11 ára börn og síðan knapamerkj- anámskeið. Kennt var fyrir tvö fyrstu knapamerkin en félagið stefn- ir að því að bæta einu merki við á hverjum vetri. „Mér finnst þetta knapamerkja- kerfi vera bylting í reiðkennslu á Ís- landi þar sem nú er í fyrsta sinn hægt að taka námskeið og ljúka því og byrja á öðru án þess að eiga á hættu að vera alltaf að læra sama hlutinn. Þótt þetta hafi aðallega ver- ið notað fyrir börn og unglinga enn sem komið er held ég að fullorðið fólk ætti að nýta sér þetta kerfi meira. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að geta verið með þessi nám- skeið inni í reiðhöllinni og boðið upp á góða reiðkennslu, en við höfum fengið 500.000 króna styrk árlega frá Garðabæ sem notaður er til að greiða niður þessi námskeið.“ Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari hefur alfarið séð um knapamerkja- námskeiðin en einnig setti Tómas Ragnarsson íþróttadómari saman námskeið fyrir þá krakka sem voru að búa sig og hesta sína undir keppni. Á því voru verklegir og bóklegir tímar og síðan haldið æf- ingamót. Eðlilegt að leggja eitthvað á sig Í tengslum við Íslandsmótið sem Andvari hélt síðastliðið sumar var haldinn fjölskyldudagur í samstarfi við Garðabæ. Er ætlunin að þetta verði árlegur viðburður. Á fjöl- skyldudeginum settu víkingar upp búðir, sýndu bardagaatriði og buðu ýmsan söluvarning og grill. Hross og reiðtygi og tilheyrandi búnaður fyrir hestamennskuna var í einu hesthúsanna á svæðinu og járn- ingamaður sýndi vinnu sína. Þá var boðið upp á hestaleigu og útreiðar- túra með leiðsögn. Þá fóru unglingar frá ferming- araldri og upp úr til Danmerkur í júní og nutu fararstjórnar Sigrúnar reiðkennara. Þeir tóku meðal annars þátt í unglingamóti sem Íslands- hestafélagið Skeifan á Fjóni stóð fyrir og fengu lánaða hesta til að keppa á. Meðal annarra verkefna á árinu var að aðstoða umhverfisnefnd And- vara við áburðardreifingu á fé- lagssvæðinu fyrir Íslandsmótið. Af öðrum atburðum má nefna æskulýðsdag Andvara sem haldinn var 1. maí. Var atburðurinn nefndur Lýsisleikarnir vegna þess að Lýsi hf. var aðalstyrktaraðili mótsins. „Við höfum notið mikillar aðstoðar frá ýmsum fyrirtækjum sem hafa styrkt okkur á margan hátt, bæði til að reka starfið og eins með því að vera okkur innan handar með veit- ingar við ýmsar uppákomur,“ sagði Sigríður. „Ég er ánægð með æskulýðs- starfið hjá okkur í Andvara, meðal annars vegna þess hversu fjölbreytt það er. Þarna hafa krakkarnir tekið til hendinni og aðstoðað umhverf- isnefndina meðal annars við gróð- ursetningu og áburðardreifingu. Það er því ekki bara verið að efla grunn- inn í reiðmennskunni með nám- skeiðum og keppni, heldur læra þau líka að það er eðlilegt að leggja eitt- hvað á sig í svona starfi, okkur öllum í hestamennskunni til hagsbóta.“ Andvari í Garðabæ hlaut Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga Fjölbreytt starf fyrir alla aldurshópa Eygló Þorgeirsdóttir frá Andvara og Frosti tóku þátt í grímubúningareið á sýningunni Æskan og hesturinn. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Fulltrúar Andvara taka við Æskulýðsbikar LH.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.