Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 49

Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 49 DAGBÓK Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Boðahlein. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS VIÐ BOÐAHLEIN ÓSKAST Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Opinn dagur verður í Listaháskóla Íslandsá morgun, föstudag, frá 10 til 14. ÁlfrúnG. Guðrúnardóttir er kynningarstjóriLHÍ: „Þetta er í annað sinn sem við höldum opinn dag hjá öllum deildum skólans. Opni dagurinn er á virkum degi svo hægt sé að fá lifandi innsýn í alla starfsemina sem fram fer innan veggja LHÍ enda kennsla í gangi, verkstæði opin og nemendur og kennarar á svæðinu. Við viljum sýna starfsemi Listaháskólans eins og hún er dag- lega. Liðin eru 6 ár frá stofnun Listaháskóla Íslands en kennsla fer fram á þremur stöðum: Leiklistar- og tónlistardeildir eru til húsa að Sölvhólsgötu 13, myndlistardeild og kennaranám á Laugarnesi 91 og hönnunar- og arkitektúrdeildir í Skipholti 1. „Svipaður háttur verður á opna deginum hjá myndlistardeild og hönnunardeild: tekið er á móti gestum og þeir leiddir um deildina, stuttur fyr- irlestur haldinn um starfsemina og nemendur sýna inntökumöppur sínar frá fyrra ári og verk nem- enda verða til sýnis.“ Í þessu sambandi nefnir Álf- rún að inntökupróf eru við allar deildir Listahá- skólans og þarf að skila inn inntökumöppum til að mega þreyta inntökupróf. Ekki eru skýr fyrirmæli um innihald mappnanna og því mjög gagnlegt fyrir þá sem hyggja á að sækja um skólavist að sjá möppur þeirra sem komust inn á árunum á undan. „Við Leiklistardeildina er leikaranám kynnt og auk þess nýtt nám: „Fræði og framkvæmd“ annars vegar og eins árs diplómanám í dansi hins vegar. Segja má að með þessum breytingum í leiklist- ardeildinni hafi bylting orðið í leiklistarkennslu á háskólastigi á Íslandi,“ segir Álfrún. „Tónlistar- og leiklistardeildir eru með nokkuð gagnvirka dagskrá, en sami háttur var á í fyrra og vakti geysilega lukku. Meðal annars er boðið upp á n.k. „míní-inntökupróf“ milli kl. 10 og 11 þar sem gestir fá að spreyta sig í raddæfingum, spuna og leiktúlkun. Venjuleg inntökupróf taka vitaskuld lengri tíma en þarna má fá innsýn í hvernig prófin fara fram. Við Tónlistardeild verða síðan opnar æf- ingar, tónleikar, sýnishorn úr hljóðverkum og fleira.“ Opni dagurinn stendur eins og fyrr segir frá 10 til 14: „Allir eru velkomnir og dagskráin sér- staklega ætluð þeim sem vilja kynna sér námið. Sérstaklega beinum við sjónum okkar að fram- haldsskólanemum sem eru að velta vöngum um hvað þeir eiga að taka sér fyrir hendur eftir stúd- entspróf, en einnig að fólki sem einfaldlega er að spá í listnám, á hvaða aldri sem það er.“ Fyrir þá sem ekki vilja missa af einstökum dag- skrárliðum má sjá dagskrá dagsins í heild sinni á heimasíðu Listaháskólans: www.lhi.is. Menntun | Starfsemi Listaháskóla Íslands kynnt áhugasömum Opið hús hjá Listaháskólanum  Álfrún G. Guðrún- ardóttir er kynning- arstjóri LHÍ. Hún er með B.A. próf í íslensk- um bókmenntum og hefur lokið V. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Álfrún er með M.A. próf í list- rænni stjórnun og menningarfræðum með leikhúsfræði sem auka- fag. Álfrún starfaði sem deildarstjóri Lista- deildar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hefur unnið við ýmis störf tengd menningu og listum, s.s. sem kynningar- og markaðsstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur, útgáfu, textavinnu, kvimyndagerð og kennslustörf í framhalds- og háskólum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Um senatora og júníora TVEIR kandídatar bítast um forræði á borgarstjórnarflokki D-listans í Reykjavík um þessar mundir. Ég læt þau hvolpalæti afskiptalaus en vil samt minna á gamlan sannleika: Í nánast öllum borgríkjum sög- unnar hafa senatorar setið við stjórn- völinn vegna þekkingarinnar sem reynslan ein getur lagt af mörkum og júníora skortir. Senatorar stýra borgum á meðan júníorar skoppa gjörðum. Ásgeir Hannes Eiríksson, fyrrum varaborgarfulltrúi og þingmaður Reykvíkinga. Unglingar og Útvarp Saga ÉG VIL taka undir það sem Kristján skrifar í Velvakanda sl. mánudag. Þar skrifar hann um allt þetta korn- unga afgreiðslufólk sem afgreiðir í stórmörkuðum. Ég er honum sam- mála og finnst leiðinlegt orðið að versla í stórmörkuðum því ekki er hægt að fá neinar upplýsingar um vörur frá þessum ungu krökkum því þau vita ekkert um vörurnar. Þetta er ekki eins og þegar fullorðið fólk er við afgreiðslu. Þessi krakkagrey gera það sem þau geta en þetta er bara ekki boðlegt að svona afgreiðslufólk sé í öllum þessum stórmörkuðum. Eins er ég sammála því sem hann skrifar um snyrtimennsku unglinga, margir þeirra eru með göt um allan skrokkinn. Eins vil ég koma því á framfæri að ég er mjög ánægð með útvarpsstöð- ina Sögu, margt skemmtilegt og fróðlegt sem þar kemur fram, og hvet ég fólk til að hlusta á þessa stöð. Frábært fólk sem þar vinnur. Dagný. Vantar Mósaik ÉG vil koma því á framfæri að ég er mjög óánægð með nýja Kastljósið, finnst vanta svo mikið þegar vantar mósaik-þáttinn og stjórnandann Jón- atan Garðasson. Mósaik var frábær þáttur og sakna ég hans mikið. Aðdáandi. Vantar töflur yfir almennar tryggingar VIÐ vorum hérna nokkrir eldri borg- arar í Kópavogi að ræða um að það vantaði í Morgunblaðið töflu yfir al- mennar tryggingar og helstu bóta- flokka eins og áður birtist í blaðinu. Finnst okkur bagalegt að geta ekki fylgst með þessu í blaðinu og erum mjög óhress með þetta. Eldri borgari. Ung læða í óskilum íHafnarfirði SVÖRT- og brúnyrjótt ung læða fannst við Úthlíð í Hafnarfirði, laug- ardagskvöldið 29. október. Mjög gæf og greinilega heimilisköttur en án ól- ar og eyrnamerkingar. Vinsamlegast hafið samband í síma 822 9006 ef þið teljið að þetta sé læðan ykkar. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. cxd5 exd5 5. g3 Rc6 6. Bg2 Rf6 7. O-O Be7 8. Rc3 O-O 9. Bg5 cxd4 10. Rxd4 h6 11. Be3 He8 12. Hc1 Bf8 13. Rxc6 bxc6 14. Ra4 Bd7 15. Bc5 Bxc5 16. Rxc5 Bg4 17. He1 Da5 18. a3 Db5 19. f3 Bf5 20. Dd2 a5 21. Bf1 Db6 22. e3 Hab8 23. Bd3 Bxd3 24. Rxd3 Rd7 25. b4 axb4 26. axb4 Re5 27. Rxe5 Hxe5 28. Kf2 He6 29. Hb1 Dd8 30. Dd4 De7 31. Hec1 He8 32. Hb3 Dg5 33. Hbc3 Dh5 34. Kg2 Df5 35. H1c2 Staðan kom upp í fyrri hluta Ís- landsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Serbneski stórmeistarinn Vladim- ir Kostic (2502) hafði svart gegn Linus Olsson (2354). 35. … Hxe3! 36. Hxe3 Dxc2+ 37. Kh3 Hxe3 38. Dxe3 Df5+ svartur er nú sælu peði yfir og knúði fram sigur eftir 39. g4 De6 40. Df4 Df6 41. De3 h5 42. Dd3 hxg4+ 43. fxg4 Dh6+. Kostic þessi tefldi fyrir A-sveit Skákfélags Akureyrar en að fjórum umferðum loknum hefur liðið 15½ vinning í 5. sæti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Hlutavelta | Bestu vinkonurnar Ing- unn Embla Kjartansdóttir og Guðný Ósk Karlsdóttir héldu nýlega hluta- veltu á Glerártorgi á Akureyri til styrktar hjartveikum börnum og söfn- uðust 6.310 krónur. Morgunblaðið/Kristján ÞJÓÐMINJASAFN Íslands og Kvikmyndasjóður Skaft- fellinga hafa tekið höndum saman um að sýna heim- ildakvikmyndina Í jöklanna skjóli sem Vigfús Sigur- geirsson ljósmyndari tók á árunum 1952-1954 í Skafta- fellssýslum. Skýringartexta samdi Jón Aðalsteinn Jónsson og er hann jafnframt flytjandi textans. Kvikmyndin er í all- mörgum þáttum og eru tveir til þrír þættir sýndir hverju sinni. Kvikmyndin er sýnd í fyr- irlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 17. Fimmtudag- inn 3. nóvember kl. 17 verða þessir þættir á dagskrá: Samgöngur: flutn- ingar á sjó. Samgöngur: flutningar á landi og í lofti Síðasti hluti kvikmyndarinnar verður sýndur 1. desember. Þá verða þessir þættir á dagskrá: Kola- gerð. Meltekja.Úr Mýrdal í Lón. Að lokinni kvikmyndasýningu hverju sinni verður safnið opið gest- um til kl. 21 og ennfremur Kaffistofa og Safnbúð. Sérfræðingur Þjóð- minjasafnsins mun leiða gesti um þá hluta grunnsýningar safnsins sem tengjast efni kvikmyndarinnar hverju sinni. Í jöklanna skjóli Uppskipun úr vöruskipinu Skaftfellingi við brimsand í Öræfum. Ljósmynd Helgi Ara- son frá Fagurhólsmýri. Þjms. HA-653. HM í Portúgal. Norður ♠KG654 ♥G7 N/NS ♦874 ♣Á42 Vestur Austur ♠D9872 ♠ – ♥KD83 ♥1096 ♦ÁDG6 ♦10532 ♣ – ♣D109765 Suður ♠Á103 ♥Á542 ♦K9 ♣KG83 Í spili gærdagsins sáum við virki- lega djúpa svíningu hjá Dananum Steen Möller. Enska landsliðskonan Kitty Teltscher gerði þó gott betur í spili dagsins, en hún vann þrjú grönd með dýpstu svíningu sem hægt er að taka: Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 hjarta 1 spaði Pass Pass Dobl 2 tíglar Dobl Pass 2 grönd Pass 3 grönd Allir pass Kitty var í suður og opnaði á Acol- hjarta, sem lofar aðeins fjórlit. Vest- ur stakk að sjálfsögðu inn spaðasögn og Kitty hélt sögnum á lífi með dobli. Hún gerði svo vel í því að taka út úr dobli makkers á tveimur tíglum í tvö grönd, sem norður lyfti í þrjú. Vestur kom út með tíguldrottn- ingu og suður fékk á kónginn. Aug- ljóslega fást átta slagir með því að svína í spaða og laufi, en það er djúpt á þeim níunda. Sér lesandinn ein- hverja glætu? Kitty spilaði spaðaþristi í öðrum slag og vestur svaf á verðinum og fylgdi lit með tvistinum. Spaðafjar- kinn var látinn duga úr borði og hann átti slaginn! Og það var níundi slagurinn og sá mikilvægasti. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Í NÓVEMBER munu höfundar Eddu – útgáfu líkt og undanfarin ár lesa úr nýjum verkum á Súfist- anum, Laugavegi 18, öll fimmtu- dagskvöld kl. 20. Í kvöld lesa Gyrð- ir Elíasson, Þorsteinn frá Hamri og Oddgeir Eysteinsson les úr bók Þórarins Eldjárn. Ljóðakvöld á Súfistanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.