Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 54

Morgunblaðið - 03.11.2005, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd.ENGINN SLEPPUR LIFANDI FARÐU TIL HELVÍTIS! Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára ENGINN SLEPPUR LIFANDI Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA 450 kr. Sýnd kl. 3.50Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 4 og 6 Africa United “Fótfrá gamanmynd” Variety S.V. Mbl. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 DREW BARRYMORE JIMMY FALLON "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com “Fótfrá gamanmynd” Variety S.V. Mbl. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30  VJV Topp5.is Kóngurinn og Fíflið, XFM Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 kl. 5, 8 og 10.45 SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR!  S.V. / MBL TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið TOPP5.is „Meistarastykki“ H.E. Málið  Ó.H.T. Rás 2  Ó.H.T. Rás 2  H.J. Mbl. (Besti leik- stjóri, Besta heimildarmynd, Besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna (Besti leikstjóri, Besta heimildarmynd, Besta handrit) Tilnefnd til þriggja Edduverðlauna Sími 564 0000 Miðasala opnar kl. 15.30i l r l. . S.k. Dv PUSHER 2 Forsýnd kl. 8 FORSÝNING F yrir 16 árum stofnuðu fjórir strákar á Selfossi hljómsveitina Skíta- móral, þá 13 og 14 ára gamlir. Þetta voru þeir Gunnar Ólason, Arngrímur Fannar Haraldsson, Jóhann Backmann og Herbert Viðarsson. Í dag senda þeir fjórmenningar frá sér plötuna Má ég sjá. Það liggur beint við að spyrja þá Gunnar og Adda Fannar hvort þeir hafi búist við því að starfa enn undir merkjum Skítamórals 16 árum eftir stofnun sveitarinnar. „Það hefur nú kannski blundað einhverstaðar undir, allavega vonin um það,“ byrjar Gunnar. „Ég held að við höfum séð fyrir okkur að starfa við tónlist í framtíð- inni, en ekki endilega að vera enn saman fjórir undir merkjum Skíta- mórals,“ samsinnir Addi Fannar. „Við vorum kannski ekkert mikið að hugsa um þetta þá, vorum bara venjulegir unglingar í félagsmiðstöð sem hugsuðu bara um einn dag í einu,“ segir Gunnar. Skítamórall hefur borið sama nafn frá upphafi, en nafninu gaukaði Ein- ar Bárðarson að bróður sínum, Adda Fannari, á sínum tíma. Einar hefur verið viðloðandi sveitina frá upphafi, einskonar fimmti liðsmaður sveit- arinnar, eða hvað? „Jú eða hann hefur verið okkur innan handar í gegnum tíðina,“ segir Gunnar. „Hann hefur aðstoðað okkur við að koma okkur á framfæri og samið fyrir okkur lög og svona.“ Allir í Músíktilraunum Þó hljómsveitin hafi frá upphafi samið eigið efni var tónlist til spil- unar framanaf sótt í innihald plötu- safna foreldra fjórmenninganna. „Þetta var hipparokk sem var vin- sælt þá, og er raunar enn,“ segir Addi Fannar. „Við hlustuðum á Deep Purple, Led Zeppelin, The Doors og svo Cult, sem var algerlega út úr kú.“ Skítamórall hefur gengið í gegnum talsverðar mannabreytingar á ár- unum 16. „Við fengum til dæmis nýj- an söngvara í eitt ár meðan Gunnar gekk í gegnum raddbreytingar eins og strákar gera á þessum árum,“ upplýsir Addi Fannar. „Eftir 1994 lék Karl Þór Þórðarson með okkur og sumarið 1997 kom Einar Ágúst til liðs við sveitina.“ „Við höfum alltaf verið fjögurra manna kjarni og höfum svo verið með smá tilraunastarfsemi í kringum það,“ segir Gunnar. Það er kannski ekki á allra vitorði að Skítamórall reyndi fyrir sér á Músíktilraunum Tónabæjar árið 1992. „Það var árið sem Kolrassa krókríðandi vann. Við vorum þarna í harðri úrslitabaráttu,“ segir Gunnar. „Við vorum eiginlega eina bandið fyrir utan Kolrössu í keppninni sem var ekki að leika þungarokk sem var mjög vinsælt á þessum árum. Þarna var meðal annarra sveitin Niturbas- arnir sem síðar breyttust í Sólstrand- argæjana.“ „Svo var reyndar líka þarna hljóm- sveit sem síðar varð Leaves. Það hafa allir farið í Músíktilraunir einhvern tímann,“ segir Addi Fannar. Spilagleðin í fyrirrúmi Gunnar segir að ákveðinn vendi- punktur hafi orðið í starfsemi sveit- arinnar árið 1994. „Þá gerðum við okkur grein fyrir því að ef við ætluðum að gera þetta að lifibrauði okkar gengi kannski ekki til lengdar að spila bara þungt rokk. Fyrsta kvöldið sem við spil- uðum í Gjánni á Selfossi settum við saman „Syrpuna“ sem er kannski okkar þekktasta lag hingað til. Þetta lagðist bara svo vel í fólk að við ákváðum að einbeita okkur að þessu þó svo að eitt og eitt rokklag slæddist alltaf með inn á milli,“ segir hann. Sveitin hefur tvisvar þótt best á balli á hlustendaverðlaunum FM 95,7 enda segja þeir spilagleðina ávallt hafa verið í fyrirrúmi hjá sér. „Þegar maður kemur upp á svið verður maður að gefa af sér 100%. Mér finnst allavega ekkert gaman að sjá sveitaballabönd bara standa uppá sviði og hreyfa sig varla. Það verður að vera aksjón í þessu, það skilar sér svo bæði í tónlistinni og til áhorf- enda,“ segir Gunnar. Eftir að hafa túrað heilt sumar með Sálinni hans Jóns míns árið 1996 var Skítamórall beðinn um að fara fyrir skemmtiatriðum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ári síðar ásamt Sálinni. Fimmmenningarnir höfðu þá fengið sér umboðsmann í fyrsta sinn enda hjólin tekin að snúast á fullum hraða „Hlutirnir gerðust svo hratt að við vorum í raun hættir að ráða við þetta,“ segir Addi Fannar. „Hljóm- sveitin og allt sem henni fylgdi var orðin svo mikil útgerð að við ákváðum að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um allt þetta fyrir okkur. Við einbeittum okkur bara að spila- mennskunni, en við vorum að spila 3-4 sinnum í viku á þessum tíma.“ Síðustu ár liðinnar aldar voru sannkölluð gullaldarár í sögu sveit- arinnar. Platan Nákvæmlega kom út árið 1998 og fór samstundis í gull- sölu. Á plötunni var að finna lagið „Farinn“ sem varð fljótt vinsælasta lag landsins og ómaði títt og ótt á öll- um öldum ljósvakans. „Það varð eiginlega allt vitlaust,“ segir Addi Fannar. „Þetta gerðist í raun allt á einni nóttu,“ samsinnir Gunnar. „Þetta var allt saman mjög skemmtilegt og lifir sterkt í minningunni að vera staddur útá landi og heyra þetta lag, eitt ást- sælasta lag þjóðarinnar, hljóma. Ég held að enginn okkar hafi gert sér grein fyrir hversu vinsælt lagið né platan yrði.“ Í kjölfar aukinna vinsælda varð Skítamóralsbáknið sífellt stærra. Gefin var út bók með sögu sveit- arinnar og liðsmenn keyrðu um á Golf-bifreiðum með einkanúmerin Skímó 1-5. Fundu þeir ekki fyrir tals- verðum breytingum á eigin högum í kjölfarið. „Jú auðvitað fundum við fyrir því. Það var talsvert stökk að fara frá því að vera að leika á einum stað á Sel- fossi yfir í að vera að leika á öllum stöðunum í bænum. Platan var vin- sæl, lögin okkar mikið leikin í útvarpi og brjálað að gera í spilamennsk- unni,“ segir Gunnar. „Það breytist þó í raun ekki mikið hjá manni sjálfum persónulega. Þetta var alltaf það sem okkur langaði að gera frá upphafi, að vinna við að gera tónlist, og þarna var loksins kominn grundvöllur fyrir því.“ Markmiðið að leika eigin lög Skítamórall ákvað mitt í vinsæld- unum að ráðast í upptöku á annarri plötu sem kom út árið 1999. Var ekki erfitt að fylgja eftir vinsældum Ná- kvæmlega? „Jú auðvitað, en sú plata var í raun ennþá vinsæl þegar hin platan kom út. Markmiðið var í rauninni bara að geta leikið sem mest af okkar eigin efni á böllum. Í dag er 99% laga á böllum hjá okkur okkar eigin lög,“ segir Addi Fannar. Í kjölfar hinna gríðarlegu vinsælda ákváðu hljómsveitarmeðlimir að taka sér hvíld hver frá öðrum og hljóm- sveitinni. „Það var reyndar mistúlkun að við hefðum hætt en sannleikurinn er sá að við ákváðum að fara að einbeita okkur að tónlistinni hver í sínu lagi. Það var búin að vera mikil keyrsla undanfarin ár hjá okkur og mikið um að vera allt frá 1996,“segir Gunnar. „Við komum svo aftur saman árið 2003 og erum í raun búnir að vera að spila saman síðan þá með smá hléum,“ segir Addi Fannar. „Við pössum okkur á því núna að keyra ekki of stíft.“ Aftur í Evróvisjón? Það má vissulega færa rök fyrir því að Skítamórall sé ókrýnd Evróvisjón-hljómsveit Íslands þó svo að þeir hafi aldrei tekið þátt undir formerkjum sveitarinnar. Einar Ágúst söng lagið „Tell Me“ árið 2000 og Gunnar söng „Angel“ við annan mann árið 2001. „Við höfum allir farið nema Addi, það er bara eftir,“ segir Gunnar. „Ég hef reyndar farið með tvisvar og verið að tjaldabaki,“ upplýsir Addi. Þeir segja hreint ekki útilokað að Skítamórall eigi eftir að taka þátt í keppninni í framtíðinni. „Við værum alveg til í það ef einhver myndi treysta okkur fyrir laginu sínu. Við höfum allavega reynsluna,“ segir Addi Fannar. Platan Má ég sjá hefur verið í bí- gerð í rúmt ár en kemur loks í versl- anir í dag. „Ástæðan fyrir því að þetta er búið að taka svona langan tíma er kannski að við erum allir í öðrum störfum og höfum ekki getað sinnt þessu í fullu starfi,“ segir Gunnar. „Við vildum gefa okkur góðan tíma í þetta þangað til við yrðum fullkomlega ánægðir með útkomuna.“ Sem þeir og eru og segjast báðir mjög ánægðir með plöt- una. Lagasmíðar eru úr ýmsum áttum á plötunni nýju. „Við hóuðum í ýmsa tónlistarmenn sem hafa verið að semja lög, Sigurjón Brink, Friðrik Karls og Einar Bárðar og svo eigum við Hebbi líka lög á plötunni,“ segir Gunnar. „Við fáum til okkar prufuupptökur og metum svo hvort við getum gert lögin að okkar,“ segir Addi Fannar en þeir segja langt því frá að þeir fjórmenningar séu alltaf sammála um hvað virki og hvað virki ekki. „Kannski sem betur fer því ef við værum með sömu sýn á hlutina væri útkoman kannski heldur einsleit,“ segir Gunnar. „Besta heildar- útkoman verður þegar við vinnum allir saman. Þetta er lýðræðis- hljómsveit, þetta er ekki konungs- veldi þar sem einn stýrir og stjórnar enda myndi það ekki ganga upp eins og sagan sannar.“ Platan er fáanleg í verslunum BT frá og með deginum í dag. Útgáfu- gigg sveitarinnar verður í heima- bænum Selfossi á föstudagskvöldið kemur en formlegir útgáfutónleikar fara fram í Íslensku óperunni 1. des- ember næstkomandi. Við erum lýðræðis- hljómsveit Ný plata með Skítamóral kemur út í dag. Birta Björnsdóttir ræddi við Gunnar Ólason og Arn- grím Fannar Haraldsson um ferilinn, Músíktil- raunir og Evróvisjón. Skítamóralsmenn standa keikir eftir 16 ára samvinnu. Jóhann, Gunnar, Herbert og Addi Fannar. www.skitamorall.is birta@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.