Morgunblaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 55
Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd.ENGINN
SLEPPUR
LIFANDI
FARÐU TIL
HELVÍTIS!
Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og
hrottalegast tölvuleik allra tíma!
ENGINN SLEPPUR LIFANDI
Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta
og hrottalegast tölvuleik allra tíma!
Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
“Fótfrá
gamanmynd”
Variety
S.V. Mbl.
"Fyrirtaks
skemmtun
sem hægt er
að mæla með"
MMJ - kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6
Africa United
“Fótfrá
gamanmynd”
Variety
S.V. Mbl.
Pusher II • Sýnd kl. 6
Danskt tal
Murderball • Sýnd kl. 6
Enskt tal
Separate Lies • Sýnd kl. 8
Enskt tal / Ísl. texti
Solkongen • Sýnd kl. 8
Danskt tal
Site Specific • Sýnd kl. 10
Enskt tal
Fakiren fra Bilbao •
Sýnd kl. 10
Danskt tal
OKTÓBERBÍÓFEST |
26. október - 14. nóvember
Miðasala opnar kl. 17.00
Sími 551 9000
Sýnd kl. 6, og 10.30 B.i. 16 ára
"FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS"
KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM
EMPIRE MAGAZINE. UK
Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
VJV Topp5.is
Kóngurinn og Fíflið, XFM
Tom Stall lifði fullkomnu
lífi... þangað til hann
varð að hetju.
Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur
ein athyglisverðasta mynd ársins.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40
S.V. / MBL
TOPP5.is
„Meistarastykki“
H.E. Málið
TOPP5.is
„Meistarastykki“
H.E. Málið
Ó.H.T. Rás 2
Ó.H.T. Rás 2
H.J. Mbl.
Sýnd kl. 6 Ísl. tal
(Besti leik-
stjóri, Besta
heimildarmynd,
Besta handrit)
Tilnefnd til þriggja
Edduverðlauna
(Besti leikstjóri, Besta
heimildarmynd, Besta handrit)
Tilnefnd til þriggja
Edduverðlauna
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu
ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin
“Madagascar Mörgæsirnar halda í jólaleiðagur sýnd.
553 2075Bara lúxus ☎
S.k. Dv
PUSHER 2
Nánari upplýsingar um myndir og dagskrá
á www.icelandfilmfestival.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 55
!
"
"
HVER hefur sinn djöful að draga,
spilafíknin er örugglega ekki sú létt-
asta í taumi. Hún hefur kolrústað lífi
Lauru (Hjejle), sem í upphafi mynd-
arinnar er að ganga frá dreggjum
hjónabandsins, samskiptunum við
foreldrana og búin að koma sér í
ónáð hjá öllum, hugsanlegum lána-
stofnunum. Þ.á m. okurlánaranum
Holger (Ernst).
Hann hefur á sínum snærum ill-
viðráðanlega handrukkara, með
hnefaleikaþjálfarann Claus
(Bodnia), í fararbroddi. Að því kem-
ur að hinn bangsalegi Claus er kom-
inn á spor hinnar óforbetranlegu
Lauru, sem snýr dæminu við og
tekst að hafa af rukkaranum fé jafnt
sem öðrum. Skelfingin blasir við
þeim þegar bæði eru fallin í ónáð hjá
Holger.
Gamansamir Kaupmannahafn-
arkrimmar eru býsna algengir orðn-
ir og við nánari kynni virðast þeir
flestir á svipuðum nótum. Skortir
frumlega hugsun líkt og Ashton
Kutcher-meðalmoðið frá Hollywood.
Hjejle er fjári brött sem fíkillinn og
Bodnia, sem þrátt fyrir gangsterlegt
útlitið, er virkilega notalegur að
þessu sinni. Leikstjórinn og Bodnia
hafa áður gert góða hluti saman (I
Kina spiser de hunde, Gamle mænd i
nye biler), svipaður árangur er uppi
á teningnum í Inkasso. Þá er stórgóð
frammistaða aðalleikaranna tveggja,
nægileg ástæða til bíóferðar.
Handrukkarinn
og spilafíkillinn
KVIKMYNDIR
Októberbíófest. Regnboginn.
Leikstjóri: Lasse Spang Olsen. Aðalleik-
endur: Iben Hjejle, Kim Bodnia, Allan
Olsen, Ole Ernst, Rene Dir, Casper
Christensen, Erik Clausen. 90 mín.
Danmörk. 2004.
Inkasso Sæbjörn Valdimarsson
myndbönd og fest þannig reynslu
sína á filmu sem Herzog vinnur með
á einkar áhrifaríkan hátt.
Í myndinni blasir við sérkenni-
legur persónuleiki Treadwells og
einstök náttúrufegurð, jafnframt því
sem veitt er heillandi innsýn í líf
grábjarna. Myndefnið sem Tread-
well lét eftir sig spanna tímabilið
allt fram til dánarstundarinnar og
HERZOG var einn helsti villingur
þýsku nýbylgjunnar en undanfarin
fimmtán ár hafa kraftar hans eink-
um beinst að gerð heimildarmynda.
Þar hefur Herzog sent frá sér ófá
meistaraverkin, nægir þar að nefna
Skuggalandið sem hann gerði um
Persaflóastríðið og verður að teljast
ein af mikilfenglegri „stríðs-
myndum“ allra tíma.
Bjarnmaðurinn (Grizzly Man) er
nýjasta dæmið um sigurför Herzog
um lendur heimildarmyndarinnar.
Hún er að vísu ólík hans fyrri
myndum hvað efnisöflun varðar
(hann tók ekki sjálfur allt efnið) en
að öðru leyti fellur hún sérkennilega
vel að hugðarefnum leikstjórans.
Viðfangsefnið er náttúruvernd-
arsinninn Timothy Treadwell en
hann dvaldi löngum í samfélagi grá-
bjarna í óbyggðum Alaska. Það
harmræna atvik átti sér hins vegar
stað fyrir tæplega þremur árum að
hann var drepinn ásamt unnustu
sinni í bjarnarárás. Fram að þeim
tíma hafði hann tekið efni upp á
þetta er efniviðurinn sem Herzog
nýtir sér til að móta þá miklu kvik-
mynd sem hér ber fyrir sjónir.
Hann gefur ímyndum Treadwells
form, bætir sjálfur við og skapar
þannig ógleymanlega mynd af
manninum í faðmi, eða hrammi,
náttúrunnar.
Í hrammi náttúrunnar
KVIKMYNDIR
Háskólabíó: Októberbíófest
Leikstjórn: Werner Herzog. Heimild-
armynd. Bandaríkin, 99 mín.
Bjarnmaðurinn (Grizzly Man) Bjarnmaðurinn er nýjasta dæmið um sigurför Herzog.
Heiða Jóhannsdóttir
FYRIR fáreinum árum naut bíó-
myndin The School of Rock, mikilla
vinsælda. Hún sagði af náunga sem
hljóp í skarðið fyrir kennara, vin
sinn. Íhlaupamaðurinn komst vel frá
starfinu að lokum þó svo hann færi
ekki troðnar leiðir í kennslutímunum,
sem hann notaði til að láta meira og
minna laglausa nemendurna tjá sig
með rokktónlist.
Skólinn hans Pauls Green, sem
heimildarmyndin dregur nafn sitt af,
er hinsvegar bláköld alvaran. Green
fékk hugmyndina að skólanum þegar
hann sjálfur hætti að leika með
hljómsveit. Starfsemin minnir á til-
raunir Mumma í Götusmiðjunni, en
rokkið er eitt af þeim verkfærum
sem hann notar til að koma ungling-
um sem lenta hafa útaf veginum, inn
á beinu brautina aftur. Green fæst
við börn og unglinga frá svo sem 6 til
17-18 ára aldurs. Mörg þeirra eru ut-
anveltu í lífinu, líkt og Will O’Connor,
skarpur og fyndinn furðufugl sem
reyndi nokkrar sjálfsmorðstilraunir
og Green hefur tekist að koma aftur
á meðal manna.
A.m.k. einn snillingur er í hópnum,
gítarleikarinn C.J., smásnáði sem
rétt ræður við rafmagnsgítarinn sem
hann spilar á af ótrúlegri leikni.
Enda ná fingurnir nánast í kringum
gítarhálsinn. Kennsluaðferðir
Greens eru vægast sagt óhefð-
bundnar. Hann vappar um og hagar
sér nánast eins og einn krakkanna, á
stuttbuxunum sínum, argar og garg-
ar, rífst og skammast – en nær
undraverðum árangri.
Það sannast í lok Rock School,
þegar skólabandið fær tækifæri að
koma fram á stórhljómleikum sem
haldnir eru árlega í Þýskalandi í
minningu maestro Zappa, sem er
átrúnaðargoð Green og þar með
krakkanna. Þau ráðist því ekki á
garðinn þar sem hann er lægstur og
árangurinn er slíkur að enginn annar
en Napoleon Murphy-Brown, flautu-
leikari meistarans í The Mother of
Invention, tekur með þeim, hrærður,
lagið á sviðinu. Síðan treður Alice
Cooper upp með hópnum og þenur
raddböndin í School is Out, sem eru
lokatónar vel við hæfi.
Stórskemmtileg fyrir rokkunnend-
ur en dálítið löng í annan endann.
Sá ósvikni
KVIKMYNDIR
Regnboginn: Októberbíófest
Heimildarmynd. Leikstjóri: Don Argott.
M.a. koma fram: Paul Green, Asia, Tuck-
er Collins, Napoleon Murphy-Brown,
Alice Cooper. 95 mín. Bandaríkin. 2005.
Rokkskóli (Rock School) Sæbjörn Valdimarsson
Myndin er „stórskemmtileg fyrir rokkunnendur“.